Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 13 JOV Fréttir Guðlaugur Kristjánsson hefur umboð fyrir stóru happdrættin þrjú. Vinning- arnir hafa „dottið inn“ einn af öðrum undanfarið. DV-mynd E.ÓI. Happdrætti HÍ og SÍBS: Kópavogsbúar hirða þá stóru Þeir sem spil 1 happdrætti og hafa hug á því að fá þann stóra ættu ef til vill að leggja leið sína í Vídeómark- aðinn í Kópavoginum þar sem vinn- ingamir hafa verið „að detta inn einn af öðrum undanfarin ár“, eins og eigandinn, Guðlaugur Kristjáns- son, kemst að orði. Og í síðustu viku féllu stóru vinningarnir í SÍBS og Happdrætti Háskólans báðir á miða í Kópavoginum. Guðlaugur, sem hefur umboð fyr- ir stóru happdrættin þrjú, segir að í síðustu viku hafi eldri kona fengið vinning að verðmæti 1 milljón króna í SÍBS og nú, aðeins þremur dögum siðar, hafi svo fjölskyldufað- ir fengið 2 milljónir á einn einfald- an miða hjá Happdrætti Háskólans. Síðastliðið ár hafi fimm aðalvinn- ingar komið á miða í Kópavoginum, 2 hjá Háskólanum, 2 hjá SÍBS og 1 hjá DAS. „Það er gaman þegar þetta kemur svona jafnt og þétt og enn þá betra þegar bara 2-3 dagar eru á.milli stóru vinninganna. Við vonum að þetta sé nú orðið fast að fá svona tvo stóra vinninga á mánuði hér í Kópa- voginn,“ segir Guðlaugur. -Sól. Einungis tveir listar á Blönduósi? DV, Akureyri: Svo gæti farið að aðeins komi fram tveir listar við bæjarstjómar- kosningarnar á Blönduósi í vor en í kosningunum fyrir fjórum árum höfðu Blönduósingar úr fjórum list- um að velja í kjörklefanum. Þá bauð Sjálfstæðisflokkurinn fram D-lista og fékk tvo menn kjörna. H-listi var borinn fram af óháðum og vinstri mönnum þar sem framsóknarmenn vom áberandi og fékk H-listinn 3 bæjarfulltrúa. K- listi, sem telja má klofning Alþýðu- bandalagsmanna út úr H-lista, fékk einn bæjarfulltrúa og F-listinn, sem telja verður annað klofningsfram- boð, út úr H og K listum, fékk einn mann kjörinn. Ágúst Þ. Bragason, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir að hann gefi kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn en Sigurlaug Hermanns- dóttir, hinn bæjarfulltrúinn, ekki. Ekki mun ákveðið hvort efnt verður til forvals um skipan á lista flokks- ins eða hvort uppstillingarnefnd verði falið að gera tillögu um list- ann. Pétur Pétursson, oddviti H-listans, segir ffamboðsmál skammt á veg komin og allir bæjarfulltrúanna eigi eftir að gefa upp hvort þeir hyggi á framboð að nýju en uppstillinga- nefnd mun að öllum líkindum gera tillögu um listann. Sturla Þórðarson, bæjarfulltrúi F-listans, segir afar ólíklegt eða útilokað að F- listafram- boð komi ffam að nýju og þá er talið hugsanlegt að K-listinn bjóði ekki ffam. Vegna þessa hafa þær hug- myndir kviknað að sameinað fram- boð komi fram gegn Sjálfstæðis- flokknum en of snemmt er að segja fyrir um lyktir þess máls. -gk Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa ailsherj- aratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar Starfsmannafélagsins Sóknar. Tillögur skulu vera skv. A-lið 25. grein- ar í lögum félagsins með tilvísun í bráðabirgðaákvæði vegna kjörs stjórn- ar árið 1998, sem samþykkt voru á aðalfundi félagsins þann 29. apríl 1997. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 20. febrúar 1998. Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar w w w. d v. i s Aðgangur ókeypis fyrst um sinn Frá því ættfræðisíða DV hóf göngu sína 20. júlí 1987 hafa ættfræðingar og blaðamenn DV rakið ættir og æviágrip um 11.000 íslendinga á síðum blaðsins. Alls koma vel á annað hundrað þúsund manns við sögu í ættrakningum DV á vefnum. í dag eru ættfræðigreinar DV aðgengilegar almenningi á Netinu. Á Ættfræðivef DV er hægt að fletta upp nöfnum fólks í stafrófsröð eða leita að því með öflugri leitarvél. Fyrst um sinn verður aðgangur ókeypis að þessum hafsjó fróðleiks. Ættfrœðivcfur DV______ K.\ I*U r> o o * www.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.iswww.dv.is wvvw.dv.is www.dv.iswww.dv.iswww.civ.iswww.dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.