Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rófan dillar hundinum Þrjár ástæöur valda því, að stjóm Bandaríkjanna get- ur ekki beitt hervaldi til að knýja Saddam Hussein íraks- forseta til að leyfa fullnægjandi eiturvopnaleit að fyrir- mælum Sameinuðu þjóðanna. Vegna þeirra eru aðstæð- ur núna lakari en við upphaf Persaílóastríðs. Ein ástæðan er sagnfræðileg og ekki breytanleg. Hún felst í örlagaríkum mistökum, þegar bandaríski herinn hætti í miðju Persaflóastríði, lýsti yfir sigri og fór heim. Hinn yfirlýsti sigurvegari reyndist ekki hafa þau tök á framhaldi málsins, sem hann taldi sig hafa. Ekki reyndist hægt að framfylgja eftirleik stríðsins, því að Saddam Hussein tók ekki mark á niðurstöðunni og komst upp með það. Þáverandi Bandaríkjaforseti skildi ekki, að enginn árangur mundi nást án þess að hrekja glæpaflokk Saddams Husseins frá völdum. Ráðamenn Bandaríkjanna skildu ekki, að Saddam Hussein íraksforseti lætur aldrei beygja sig og að honum verður aldrei þröngvað til uppgjafar á neinu sviði. Þeir skildu ekki, að hann lítur á sérhverja tilraun til mála- miðlunar, sem veikleikamerki andstæðinganna. Af þessari ástæðu er herstyrkur íraks svipaður og hann var fyrir stríð og efnavopnabirgðir Saddams Husseins eins uggvænlegar og þær voru þá. Á hinn bóg- inn eru tækifæri vesturveldanna til að heyja stríð gegn honum mun þrengri en þau voru fyrir stríð. Þar koma til sögunnar önnur og þriðja ástæðan. Önn- ur ástæðan er óviðráðanleg. Hún felst í, hversu auðvelt er að kúga Vesturlönd í mannúðarmálum. Það er list, sem Saddam Hussein kann vel og hefur beitt til að veikja stuðning almennings við stefnu vesturveldanna. Saddam Hussein tekur einfaldlega þjóð sína í gíslingu. Það litla, sem hún aflar sér, tekur hann til að byggja ótal hallir handa sjálfum sér. Hún sveltur hálfu hungri og hana skortir heilbrigðisþjónustu. Hann kennir síðan við- skiptabanni Vesturlanda um hörmungar hennar. Þessi gíslataka hefur heppnazt. Góðviljað fólk á Vest- urlöndum heimtar, að tekin verði upp hefðbundin við- skipti við írak, svo að póltísk deila komi ekki niður á al- menningi í landinu. Þetta hefur fordæmisgildi og mun hvetja aðra harðstjóra til svipaðrar gíslatöku. Þriðja og síðasta ástæðan er viðráðanleg. Hún felst í vanhelgu bandalagi Bandaríkjanna og ísraels, sem hefur magnazt í tíð núverandi Bandaríkjaforseta. ísrael er fjár- hagslegur og hernaðarlegur skjólstæðingur Bandarikj- anna og notfærir sér aðstöðuna til yfirgangs. Núverandi stjóm ísraels hefur þverbrotið Óslóar-sam- komulagið um friðarferli í Palestínu og hyggst koma í veg fyrir það. Hún stundar póltísk, efnahagsleg og félags- leg hryðjuverk gegn Palestínumönnum. í skjóli Banda- ríkjanna er hún andstyggð allra góðra manna. Ruddalegur yfirgangur ísraels í umhverfi sínu leiðir óhjákvæmilega til haturs íslamskra þjóða á vemdaran- um að baki, Bandaríkjunum. Því getur Bandaríkjastjórn ekki safnað liði meðal íslamskra ríkja gegn Saddam Hussein íraksforseta eins og í Persaflóastríðinu. Rófan dillar hundinum í bandalagi Bandaríkjanna og ísraels. Með því að láta rófuna ráða, fórnar Bandaríkja- stjóm vestrænum hagsmunum í heimi íslamskra ríkja. Með því glatast brýn tækifæri til að koma á sögulegum sáttum milli Vesturlanda og íslamskra ríkja. Bandaríkin hafa tekið bandalag við hryðjuverkasinn- að smáríki fram yfir stærri hagsmuni og geta því ekki lengur reitt sig á Saudi-Arabíu og Egyptaland. Jónas Kristjánsson „Ég segi fyrir mig, það er vart hægt að hugsa sér ólistrænna kompaní en aðra karla,“ segir greinarhöfundur m.a. Pabbi þinn er lessa! staklega eru kviðsviðin óaðlaðandi, eins og hver gagnkynhneigður karl- maður sem stundar al- menningsböð getur vitnað um. Ég segi fyrir mig, það er vart hægt að hugsa sér ólistrænna kompaní en aðra karla. Það er eitthvað gróteskt og ógeðfellt við að horfa upp á þvagfærin og kyn- færin á þeim hangandi svona útvortis, svo ekki sé minnst á ístrur og annan óþrifnað. Hið fag- urfræðilega sjónarmið mælir því með kyn- skiptingu. Munurinn afmáður „Ég vorkenni stundum konunni minni, og konum almennt, aö þurfa aö horfa upp á jafn Ijóta skepnu og nakinn karl, enda reyni ég að gæta hófs í þeim efnum.“ Kjallarinn Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Stundum hefur hvarflað að mér hvort það mundi ekki bæta hjóna- band mitt, og ann- arra karla á svip- uðu reki, að gang- ast undir kynskipt- ingu. Ég yrði þá lessa, enda er ég ekki hommi og get ekki hugsað mér annan maka. Það vefst hins vegar fyrir mér að til- kynna foreldrum mínum og sonum slík hamskipti. Lík- lega yrði það full- stór skammtur fjr- ir þau ef ég yrði í einni svipan ekki aðeins að konu heldur að lesbíu líka. Sonur minn er lesbía! Faðir minn er lesbía! Stærsta vanda- málið er þó líklega það að konan mín hefur ekki lesbí- skar tilhneigingar (nema rétt sé sem fleygt var í útvarpi á dögun- um að allar konur séu lessur) og yrði því að láta breyta sér í karl til að hafa kynferðislegan áhuga á mér. Ég get hins vegar ekki hugs- að mér átakanlegri örlög en að búa með karli. Fagurfræðileg réttlæting Ég vorkenni stundum konunni minni, og konum almennt, að þurfa að horfa upp á jafn ljóta skepnu og nakinn karl, enda reyni ég að gæta hófs í þeim efnum. Sér- Enn veigameiri ástæða er mér samt ofar í huga. Mikið er rætt um muninn á kynjunum tveimur í seinni tíð. Þannig tala kvenna- fræðin mikið um svokallaðan reynsluheim kvenna og er helst að skilja að hann lúti sínum eigin lögmálum. Karlar og konur eigi með öðrum orðum fátt sameigin- legt, ja, annað en muninn. Konur eru frá Venus, karlar frá Mars. Þetta veldur eilífum vandræð- um í hjónaböndum eins og allir vita. Konur þjást auk þess af fyrir- tíðaspennu, karlar af brundillsku. í raun er það ígildi kraftaverks hve oft kynin tvö ná saman þrátt fyrir allt, en þeir sem reynt hafa vita að það hefst ekki nema með botnlausri vinnu. Það er ævistarf að eiga konu. Tvær mæður Með því að láta breyta mér í konu mundi ég afmá þann grund- vallarmun sem er á okkur hjónun- um, auk þess sem fagurfræðileg ásýnd okkar sem pars yrði mun þekkilegri, a.m.k. ef góður læknir fengist til verksins. Ég yrði að vísu seint einhver kynboma, yrði t.d. vart talin leggjalöng þó ekki sé loku fyrir það skotið að ég virkaði háfættari þegar búið væri að fjar- lægja óhroðann úr klyftum mér. Mér skilst að konur leggi ekki eins mikið upp úr útlitinu - ella væru þær flestar lesbiur - og það yrði mér væntanlega til happs. Hvað fengi svo konan mín út úr þessu? Hún eignaðist góða vin- konu og þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af getnaði. Þarfir okkar og langanir yrðu líkari og þannig mundi samkennd aukast með okk- ur hjónum og veitti ekki af til að vega upp á móti einstaklings- hyggju ríkisstjómarinnar. Synir okkar mundu einnig hagnast á umbótunum því að þeir hafa alltaf verið hændari að móð- ur sinni þrátt fyrir að ég sé heima- vinnandi. Þeir mundu þá eiga tvær mömmur og konan min þyrfti ekki að hafa samviskubit yfir að vinna svona mikið frá þeim; þeir væru eftir sem áður hjá móður sinni í vissum skilningi. - Þrátv fyrir annmarka hefur hugmyndin því margt til síns ágætis..Kannski Bill Clinton geti nýtt sér hana. Rúnar Helgi Vignisson Skoðanir annarra Brjóstmynd af Ingibjörgu „Áhrif kvenna eru mun meiri en við gemm okk- ur grein fyrir eða viljum viðurkenna. Við ættum að hafa í huga, að þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lætur af störfum sem borgarstjóri í Reykjavík, þá á hún skilið að fá styttu einhvers staðar í miðborg- inni, helst í nágrenni Reykjavíkurtjamar, en ekki í úthverfum Reykjavíkur. Að minnsta kosti ætti að setja upp „brjóstmynd“ af henni í Ráðhúsinu. Hún er ein af mæðmm Reykjavíkur. “ Þorkell Sigurlaugsson í 6. tbl. Viðskiptablaðsins. Verkfall sjómanna „Samtök útgerðarmanna hafa í mörg ár lýst því yfir, að þau styðji ekki kröfur einstakra útgerðar- manna á hendur sjómönnum um þátttöku í kvóta- leigu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur margsinnis lýst andstöðu við þau vinnubrögð, sem tíkazt hafa hjá einstökum útgerðarmönnum. Hver dómurinn á fætur öðram hefur fallið sjómönnum í hag. Hvað veldur því þá, að þetta deilumál lifir svo góöu lífi? ... Hins vegar verður að segja þá sögu eins og er, að afstaða forystu sjómannasamtakanna til kvótakerfisins eins og það snýr að sjómönnum hefur alla tíð verið illskiljanleg." Úr forystugrein Mbl. 11. febrúar. Pattstaða í sjómannadeilu „Ég tel að sjómannadeilan nú sé í algerri patt- stöðu og miðað við hvemig málin eru komin í dag er varla verjandi að láta verkfallið hanga yfir okkur lengur. Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort það var ætlun aðilanna allan tímann að koma málinu í þessa vonlausu stöðu svo að ríkisstjómin og Alþingi myndu grípa inn í ... En að sjálfsögðu hafa sjó- mannasamtökin þau úrræði að þau geta kært laga- setninguna til Alþjóða vinnumálastofnunarinnar og ég teldi ekki skrítið ef það yrði gert.“ Lára V. Júlíusdóttir í Viöskiptablaðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.