Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 Neytendur Gömul húsgögn lagfærð með módelleir Nota má litaðan módelleir til að fylla smágöt eða sprungur í hús- gögnum úr vönduðum viði. Mis- litar leiragnir eru hnoöaðar sam- an uns fenginn er réttur viðarlit- Bláberjavertíöin er hafin: Nokkrar uppskriftir Dollar °-56 0,4873 0,55 Flugleiðir Olíufélagið Síldarvinnslan 117,1 ur. Gott er að bera svolítið lakk blandað terpentínu í rifuna með tannstöngli til að koma í veg fyr- ir að viður drekki í sig feitina úr fyllingunni. Þegar kíttið er orðið kalt eru óþarfar leifar þess fjarlægöar með rakvélarblaði og gengið frá við- gerðarstaðnum á sama hátt og húsbúnaðinum í heild. Óráðlegt er að nota plastfyll- ingu í rifur þar sem hún rýmar oft með tíð og tíma. Úr 500 hollráð - handbók heimilisins. Gagnsemi nálarstungu Nálarstunga er sjaldan notuð við smitsjúkdómum og aldrei beitt á fólk sem er með háan hita eða undir áhrifum áfengis eöa eit- urlyfja. Meðal sjúkdóma sem nál- arstunga getur bætt úr eru: kvillar í öndunarfærum liðbólga og gigt höfúðverkur og mígreni svefnleysi og bakverkir sýkingar í þvagrás óreglulegar tíðir ennisholubólgur eymasuð augnkvillar ofnæmi meltingartruflanir hjartsláttaóregla og kvíði andleg og tilfmningaleg vandamál morgunógleði og hríðaverkir bamasjúkdómar Úr Heilsubók fjölskyldunnar Gömul lyf Líttu í lyfjaskápinn öðm hverju og tíndu út öll þau lyf sem orðin eru of gömul og lyf sem ekki er vitað til hvers átti að nota. Los- aðu þig þannig við þau að aðrir komist ekki í þau eða skilaðu þeim til lyfsalans sem sér fyrir þeim. Gott ráð er aö halda lyfja- bók, skrifa hjá sér handa hverjum lyf er keypt og til hvaða nota. Aldrei má gefa lyf, fengin út á lyf- seðil, öðmm en þeim sen þau voru ætluð! Lyf á ætíð að geyma þar sem böm ná ekki til þeirra! Úr 500 hollráð - handbók heimilisins. Grilluð berjabomba, f. 4 1 askja jarðarber 1 askja bláber 1 dl makkarónukökur 50 g suðusúkkulaði Jarðarberin skorin í fernt og stilkurinn skorinn af, makkarónu- kökurnar muldar og súkkulaðið skorið smátt. Öllu blandað saman, sett í álbakka og látið krauma á grillinu I 5-10 mínútur. 2 stk. negulnaglar 10 stk. piparkom Bláberjasósa: 1/2 1 soð 2 dl rjómi 1 dl bláberjasulta 100 g fersk bláber smjörbolla (30 g smjörlíki, 30 g hveiti) Meðlætið 300 g spergilkál 3 stk. gulrætur Búast má við að móar og hlíðar landsins einkennist um þessar mundir bæði af bláberj- um og fólki sem er að tína þau. Berjaspretta er misjöfn á landinu. Fyrir vestan fengust þær upplýsingar að bláberin væru ekki alveg þroskuð, í blaðinu kom fram um daginn að nóg væri af berjum í ná- grenni Þingvalla, berjaspretta er ekki nógu góð fyrir norðan og fyrir austan ku vera lítið af bláberjum. Þótt það sé gott að tína í lúk- una og borða berin jafnóðum kjósa flestir að hafa þau heim með sér og nota þau jafnvel í einhverja rétti. Hér á eftir em gefnar uppskriftir að góðum réttum þar sem er að flnna blá- ber: Bláberjabaka, f. 8 Deig: 250 g hveiti 100 g smjör 1 egg 11/2 tsk. sykur 3/4 tsk. salt 2-3 msk. vatn Fylling: 4 bollar bláber 1/2 bolli flórsykur 1/3 bolli hveiti 1/2 tsk. kanill Efra lag: 3/4 bolli hveiti 1/2 bolli púðursykur 1/2 tsk. kanill 75 g smjör, brætt Hitið ofninn í 190 gráður. Myljið saman hveiti og smjör og bætið eggi, sykri og salti i. Setjið vatnið síðast þar sem ekki er víst að þörf sé á því öllu. Notið aðeins helming- inn af deiginu. Hinn hlutinn geym- ist vel I frysti. Fletjið deigið út og klæðið bökumót með því eða leggiö bökuhring (flan ring) á plötu klædda bökunarpappír og leggið deigið innan í. Blandið öllum fyll- ingarefnunum saman í skál og setj- ið yfir deigið. Blandið efnunum í efra laginu saman og stráið yfir fyll- inguna. Bakið í 40-45 mín. Hægt er að nota hvaða ávöxt sem er i stað berjanna. Bæklingur Osta- og smjörsöl- unnar s/f nr. 75 við vægan hita í 2-3 tíma. Fleytið froðuna ofan af. Bláberjasósa Bakið upp soðið með smjör- bollu, bætið í rjóma og sultu. Kryddið eftir smekk. Bætið bláberjum í rétt áður en sósan er borin fram. Meðlætið Sjóðið spergilkálið í létt- söltu vatni. Sjóðið gulrætum- ar í léttsöltu og sykruðu vatni og steikið síðan í örlitlu smjöri og sykri þar til gulræt- urnar fá fallegan gljáa. Kartöflutoppar Bakið kartöflurnar og sker- ið síðan hattinn ofan af. Sjóð- ið saman rjóma og ost þar til osturinn hefur bráðnað. Skaf- ið innan úr kartöflunum með skeið og bætið í pottinn. Fyllið kartöfluhýðin með músinni og hitið í 180 gráða heitum ofni í 10 mínútur. Hollráð Best er að nota íslenskt blóðberg, hið villta timian, í þennan rétt - en einnig má nota þurrkað timian. Úr Veislubók Hagkaups Villikrydduð gæsabringa með bláberjasósu. Myndin og uppskriftin eru í Veislubók Hag- kaups. Meðlæti: Þeyttur rjómi eða ís. Úr Grillbók Hagkaups Villikrydduð gæsabringa með bláberjasósu, f. 6 6 gæsabringur 2 msk. timian (blóðberg), ferskt eða þurrkað salt og pipar Villibráðarsoð: 2 1 vatn beinin cif gæsunum og lærin 1 stk. sellerístilkur 1 stk. laukur 1 stk. gulrót 2 stk. lárviðarlauf 1 búnt steinselja 1/2 stk. blaðlaukur 6 stk. einiber salt 1-2 tsk. sykur 2 msk. smjör Kartöflutoppar 6 bökunarkartöflur 100 g gráðaostur 1 dl rjómi Brúnið bringumar á pönnu og setjiö síðan á ofngrindina. Kryddið með salti, pipar og blóðbergi/timi- an. Steikið í 10 mínútur við 160 gráður. Villibráðarsoð Höggvið beinin smátt og brúnið í olíu á pönnu eða á ofngrindinni. Sjóðið ásamt grænmeti og kryddi Bláberjasúpa 100 g þurrkuð bláber eða 11 ný bláber 11/2 1 vatn 125 g sykur 50 g kartöflumjöl 1 dl vatn Þurrkuðu bláberin eru þvegin og lögð í bleyti yfir nóttina. Soðin í vatninu sem þau hafa legið í í 1 klst. Síuð og lögurinn hitaður aftur, syk- ur látinn í eftir vild. Jafnað er með kartöflumjöli sem hrært er út í köldu vatni. Borðuð með tvíbökum eða brúnuðu brauði. Rétt er að tvísjóða bláberin séu þau þurrkuð. Þá fæst meiri kraftur úr þeim. Úr Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur (1946) -SJ Bílavinningurinn í Coca-Cola sumarleiknum: 600.000 krónur skattskyldar 74 71,77 Flestir, sem kaupa kókflösku um þessar mundir, muna eftir að kíkja í tappann. Þeir heppnu eiga von á að hreppa bíl að andvirði rúmlega 1,4 milljóna króna auk fleiri glæsi- legra vinninga. Þegar hefur einn bíll gengið út. Sá böggull fylgir skammrifi að 600.000 krónur af bíl- verðinu ber að greiða í skatt. Steinþór Haraldsson, lögfræðing- ur hjá ríkisskattstjóra, segir að þeg- ar um er aö ræða happdrættisvinn- ing sé hann skattskyldur nema um sé að ræða óverulega fjárhæð. Und- anþegnir eru vinningar í happ- drættum líknar- og menningarmála, mannúðarmála og trúarlegrar starf- semi. Lögum samkvæmt eru vinn- ingar einnig skattfrjálsir hjá stór- um happdrættum eins og DAS, Happdrætti Háskólans og SÍBS. Vinningar I Lottóinu eru einnig skattfrjálsir. „í meginatriðum eru vinningar eins og bíllinn skattskyldar tekjur," segir Steinþór. „Þær falla að tekjum vinningshafans og þarf hann að borga af þeim því sem næst 40% skatt. Foreldrar þurfa að borga skatt ef barn vinnur bil eins og þeg- ar hefur gerst en upphæðin færist upp með tekjum foreldra." -SJ 13,27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.