Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 7 Fréttir Halldór klókur í bankaheiminum þykir mönnum sem Halldór Ásgrímsson hafi spil- að klókindalega þegar hann lýsti op- inberlega yfir vilja til að selja Skandinaviska En- skilda-bankanum stóran hlut í Lands- bankanum. Davíð Oddsson varð fox- illur. Bankamenn segja hins vegar að yfirlýsing Halldórs fyrst og fremst hugsaða til að skapa samningsstöðu fyrir Framsókn gagnvart sölu á Drengjabankanum til Búnaðarbankans sem Framsókn lítur á sem „sinn“. Nú sé Halldór nefnilega búinn að hanna atburða- rás þar sem eina leiðin til aö draga úr spennunni sé að báðir aðilar gefi eftir. Þá fellur Sjálfstæðisflokkurinn frá andstöðu sinni við að Drengja- bankinn verði hluti af Búnaðar- bankanum og Framsókn laetur af kröfu sinni um að selja útlending- um ráðandi hlut í Landsbankanum. Þar með hafi Halldór náð að nota hina sænsku Wallenberga til að tefla Davíð út af borðinu... Varaformaður aldarinnar Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, útnefnir á fostudag þingmann ársins. Pétur H. Blöndal fékk þennann heiður síðast en hann féll ekki í geð Heimdellinga að þessu sinni vegna einkennilegrar fisk- veiðistjórnunar- stefnu. Stuttbuxna- sveit Sjálfstæðis- flokksins hefur því ákveðið að útnefna Friðrik Sophusson þar sem hann hafi staðið sig frábærlega sem fjármálaráðherra. Friðrik hefur dijúgan hluta aldarinnar staðið í ffamlínu Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði lengi vel þann kæk að bjóða sig fram til formanns en laut ævin- lega í gras og var kosinn varafor- maður. Sú hugmynd ku hafa dúkk- aö upp að útnefha hann varafor- mann aldarinnar... Kynslóðaskipti Það vill stundum brenna við að synir feti sama stíg og feður þeirra. Glöggt dæmi um slíkt er nú að af- loknum bæjarstjómarkosningum þegar alls staöar er ýmist verið að ráða eða reka bæjar- og sveitarstjóra. Jón Gunnar Stefáns- son, sem verið hef- ur farsæll bæjar- stjóri Grindvíkinga í 16 ár, var flæmd- ur þaðan fyrir þær sakir einar að vera að nálgast 67 ára aldm-- inn. Það fór þó ekki svo að ættlegg- urinn segði skilið við stétt þeirra sem sveitarfélögum stjóma. Á sama tíma og Jón Gunnar pakkaði saman búslóð sinni og yfirgaf Grindavík flutti Stefán Jónsson, sonur hans, foggur sínar í Búðardal þar sem hann er nú að stiga sín fyrstu skref sem sveitarstjóri... Svo hann gæti riðið Fyrir um ári varð Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sextugur. Var Páll búinn að vera nokkuð mik- ið þá í sviösljósinu og átti að baki mörg erfið mál sem höfðu ekki skapað honum vinsældir. Notaði frúin á Höllustöðum, Sig- rún Magnúsdótt- ir, þá tækifærið og gaf ráðherranum hest að gjöf til reyna að létta lund hans. Hesturinn var leiddur inn gólf þar sem Páll hélt afmælið hátíðlegt. Af því tilefni kvað Eyjólfur frá Galtanesi: Hjá Páli Pé var farið flest, framtakið var liðið, þá Sigrún honum sendi hest, svo hahn gæti riðið. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Þýsku skoðunarmennirnir skoðuðu sl. laugardag 32 Musso-jeppa sem ekki hafa fengið skráningu hér á landi. DV-mynd S Hestaleiga á Þingeyri DV, Vestfjörðum: „Ég hugsaði þetta til þess að skapa vinnu fyrir mig og börnin og fór því að leigja út hesta. Það hefur gengið mjög vel frá því að ég byrjaði núna í júní, þrátt fyrir að þetta hafi ekkert verið auglýst nema hvað ég hef látið vita af mér hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála héma á Þingeyri. Að öðru leyti hefur þetta bara frést. Ég hef fengið fólk af fjörðunum hérna i kring, bæði einstaklinga og hópa, auk þess sem töluvert af erlendum ferða- mönnum, sem eru hér á eigin vegum, hefur nýtt sér þessa þjónustu. Þetta á eftir að verða líflegt og skemmtilegt," sagði Kristín Elíasdóttir á Þingeyri. í kjölfar þess að atvinna á Þingeyri dróst saman við gjaldþrot frystihúss- ins á staðnum fyrir nokkrum árum fór Kristín, líkt og margir íbúar stað- arins aðrir, út í að skapa sér atvinnnu og ásamt því að reka þessa nýju hesta- leigu hefur hún meðal annars umsjón með fimm kirkjugörðum á Vestfjörð- um auk þess að sinna ýmsu hand- verki. Kristín hugsar sér að koma á Musso-jepp- arnir skoðaðir - af þýskum skoðunarmönnum Þýskir skoðunarmenn skoðuðu á laugardaginn 32 Musso-jeppa sem ekki hafa fengið skráningu hér á landi. Jeppamir hafa staðið óhreyfðir við Sundahöfh í nokkra mánuði. Deilur hafa staðið milli innflytjenda bílanna og Skráningar- stofunnar sem ekki hefur viljað skrá bílana. „Það er rétt að þýsku skoðunar- mennirnir skoðuðu alla jeppana á skoðunarstöð við Sundahöfn. Við bíðum nú eftir niðurstöðum þeirra en þær munu koma innan tíðar. Það er búið að forskrá og tollafgreiða jeppana. Ég trúi ekki öðru en þetta mál sé loks að komast í höfn og við fáum loks að leysa jeppana út og fá þá skráða hér á landi,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, einn eigenda bílasöl- unnar Skeifúnnar sem flytur inn 15 af jeppunum. -RR Kristín Elíasdóttir ásamt dóttur sinni, Heiðrúnu. DV-mynd Guðmundur fót skipulögðum ferðum fyrir hesta- fólk þar sem farið verður fyrir Slétta- nes með gistingu í Svalvogum og far- ið um Fossdalsheiði milli Arnarfjarö- ar og Dýrafjarðar. „Ég er svo mikið náttúrubarn að ég get varla hugsað mér að vinna innan- dyra yfir sumarið, helst vil ég ekkert koma i hús allan daginn yfir sumar- tímann. Til að leysa vandann með bamapössun auglýsti ég eftir „ömmu“ tímabundið fyrir börnin. Ég fékk konu frá Reykjavík til að passa böm- in fyrir mig meðan ég er að vinna þar sem ég get ekki haft bömin með mér, en ég reyni að taka þau með þegar það er hægt,“ sagði Kristín. -GS FÁÐU ÞER PIZZU FYRIR ÞÚSUNDKALL [ tilefni af fimm ára afmæli Domino’s Pizza á (slandi þann 16. ágúst býðst öllum pizzu- unnendum einstakt afmælistilboð þessa viku. Þú hringir eða kemur, pantar draumapizzuna þína með allt að fjórum áleggstegundum og borgar aðeins þúsund krónur fyrir. Njóttu afmælis- veislunnar með Domino’s og fáðu þér pizzu fyrir þúsundkall. Afmælisveislan hefst ( dag og lýkur að kvöldi afmælisdagsins þann 16. ágúst. Tilboðið gildir ekki í Kringlunni. ÁNANAUSTUM 15 • GRENSÁSVEGI 11 ■ HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 ■ SfMI 58-12345

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.