Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 Svisslendingurinn á leið um Oddsskarð. DV-mynd Þórarinn Forvitnilegur ferðamaður: Komið 15 sinn- um til íslands - og 14 ár í röð DY Eskifirði: „ísland er mjög fallegt land. Ég vona að þið íslendingar og ferðamenn getið baðað ykkur i sól. Þið eigið það skilið,“ sagði Josef Niederberger, flakkari frá Sviss, aö eigin sögn, þeg- ar DV hitti hann á leið upp Oddsskarð á dögxmum. Hann hafði þá verið 2 mánuði á ís- landi. í Mjóafirði, Neskaupstað og svo var hann búinn að vera 3 daga á leið- inni upp Oddsskarð og taldi þá að hann ætti eftir að vera einhverja daga til viðbótar á leiðinni upp. Hann ætl- aði að vera mánuð til viðbótar á ferða- lagi um íslenska náttúru. Josef hefur komið tii íslands 15 sinnum og þar af 14 ár í röð. Ástæða þess að hann er svona lengi á leiðinni nú er sú að hann stansar oft til að virða fyrir sér náttúru landsins, eink- um blóm, og lætur sér ekki nægja að skoða þau heldur teiknar hann þau í sérstaka dagbók. Teikningamar eru hrein listaverk. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til íslendinga og þá sér í lagi Norðfirðinga fyrir mjög góð- ar móttökur og sagði að íslendingar væru mjög elskulegt og gott fólk. -ÞH Hveragerði: Stuð um helgina DV, Hveragerði: Nú, i þann mund sem veðurfræð- ingar hafa á orði að fyrstu haust- lægðimar séu að nálgast, verður sumarstemning um næstu helgi í Hveragerði. Margt verður til skemmtunar og fróðleiks og eru landsmenn hvattir til þess að koma, sjá og skemmta sér. Húllumhæið hefst á fóstudags- kvöld með sundlaugar-diskói fyrir unglinga í lauginni í Laugaskarði. Á dagskrá laugardags er fjölskyldu- ganga um Hveragerði og nágrenni undir leiðsögn Bjöms Pálssonar, jarð- og sagnfræðings. Þá verður tískusýning á sportfatnaði fyrir ungt fólk á öllum aldri í Listaskál- anum. Þar verður einnig opnuð sýn- ing á verkum listahóps sem nefnist Prójekt og er þar um verk innlendra og erlendra listamanna að ræða. Golfklúbbur Hveragerðis býður fólki að reyna sig í pútti á hinum nýja 9 holu golfvelli Hveragerðis. Spákona verður í Eden, götuleikhús og Sniglamir koma, hjólabrettasýn- ing verður á Kjörís-planinu. Brekkusöngur við bálköst í skrúð- garðinum á laugardagskvöld er fast- ur liður í hátíðahöldunum. Ekki má gleyma stuðballi með hljómsveit Rúnars Júliussonar á Hótel Björk á laugardagskvöld. Pizza 67 býður upp á Stuðmannakvöld á föstudags- kvöld og Presleykvöld á laugardags- kvöld. -eh 27 ' Fréttir Veggjald á Stórabeltisbrúnni: Miklu hærra en í Hvalfirði DV, Akranesi: Fróðlegt er í ljósi umræðu um veggjald í Hvalfjarðargöngum að skyggnast til nágrannalanda og sjá hvaða veggjöld bíleigendur þar greiða fyrir að nýta nýleg sam- göngumannvirki, til dæmis brýr og göng. Stórabeltisbrúin mikla var tekin í notkun í Danmörku á dögunum. Þar er einn gjaldflokk- ur fyrir heimilisbil undir 6 metr- um að lengd. Stakt gjald fyrir að fara um brúna er 210 danskar krónur með vsk., jafnvirði tæp- lega 2200 íslenskra króna. Á Stóra- beltisbrúnni bætast við 105 dansk- ar kr. fyrir að hafa hjólhýsi/kerru aftan í fjölskyldubílnum. Þá er heildargjaldið komið upp í tæp- lega 3300 krónur - þúsundkall í Hvalfirði. Hér geta menn keypt 20 eða 40 ferðir í áskrift, greitt þær fyrir- fram og fengið hverja ferð á 600 eða 800 krónur. Áskriftarferðir hér má nota ótímabundið, svo lengi sem þær endast. Á Stórabelt- isbrú er einn afsláttarkostur. Boð- ið að kaupa mánaðarkort með allt að 50 ferðum yfir brúna og borga fyrir það tæplega 47.000 ísl. krón- ur. Með því fæst hver ferð fyrir um 940 krónur en áskrifandinn verður að nýta allar ferðirnar á einum mánuði. Á Stórabeltisbrú er vöruflutn- ingabílum skipt í flokka við 10 metra lengdarmarkið en við 12 metra í Hvalfjarðargöngum. Gjaldið fyrir minnsta flokk í Dan- mörku er 4368 án vsk. en sam- bærileg tala í Hvalfjarðargöngum er 2632 krónur. Stakt gjald fyrir stærri vörubíla á Stórabeltisbrú er tæplega 7000 krónur en 3333 i Hvalfirði. Reiknað er að með veggjöld á Stórabeltisbrú1 greiði niður stofnkostnað á 40 árum en í samningum um Hvalfjarðargöng er gengið út frá því að stofnkostn- aðurinn verði greiddur á 20 árum. í nýlegum neðansjávargöngum við Stafangur í Noregi er gjald- Björn Ingi og Sigurður Hafberg við uppsetningu á myndunum. DV-mynd Guðmundur Flateyri: Ljósmyndasýn- ing utanhúss DV, Vestfjörðum: „Þetta hefur vakið mikla athygli. Það hafa margir staldrað við og skoðað þesscir myndir enda eru þær mjög fallegar. Einkum hefur ferða- fólk verið hissa á því að sjá hér ljós- myndasýningu utanhúss. Þetta nýja framtak Önfirðingafélagsins er mjög gott og vonandi að framhald verði á næstu sumur," segir Sigurð- ur Hafberg, umsjónarmaður íþrótta- mannvirkja á Flateyri. Nú í sumar hefur staðið yfir ljós- myndasýning á vegum Önflrðinga- félagsins í Reykjavík, sem er félag brottfluttra Önfirðinga, á ljósmynd- um þar sem myndefnið er allt ön- firskt. Sýningin er sett upp á skjólveggi umhverfis sundlaugina á Flateyri og er því utanhússsýning. Alls eru um 50 myndir á sýningunni og hef- ur nýlega verið skipt um allar myndimar til að auka fjölbreytnina. Að sögn Bjöms Inga Bjamasonar, formanns Önfirðingafélagsins, er ætlunin að framhald verði á næsta sumar og er stefnt að því að mynd- um fjölgi verulega enda margt góðra mynda til. -GS skráin byggð upp mjög líkt og í í* Hvalfiarðargöngum. Einn stærð- arflokkur fiölskyldubíla, svo era næstu stærðarskil við 12 metra lengd flutningabíla, eins og í Hval- firði. Stakt gjald fyrir fiölskyldu- bíl þar er 750 ísl. krónur og svo þarf að borga til viðbótar fyrir hvern farþega 235 krónur og fyrir hvert barn 4-16 ára 113 krónur. Hægt er að fá allt að 40% afslátt með því að gerast áskrifandi, eins og í Hvalfirði. -DVÓ Pizza '67 Kópavogi vantar pitsubakara, bæði í fidlt og hlutastarf, næg vinna í boði. Upplýsingar í síma 699 8077. Verslanir, fyrirtæki, heimili. Gínur, fataslár Mátunarspeglar - sokkastandur Barnagínur, framhengi í panil. Panilpinnar, plastherðafré. Sérsmíði á innréttingum. Verðtilboð. Sendum í póstkröfu. Rekki ehf. heildverslun Hellulirauni 10 - Sími 565 0980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.