Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 37 Eitt verka Kristínar Guðjónsdóttur í Gerðarsafni. Frá steinum til steina í Gerðarsafni stendur nú yfir sýning á nýjum verkiun Kristínar Guðjónsdóttur og nefnir hún sýn- inguna Frá steinum til steina (ís- lenskir steinar í nýju ljósi). Þetta er önnur einkasýning Kristínar en fyrir tveimur árum hélt hún sýn- ingu í Stöðlakoti á höggmyndum gerðum úr steypu, leir og kopar- vir. Verkin í Gerðarsafni eru flest unnin úr íslensku fjörugrjóti og ryðfríu stáli. Hugmynd Kristínar var að vinna að þessu sinni úr öðru efni en áður, eða steinum úr flæðarmálinu og gefa sjálfri sér og steinunum þannig nýja vídd. Þótt verkin séu abstrakt þá vísa þau eins og svo mörg fyrri verk henn- ar til lífsins við sjóinn og bera nöfn eins og Steinnökkvi og Kjölur. Sýningar Kristín var í framhaldsnámi í Kalifomíu og hefúr sýnt verk sín i Kalifomíu, Idaho og Washington- ríki. Hún hefur fengið margvisleg- ar viðurkenningar fyrir verk sín og styrki til frekara náms. Hún hlaut sex mánaða starfslaun úr Launasjóði íslenskra myndlistar- manna árið 1996. Sýning Kristínar stendur til 30. ágúst. Jógakennararnir þrír. Kynning á Yoga- kennslunni Yogakennslan verður með kynn- ingarkvöld í félagsmiðstöðinni Ár- seli í Árbæ 14. ágúst kl. 20. Meðal þess sem þar verður kynnt er grunnnámskeið í Hatha yoga sem verður 15. og 16. ágúst í Árseli. Opn- ir timar í Hatha yoga verða síðan frá mánudegi til föstudags. Til þess að stunda Hatha yoga í opnum tím- um er mælt með því að fólk taki grunnnámskeið eða hafi grunn- þekkingu á líkamsstöðum Hatha yoga. Á næstunni mun Yogakennsl- an einnig opna aðstöðu í ÍR-húsinu á móti Landakotsspítala. Jógakenn- aréu hjá Yogakennslunni eru Guð- jón Bergmann, Hallgrímur Óskars- son og Birkir Jóakimsson. Samkomur Grease Dansnámskeið númer 2 í Grease- dönsum er að hefjast í Danssmiðj- unni Skipholti 25. Jóhann Öm Ólafsson, danskennari og einn aðal- dansarinn í uppfærslu Borgarleik- hússins, kennir á námskeiðinu. Um er að ræða þriggja vikna námskeið og er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum. Sonur Finns og Þuríðar Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem heitir Örn Finnsson, fæddist 25. desember síðastliðinn á Sjúkrahúsi Akraness. Barn dagsins Hann var við fæðingu 3870 grömm að þyngd og 52 sentímetra langur. For- eldrar hans eru Þuríöur Judith Þórarinsdóttir og Finnur Guðmundsson og er hann þeirra fyrsta barn. Krossgátan Gengið Aimennt gengi Li 12. 08. 1998 kl. 9.15 Einina___________Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,400 71,760 71,490 Pund 116,330 116,930 118,050 Kan. dollar 46,910 47,210 47,570 Dönsk kr. 10,5430 10,5990 10,5130 Norsk kr 9,4160 9,4680 9,4840 Sænsk kr. 8,8030 8,8510 9,0520 R. mark 13,2010 13,2790 13,1790 Fra. franki 11,9740 12,0420 11,9500 Belg. frankl 1,9462 1,9579 1,9434 Sviss. franki 47,9500 48,2100 47,6800 Holl. gyllini 35,6000 35,8200 35,5400 Þýskt mark 40,1600 40,3600 40,0600 ít. líra 0,040650 0,04091 0,040630 Aust. sch. 5,7050 5,7410 5,6960 Port. escudo 0,3922 0,3946 0,3917 Spá. peseti 0,4728 0,4758 0,4722 Jap. yen 0,489000 0,49200 0,503600 írskt pund 100,760 101,380 100,740 SDR 94,680000 95,25000 95,300000 ECU 79,1100 79,5900 79,1700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 ÍL Veðrið í dag Hlýtt í innsveitum norðaustanlands Við Hvarf er 990 mb. lægð sem hreyfist austnorðaustur. í dag verður sunnan- og suðaust- angola, kaldi vestanlands. Súld eða dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norð- austur- og Austurlandi. Hiti verður 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Suðaustan stinn- ingskaldi og talsverð rigning verður sunnanlands í kvöld en þykknar upp á norðaustanverðu landinu. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og súld með köflum í dag en suðaustan stinningskaldi og rigning í kvöld. Hiti verður 11 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.55 Sólarupprás á morgun: 5.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.39 Árdegisflóð á morgun: 10.07 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 8 Akurnes þoka í grennd 10 Bergsstaðir skýjaó 12 Bolungarvík skýjaö 10 Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. rigning 10 Keflavíkurflugvöllur rigning á síð. kls. 11 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík rigning á síö.kls. 11 Stórhöföi súld 11 Bergen skýjaö 16 Helsinki léttskýjaó 15 Kaupmannahöfn léttskýjaö 17 Osló skýjaö 15 Stokkhólmur 15 Algarve léttskýjaö 20 Amsterdam lágþokublettir 17 Barcelona heiöskírt 23 Dublin rigning á síó.kls. 13 Halifax skúr 19 Frankfurt léttskýjaö 21 Hamborg léttskýjaö 18 Jan Mayen rigning 8 London léttskýjaö 16 Lúxemborg heiöskírt 22 Mallorca heiöskírt 18 Montreal 18 New York heiöskírt 24 Nuuk alskýjaö 6 Orlando léttskýjaö 26 París skýjaö 21 Róm þokumóöa 23 Vín heiöskírt 21 Washington þokumóöa 21 Winnipeg heiöskírt 22 Lagfæring vega Góð færð er á þjóðvegum landsins. Á nokkrum stöðum á landinu eru vegavinnuflokkar að lagfæra vegi og er vel merkt áður en komið er að slíku svæði. Má nefna að á leiðinni frá Hofsósi til Siglu- Færð á vegum fjarðar er vegavinnuflokkur við vinnu sína og þeg- ar austar dregur er einnig verið að vinna á Sand- víkurheiði og á leiðinni á milli Unaóss og Borgar- fjarðar eystri. Gwyneth Paltrow og Jessica Lange leika aðalhlutverkin í Hush. Heift Stjörnubíó sýnir um þessar mundir sálfræðitryllinn Heift (Hush). Aðalpersónumar eru tvær, Martha, ráðrik og brjáluð móðir og sveitaseturseigandi, með vel falda fortíö að baki, og ung og metnaðar- gjörn stúlka, Helen, sem hefur orð- ið ástfangin af syni hennar. Þegar sonurinn kemur á ættarsetrið með heitkonu sína er tengdamóðirin ekkert nema blíðuhótin. Þetta er samt aöeins yfirborðið, undir niðri kærir hún sig ekkert um tengda- dóttur, en hún gæti alveg hugsað sér bamabam. Þegar Helen verður ófrísk tekst Mörthu með klækj- um að tæla hana úr stórborginni á bú- V//////// Kvikmyndir ■00ém garðinn. Þar byrjar Martha að vefa sinn köngulóarvef utan um Helen og svífst hún einskis til að ná fram til- gangi sínum að hrekja tengdadótt- urina burtu en halda eftir bama- baminu. í aðalhlutverkum eru Jessica Lange og Gwyneth Paltrow. Auk þeirra leika í myndinni Debi Mazar, Jonathan Schaech og Nina Fock. Leikstjóri er Jonathan Darby. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Lethal Weapon 4 Bíóborgin: City of Angels Háskólabíó: Vinarbragð Kringlubíó: Armageddon Laugarásbíó: Mercury Rising Regnboginn: Senseless Stjörnubíó: Sliding Doors Einn af eldri veitingastöðum bjórinn var leyfður og var þar með borgarinnar er Gaukur á Stöng, en frumkvöðull í kráarlífi á íslandi. Á hann var settur á laggirnar áður en Gauknum hefur lifandi tónlist verið í heiðri höfð og á hverju kvöldi kemur fram einhver hljómsveit. í kvöld og annað kvöld er það Á móti sól sem skemmtir gestum í Tryggva- götunni. Á lagaskrá hennar em Skemmtanir gamlir og nýir sumarsmellir. Á föstudags- og laugardagskvöld skemmtir svo hljómsveitin Hunang, en sú sveit hefur löngum verið sér- fróð í stuði og stemningu, enda að hluta til útskrifúð frá hinum sálugu Skriðjöklum. Á móti sól skemmtir á Gauknum í kvöld. Uppistand á Sir Oliver Uppistandskvöld hafa verið vin- sæl á veitingastaðnum Sir Oliver og er eitt slíkt í kvöld. Munu nokkrir grínistar stíga á stokk og fara með gamanmál, meðal þeirra em Sveinn Waage og Benedikt Nikulás Ketils- son. Gamanið hefst kl. 22.00. Ástand vega 4^-Skafrenningur m Steinkast O Hálka Q) Ófært 0 Vegavinna-aðgét 0 Öxulþungatakmarkanir Œl Þungfært (£) Fært fjallabdum Bam dagsins í dálkinum Bara dagsins em birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. r~ r~ 5“ |T“ ir T~ T~ <4 Tl~~ ll li Ifj1 jU 1 P, J 11 J Lárétt: 1 tappagat, 6 klaki, 8 óþétta, 9 svefn, 11 hæðir, 12 drepa, 13 puð- ar, 15 göfgi, 17 brún, 19 flókni, 20 gangflötur, 21 óvildin. Lóðrétt: 1 berjast, 2 farsóttina, 3 klampar, 4 ber, 5 lítil, 7 hró, 10 klaufsk, 14 sprota, 16 kepp, 18 gegn- sæ, 19 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hvöt, 5 gæf, 8 vírar, 9 rá, 10 efi, 11 feit, 12 lærling, 15 frói, 17 nýr, 19 digni, 20 fá, 21 önn, 22 unað. Lóðrétt: 1 hvelfd, 2 víf, 3 örir, 4 tafl- inu, 5 greinin, 6 ærin, 7 fát, 13 ærin, 14 gráð, 16 ógn, 18 ýfa. Gaukur á Stöng: Gamlir og nýir sumarsmellír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.