Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Page 13
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 13 m Vitnin þrjú í Clintonmálinu: Oldungadeildin æst í orð þeirra Hlutskipti þeirra er ekki öfunds- vert. Þremenningarnir sem verða kvaddir til að bera vitni í réttar- höldunum yfir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta i öldungadeild þingsins vildu sjálfsagt gera flest annað en að hafa meiri afskipti af máli þessu en sambandið. Vernon Jordan Vernon Eulion Jordan yngri, gamall vinur og golffélagi Clintons og áhrifamikill lögfræðingur í Was- hington, hefur viðurkennt að hafa Vernon Jordan og Bill Clinton hafa lengið spilað golf saman. Sagan segir að á golfvellinum hafi þeir líka talað um kvenfólk, og þá á þann hátt sem karlar gera ekki nema þar sem þeir eru einir. orðið er. Hin óheppnu eru Monica Lewinsky, unga konan sem allt snýst um, Vemon Jordan, virtur lögmaður og golffélagi Clintons, og Sidney Blumenthal, einn ráðgjafa forsetans. Monica Lewinsky Kalifomíubamið Monica Lewin- sky, fyrrum lærlingur í Hvíta hús- inu og annar tveggja þátttakenda í umtalaðasta ástarævintýri síðari ára, gæti orðið Clinton forseta að liði með framburði sínum í væntan- legri vitnaleiðslu í réttarhöldunum í öldungadeildinni. Bæði Clinton og Monica hafa við- urkennt ástarsambandið, þó svo for- setinn hafi sagt í framburði sínum fyrir ákærukviðdóminum i fýrra að hann hafi aldrei komið við brjóstin á stúlkunni. Hún heldur hinu gagn- stæða fram. Saksóknarar fulltrúa- deildarinnar segjast þó ekki ætla að spyrja hana um smáatriði kynferð- islegs sambands þeirra, heldur um atriði þar sem framburður hennar og Clintons stangast á. Spekingar segja að framburður Monicu muni ljá réttarhöldunum mannlega ásjónu og rödd. Líklegt þykir að hún verði einnig spurð um gjafir sem Clinton gaf henni og sem einkaritari hans, Betty Currie, end- urheimti síðar. Monica gæti einnig upplýst um atvinnutilboð sem hún fékk frá snyrtivörufyrirtækinu Revlon, eftir að hún neitaði í eiðsvarinni yfirlýs- ingu að hafa átt í ástarsambandi við forsetann. Monica sagði fyrir ákærukviðdómi að sér hefði verið lofað starfið fyrir að þegja um ástar- aðstoðað Monicu við að flnna sér vinnu síðla árs 1997. Hann þvertek- ur þó fyrir að hafa beðið hana um að ljúga. Þá segir hann ekkert sam- band milli atvinnutilboðsins frá Revlon og yfirlýsingarinnar þar sem Monica neitaði ástarsamband- inu við Clinton. Hugsanlegt er að Jordan verði spurður um hlutverk sem ráðgjafi Monicu, einkum þó um samtal sem Monica hefur greint frá. Þar mun Monica hafa sagt Jordan að Linda Tripp, fyrrum vinkona hennar sem varð kveikjan að hneykslismálinu, kynni að hafa séð orðsendingar til forsetans á glámbekk í íbúð hennar. Sidney Blumenthal Sidney Blumenthal er fyrrum blaðamaður sem fékk vinnu sem ráðgjafi í Hvita húsinu. Sagt er að hann sé ákaflega hollur Hillary for- setafrú og góðvinur bæði hennar og forsetans. Blumenthal verður væntanlega látinn greina frá samtali sem hann átti við Clinton skömmu eftir að samband forsetans og Monicu komst i hámæli. í því samtali varaði ráðgjafinn forsetann að hafa nokk- urt samneyti við manneskju eins og Monicu sem væri greinilega ekki í jafnvægi. „Hún hafði í hótunum við hann,“ sagði Blumenthal í framburði sín- um fyrir ákærukviðdóminu og lýsti því hvernig Monica, að sögn forset- ans, hefði gert kynferðislegar kröf- ur á hendur Clinton, ella myndi hún bera það út að þau hefðu átt í ástar- sambandi. ! 1 plMrUMURINN * O&PIP Áp FÁÐU ÞÉR MIDA FYRIR KL. 20,20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.