Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Page 50
58 ★' tyndbönd I 'V MYNDBANDA La Tregua (The Truce) Leiðin heim ★★★ Primo Levi var gyðingur sem lifði af útrýmingabúðir nasista i Auschwitz. Hann skrifaði bók um reynslu sina þar og síðan aðra um heimferðina, sem tók hann níu mánuði. Hann fór í gegnum mörg lönd og kynntist margs kon- ar fólki, og lærði smám saman að meta lífið og frelsið. Um leið sótti á hann sektarkennd yfir því að hann skyldi hafa lifað af þar sem svo margir dóu. Hann framdi sjálfsmorð árið 1987, rúmum fjórum áratugum eftir að hann komst heim til sin í Turin. Það er búið að gera margar myndir um helfórina og litið hægt að segja sem ekki hefur þegar verið sagt. Þessi saga fjallar þó ekki um hryllinginn, heldur eftirmála hans, hvernig þeim sem lifðu af gekk að taka þátt í lífinu á nýjan leik. Nasistamir eru ekki túlkaðir sem ófreskjur og áhersla er lögð á samúð og fyrirgefningu. Þrátt fyrir að leita á svolítið önnur mið en aðrar helfararmyndir og velta upp nokkrum áhugaverðum spumingum nær myndin ekki að heilla. Hún er heldur langdregin og inn á milli athyglis- verðra atriða koma önnur sem eru bara leiðinleg. John Turturro er fanta- góður leikari og fer vel með aðalhlutverkið. Einnig er Rade Serbedzija nokk- uð skemmtilegur í hlutverki sjálfsánægðs Grikkja sem Primo hittir og ving- ast við á ferðalagi sínu. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Francesco Rosi. Aðalhlutverk: John Turturro. ítölsk/frönsk/svissnesk/þýsk, 1996. Lengd: 125 mín. Öllum leyfð. -PJ Hope Floats ★★ Sandra Bullock á villigötum Birdee Praitt (Sandra Bullock) tekur i sakleysi sínu þátt í sjónvarpsþætti. Þar ljóstrar vinkona hennar því upp að hún hafi átt í árslöngu ástarsambandi við eig- inmann hennar, sem getur ekki annað en jánkað þvi fyrir framan alþjóð. Birdee yfirgefur hann og heldur heim í gamla sveitaþorpið sitt. Þar var hún aðalskvís- an á yngri árum og tekur fólk henni nú misjafnlega. Óþarft er að nefna að allir bæjarbúar sáu umræddan sjónvarpsþátt og hlakkar í sumum þeirra. Þá gengur dóttur hennar ekki vel að aðlagast breyttum aðstæðum og saknar fóð- ur síns sárlega. Ljósi punkturinn mitt i öllu vonleysinu er aðdáandi Birdee leikinn af Harry Connick, jr. Það er hinn stórgóði leikari Forest Whitaker (The Crying Game og Smoke) sem leikstýrir myndinni. Ekki er árangurinn sérlega eftirtektar verður og myndin einkar langdregin. Aðalleikonan Sandra Bullock má einnig vara sig á þvi að festast i rómantíkinni. Persónutöfrar hennar njóta sín best i hressi- legri hlutverkum, t.d. i Speed og Demolition Man. Það er ekki það að hún geti ekki spjarað sig í rómantíkinni, en það verður að fylgja henni eitthvað flör og gaman. Það er því miður ekki fyrir hendi i Hope Floats. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Forest Whitaker. Aðalhlutverk: Sandra Bull- ock, Harry Connick, jr. og Gena Rowlands. Bandarísk, 1998. Lengd: 100 mín. Öllum leyfð. -bæn Vildspor ★ Útlendingar á íslandi Minnimáttarkennd smáþjóðarbúa veldur þvi að við íslendingar verðum alltaf voða hamingjusamir þegar einhverjir í útlöndum veita okkur athygli. Okkur fannst t.d. voða spennandi að Friðrik skyldi fá (stór)leikarana Lily Taylor og Fisher Stevens til að leika í Cold Fever og við erum alltaf að fá einhverjar spennandi fréttir um að hinir eða þessi hafi hugsanlega áhuga á að gera kvikmynd á íslandi. Það var því efni í gleðifrétt þegar út spurðist að Mads Mikkelsen, sem lék aukahlut- verk í Pusher, myndi leika í dansk/íslenskri mynd. Hann leikur fyrrverandi sukkara sem fær gamlan sukkfélaga í heimsókn, og missir í kjöliarið tökin á lifi sinu. Því miður er myndin fremur veik fyrir í alla staði. Handritið er flausturs- lega skrifað og persónusköpun (sem fyrirflnnst aðeins í aöalsöguhetjunum tveimur) er grunn og leikurinn í samræmi við hana, þó að Mads Mikkelsen sé reyndar fremur góður leikari. Það eina sem er eitthvað spennandi i mynd- inni er aö sjá íslensku leikarana og íslenska landslagið. Leikaramir eru reyndar ekki að gera neinar rósir, fyrir utan Egil Ólafsson í hlutverki flkni- efnabarónsins rólynda. Þá fór það svolítið í taugamar á mér að þeir virtust geta komist hvert á land sem er á innan við klukkutima, en fegurð landsins stóð fyrir sínu. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Simon Staho. Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen og Nikolaj Coster Waldau. Dönsk/íslensk, 1998. Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Wrongfully Accused 0 Leslie, í guðanna bænum! Kvikmyndir á borð við Top Secret! og Airplane! nýttu sér snilldarlega klisjur afþreyingarmynda og sköpuðu með þvi eitthvert merkilegasta grínefni seinni ára. Má segja að þróunin hafi náði hámarki með myndinni Naked Gun, sem átti reyndar ættir að rekja til sjón- varpsþáttanna Police Squad!. í kjölfarið fylgdu tvo fram- höld og tvö framhjáhöld i formi Hot Shotsí-myndanna. Samfara þeim útvatnaðist grinið jafnt og þétt, en Hollywood kann ekki að hætta og hvers lags eftirhermugrín safnast saman í sístækkandi ruslahaug. Leikarinn Leslie Nielsen er konungur hans og hélt maður að botninum hefði verið náð i kvikmyndinni Dracula: Dead and Loving It en Wrongfully Accused er jafnvel en verri. Líkt og formúlan gerir ráð fyrir er gert grín að þekktum atriðum úr vin- sælum kvikmyndum. Grunnumgjörðin er sótt i The Fugitive, en grin að ný- legum myndum á borð við Mission Impossible og Titanic er einnig fyrirferð- armikið. Klassíkin fær lika að fljóta með í skotum á myndir sem Casablanca og North by Northwest. Fræg flugsena þeirrar síðarnefndu fær hér háðulega útreið og lyftir myndinni, ásamt ágætu upphafsatriði, upp í hálfa stjörnu. Það ógnvænlegasta er þó sú staðreynd að Leslie skuli vera að vinna að fjór- um nýjum myndum. Guð hjálpi okkur öllum! Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Pat Proft. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -bæn LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 JLlV Indiana Jones: Fornleifafræðingurinn sívinsæli Vinsældir Indiana Jones eru auð- skiljanlegar flestum kvikmyndaá- hugamönnum í dag. Aðstandendur hennar Steven Spielberg, George Lucas og Harrison Ford eru jú mestu gullmalarar kvikmyndasög- Temple of the Doom: Harrison Ford og Kate Capshaw, sem síðar varð frú Steven Spielberg. unnar. Þegar hugmyndin kom aftur á móti fyrst fram var staðan allt önnur. Jaws var vissulega mikill sigur fyrir Spielberg en að baki myndinni lá þá dýrasta mark- aðsherferð allra tíma, og hann var allt annað en öruggur um að Close Encounters of the Third Kind yrði vel tekið. Lucas var þó enn óstyrkari og óttaðist að hann væri að eyði- leggja orðstír sinn með Star Wars, en hann hafði hlotið ósk- arsverðlaunatilnefningu fyrir American Graffíti. Félagamir flúðu frumsýningu Star Wars og héldu saman til Hawaii, en þar kom frum hugmyndin að Indiana Jones. Týnda örkin Persónuna byggðu þeir á gömlum sjónvarpsþáttum og kunnum hetjum á borð við James Bond og Superman. Þeir voru sammála um að Indy ætti að lifa tvöföldu lífi en greindi á um eðli þess. Lucas vildi gera hann að kvennamanni sem seldi forngripi á söfn en Spiel- berg að drykkfelldri og jafnvel nokkuð ruddafengri týpu. Málamiðlun þeirra þekkjum við síðan flest. Upphaflega vildu þeir fá Tom Selleck í hlutverk Indy en hann var (sem betur fer) upptekinn við leik í sjónvarpsþáttunum Magnum P.I. Eftir að Spielberg sá síðan Harrison Ford í The Empire Strikes Back áttaði hann sig loks á því að Ford væri rétti maðurinn. Strax dag- inn eftir samþykkti hann að taka þátt með því skilyrði að persónan yrði frábrugðin Han Solo úr Star Wars. Ford var sannarlega rétti maðurinn í hlutverkið og hafði mikil áhrif á endanlega útfærslu Indiana Jones. Svo vel lifði hann sig inn í hlutverk hans að hann lék flest áhættuatriði sjáifur. Tökur Raiders of the Lost Ark fóru fram í Bretlandi, Hawaii, Frakklandi og Túnis, og lentu kvikmyndagerðarmennirnir í meiri vandræðum við þær en Indiana Jones við að ráða nið- Klassísk myndbönd Network ★■★'★-★ Á undan sinni samtíð Network þótti mikið meistaraverk þegar hún kom fyrst fyrir sjónir al- mennings árið 1976, hlaut íjögur ósk- arsverðlaun og sex tilnefningar til viðbótar. Kaldhæðnisleg ádeila og frá- bær leikhópur (flmm tilnefningar fyr- ir leik) tryggðu henni sess í kvik- myndasögunni sem einhver merkileg- asta kvikmynd sem gerð hefur verið um sjónvarpsmenningu. Söguþráður- inn þótti á sínum tíma nokkuð fjar- stæðukenndur, en þróunin í sjón- varpsefni hefur fært raunveruleikann nær því sem gerist í myndinni, og nú, tuttugu árum síðar, virðist sagan alls ekki eins fráleit. Howard Beale er gamali sjónvarps- fréttamaður á niðurleið. Hann er rek- inn og tilkynnir í kjölfarið að hann hyggist fremja sjálfsmorð í beinni út- sendingur í síðasta fréttatímanum sínum. Hann lætur þó ekki verða af því, en fer í staðinn að predika yfir áhorfendum og tekst að hreyfa við al- menningi. Dagskrárstjórinn Diana Christensen sér i honum tækifæri til að búa til eins konar fréttasirkus, með Beale í aðalhlutverki. Yfirmaður fréttastofrunnar, Max Schumacher, er vinur Beale og algjörlega andvígur því að andlegt ástand hans sé misnot- að á þennan hátt, en fær engu ráðið og er rekinn. Þegar vinsældir Beale dala fer hann að verða til vandræða fyrir sjónvarpsstöðina, sem fær hryðju- verkasamtök til að myrða hann í beinni útsendingu, og hann verður þar með fyrsti sjónvarpsmaðurinn sem er drepinn sökum lélegs áhorfs. Handrit Paddy Chayefsky er snilld- arvel skrifað og deilir hart á afþreying- ariðnaðinn i bandarísku sjónvarpi með beittu háði. Predikunartónninn verður stundum aðeins of áberandi, en nær þó aldrei yfirhöndinni. Chayefsky stígur línudansinn af stakri list, með Qarstæðukenndan húmor öðrum meg- in og sjálfbirgingslegan boðskap hin- um megin. Sidney Lumet býr til mynd úr handritinu, sem er bæði fyndin og umhugsunarverð, hans besta mynd. Það er þó ekki síst frábær frammistaða leikaranna sem gerir myndina að þeirri klassík sem hún er. Ned Beatty var tilnefndur tO óskarsverðlauna, og Beatrice Straight fékk óskar, bæði á grundvelli staks atriðis. Ned Beatty var tilnefndur fyrir magnaða einræðu þar sem hann predikar yfir Howard Beale um vald peninga og sannfærir hann um að flytja áhorfendum boð- skapinn, og Beatrice Straight í hlut- verki konu Max fékk óskar fyrir dramatískt rifrildi, þar sem Max yfir- gefur hana. Faye Dunaway fékk óskar fyrir túlkun sína á samviskulausum framapotara sem er reiðubúin til að valta yflr allt og alla í von um áhorf, og Peter Finch fékk einnig óskar fyrir hlutverk hins sturlaða Howard Beale. Þá er ógetið William Holden, sem að- eins var tilnefndur, en mér fannst hann bera af í hlutverki Max Schumacher, sem þjónar sem rödd skynseminnar og túlkar mikið af boð- skapnum I verkinu. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Faye Dunaway, Peter Finch, William Holden og Robert Duvall. Bandarísk, 1996. Lengd: 117 mín. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.