Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Qupperneq 25
Men Náms- og athafnastyrkir Veittur verður 200.000 kr. styrkur fyrir hugmynd að nýrri vöru eða hugmynd að rekstri fyrirtækis á sviöi vöruframleiðslu eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum bankans. Allar frekari upplýsingar eru veittar á www.isbank.is og hjá Markaðsdeild íslandsbanka í síma 560 8000. Skilafrestur er til 15. mars 1999. Hugleikur er leikhópur áhuga- leikara. Þaö þýðir að enginn sem þar tekur þátt í uppfærslum er menntaður leikari, heldur er þetta fólk sem sinnir sínum störfum, en leikur í hjáverkum. Það gerir líka höfundur verksins Nóbelsdrauma, sem Hugleikur frumsýnir í kvöld í Möguleikhúsinu við Hlemm. Ámi Hjartarson starfar hjá Orkustofnun þar sem hann er jarðfræðingur og vinnur við jarðfræðikortagerð. Ámi segist í starfi sínu vera mjög jarðbundinn, eins og gefur að skilja, en þó leynist í honum einhver mis- sýnileg athyglissýki, sem verður þess valdandi að hann sækir í að vinna í leikhúsi. Arfberamir láti ekki að sér hæða og það hafi verið viðloðandi fjölskyldu hans að vilja láta svolítið á sér bera. „Starf mitt hjá Orkustofnun er bara frá níu til fimm og þess utan verð ég að hafa eitthvað fyrir stafhi," segir Ámi. „Þetta tímabil ævi minnar kýs ég að kalla leiklist- artímabilið, en á undan leiklistar- tímabilinu var hellatímabilið. Þá hafði ég brennandi áhuga á því að skoða manngerða hella og i raun gerði ég lítið annað í mínum fri- tíma.“ Farsar hafa löngum verið vin- sælir hjá áhugaleikhópum; er Nóbelsdraumar farsi? „Nei, það em ekki nægilega margar hurðir í leikmyndinni til þess að það standi undir farsa- nafninu," segir Ámi og hlær. „Ætli það sé ekki nær lagi að kalla það gamanleik með söngrænu ívafl. Verkið fjallar um atvinnuleikhús hér í borg, sem á í listrænum og fjárhagsleg- um kröggum. Nýr leikhússtjóri hefur verið ráðinn til starfa, en hann hefur ekkert vit á leiklist, heldur er viðskiptafræðingur og hefur gráðu í gæðastjórnun. Hann ætlar sér að leysa mál leik- hússins, fá til liðs við það frægt fólk og taka til sýninga stykki sem gefa pening í kassann. Hann ræður leikstjóra sem hefur verið að gera garðinn frægan í London og París og að auki frægasta rit- höfund landsins Hallfreð Högna- Árni Hjartarson segist vera jarðbundinn maður en hafa einhverja sýniþörf sem leikhúsið fullnægi. Hann hefur ieikið með áhugaleikfélaginu Hugleik, en hefur nú skrifað fyrir félagið verkið Nóbelsdrauma sem frumsýnt verður í kvöld. son sem á að skrifa handrit. Þó að hann sé ástmögur þjóðarinn- ar er hann alveg óþolandi per- sóna og í einhverju bölvuðu dópi, en hefur fengið bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs og það ganga sögur um að hann kunni að vera á blaði hjá Nóbelsnefndinni. Hann er ráð- inn og fær fyrirfram greitt fyrir handrit, en fljótt kemur í ljós að hann hefur ekkert samið og illa gengur að fá hann til þess að gera eitthvað af viti. Vonin um að Hallfreður fái Nóbelinn er það eina sem leikhúsið á eftir, því þá skiptir engu máli hvaða vitleysa rennur upp úr hon- um.“ Ámi bætir því við að hann sé ekki með neina raun- verulega persónu í huga. Hann viti ekki um neinn óþolandi ís- lenskan rithöfund sem er á blaði hjá Nóbelsnefndinni. -þhs lo y. Allar stærðir sendibfla Námsstyrkir - Árlega eru veittir sex námsstyrkir til námsmanna heima og erlendis í tengslum við Menntabraut íslandsbanka, hver að fjárhæð 150.000 kr. Allir námsmenn sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka geta sótt um styrkina. Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum. Athafnastyrkir - Einnig efnir (slandsbanki til samkeppni meðal námsmanna sem skráðir eru í Menntabraut íslandsbanka um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. Markmiðið er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Magnús Ingólfsson á stjormiial.is Leikarar Hugleiks á æfingu verksins Nóbelsdraumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.