Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 ___________________________________________________________________________________________ 3DV Útlönd Heimt úr helju Orfa Matayani, ein þeirra sem komst lifandi úr ferjuslysi í Indónesíu, brast í grát þegar hún hitti ættingja sína í bæki- stöö indónesíska sjóhersins í morgun, eftir margra daga volk í sjónum. Njósnahneyksli í stjórn sænskra jafnaðarmanna Sænskur njósnari, sem gekk und- ir nafninu Konungurinn, sendi Stasi, austur-þýsku öryggislögregl- unni, upplýsingar í átta ár. Njósnar- inn greindi frá leyndarmálum sænsku stjómarinnar og Jafnaðar- mannaflokksins. Margar skýrslna hans voru sendar til Erichs Ho- neckers, leiðtoga A-Þýskalands, og áfram til KGB, sovésku leyniþjón- ustunnar í Moskvu. Á árunum 1979 til 1987 sendi njósnarinn upplýsing- ar til A-Þýskalands. Hann hafði góða innsýn í það sem gerðist í að- alstöðvum Jathaðarmannatlokksins í Svíþjóð. Þetta kemur fram í skjöl- um Stasi í Berlín sem blaðamaður sænska blaðsins Aftonbladet hefur skoðað. Laila Freivalds, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, segir að sænska öryggislögreglan viti hver Konung- urinn er. í viðtali við Aftonbladet viil hún hins vegar ekki greina frá því hvenær hann hafi verið afhjúp- aður. Njósnarinn hefur aldrei verið ákærður, að því er Aftonbladet greinir. frá. Egill Vilhjálmsson, Smiðjuvegi 1, sími Mótmælendur á Norður-írlandi reiðir vegna göngubanns: Harðlínumenn réðust á eftirlitsbíl lögreglunnar Alþjóða hvalveiðiráðið: Ekkert griðasvæði hvala í Suður-Kyrrahafi Tiilaga um að setja á laggimar griðasvæði fyrir hvali í Suður- Kyrrahafi var felld á ársfundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins i Adelaide í Ástralíu í morgun þar sem hún hlaut ekki tilskilda þrjá fjórðu hluta atkvæða. Norðmenn og Japanir vora í broddi fylkingar þeirra ellefu landa sem voru andvíg tillögunni. Ástral- ir og Ný-Sjálendingar stóðu að tO- lögunni og nutu stuðnings Breta og Bandaríkjamanna. Átján þjóðir greiddu griðasvæðinu atkvæði sitt en fjórar sátu hjá. Norska fréttastofan NTB segir að alþjóðlegur þrýstingur á að stöðva hvalveiðar hafi aldrei verið jafn- mikill og nú frá því Norðmenn hófu hrefnuveiðar að nýju árið 1993. Gífurlegar öryggisráðstafanir eru við ráðstefnuhöllina í Adelaide þar sem ársfundurinn er haldinn. Hót- anir hafa verið hafðar í frammi gegn fulltrúum á fundinum. Börnln hvalavinirnir Michael Canny, formaöur Alþjóöa hvaiveiöiráösins ræöir viö börn sem færöu honum 100 þúsund kort frá börnum sem vilja vernda hvali. 177777777777777/ BÍLAR Grand Chorokee Umlted, áro. 2000, 4.7 vél, quadro drive. sóliúga, ekinn 17 þús. km, 10xcd magasfn. Verð 4.450 þúa. Toyota touring 4x4, árg. ‘92. Verð 550 þús. Laramy SLT PlusDodge Ram Quad Cab 2500, árg. 2000, 4x4, dfsil, leöurklæddur, CD. Nyr bðl. Verð kr. 3.950.000. disil, eklnn 86 þús. km. Verð 2 Til óláta kom á nokkrum stöðum á Norður-Irlandi í nótt þegar harð- línumenn úr röðum mótmælenda- trúarmanna fengu útrás fyrir reiði sína eftir að yfirvöld bönnuðu þeim að ganga um hverfí kaþólikka. Lögregluþjónn skaut tveimur skotum þegar harðlínumenn réðust að eftirlitssveit lögreglunnar í bæn- um Portadown, að því er breska út- varpið BBC greindi frá í morgun. Enginn slasaðist í skothríðinni en sagt var að vörður laganna hefði meiðst þegar grjóti var kastað að bíl hans. BBC sagði að einnig hefði slegið í brýnu í Belfast þar sem bensín- sprengjum var varpað og eldur var lagður að götuvigi. Ólætin hófust í smáþorpinu Drumcree, nærri Portadown, þar sem harðlínumenn mótmælenda Mótmælendur mótmæla Mótmælendur á Noröur-írlandi eru æfir vegna banns viö göngu þeirra. Chevrolet pick-up S-10 4x4, árg. *95.Verð 980 þús. Dodge Csravan, árg. *98,3.3 vél, 5 d., oklnn 39 þús.km, centrallaesingar, rafdr. rúður og speglar. Air con, control, cruise. Verð 2.100 þús VW Paasat *99. basicline. álfelgur, Dodge Dakota árg. 2000, 4 dyra. Nýr bfll. Verð 295C Verð 2950.000 köstuðu múrsteinum og flöskum að laganna vörðum áður en hópnum var tvístrað. Harðlínumennimir eru æfir yfir því að félögum úr reglu Óraníu- manna skuli hafa verið bannað að fara í árlega göngu sína um Garvag- hy-veg þar sem kaþólikkar búa. Gangan í Drumcree næstkomandi sunnudag er sú umdeildasta af öll- um göngunum sem mótmælendur standa fyrir um þessar mundir á Norður-lrlandi. Skipuleggjendur göngu Óraníumanna segja að það sé hefðbundinn réttur þeirra að ganga um Galvaghy-veg. Deilumar sem ailtaf koma upp í tengslum við göngur mótmælenda sýna best hve grunnt er á því góða milli kaþólikka og mótmælenda, þrátt fyrir áratugalangar tilraunir til að koma á friði í héraðinu. Lýst eftir vitnum að slysinu á Hró- arskelduhátíðinni Danska lögreglan á erfitt með að fá skýra mynd af því sem gerðist í rauninni fyrir framan stóra sviðið á Hróarskelduhátíðinni á fostudags- kvöld þegar átta ungir menn létust þrátt fyrir að tjöldi manns hljóti að hafa séð atburðarásina. Sjónarvott- ar hafa haldið heim eftir hátiðina til ýmissa Evrópulanda og þess vegna hefur lögreglan í Hró- arskeldu snúið sér til alþjóðalög- reglunnar Interpol. „Það er mikilvægt að fá samband við fólk sem sá slysið og getur sagt frá þvi. Lögreglan þarf að fá ljósa mynd af því sem gerðist. Það virð- ast ekki hafa verið neinir tæknileg- ir brestir við öryggisgæsluna. Það hlýtur því að vera eitthvað annað,“ sagði sænski lögreglumaðurinn Börje Auvinen í viðtali við sænska fjölmiðla í gær. Sjónarvottar era hvattir til að hafa samband við lögreglumenn í sínu eigin landi eða við lögregluna í Hróarskeldu. Robert Mugabe Forsetinn segir landtökumenn fá aö vera um kyrrt þar sem þeir hafa sest aö. Hvítir bændur bjóða 200 bújarðir til sölu Samtök hvítra stórbænda í Simbabve buðu í gær stjórn Roberts Mugabes forseta yfir 200 jarðir til sölu. Tilboðið er svar við áætlun yf- irvalda um að taka yflr 804 býli sem á að afhenda svörtum. Frestur hvítra bænda til að svara tilkynn- ingu forsetans rann út í gær. „Við ætlum ekki bara að mót- mæla. Við leggjum einnig eitthvað á borðið, boð um að kaupa yfir 200 bú- jarðir,“ sagði talsmaður bændasam- takanna. Mugabe sagði síðastliðinn sunnu- dag að þeir sem þegar hefðu tekið yflr 1500 býli fengju að vera þar um kyrrt. Býlin 804 eru um 10 prósent jarða hvítra bænda i Simbabve. Bensínverð lækk- ar i Danmörku Olíufélagið Statoil lækkaði verðið á bensínlítranum í Danmörku um nærri hálfa aðra íslenska krónu í morgun vegna lækkandi heims- markaðsverðs. Reiknað er með að önnur olíufélög fylgi í kjölfarið. Stjómvöld í Sádi-Arabiu, einu helsta ríkinu í samtökum olíufram- leiðenda (OPEC), tilkynntu í gær að þau væru að búa sig undir að auka framleiðsluna í þriðja sinn á árinu ef olíuverð lækkar ekki á allra næstu dögum. Oliumálaráðherra Sádi-Arabíu sagði að framleiðslan yrði aukin um 500 þúsund tunnur á dag ef verðið lækkar ekki úr rúmlega þrjátíu doll- urum í 25 dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.