Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 2000 DV Bókmenntir ' , , <,, .... Tregróf Lindu Þaö fyrsta sem fréttist af nýrri ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, Öll fallegu orðin, var að einhverjir áheyrendur hennar á skálda- vöku í Þjóðmenningarhúsinu á Listahátíð hefðu þurft að fela grátbólgin andlit og jafnvel hverfa úr salnum til að viðbrögð þeirra vektu ekki athygli. Þetta kom á óvart því eitt af meg- ineinkennum Lindu í fyrri ijóðabókum henn- ar er tvíræðni - jafnvel viss tvöfeldni - þannig að maður veit sjaldnast með vissu hvar mað- ur hefur hana, og slík ljóð, þótt harmþrungin séu, vekja ekki grát við fyrsta lestur. Eins og Valsar úr síðustu siglingu (1996), næsta bók á undan þessari, segja Öll fallegu orðin ákveðna sögu. Sögu af sorg. Strax í fyrsta ljóði (þau eru öll nafnlaus) er einhver ávarpaður; hann er horfmn, „ekki áþreifan- legur“, en sú sem talar í ljóðunum er „neydd til að trúa“ að hann _______________________ sé samt til, fylgist með henni, viti af henni - og helst á hann að elska hana áfram „eins og ég er dæmd / til að elska þig alltaf / að eilífu" (7-8). Eftir fylgja 30 ljóð þar sem skiptast á minningar, sætar og "**"*■ beiskar, frá samvist- um þeirra tveggja, —■ vangaveltur um eðli vinskapar þeirra og ástar og nístandi sár áköll. Smám saman verða báð- ar persónur ljóðabálksins skýrari, hann óhamingjusamur, fullur ótta við lífið, hún hvatvís, sterk, djörf. Hann er um margt hið dæmigerða kvenlega, hún hið karllega. - DV-MYND:GVA Linda Vilhjálmsdóttir skáld „Öll fallegu oröin er samfellt tregrófog sver sig skýrt í ætt viö eldri Ijóö af því tagi, til dæmis Guörúnarkviöu hina fyrstu þar sem lýst er á magnaöan hátt viö- brögöum Guörúnar Gjúkadóttur viö dauöa Siguröar Fáfnisbana. “ Á ljóðsögunni er frá upphafi knappur, óbrot- inn talmálsstíll sem hentar vel til að tjá þá djúpu örvæntingu sem ljóðin geyma. Hefð- bundin ljóðræn stílbrögð eru örfá; einstaka viðlíkingar (“með ósögð orð / eins og hráviði í hjartanu ... og svart tómarúm / eins og helli i höfðinu", 38), meira um markvissar endurtekn- ingar, tO dæmis í ljóðinu sem byrjar á „og þú bara fórst / án þess að biðja um hjálp“ þar sem sögnin „fórst“ og síðan orðasambandið „skildir mig eftir“ eru endurtekin nokkrum sinnum (40). Það ljóð er óbein vísun í hið ógleymanlega ljóð Sigurðar Pálssonar „Skildi ekkert eftir nema...“ úr Ljóð námu menn (1988) og fleiri vís- anir má fmna í bálkinum, m.a. í Biblíuna og eldri ljóð Lindu, til dæmis höfum við hitt regn- bogann á bls. 31 áður í Klakabömunum (1992). Best er þó vísunin i ljóð Sigurðar því hún dýpkar og skýrir ljóðaflokk Lindu, segir eigin- lega það sem ekki er sagt berum orðum þar, að hinn horfni ástvinur hafi svipt sig lífl. Við það verður hápunktur flokksins líka magnaðri - þegar skáldið lifir á eigin líkama síðustu and- artök vinar síns (43). Hér er í hnitmiðuðu máli lýst annarlegri reynslu, eins konar hamskipt- um, leiðslu eða dauða, hámarki rómantískrar þrár til að sameinast hinum horfiia ástvini. Öll fallegu orðin er samfellt tregróf og sver sig skýrt i ætt við eldri ljóð af því tagi, til dæmis Guðrúnarkviðu hina fyrstu þar sem lýst er á magnaðan hátt viðbrögðum Guðrún- ar Gjúkadóttur við dauða Sigurðar Fáfnis- bana. Linda tekur mið af stíl hinna fomu tregrófa, ólíkt ýmsum nýrri saknaðarljóðum, ljóðmál hennar er einfalt og tilgerðarlaust en þó ástríðuþrungið svo að sorgin læðist að les- anda og hann veit ekki fyrr til en hún hefur læst sig um hann. Það er til einhvers að deyja ef maður fær slík eftirmæli. Siija Aðalsteinsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir: Öll fallegu oröin. Mál og menn- ing 2000. Geislaplötur Bubbi tekur Bellman Bubbi Morthens Bubba bregst hvergi á þessum diski. Hann er háöskur og þunglyndur þegar hann syngur um áfengi, frakkur þegar konur eru mæröar og blíöur þegar vögguvísan ómar. lífsreynslublæ sem er í raun nauðsynlegur til að túlka Bellman. Bubbi bregst hvergi á þessum diski. Hann er háðskur og þunglyndur þegar hann syngur um áfengi, frakkur þegar konur eru mærðar og blíður þegar vögguvísan ómar. Hinn gamla barnagæla um Gamla Nóa verður ógleyman- leg í meðförum þeirra félaga og er reyndar ágætt dæmi um hvaö skapandi listamenn geta gert við lög sem ætla mætti að væru útþvæld en öðlast skyndilega nýtt líf. Til þess að þessi grein verði ekki einróma lof um frábæran disk þá er rétt að geta þess að mér finnst umslagið ekki aðlaðandi og letur á köflum smátt og illlæsilegt og prentvillur í textum óþarflega margar. En það er best að loka bara augunum og hlusta. Páll Ásgeir Ásgeirsson Sumir listamenn eru þeirrar gerðar að þeir geta ekki hermt eft- ir neinum. Allt sem þeir gera er þeirra eigin sjálfstæða sköpun, rödd þeirra er einstök og líkist engu og við þekkjum hana hvar sem hún hljómar. Þegar þessir Íistamenn flytja verk eftir aðra þá yfirtaka þeir verkið að það verður þeirra eigið. Einn þessara listamanna er Bubbi Morthens. Rödd hans, hrjúf og blíð eftir atvikum, hefur talað til okkar í rúmlega 20 ár. Bubbi hefur alltaf sungið fyrir okkur sín eigin lög og texta og það eru þau sem við viljum hlusta á. Gamall gúanórokkari eins og ég hefði fyr- ir tæpum 20 árum látið segja mér það tvisvar að Bubbi ætti eftir að syngja Gamla Nóa inn á plötu. Það hefur hann nú samt gert því fyrir skömmu kom út geisladiskur þar sem Bubbi syngur lög Bellmans, hins sænska alþýðuskálds og fylli- byttu. Lög Bellmans eru legíó en Bubbi hefur valið þau sem helst fjalla um áfengi, sukk og svall og ástir kvenna. Þarna er einnig erfiljóð og vögguvísa þannig a^ segja má að efnisskráin spann lífshlaup manns. Bubba til fúll- tingis er gítarleikarinn Guð- mundur Pétursson sem stend- ur flestum framar á því sviði. Blái liturinn skín í gegn Nú er rétt að játa það að ég er enginn Bellman-sérfræðing- ur og hef í raun takmarkað vit á tónlist. En ég hef lengi verið óbilandi aðdáandi Bubbans og elti hann þangað sem hann leitar í sinni listsköpun. Þeir Bellman og Bubbi fallast sannarlega i faðma á þessum diski. Þó með því fororði að Bubbi gerir söngva Bellmans að sinni eigin tónlist. Hann og Guðmundur ljá dýrðaróðum Bellmans um brennivín og svall örlítið dapur- legan tón á köflum. Blái liturinn skín oft í gegn og Bubbi túlkar snilldartexta Bellmans frábærlega og gerir orð hans að sínum eins og han hafi reynt flest á eigin skinni sem Bell- man færir i letur. Margir stórsnillingar hafa komið að því að snara textunum á íslensku og nær röð þeirra allt frá Þórami Eldjám aftur til Sigurðar Þórar- inssonar og Jóns Helgasonar. Um Guðmund Pétursson er erfitt að segja eitthvað af viti. Gítarleikur hans er í þeim gæðaflokki að flestúm verður orðs vant. Útþvæld lög öðlast nýtt líf Bubbi hefur sjaldan tekið að sér að syngja lög annarra nema þegar hann tók Hauk frænda Morthens hér um árið. Hann ætti ef til vill að takast á við fleiri verkefni af þessu tagi því hann sýnir eftirminnilega á þessum diski að hann er listamaður sem setur sinn sér- staka svip á allt sem hann gerir. Rödd hans hefur marga ólika tóna og blæbrigði og aldur og reynsla söngvaskáldsins ljá henni þann __________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Málverk í reiðhöllinni í tilefni Landsmóts hestamanna 2000 sýnir Sólveig Bima Stefánsdóttir frá Kagaðarhóli tólf akrýlmálverk í veitingasal Reiðhallarinn- ar í Víðidal. Hestar hafa ævinlega verið Sólveigu hug- leikið myndefni og eru myndverkin á sýning- unni tengd íslenska hestinum á nýstárlegan máta. Allir eru velkomnir á sýninguna, sem verður opin alla daga frá morgni til kvölds meðan landsmótið stendur yfir, frá deginum í dag og fram á sunnudag. Teddi í Perlunni í dag kl. 17 opn- ar myndlistar- maðurinn Magn- ús Th. Magnús- son (Teddi) sýn- ingu á eigin verk- um í Perlunni. Þetta er tíunda sýning hans og sú fjórða sem haldin er í Perlunni. Alls eru á sýning- unni um sextíu verk, standmynd- ir og veggmyndir og efniviðurinn sem fym úr ýms- um áttum: íbenholt frá Sri Lanka, risaeik frá Virginíu, fura frá New York og rekald frá Rússlandi. Að sögn Gunnars Dal, sem skrifar í sýning- arskrá er sýning Tedda bæði forvitnileg og frumleg. „Hún er samspil einfaldleika og marg- breytileika. Viður er síbreytilegt efni eins og lífið sjálft. Hver mynd þarf sinn sérstaka efni- við sem listamaðurinn hefur leitað að og fund- ið. Þessir skúlptúrar eru listaverk með sál og gæddir lifandi anda og duldum krafti eins og sjálfur Yggdrasill." Enn fremur segir í sýningarskrá að Teddi eigi ekki langt listnám að baki. „Teddi er einn hinna frjálsu listamanna sem láta ekki segja sér fyrir verkum. Listaverk hans fæðast inn- an frá úr eigin hugarheimi, frumleg, sérkenni- leg.“ Þriöjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar -------------------- í kvöld kl. 20.30 verða haldnir aðr- ir tónleikar í tón- leikaröö Lista- V7 ' jæ safns Sigurjóns lí jK Ólafssonar. Þessir j tónleikar eru helg- aðir Johann l Sebastian Bach og I \erða leikin verk I úr Die IrgZgsJgjKHBBmma Klavierúbung, það eru verkin Partíta I í B-dúr, BWV 825, Partíta II í c-moll, BWV 826 og Partíta III í a-moll, BWV 827. Christopher Czaja Sager píanóleikari leikur verkin. Hann er af enskum og pólskum ætt- um, en er fæddur í New York. Hann hóf nám í píanóleik hjá Frances Moyer Kuhns, sem hafði verið nemandi hjá þeim frægu píanó- leikurum Cortot og Matthay. Framhaldsnám stundaði hann meðal annars hjá Emil Danen- berg, sem var aðstoðarmaður Ámolds Schoen- bergs. Czaja Sager hefur hlotið mikið lof gagnrýn- anda bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið einleik undir stjórn þekktra stjómenda og haldið einleikstónleika viða um heim. Á síðari ámm hefur hann lagt sérstaka rækt við píanóverk J.S. Bachs og upptökur hans á heildarútgáfúm eins og Die Klavierúbung komu út 1985 og hafa veriö kynntar um alla Evrópu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.