Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Helgarblað í leikhúsi Laxdals Þann 9. september sl. tóku þrjár rútur í Evrópu, hlaðnar ís- lendingum, stefnuna á litla bæ- inn Kaiserstuhl i Sviss, á bökk- um hins fagra Rínarfljóts við Svartaskóg. í tveimur rútanna var ferðahópur Gylfa Guðjóns- sonar og hinni þriðju voru Sigl- firðingar á ferð með Guðmundi Jónassyni h/f. Erindið var að hitta leikarann, leikstjórann, leikhúseigandann, þýðandann og heimsmanninn Jón Laxdal. Eftir umbrotaferil i leikhúslífi og menntun á Islandi og erlendis settist hann að í þessum fagra 360 manna bæ með vinum sínum 1973 og stofnaði leikhús. Hann segist hafa „alið“ upp sína leik- húsgesti, enda er jafnan fullt hús í þessu gamla klaustri frá 12. eða 13. öld, sem á 16. öld var breytt í valdamiðstöð biskupa og munka, sem stýrðu bæði veraldlegu og andlegu valdi sínu frá þessum stað beggja vegna Rínarfljóts á stóru svæði um aldir. Leikhúsið er í munkakjallara undir yflr- borði jarðar sem einnig er undir vatnsborði Rínar. Eftir að klaustr- inu var breytt i valdamiðstöð var kjallarinn notaður undir tíund sem stungið var niður í hann til geymslu. Nýtt klaustur var reist inni í Svarta- skógi og stendur það enn. lifið lék við mig Jón Laxdal tók á móti gestum sín- um á rútustæðinu efst í Kaiserstuhl og leiddi þá gegn um þennan undur- samlega bæ með öldnu en gleðilegu yfirbragði og sagði sögu bæjar og húsa á leiðinni. Hann stöðvaði hóp- inn framan við heimili sitt við Hrúts- brunninn og þar kom fjölskylda hans Jón Laxdal fór á kostum í upplestri úr ævisögu sinni. Hann er hér á upphækkuöum palli í leik- húsinu, situr hér í sínum „keisarastór meö húsið troöfullt af löndum sínum. Margir muna eftir honum í ýmsum hlut- verkum heima á íslandi, m.a. í Brekku- kotsannát í hlutverki Garöars Hólm. Hann bað fyrir góöar kveöjur til margra vina sinna heima á íslandi. út að heilsa upp á gestina. Að því loknu var haldið áfram niður bæinn að gamla leikhúsinu þar sem hann bauð fólki inn í lítið en fallegt leikhús þar sem svið og áhorfendapallar voru undir yfirborði jarðar, líkt og í litlu hringleikahúsi, þar sem hann sat sjálfur á palli og frumflutti kafla úr nýrri ævisögu sinni, sem hann sjálfur vill kalla „Lifið lék við mig.“ Bókin er tekin saman af Haraldi Jóhannssyni og mun hún koma út á íslandi fyrir þessi jól eða næstu. Lestri Laxdals var afar vel tekið af áheyrendum sem voru á annað hundrað og leikhúsið pakkað en hann lék við hvem sinn fingur, sagði smásögur jafnframt upp- lestri og hermdi óspart eftir Halldóri Laxness, vini sínum. Jón Laxdal júníor Að lokum kvöddu íslendingamir þennan frumlega og skemmtilega landa sinn og fjölskyldu hans. Jón hefur sem kunnugt er leikið í kvik- myndum og útvarpsleikritum erlend- is, verið gestaleikari hér heima og leikið í nokkrum sjónvarpsleikritum, en jafnframt leikhúsrekstrinum hefur hann leiklistarskóla yfir dagtímann. A göngu sinni niður Kaiserstuhl meö löndum sínum nam Laxdal staðar við heimili sitt þar sem Jón litli Laxdal kom út og er hann í fanginu á fööur sínum, næstur er Vaclav, lífsförunautur, félagi og tengdapabbi Jóns, þá Katerina, eiginkona hans og dóttir Vaclav, hún er dr. Med., geötæknir og sálfræö- ingur, en hún og faöir hennar eru frá Tékklandi. Móöir Vaclav bjó um ára- bil hjá Jóni en er látin. Aftan viö þau sést í Hrútsbrunninn sem fyrr á öld- um var notaöur til þvotta á fatnaöi og einnig til hreinsunar á fiski úr Rín, sem síöan var seldur úr þorpinu. - 1 dag nota börnin í bænum brunninn til kælingar í miklum hitum og klifra síðan í 800 ára gömlu kastaníutré sem stendur milli húss og brunns. Þaö er glatt á hjalla í góðu veðri framan við leikhúsið í Kaiserstuhl Fremst á myndinni er fjölskyldan í hópi góöra vina, 10 ára dóttirin hefur bæst í hópinn. Hún leikur oft hlutverk í leikhúsinu. Bræöurnir Siguröur og Sævar Hannessynir spila ættjaröarlög á harmonikkur sínar en hópurinn syng- ur meö. Aö þessu loknu var gengiö inn í leikhúsið. Þýska ríkið sér honum fyrir íbúð í Hamborg vilji hann dvelja þar og hann er annar afkastamesti þýðandi Kiljans á þýska tungu. Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, veitti hon- um Riddarakrossinn m.a. fyrir þann þátt sinn í útbreiðslu íslenskrar menningar til erlendra þjóða, jafn- framt öðrum viðurkenningum sem honum hafa hlotnast. En eins og hann segir sjálfur: „Þann 7. júní 2000 á afmælisdaginn minn fékk ég hæstu verðlaun sem ég hefi fengið þegar konan mín hún Katrín gaf mér soninn Jón Laxdal júníor og við njótum sælunnar hér við suðurjaðar Svartaskógar, við Rín- arfljótið, við mjúkar hæðir og „frum- skóga" og kastala allt í kringum okk- ur og höfum það bara gott með ljúfri 10 ára dóttur og tengdafoður, með stórgreinda leikhúsáhorfendur sem við erum sjálf búin að ala upp og hæna að okkur. Hvað getur það verið betra og úti er ævintýri." Texti og myndir: Gylfi Guðjónsson Frábært .3 5 % O afsláttur af Ice-Lux frystikistum Verð frá Kr. 23.995, 240 Ktra kr. 23.995,- 3fr99ÍL 320 Ktrakr. 28.995,- 39^90. 370 Ktrakr. 31.995,- Í339Q. 460 Ktra kr. 35.995,- Í9499Q. Skráðu þig ® / vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIMMI SSœá * www.Jb8Sii.jfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.