Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 r>V Fréttir Vörur sem innihalda efedrín: Skiptar skoðanir en mikil eftirspurn - sem meðal annars kemur fram í ólöglegum innflutningi Fyrir skömmu tók Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli yflr 100 þúsund töflur sem innihéldu efedrin og koffin og reynt haföi verið að smygla inn í landið. Svo virðist sem eftirspurn eftir slíkum kokkteilum efna sé mikil, ekki þarf annað en fara inn á spjallþræði á Netinu til að fmna fjölda fyrirspurna um hver geti útvegað svokaílað Ripped Fuel sem er væntanlega þekktasta teg- undin sem er á markaðnum í dag. Eins má sjá mikla umræðu þar um kosti og galla þessara efna og sýnist sitt hverj- um. Þessi blanda efna er sögð byggja upp vöðva og brenna fitu og er vinsæl hjá vaxtaræktarfólki víða um heim svo og hjá þeim sem eru í megrun. Nú eru þessi efni seld án lyfseðils í Bandaríkj- unum en skiptar skoðanir eru um þau hér á landi? Mörg dæmi um dauðsföll Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að ástæður þess að efedrin sé ekki leyfllegt hér á landi sem fæðubótarefni er að það sé skil- greint sem lyf og þar af leiðandi verður að sækja um markaðsleyfi fyrir það sem slíkt. „Efedrín er ávana- bindandi, örvandi efni, skylt am- fetamíni og ekkert sem bendir til þess að efnið sem slikt virki grennandi, kannski má segja að þar sem það er örvandi þá hreyfi fólk sig meira og létt- ist þar með.“ Hún segir þekkt dæmi um dauðsfoll vegna notkunar efedrins og þekkt tilfelli um alvarlegar auka- verkanir. „Eins má geta þess að það er ekki að ástæðulausu sem notkun efnisins er bönnuð í keppnisgreinum íþrótta um allan heim.“ Rannveig segir að einnig sé efedrín ekki heimilað sem fæðubótaefni í Evr- ópu og að Bandarikjamenn séu í mikl- um vandræðum með það þar sem illa hafi gengið að breyta þarlendum regl- um um fæðubótaefni, m.a. vegna þrýst- ings frá framleiðendum þeirra. Hafa skilaö árangri „Aukaverkanatíðni af notkun á efedríni er ákaflega lág, t.d. ef borið er saman við mörg önnur lyf, svo sem gigtarlyf," segir Einar Ólafsson, lyfja- fræðingur hjá Medico og sérfræðingur í iþróttalyfjafræði, sem hefur sótt um að flytja inn Ripped Fuel sem fæðu- bótaefni. „Eins eru engar sannanir fyr- ir því að efnið sé ávanabindandi, þó það sé skylt amfetamíni. En það er með efedrínið eins og flest önnur efni að misnotkun getur auðvitað valdið aukaverkunum." Engin vísindi Að setja vísindastimpil á þá um- ræðu sem verið hefur um efedrín er Rannveig Gunn- arsdóttir. „Erum að missa af góðu tæki“ Einar Ólafsson lyfjafræöingur vill leyfa sölu á Ripped Fuel sem inniheldur efedrín og segir þaö virka vel í baráttunni gegn aukakílóunum. forkastanlegt að mati Einars. „Mikil- vægt er að byggt sé á blóörannsóknum og tvíblindum rannsóknum en sem dæmi má nefna að bandaríska lyfjaeft- irlitsstofnunin, FDA, hefur nær ein- göngu stuðst við frásagnaskýrslur sem eru góðar til sins brúks en á engan hátt er hægt að draga af þeim vísinda- legar ályktanir. Ég hef séð tölur um 22 dauðsfóll sem rakin eru til notkunar efedríns. Það er lág tala miðað við notkun og öll voru þau á fólki sem var með kransæðastíflu, hjartadrep eða annað undirliggjandi sem leiddi til Ólöf Snæhólm Baldursdóttir blaðamaður dauða, frekar en efedrínið." Einar segir að mikil þörf sé á efnum sem virka gegn offltu. „Þeir sem eru að berjast við aukakílóin eru ekki bara að hugsa um útlit sitt, heldur einnig heil- brigði. Sú staðreynd gleymist oft í um- ræðunni. Offlta getur leitt til sykur- sýki og hjartasjúkdóma auk þess sem hún hefur áhrif á stoðkerflð. Svo nefn- ir engin andlega vanliðan margra sem eru of feitir. Auðvitað er best að borða minna og hreyfa sig meira en það tekst ekki öllum að standa við það. Þvi er leitað leiða sem eru færar og óhætt er að fara.“ Þar komi til sérhæfð efni af ýmsum toga sem mörg hafi verið reynd í bar- áttunni við kflóin með misjöfnum ár- angri en blanda efedríns, koffeins og white willow bark hafl sannað gildi sitt gegnum árin. Verði notkun þess ekki leyfð hér á landi missum við af góðu tæki til að auka vellíðan og heilsu manna. Þó vil ég taka fram að alltaf verður að um- gangast virk efni með varúð og viðingu og ekki fara óvarlega með þau. Þeir sem vilja kynna sér efnið og rannsókn- ir tengdar því geta skoðað heimasíðu Ephedra Education Counsil, www.ephedrafacts.com," segir Einar. Hætt vegna aukaverkana „Ég set stórt spurningamerki við innihald þessarar síðu þar sem hún er á vegum þeirra sem selja efnin,“ segir Pétur Gunnarsson, lyflafræðingur hjá Lyfjastofnun. „Þess í stað ráðlegg ég þeim sem vilja kynna sér efnið að k&ja á síðu bandaríska lyflaeftirlits- ins, www.fda.com. og á slóðirnar qu- ackwatch.com/04ConsumerEd- ucation/News/ephedrainsurance.html og www.quackwatch.com /04ConsumerEducation/ News/ephedra.html“ Hann segir efedrín hafa verið lengi á markaði en flest lyfjafyrirtæki hafi hætt að nota það í framleiðslu sina vegna aukaverkana sem þvi fylgdu. „Hins vegar er hópur þeirra fyrirtækja sem framleiðir efni með efedríni svo sterkur flárhagslega að hann nær að halda efedrin umræðunni lifandi." Pétur segir Lyfjastofnun hafa aðvar- að toUayfirvöld og séu þau vakandi yfir mögulegum innflutningi efnisins. Á fullri ferð Fólki sem stundar reglulega líkamsrækt ergjarnan umhugaö um fæðubótaefni. Félagamir á myndinni tengjast aö ööru leyti ekki efni greinarinnar. DV-MYND GARÐAR HARÐARSON Beinn og breiður vegur Þaö er mikill munur á veginum um Kambaskriöur frá þvi sem var - breiður og beinn vegur meö varnargiröingu til aö taka viö grjóti sem fellur úr fjallinu. Kambaskriður að verða klárar Nú hfllir undir að vegurinn um Kambaskriður á mUli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur verði tilbúinn. Vegurinn er 4,6 kUómetrar að lengd. Fyrirtækið Arnarfell ehf. leggur þennan vandasama veg fyrir Vega- gerðina og er hann brátt að verða tU- búinn undir jöfnunarlag fyrir klæðn- ingu. Á að skUa verkinu í júlí nk. með bundnu slitlagi. Þá hefur einnig verið gerð vamargirðing nær fjaUinu tU að taka við grjóthruni. -GH. Dekkjahótel vib geymum dekkin fyrir þig gegn vægu gjaldi SÓUUÍNG Kópavogi - Njarðvík - Selfoss Til sölu VST 3.200, lagnir fyrir opnanlega afturskóflu. Hraðtengi að framan og aftan ■ ÞAKSKRÚFUR W\ _ : 1 imwmtram*- Heiihúðaðaf Ryðfríar Allar gerðir festinga fyrír klæðningar á lager.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.