Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 DV 11 Fréttir Oryggisnet BNA heldur ekki - ekki var hlustað á viðvaranir um undirbúning stórfelldra hryðjuverka Bandaríkin gjörbreyttust 11. september 2001 Árásin á tvíturnana og Pentagon kom risaveldinu í opna skjöldu og stóöu Bandaríkin varnarlaus og ráðalaus gegn ógn vel skipulagðra hryðjuverka. Stríðsrekstur í heimi íslams dregur ekki úr hættu á enn fleiri og alvarlegri hermdarverkum. Nú velta menn fyrír sér hvort hægt hafi verið að koma i veg fyrir árásirnar ef rétt hefði verið lesið úr upplýsingum sem fyrir lágu og örygg- isstofnanir leyndu hver fyrir annarri. Mubarak Egyptalandsforseti kastaði olíu á eld sjálfsásakana Bandaríkjamanna þegar hann upp- lýsti í viðtali við New York Times að egypska leyniþjónustan hefði varað við hermdarverkum gegn bandarísk- um hagsmunum áður en árásirnar voru gerðar á tvíturnana og Pentagon 11. september sl. Þarna fékkst enn ein staðfestingin á því að bandarískar ör- yggisstofnanir hefðu sofið á verðinum og ekki sinnt því hlutverki sinu að safna upplýsingum og draga af þeim réttar ályktanir. Áður lágu alríkislög- reglan og leyniþjónustan CIA undir ámæli um að leyna hvor aðra upplýs- ingum um að stórfelld árás á heima- landið væri í undirbúningi. 11. september 2001 markar tímamót i sögu og hugum Bandaríkjamanna. Fyrir þann tíma var land þeirra óvinnand vígi og sjálfir háðu þeir sig- ursælar styrjaldir víða um heim, að einu stríði undanskildu sem allir keppast við að gleyma. En vel heppn- aðar árásir hryðjuverkamannanna eru eins og fleinn í holdi þjóðar sem ræður yfir öflugri hemaðarmætti en önnur ríki saman- lagt. Breytingar á högum þegna risa- veldisins eru meiri en utanað- komandi gera sér grein fyrir og ut- anríkisstefnan tók stakkaskiptum á örfáum vikum. 14% hækkun á framlögum til her- mála fór möglun- arlaust gegnum þingið og fána- dýrkun og fóður- landsást er mögn- uð upp að því marki að kölluð væri öfgafull þjóð- ernisstefna í öðr- um löndum. í þessu and- rúmslofti er keppst við að finna söku- dólga sem bera ábyrgð á því að 19 manna hópur vel skipulagðra hryðju- verkamanna rændi farþegaflugvélum og gerði þær að öfiugum eldflaugum með ótrúlegum eyðileggingarmætti. Leyniþjónustan CIA og alrikislögregl- an FBI fá 30 millj- arða dollara á ári til starfseminnar. Strax eftir árásim- ar vöknuðu spum- ingar um hvemig tiltölulega Qöl- mennur hópur gat skipulagt og fram- kvæmt svo stór- fellda hernaðaraðgerð sem árásimar 11. sept. voru án þess að upp kæmist um ráðagerðimar. Brátt kom í ljós að samstarf stofn- ananna var ekki sem skyldi. CIA, sem ætlað er að starfa erlendis, komst að því að samtök ofstækisfullra múslíma væru að undirbúa árásir á bandaríska hagsmuni og jafnvel að flugumenn væru þegar komnir inn fýrir landa- mæri Bandarikjanna. En FBI, sem ætlað er að starfa á heimavelli, var ekki látin vita. Þá eru að finnast minnispunktar í fórum æðstu manna alríkislögreglunnar um að grunsam- legir menn væra á ferli sem vert væri að athuga nánar hvað þeir væru að bjástra við. Vitað var að menn sem vom tengd- ir al-Qaeda-samtökunum og höfðu tek- ið þátt í leynilegum fundum sem haldnir voru í löndum íslams komust athugasemdalaust inn í Bandaríkin og var meira að segja búið að vara við að minnsta kosti tveim þeirra sem voru í flugvélinni sem stefht var á Pentagon. Þeir voru ásamt fleiri efnis- mönnum frá arabaríkjum í bandarisk- um flugskólum. Ábendingar liðs- manna alríkislögreglunnar og fleiri um grunsamlega flugnema voru aldrei athugaðar nánar. Nú er verið að fara í saumana á öU- um þeim atriðum sem yfirmönnum leyniþjónustunnar og alríkUögregl- unnar og fleiri stofnana yfirsást en hefðu getað verið ábendingar um yfir- vofandi árásir ef stofnanimar hefðu ekki átt í sam- keppni hver við aðra og legið á upplýsingum sem að gagni gátu kom- ið ef þær væru rétt túlkaðar. Gagnkvæmar ásakanir I fyrsta sinn í 200 ára sögu þingsins hafa leyniþjónustunefndir beggja deUda sameinast um að rannsaka hvað fór úrskeiðis í upplýsingaöflun og forvörnum gegn hryðjuverkum og hvaða leiðir era tU tU að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn og sjálfs- morðingjar ráðist á risaveldið með góðum árangri. Gagnkvæmar ásakanir leyniþjón- ustu og alrikislögreglu um að hafa staðið Ula í stykkinu að raða saman upplýsingum og túlka þær voru komnar á það stig að Bush forseti sá þann kost vænstan að biðja menn að vinna saman að öryggismálum lands- ins og hefur á síðustu dögum gefið út yfirlýsingar um að vafasamt sé að telja að það hafi komið að neinu gagni að fá heUlega mynd út úr þeim upp- lýsingabrotum sem fyrir lágu þótt all- ir hafi lagst á eitt við að fá út úr þeim heUlega mynd af fyrirætlunum hryðjuverkasamtakanna. Einnig er því haldið fram að þær upplýsingar sem Mubarak segir að „Vitad var að menn sem voru tengdir al-Qaeda-sam- tökunum og höfðu tekið þátt í leynilegum fundum sem haldnir voru í löndum íslams komust athuga- semdalaust inn í Bandarík- in og var meira að segja búið að vara við að minnsta kosti tveim þeirra sem voru í flugvélinni sem stefnt var á Pentagon. Þeir voru ásamt fleiri efnismönnum frá arábaríkjum í bandarískum flugskólum. Ábendingar liðsmanna alríkislögregl- unnar ogfleiri um grun- samlega flugnema voru aldrei athugaðar nánar. “ Egyptar hafi gefið Bandaríkjamönn- um um yfirvofandi hryðjuverk hafi verið svo almenns eðlis að ekki hafi verið vegur að sjá fyrir flugvélaránin og sjálfsmorðsárásimar á tvítumana og höfuðstöðvar hersins. Þær voru eingöngu um að múslímsk hermdar- verkasamtök væru að undirbúa að- gerðir gegn bandarískum hagsmunum án þess að tUgreint væri hvar í heim- inum átti að bera niður eða hvort þær beindust að sendiráðum eða fyrirtækj- um. Egypskir embættismenn eru fam- ir að halda fram að orð forseta þeirra hafi verið oftúlkuð og bandariska leyniþjónustan kannast ekkert við að hafa fengið slík skUaboð. MikU leynd hvUir yfir störfum sam- einaðra rannsóknarnefnda þingsins og er því borið við að upplýsingar þaðan gætu skaðað hagsmuni Banda- ríkjanna og baráttu þeirra gegn al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Ætla má að þing og forseti leggi tU gagnger- ar breytingar á öryggismálum og eft- irliti með grunsamlegum persónum sem stefna lífi og limum þegna risa- veldisins í voða. Sökudólga leitað Þótt ekki beri mikið á þjarki mUli stóru flokkanna vegna öryggismála eða viðbragða vegna títtnefndra árása eru málin eigi að síður stórpólitísk. Báðar fylkingarnar reyna hvað þær geta tU að styrkja sig fyrir þingkosn- ingamar að hausti. Mjótt er á munum í báðum deUdum þingsins og leggja flokkarnir mikla áherslu á að ná meirihluta. Bush hefur styrkt sig mjög í sessi eftir nauman talningasigur í forseta- kosningunum og notar hann hryðju- verkin tU að sameina þjóðina að baki sér í einlægri fóðurlandsást og heims- stríði gegn hermdarverkamönnum hvar sem þeir fyrirfinnast. Demókrat- ar sáu sér þann kost vænstan að fylkja sér að baki forsetanum og taka undir öU hans heróp og hvatningar- orð. En þegar farið er að finna veUur í því öryggisneti sem bandaríska þjóðin heldur að skýli sér fyrir vondum mönnum úti í heimi er lag að fara að gagnrýna stjórnvöldin fyrir ónóga gæslu og að sofa á verðinum. Því má ætla að fleira búi undir sívaxandi ásökunum um að legið hafi verið á upplýsingum um stórárásirnar en sannleiksleitin einber. Má allt eins búast við að þegar nær dregur kosningum taki áróðursstríðið gegn al-Qaeda og bin Laden höfuðpaur á sig aðrar myndir og farið verði að leita uppi aðra og nærtækari söku- dólga tU að kenna um ófarimar á heimaveUi. Þar sem lítið gengur að hafa hend- ur í hári uppáhaldsóvina Hvíta húss- ins þrátt fýrir glæsUega tUburði í þá átt, er hamrað á því að þeir séu enn að undirbúa stórárásir með eitri, sýkl- um og gjöreyðingarvopnum. Hvar þeir bera niður og hvaða aðferðum þeir ætla að beita er ekki látið uppi, eða þá hitt að öryggisgæslumenn BNA hafa ekki hugmynd um hvað sjálfs- morðskandidatar eru að braUa. Eftir því sem næst verður komist eru samtök talibana, wahhabíta, el- Qaeda og annarra ofstækisfullra múslíma laustengd og teygja anga sína viða um heim og hafa enga sam- eiginlega yfirstjórn. Hryðjuverka- menn starfa ýmist einir eða í litlum hópum sem vita lítið hver um annan. Þótt flugumenn komist að einhverju ráðabruggi einhvers staðar og láti vita af því er undir hælinn lagt að það komi leyniþjónustum að neinu gagni tU að koma í veg fyrir hermdarverkin. Ef grannt er skoðað kann að koma í ljós að öU baráttan gegn hryðjuverk- um er að mestu leyti innanríkismál í Bandaríkjunum og markast af valdastreði stóra flokkanna þar þótt lítið beri á því á yfirborðinu. Herförin gegn þeim sem taldir eru bera ábyrgð á árásunum á skotmörk á heimaveUi heimsveldisins er líka gUd ástæða tU að efla áhrif sín svo sem í Mið-Asíu sem tU skamms tíma var Vesturveld- um lokaður heimur. Hvað sem því líður má telja fuUvist að CIA eða FBI bjuggu aldrei yfir nægum upplýsingum tU að koma í veg fyrir hernaðaraðgerðina sem rústaði tvítumana og höfúðstöðvar öflugasta hers veraldarsögunnar. Undraveröld Hundur drekkti húsbónda Sá einstæði atburður átti sér stað, þegar fuUorðin hjón frá Haugasundi í Noregi sigldu á báti sínum tU Stavanger um hvítasunnuna, að heimUishundur- inn drekkti hús- bónda sínum. At- burðurinn átti sér stað þegar hundurinn féU í sjóinn og komst ekki aftur í bát- inn. Hjónin, á sex- tugsaldri, náðu ekki að innbyrða hundinn og því ákvað húsbóndinn að kasta sér í sjóinn eftir gæludýri sínu. Þegar hundurinn sá eiganda sinn koma syndandi á móti sér greip hann ofsahræðsla og réðst hann á manninn og náði að færa hann í kaf. Konan, sem sat í bátn- um og varð vitni að atvikinu, gat ekki komið bónda sínum tU hjálpar því hún kunni ekki á stjórntæki bátsins sem rak frá slysstaðnum. Það var ekki fyrr en bátinn bar að landi á hólma einum að konan gat greint frá óhappinu. Lífgunar- tilraunir á manninum báru ekki ár- angur en hundinum varð ekki meint af volkinu. Tryggðin ekki tryggð Kannski er það alræmdur blóð- hitinn sem veldur. Þannig er aUa vega komið fyrir ósköp venjulegum BrasUíubúum að aðeins einn af fjór- um gerir ráð fyrir að makinn haldi ekki framhjá. „Svo virðist sem það sé orðinn hluti af menningu okkar að eiga í ástarsambandi utan hjónabandsins, enda þótt það sé ekki endUega það sem fólk vUl,“ segir geðlæknirinn og prófessorinn Carmita Abdo. Könnun, sem birtist í hinu brasU- íska Úrvali, náði tU 1.229 karla og kvenna sem öU voru gift. Hún leiddi meðal annars einnig í ljós að BrasU- íubúar, jafnt karlar sem konur, eru mun opnari en tU dæmis Banda- ríkjamenn og Bretar og heldur mun síður leyndarmálunum fyrir sig, en deUir þeim með makanum. Fingralangur apaköttur Það er löngu vitað að kettir geta verið lævísir enda þjófar sem við þá eru kenndir geta farið um án þess að minnsta tíst komi frá þeim eða brak undan þeim. En Englending- um hefur tekist að gefa heitinu „monkey-business" (apabransi) nýja merkingu. Lögreglan í Lundúnum leitar nú hátt og lágt að apa sem hefur verið tengdur við minnst fjögur innbrot á heimUi grunlausra borg- ara. „Ég sá þennan svarthæröa simpansa koma inn um gluggann minn og stela farsímanum mínum. Hann var vöðvamikUl og breiður og ég óttaðist að verða bit- inn,“ sagði Mustapha Riat við götu- blaðið The Sun um reynslu sína af apanum alræmda. Leit lögreglunnar gengur þó eitt- hvað hægt þar sem enginn apaeig- andi hefur fundist í nágrenni við vettvang glæpanna. Það er því ekki útUokað að hann kunni að vera einn á ferð. Fögur þykir hlíðin í Kína Bændum í Kína var skipað að eyðUeggja uppskeru sína, mánuði áður en hún var tUbúin, vegna heimsóknar nokkurra embættis- manna tU viðkomandi héraðs. Yfirvöld í Henan-héraðinu héldu að hin hávaxna uppskera myndi fela innviði starfseminnar þar og að embættismennimir fengju lítið að sjá nema uppskeran færi. Verkefnið var falið 100 grunn- skólanemendum og unnu þau hörð- um höndum að því að rýma sjón- deUdarhringinn fyrir títtnefnda embættismenn. Það þykir þó orka tvímælis að um leið og þeir fái að sjá innviði starfsemi bændanna, bæri eitthvað minna á afrakstrin- um. George W. Bush. Hosni Mubarak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.