Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJTJDAGUR 11. JÚNÍ 2002 Sport ? A- Vitið sem Suður-Kóreumenn mis- notuðu gegn Bandarikjamönnum var það fyrsta sem var misnotað í keppninni. Tíu víti höfðu áður verið dæmd í þessari keppni og var skorað úr þeim öllum. Athygli vakti hvernig Kóreumenn föpuðu jöfnunarmarki sínu. Þeir stiUtu sér nefnUega upp í röð og hermdu eftir skautahlaupara. Með því voru þeir að sýna stuðning í verkí við skautahlauparann Kim Dong-sung sem var fyrstur í mark i 1.500 m skautahlaupi á vetrarólymp- íuleikunum í Salt Lake City fyrr á ár- inu en var dæmdur úr leik. í staöinn fékk Bandaríkjamaðurinn Apolo Anton Ono verðlaunin. Þetta vakti mikla reiði í Suður-Kóreu en skauta- hlaup er mjög vinsæl íþróttagrein þar í landi. Um 200 mótmcelendum lenti saman við lögreglu stuttu fyrir leik Suður- Kóreu og Bandaríkjanna. Þar var verið að mótmæla láti Kóreumanns í bandarískri herstöð á síðasta ári. Mótmælendur spörkuðu og kýldu óeirðarlögregluna en hún var fjöl- menn og náöi að ráða niðurlögum mótmælanna. Um 37 þúsund banda- rískir hermenn eru i Kóreu til að koma í veg fyrir árás Norður-Kóreu og er vera þeirra þymir i augum margra. Griðarlegur áhugi var fyrir þessum leik í Kóreu. Um 70 risaskjám var stillt upp og horfði töluverður Qöldi manna á leikinn á þessum skjám. Fyrirtækjum og skólum var lokaö og flugfélög sýndu jafnvel kafla úr leikn- um fyrir farþega sina. Þá fengu flest- ir fangar landsins að horfa á leikinn beint i sjónvarpi úr fangelsunum. Þrennan sem Pauleta gerði fyrir Portúgal gegn Póllandi er fyrsta þrenna Portúgala á HM síöan árið 1966. Þá var það Eusebio sem skoraöi hana í 5-3 sigri Portúgala á Norður- Kóreu. Óhœtt er að segja að árangur Pól- verja valdi vonbrigðum en í und- ankeppninni voru þeir fyrsta Evrópu- þjóðin til að tryggja sig í þessa keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir komast á HM siöan áríð 1986. Hatem Trabelesi, bakvörður Túnis, hefur þegar afskrifað möguleika liðs síns á aö komast áfram og segir liðið ekki geta sigrað Japana. „Japanar eru sterkasta liðiö í riðlinum. Þeir eru of erfiðir fyrir okkur en við mun- um aðeins reyna að gera leikinn skemmtilegan," sagöi hann. Belgíska liðió hefur ekki unnið leik á HM siðan í Bandaríkjunum 1994 og gerði reyndar sitt fimmta jafntefli í röð í keppninni í leiknum gegn Tún- is. Þeir eru hins vegar að leika i keppninni í fimmta skiptið í röð og eru þeir einu sem hafa komist i allar þessar keppnir án þess að vera ann- aöhvort gestgjafar eða heimsmeist- arar. Úrslit og staöa: D-riðill: Suður-Kórea-Bandarlkin .... 1-1 0-1 Mathis (24.), 1-1 Ahn (78.) Portúgal-Pólland.............4-0 1-0 Pauleta (14.), 2-0 Pauleta (65.), 3-0 Pauleta (77.), 4-0 Rui Costa (88.) S-Kórea 2 110 3-1 4 Bandaríkin 2 110 4-3 4 Portúgal 2 10 16-3 3 Pólland 2 0 0 2 0-6 0 H-riðill: Belgia-Túnis ...............1-1 1-0 Wilmots (13.), 1-1 Bousaiene (17.) Japan 21103-2 4 Rússland 2 10 12-1 3 Belgía 2 0 2 0 3-3 2 Túnis 2 0 111-3 1 DV ■ Annarri umferð riðlakeppninnar lauk í gær með þremur leikjum. Belgia gerði jafntefli við Túnis sem enn á fræðilegan möguleika á að komast áfram upp úr H-riðli. I D- riðli eru Pólverjar úr leik en hin lið- in eiga öllu ágæta möguleika á áframhaldandi sæti. Mikil dramatík var í fyrsta leik liðsins milli Suður-Kóreu og Banda- ríkjanna. Kóreumenn voru betri að- ilinn lengst af í leiknum en það voru Bandaríkjamenn sem skoruðu fyrst með frábæru skoti frá Clint Mathis. Suður-Kóreumenn fengu síðan vítaspyrnu en Brad Friedel, sem átti mjög góðan leik fyrir Bandaríkjamenn, varði spyrnuna frá Lee Eul-yong glæsilega. Kóreu- menn náðu síðan að jafna leikinn í síðari háifleik með marki frá vara- manninum Ahn Jung-hwan. Gus Hiddink, þjálfari Kóreu- manna, var ekki sáttur við úrslitin. „Mér fannst að við hefðum átt skil- ið að vinna þennan leik 3-1 eða 4-1 því við sköpuðum okkur frábær færi. En við vorum óheppnir í nýt- ingu þeirra og markmaðurinn hjá þeim var mjög góður. Ég er ánægð- ur með hvernig lið mitt lék í leikn- um.“ Hetja Bandaríkjamanna, Brad Friedel, sagði um vítið sem hann varði. „Þegar hann hljóp að boltan- um fannst mér að hann myndi skjóta hægra megin við mig. Ég þóttist þvi ætla að fara þangað en dró mig svo til baka að miðjunni. Sem betur fór var skotið innan seil- ingar fyrir mig. Undir lokin voru svo bæði liö orðin þreytt og þá misstum við einbeitinguna í sek- úndubrot." Hinn leikurinn í riðlinum var ekki jafn spennandi. Portúgalar ráku af sér slyðruorðið eftir tapið gegn Bandaríkjamönnum og rúll- uðu yfir slaka Pólverja, 4-0, í grenj- andi rigningu í Chonju í Kóreu. Reyndar var dæmt mark af Pólverj- um í stöðunni 1-0 sem þótti nokkuð umdeilt en eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. Pauleta skoraði þrennu i leiknum, eitt í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari, og Rui Costa, sem kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik, bætti því fjórða við skömmu fyrir leikslok. Leikurinn var með þeim grófari i keppninni og mikið af grófum tæklingum. „Þetta var baráttuleikur sem við áttum skilið að vinna,“ sagði Anton- io Oliveira, þjálfari Portúgals. „Það er vissulega allt opið enn þá en við erum nú komnir með þrjú fyrstu stigin. Liðsandinn var allt annar en í síðasta leik og það var stóri mun- urinn.“ Jerzy Engel, þjálfari Pólverja, var ekki eins sáttur og viðurkenndi að starf sitt gæti verið í hættu en hann hefur þjálfað þetta lið í 27 ár. „Við þjálfarar eru alltaf í snörunni. Við sitjum i gini eldfjalls og verðum alltaf að vera viðbúnir því að eitt- hvað gerist. í þessum leik vantaði okkur framherja sem gat skorað úr öllum færunum sem við fengum. Þegar við svo „skoruðum" og héld- um að við hefðum jafnað, 1-1, von- uðumst við til að leikurinn myndi þróast meira í okkar hag.“ Þessi úrslit þýða að Pólverjar eru úr leik og Suður-Kóreumönnum og Bandaríkjamönnum nægir jafntefli í leikjum sínum gegn Portúgal og Póllandi til að komast áfram. Portú- gal kemst áfram með sigri en jafn- tefli dugar þeim þó ef Bandaríkja- menn tapa fyrir Pólverjum. Sprækir Túnismenn Túnismenn voru mun sterkari að- ilinn gegn Belgum i H-riðli en tókst ekki að knýja fram sigur. Marc Wilmots skoraði fyrst fyrir Belgíu á 13. mínútu en Raouf Bouzaine jafn- aði fyrir Túnis úr aukaspymu aðeins fjórum mínútum síðar. Jafnteflið gerir það að verkum að Túnis á von um að komast áfram en verður þá að vinna Japan með tveimur mörkum í lokaumferðinni. Belgar verða að vinna Rússa í sömu umferð. Japönum og Rússum nægir jafntefli í sínum leikjum. -HI Brad Friedel ver hér vítaspyrnu frá Lee Eul-yong í fyrri hálfleik leiks Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu. Friedel var hetja sinna manna i leiknum og kom í veg fyrir sigur Kóreumanna. Reuters Pauleta skorar þriðja mark sitt í leik Portúgala og Pólverja án þess að Tomasz Waldoch og Jerzy Dudek komi vörnum við. Reuters Öll lið D- og H-riðla á HM geta komist áfram nema Pólland: Allt galopið - Pauleta með þrennu í stórsigri Portúgala á slökum Pólverjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.