Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 15 _________________________________________________________________________________________________________________________ Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaöið Viðskiptahallmn 1,5 millj- arðar á fyrsta ársfjórðungi - samdráttur hallans um 19,5 milljarðar á föstu gengi Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka íslands var viðskipta- halli við útlönd 1,5 milljarðar króna á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra var viðskiptahallinn 18,5 milljarðar króna. Á fostu gengi minnkaði hallinn um 19,5 milljarða króna. Minni viðskiptahalli stafar einkum af samdrætti í innflutningi vöru og þjónustu og í þáttagjöldum en útflutningur jókst lítillega frá fyrra ári. Afgangur á vöru- skiptajöfnuði nam 5,7 milljörðum króna á fyrsta árs- fjórðungi. Á sama tíma í fyrra var 7,1 milljarðs króna vöruskiptahalli. Halli á þjónustu- viðskiptum var 1,3 milljarðar króna en hann var 2,4 milljarðar króna á sama tíma i fyrra. Hreinar þátta- tekjur voru neikvæðar um 5,5 miilj- arða króna sem er þremur milljörð- um króna lægri fjárhæð en á sama tima í fyrra. Þar munar mest um minni vaxtabyrði af erlendum skuldum vegna vaxtalækkana á er- lendum lánamörkuðum. Innstreymi fjár mældist 11,1 millj- arður króna á fyrsta ársfjórðungi, fyrst og fremst vegna erlendrar lán- töku í formi skuldabréfaútgáfu og bankalána. Fjárútstreymi vegna er- lendra verðbréfakaupa nam 9,6 milljörðum króna sem var nær helmingi meira en á sama tímabili í fyrra. Beinar fjárfestingar Is- lendinga erlend- is námu 1,4 millj- örðum króna en fjárfestingar er- lendra aðila á ís- landi voru litlar sem engar. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst lítillega á fyrsta fjórðungi ársins og nam hann 36 milljörðum króna í lok mars 2002. Erlendar skuldir þjóðarinnar voru 567 milljarðar króna umfram eignir í lok mars og hafði skulda- staðan lækkað frá ársbyrjun vegna gengishækkunar krónunnar. Á meðfylgjandi yfirlitum eru ítarlegri upplýsingar um greiðslujöfhuðinn við útlönd og erlenda stöðu þjóðar- búsins á fyrsta fjórðungi ársins 2002 ásamt endurskoðun á tölum siðasta árs. Endurskoðun fjármagnshreyf- inga jók fjárútstreymi á síðasta ári frá því sem áður hafði verið birt vegna meiri útlána innlendra inn- lánsstofnana til erlendra lánþega en þau námu 25 milljörðum króna í árslok 2001. Erlendar lántökur opin- berra aðila reyndust einnig meiri en fram kom í bráðabirgðauppgjöri. í heild veldur endurskoðun á þess- um tveimur liðum 15 milljarða króna lækkun hreinnar skuldastöðu við útlönd frá því sem áður var talið og nam hún samkvæmt því 595 milljörðum króna í árslok 2001. Viðskiptajöfnuður við útlönd (fyrsti ársfjórðungur) 2001 2002 Viðskiptajöfnuður -18,5 -1,5 Útflutningur vöru og þjónustu 64,8 75,6 Innflutningur vöru og þjónustu-74,8 -71,2 Þáttatekjur og framlög, nettó -8,4 -5,9 Fjármagnsjöfnuöur 19,9 11,1 Hreyfingar án forða 19,7 12,0 Gjaldeyrisforöi (- aukning) 0,1 .-0,9 Skekkjur og vantalið nettó -1,5 -9,7 VÍS óskar eftir skráningu á Til- boðsmarkað VÞÍ Vátryggingafélag Islands hf. hef- ur lagt fram umsókn til Verðbréfa- þings íslands hf. um skráningu fé- lagsins á Tilboðsmarkað þingsins. Þetta er í samræmi við stefnu fé- lagsins og stærstu hluthafa, sem mótuð var á siðasta ári um opnun félagsins, sölu hlutafjár og fjölgun hlutháfa, að því er segir í frétt frá VÍS. Þar kemur enn fremur fram að í nóvember 2001 var gefið út nýtt hlutafé í VÍS sem selt var starfs- mönnum, auk þess sem Landsbanki íslands, sem er stærsti einstaki hluthafi VÍS, seldi af sínum hlut til starfsmanna sinna. Þessi sala gekk mjög vel og eru hluthafar orðnir 589 talsins. Áætlað var að í framhaldi sækti félagið um skráningu á Verð- bréfaþing íslands. Stjórn VÍS hefur nú ákveðið að stiga þetta skref og sækja um skrán- ingu á tilboðsmarkað Verðbréfa- þingsins. Á hluthafafundi VÍS, hinn 16. maí sl„ var samþykktum félags- ins breytt þannig að það uppfyllir öll skilyrði til skráningar á tilboðs- markaðinn. Þá ákváðu stærstu hlut- hafar félagsins að selja á næstu mánuðum eignarhluti í félaginu til nýrra hluthafa. Sú sala er hafm og hafa um 6% hlutafjár nú þegar ver- ið seld. 1 framhaldi af skráningu á tilboðsmarkaðinn mun Landsbank- inn-Landsbréf hafa með höndum sölu á hlutum í félaginu fyrir hönd stærstu hluthafanna. Það er stefna stjómar VÍS að óska síðan eftir skráningu á aðallista Verðbréfa- þingsins þegar skilyrðum um nægj- anlega dreifingu hlutafjár hefur ver- ið náð. Breytingar á úrvalsvísitölunni: Bakkavör og Skeljungur koma inn fýrir Marel og SÍF Bakkavör Group og Skeljungur munu koma í stað Marels og SÍF í úr- valsvísiöluna sem mun gilda fyrir tímabilið frá 1. júli 2002 til 1. janúar 2003. Tvisvar á ári er úrvalsvisitalan endurskoðuð og breytingar gerðar á því hvaða fyrirtæki mynda hana ef þurfa þykir. Úrvalsvísitala VÞÍ (ICEX-15) er sam- ansett af félögum sem skráð eru á Að- allista þingsins. Af þeim eru valin fimmtán félög eftir fyrir fram ákveðn- um reglum. Af þeim 20 félögum á Aðallista þings- ins sem tíðust viðskipti em með á þing- inu á 12 mánaða tímabili eru það 15 stærstu félögin að markaðsverðmæti í lok tímabilsins sem mynda Úrvalsvísi- töluna næstu 6 mánuði. Hlutabréfasjóð- ir eru þó undanskiidir við val þetta. Úrvalsvisitaian er þvi samsett af Félag: Markaðsvirði í ma. Vægi í vísitölu íslandsbanki hf. 47,7 15,9% Pharmaco hf. 29,0 9,7% Landsbanki íslands hf. 24,6 8,2% Baugur Group hf. 23,7 7,9% Búnaðarbanki íslands hf. 23,6 7,9% Kaupþing banki hf. 20,5 6,8% Hf. Eimskipafélag íslands 19,4 6,4% Samherji hf. 17,8 5,9% Össur hf. 16,6 5,5% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 16,5 5,5% Delta hf. 15,2 5,0% Bakkavör Group hf. 12,9 4,3% Ker hf. 12,5 4,1% Tryggingamiðstöðin hf. 11,2 3,7% Skeljungur hf. 9,5 3,2% Samtals 300,7 100% þeim félögum sem hafa hvað virkasta verðmyndum á þinginu en val í Úrvals- vísitöluna ber að öðru leyti ekki að túlka sem gæðastimpil á viðkomandi hlutabréf. Alls eru 50 hlutafélög skráð á Aðal- lista þingsins, utan hlutabréfasjóða, og vega þau 15 félög sem verða i úrvals- vísitölunni samtals 71,2% af markaðs- verðmæti þeirra. Markaðsverðmæti 15 stærstu félaganna á VÞÍ eru rúmir 300 milljarðar króna. Velta þessara félaga sem valin hafa verið í vísitöluna er 87% af kauphallarveltu hlutabréfa á Aðallista á síðastliðnum 12 mánuðum. Af einstaka atvinnugreinavísitölum hefur Qármáia og tryggingar algjöra yf- irburði en 48% af markaðsvirði félag- anna sem mynda úrvalsvísitöluna eru einnig i þessari vísitölu. Innflutningur að aukast að nýju? Bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts af innflutningi í maí í Vefriti fjármálaráðuneytisins benda tii þess að innflutningur án skipa og flugvéla sé að aukast. I Hálf fimm fréttum Búnaðar- bankans er bent á að innflutningur milli mánaða hafi nú aukist að Eimskip gefur út skuldabréf fyrir einn milljarð króna Nýlega lauk Islandsbanki sölu á skuldabréfum Eimskipafélags íslands fyrir einn milijarð króna. Skuldabréfm eru með jöfiium árlegum afborgunum höfúðstóls og eru til fimm og hálfs árs. Flokkamir eru tveir, annar 700 milljón- ir króna, sem ber 7,65% verðtryggða vexti, og hinn 300 milljónir króna sem ber 11% óverðtryggða vexti. Skulda- bréfrn tryggja því Eimskipafélaginu hagstæða fjármögnun, að því er segir í tilkynningu frá Islandsbanka. Eimskip gekk til samninga við bankann um um- sjón skuldabréfaútgáfunnar að undan- gengnu útboði meðal sex banka og verðbréfafyrirtækja. Islandsbanki átti hagstæðasta tilboðið sem fól í sér sölu- tryggingu á 1.000 milljónum króna. raungildi í þrjá mánuði í röð sem bendir til þess að botninum hafi verið náð. Þetta segir Greiningar- deild Búnaðarbankans að staðfesti þá þróun sem kemur fram í tölum Hagstofunnar um innflutning fyrstu fióra mánuði ársins. Samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnunar á Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 1,6 miiljarða króna í mai og nam 36,4 miiijörðum króna í lok mánað- arins en það er jafnvirði 449 milijóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok. I frétt frá Seðlabanka íslands kemur fram að erlend skammtimaián bankans hækkuðu um 4,6 milljarða króna í mán- uðinum og námu 15 miiljörðum króna í lok hans. Þessar breytingar má rekja til lánahreyfmga ríkissjóðs. Gengi íslensku krónunnar styrktist í mánuðinum um 0,3%. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 4,6 milljörðum króna í maílok, miðað við markaðsverð. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í magnbreytingum innflutnings hægði mjög á samdrætti innflutn- ings í apríl, miðað við mars. Enn er þó um verulegan samdrátt að ræða milli ára þar sem almennur inn- flutningur dróst saman um 8,7% að raungildi milli ára. eigu bankans námu 1,7 miiljörðum króna. Kröfur Seðlabankans á innlánsstofn- anir stóðu í stað í maí og námu 78,7 milljörðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir breytt- ust lítið í mánuðinum og námu 5,5 milij- örðum króna i mánaðarlok. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 6,5 millj- arða króna í maí og voru neikvæðar um 30,3 milijarða króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs námu 30,3 milljörðum króna. Grunnfé bankans breyttist óverulega í maí og nam það 36,3 milljörðum króna í mánaðarlok. Gjaldeyrisforðinn dróst sam- an um 1,6 milljarða í maí Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1.490 m.kr. Hlutabréf 310 m.kr. | Ríkisbréf 494 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Samherji 73 m.kr. © Vinnslustöðin 35 m.kr. © Grandi 35 m.kr. MESTA HÆKKUN i©Flugleiðir 3,0% i © Húsasmiðjan 2,2% I © Samherji 1,9% MESTA LÆKKUN j © Marel 4,5% | © Baugur 1,5% j © SR-Mjöl 1,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1.273 stig - Breyting -0,06 % Samstarfssamningur: Styrkir uppbygg- ingu og þróun sprotafyrirtækja Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Klak ehf., dótturfyrirtæki Ný- herja hf„ hafa gert með sér sam- starfssamning með það fyrir augum að styrkja starf í uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækja á sviði upp- lýsinga- og hátækni. Felur þessi samningur í sér að Klak verður helsti samstarfsaðili Nýsköpunar- sjóðs í ráðgjöf um mat á fjárfesting- artækifærum, rekstrarþjónustu og ráðgjöf til sprotafyrirtækja sem Ný- sköpunarsjóður hefur nú þegar fjár- fest í og til sprotafyrirtækja sem Ný- sköpunarsjóður mun fjárfesta í á komandi misserum. Jafnframt munu Nýsköpunarsjóður og Klak starfa saman að gagnkvæmri kynn- ingu á starfsemi og þjónustu hvors aðila. Klak hefur áunnið sér þekkingu og reynslu af rekstri og stjórnun sprotafyrirtækja auk þess að vera virkur þátttakandi í nýsköpunar- verkefnum á sviði upplýsingatækni, bæði innanlands og erlendis. Þessi reynsla nýtist mjög vel í þágu upp- byggingar á rekstrarumhverfi og markaðsmöguleikum fyrirtækja sem starfa á forsendum hugvits og framþróunar. Með tengslum sínum við háskóla, rannsóknarstofnanir, fjármálafyrirtæki og þekkingariðn- aðinn hefur Klak þann sterka bak- hjarl sem þörf er á þegar kemur að því að veita ráðgjöf og skapa sprota- fyrirtækjum vænlegt umhverfi til vaxtar. Það er von beggja aðila að þetta samstarf styrki enn frekar fjárfest- ingar og verkefni Nýsköpunarsjóðs- ins og geri þær arðbærari og frjósamari. líúilfil’i 11. 06. 2002 M. 9 KAUP SALA HslPollar 89,230 89,690 Ittfapund 130,800 131,470 l*tlKan. dollar 58,010 58,370 CBlpönsk kr. 11,3550 11,4170 ÍÉÍNonkkr 11,3610 11,4240 íSsænsk kr. 9,1880 9,2380 Kul Sviss. franki 57,3300 57,6400 1 * 1-tap. yen 0,7159 0,7202 [^ECU 84,4095 84,9168 SDR 115,3200 116,0200 UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir; Brekkuhvarf 8, þingl. eig. Svava Kristjana Guðjónsdóttir og Davíð Pálmason, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 14. júní 2002,-kl. 14.00. Kársnesbraut 84, efri hæð og 1/2 kj„ þingl. eig. Guðmunda Björg Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Landsbanki íslands hf„ aðalstöðvar, og Sjóvá-Almennar tryggingar hf„ föstudaginn 14. júní 2002, kl. 13.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.