Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2002, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 Sport DV Trúðurinn var að gera Gunnari Gunnarssyni lífið leitt í keppninni með gangtruflunum en Gunnar varð að láta sér lynda 2. sætið. Hörkukeppni í götubílaflokknum Keppnin í götubílaflokki tor- færunnar er, eins og búist var viið, bæði jöfn og hörð en þar elda Ragnar Róbetsson á Pizza 67 Willysnum og Gunnar Gunnars- son á trúðnum grátt silfur. Gunnar sigraði i 1. umferð móts- ins en sl. laugardag var komið að Ragnari að fara með sigur af hólmi og eru þeir keppinautar nú jafnir að stigum. Fyllti vélina af vatni ,,Ég var ekki alveg sáttur með árangur minn í dag,“ sagði Ragn- ar að leikslokum. „Þó gekk ekki allt eins og ég hefði framast kos- ið. Ég ætlaði t.d. að ná fullt af stigum í 3. braut, þá hefði ég kannski verið enn þá ofar. Mér gekk mjög vel í mörgum braut- um en margar þeirra voru mjög erfiðar, en þó ekkert brjálæðis- legar. Ég var heppinn og lenti ekki í bilunum í dag og slapp al- veg við veltur. Vélin var þó full af vatni eftir tímabrautina. Við tókum bara kertin úr henni og snerum vélinni, létum hana dæla vatninu úr sér. Ég vona bara að vélin sé i lagi, hún fretar nú eitt- hvað og fúskar. Ég lenti í engum bilunum, nema vatninu. Það var bara gaman að þessu, nema vatn- inu,“ sagði Ragnar sem hefur nú náð Gunnari að stigum í íslands- meistarakeppninni. Bras vegna bilana Gunnar Gunnarsson varð að sætta sig við að fá Ragnar upp að hlið sér í forystu götubílaflokks- ins eftir brösótta keppni. „Við vorum í vandræðum með gang- inn í vélinni í Trúðnum í byrjun keppninnar en svo lagaðist það,“ sagði Gunnar. „Við tókum svo eftir því eftir tímabrautina þegar við ætluðum að þurrka kveikj- una að kveikjuhamarinn var brunninn, alveg inn að miðju. Plastið og allt var bráðnað svo að vélin var ekki að fá rétta kveik- ingu. Þegar við vorum búnir að skipta um kveikjuhamar var Trúðurinn í fínu lagi en það var bara aðeins of seint. Svo braut ég millikassa í 3. braut. Við skipt- um um hann en ég náði ekki á ráslínu á réttum tima svo að ég varð að fara aftur fyrir röðina. Við það töpuðust 60 stig. Það varð því ýmislegt til að tína af mér stigin en ég náði þó alla vega 2. sætinu í dag, þrátt fyrir allar hrakfarirnar,“ sagði Gunn- ar ánægður með að vera búinn að finna út hvað var að angra Trúðinn í keppninni. -JAK Götubílaúrslit Sæti - Keppandi - Bill - Stig 1. Ragnar Róbertsson, Pizza 67 Willys- inn ........................1400 2. Gunnar Gunnarss., Trúðurinn 920 3. Bjarki Reynisson, Wilíys .... 900 Götubílaflokkur: 1.-2. Gunnar Gunnarss., Trúöurinn 35 1.-2. Ragnar Róbertss., Pizza 67 W . 35 3. Bjarki Reynisson, Willys.24 Götubílapunktar Bjarki Reynisson var búinn að gera ráðstafanir til að verja vélina í Wiilysnum fyrir vatni en hann átti von á að þessi keppni yrði nokkuð blaut, eins og reyndin varð. Gunnar Gunnarsson var í vand- ræðum með Trúðinn stuttu áður en keppnin átti að hefjast en þá voru svo miklar gangtrtuflanir i vélinni að Trúðurinn hélst varla í gangi. Bjarki Reynlsson velti Wiliysnum sínum út úr endahliði 1. brautar- innar og tókst ekki að mæta á rétt- um tíma í 2. brautina og varð að fara aftur fyrir röðina. Við það missti hann 60 stig. Bjarki Reynisson velti Willysnum í fyrstu brautinni og mætti of seint á ráslínu annarrar brautarinnar svo að hann varð að fara aftur fyrir röðina. Ingi Bjarnar Guðmundsson aðstoðar Ragnar Róbertsson, sigurvegarann í götubílaflokki, við að setja á sig armólarnar en þær eiga að koma í veg fyrir að handleggir ökumannsins lendi á milli veltibúrsins og jarðarinnar ef bíllinn veltur. D-myndir JAK Veiðivon Gunnar og Magnús Gunnarssynir meö fyrsta lax sumarsins, 7 punda fisk úr Laxá í Kjós en hann veiddu þeir í Laxfossi sunnan megin. DV-mynd Ásgeir Heiðar Laxá í Kjós: Fýrsti laxinn í súpuna - einn lax á land í Aðaldalnum „Þetta er fírm lax í súpuna, það er ekki hægt að hafa þá betri,“ sagði Sigurður L. Hall við Laxá í Kjós í gærmorgun, þegar fyrsti laxinn úr ánni fór í súpuna í há- deginu í veiðihúsinu í gær. En þessi hefð hefur viðgengist í fjölda ára í Laxá í Kjós að fyrsti laxinn sé notaður í súpu. En það voru Gunnar og Magnús Gunnarssynir sem veiddu fyrsta laxinn í Laxá í Kjós á sumrinu í Laxfossi sunnaverðum. „Það var annar lax þarna með skellu á hausnum en hann vildi alls ekki taka hjá okkur,“ sagði Gunnar Gunnarsson, rétt eftir að þeir lönduðu laxinum og bætti við, „þetta er rólegt og lítið af fiski enn þá í ánni.“ „Þetta gengur rólega enda lítið af fiski, ég setti lax á Snældu áðan við Laxfossinn norðan megin en hann slapp af eftir nokkra bar- áttu,“ sagði Ágúst Pétursson við Laxfossinn. „Við erum búnir að reyna hérna við Kvíslarfossinn en ekkert fengið enn þá,“ sögðu þeir Páll Magnús- son og Haraldur Eiriksson en þeir reyndu eins og aðrir við Laxá í Kjós þennan fyrsta dag sem mátti veiða. „Laxinn er mættur, þó auðvitaö mætti vera meira af honum, en þetta kemur,“ sagði Ásgeir Heiðar um leið og Sigurður L. Hall fékk fyrsta lax sumarins i súpuna. Veiðin byrjaði einnig í Laxá í Aðaldal í gærmorgun og það voru bændur sem reyndu þennan fyrsta hálfa dag sem þeir mega veiða. Það kom einn lax á land og var hann 11 pund. Norðurá í Borgarfirði hefur gef- ið 20 laxa og í Blöndu hefur verið eitthvert líf. Fyrsti dagurinn gaf fimm laxa og síðan hefur verið „kropp", eftir þeim fregnum sem við höfum af svæðinu. Mokveiði hefur verið í Hópinu og líklega hafa veiðst yfir 100 bleikjur um helgina. Veiðimenn voru einhverjir með á milli 30 og 40 bleikjur, sumar um 4 pund. Einn lax er kominn úr Hópinu og veiðimenn urðu varir við fleiri laxa. Silungsveiðin er í góðu lagi þessa dagana, bæði við Borgames og síðan í Hópinu. Veiðimaður sem var við Borgar- nes í gær var kominn með góða veiði eftir stutt stopp. G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.