Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Yfirburðir Baugs á íslenskum matvörumarkaði staðfestir í skoðanakönnun DV: Baugur jafnoki þriggja keðja í öðrum löndum Yfirburðir Baugs á matvöru- markaði voru staðfestir í skoðana- könnun sem DV gerði á fimmtudag í liðinni viku. Þar kom fram að ríf- lega 70,4 prósent íbúa höfuðbogar- svæðisins kaupa reglulega inn til heimilisins í verslunum sem eru í eigu Baugs. Nær annar hver kaup- ir í Bónus. Á landinu öllu kaupir ríflega annar hver maður inn 1 verslunum fyrirtækisins og þar er Bónus einnig oftast nefndur, eða í 41,1 prósenti tilfella. DV spurði 600 manns á landinu öllu hvar þeir gerðu reglulega inn- kaup til heimilisins. Úrtakinu var jafnt skipt á milli höfuðbogar- svæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Hafa verður í huga að verslunarumhverfið er allt annað og fjölbreyttara fyrir íbúa höfuð- bogarsvæðisins en íbúa lands- byggðarinnar. Valmöguleikar i matvöruverslun eru viða afar tak- markaðir. Suðurnes og Akureyri eru kannski undantekning þar á. Samanburður á íbúum höfuðbog- arsvæðis og landsbyggðar er því vart raunhæfur. Langflestir í Bónus Níu af fjórtán verslunum sem nefndar voru á höfuöbogarsvæðinu tilheyra verslunarsamstæðunum þremur, Baugi, Kaupási og Sam- kaupum. Sé litið til hlutdeildar verslunarsamstæða sögðust 70,4 prósent gera regluleg innkaup í verslunum Baugs, þ.e. Bónus, Hag- kaupum og 10-11. Bónus tekur þar til sín tæp 70 prósent viðskiptavin- anna. Ríflega 13 prósent sögðust kaupa inn í verslunum Kaupáss, þ.e. Nóatúni, Krónunni og 11-11. Fjarðarkaup koma á eftir þessum stóru blokkum en 7,1 prósent sagð- ist gera innkaup þar. Loks sögðust 5,4 prósent íbúa á höfuðborgar- svæöinu kaupa inn í verslunum Samkaupa sem urðu til þegar Mat- bær, áður verslunarsvið Kaupfé- lags Eyfirðinga, og Samkaup hf. sameinuðust undir merkjum hins siðamefnda 2001. Samkaup reka verslanimar Samkaup, Úrval, Sparkaup, Strax, Nettó og Kaskó. Hér skal þess getið að Samkaup koma betur út á landsbyggðinni þar sem 23,6 sögðust kaupa inn. Er staða Samkaupa mun sterkari á landsbyggðinni en Kaupáss en tæp 10 sögðust kaupa þar inn til heimil- isins. Flestir í Bónus Af einstökum verslunum sögðust langflestir gera regluleg innkaup til heimilisins í Bónus, eða 48,6 pró- sent. Vinsældir Bónuss þurfa ekki að koma á óvart en verslanir Bón- uss hafa ítrekað mælst með lægsta vöruverðið í verðkönnunum og að auki hefur Bónus margsinnis verið vinsælasta fyrirtæki landsins í skoðanakönnunum Frjálsrar versl- unar. Hagkaup kom á eftir Bónus með 16 prósent, þá Nóatún með 8,6 prósent, Fjarðarkaup með 7,1 pró- sent, 10-11 með 5,8 prósent, Nettó með 4,4 prósent, Krónan með 3,4 prósent og Europris með 2,7 pró- sent. Aðrar verslanir voru nefndar sjaldnar. f Haukur Lárus Hauksson blaðamaöur Fréttaljós Á svipuðum nótum Tölurnar úr könnun DV eru í nokkru samræmi við tölur sem birtust í skýrslu Samkeppnisstofn- unar árið 2000 um markaðshlut- deild matvöruverslana á höfuð- borgarsvæðinu. Þar kom fram að markaðshlutdeild Baugs væri 59-60 prósent en hún er um 70 prósent samkvæmt könnun DV. Markaðs- hlutdeild verslana Kaupáss var þá 26-27 prósent en mældist 13 prósent í könnun DV. Loks var markaðs- hlutdeild veralana Samkaupa talin 5-6 prósent árið 2000 en mældist 5,4 prósent í könnun DV. Virðast verslanir Baugs og nú síðast Europris hafa rifið töluvert af markaðshlutdeild Kaupáss á höfuð- borgarsvæðinu. Verslun Europris er ekki nema um þriggja mánaða gömul og er enn að vinna sér fast- an sess í hugum neytenáa. Staða Fjarðarkaupa, sem reka eina verslun, verður að teljast ein- stök en Samkeppnisstofnun mat markaðshlutdeild hennar upp á tæp 5 prósent árið 2000 en hún mælist um 7 prósent í könnun DV. Meiri öfgar hér á landi Yfirburðir Baugs á matvöru- markaði komu upp í samtali DV við Guðmund Sigurðsson, forstöðu- mann samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar. Hann sagði markaðs- hlutdeild eins og Baugs vart þekkj- ast annars staðar - og það þrátt fyr- ir mikla samþjöppun á matvöru- markaði víðast hvar. „Víðast i Vestur-Evrópu, og raunar víðar, hefur orðið mikil samþjöppun á matvörumakaði svipað og hér, en þar sem við erum fá og smá verður þetta svolítið öfgafullt hjá okkur miðað við það sem annars staðar gerist. Ég held að það sé fátítt að svona keðjur fari upp fyrir 25-30% markaðshlut- deild,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann teldi of mikla sam- þjöppun á markaði óheppilega. Hann vildi þó ekki fullyrða að neyt- endur þyrftu að hafa áhyggjur af stööu mála hér á landi þó æski- legra væri að fleiri keppnautar væru á markaðnum. Þrjár með 80 prósent Upplýsingar sem DV hefur aflað sér styðja orð Guðmundar. í ná- grannalöndum okkar eru yfirleitt þrjár verslanakeðjur saman með um 80 prósenta markaðshlutdeild. Innbyrðisskipting er hins vegar misjöfn en ekki mjög ójöfn. Þannig eru þrjár stærstu keðjurnar í Hollandi með 81 prósents markaðs- hlutdeild, 65 prósent í Austurríki og 62 prósent í Belgíu. Á Norður- löndunum eru þrjár stærstu keðj- urnar yfirleitt með um og yfir 80 prósent markaðshlutdeild. En ísland sker sig úr að öðru leyti. Að sögn Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Samtaka versl- unar og þjónustu, hefur velta lág- vöruverðsverslana aukist mjög mikið hér á landi, mun meira en víðast hvar annars staðar. Þannig nemur velta Bónuss um helmingi af veltu Baugs. „Samanlagt hafa þessar verslan- ir náð um 30 prósentum af veltunni hérlendis. I útlöndum eru ekki til dæmi um sambærilega tölu, í mesta lagi 24-25 prósent," segir Sig- urður við DV. Þjónusta eða lágt verð Tölur héðan og erlendis frá sýna kannski ólíka þróun en undir- strika einnig að neytendur eru fjöl- breyttur hópur einstaklinga sem hafa mismunandi áherslur. Þó spara megi umtalsverðar upphæð- ir með því að kaupa alltaf inn I verslun sem býður lægsta verðið Einstakar verslanir á höfuöborgarsvæðinu Bónus Hagkaup Nóatún Fjaróarkaup 10-11 Nettó Krónan Europris 0% 10% 20% 30% 40% 50% er af og frá að fólk hugsi um verð- ið eitt og sér. Ef svo væri mundu aðrar verslanir fljótlega leggja upp laupana. Fjöldi fólks gerir kröfu um ákveðna þjónustu í verslunum sem það heimsækir. Umhverfið þarf að vera þægilegt. Mörgum þykir gott kjötborð vera algert skilyrði ef verslun á að vera heimsóknar virði og ekki sakar ef afgreiðslu- fólkið sýnir manni áhuga, brosir og spyr jafnvel um líðan fjölskyld- unnar. „Þjónusta er afar vanmetið verð- mæti I verslun á íslandi. í umræðu um verðlag gleymist oftar en ekki að taka mismunandi þjónustustig með í reikninginn. Það er alltaf eins og menn tali fyrir munn fjöld- ans þegar þeir segjast bara vilja sjá sundurskorna pappakassa í vöru- hillunum og lágmarksþjónustu. Raunveruleikinn er einfaldlega allt annar," segir Sigurður og bætir við að staðsetning skipti einnig gríðarlega miklu. „Mjög stór hluti neytenda kaupir inn nálægt heim- ili sínu eða í verslun sem liggur beint við á leið heim úr vinnu. Þessir þættir, auk tryggðar við- skiptavina, skipta mjög miklu máli þegar fólk gerir innkaup en þeir fara ekki alltaf saman við lágt vöruverð.“ w—mmmmmmam—mmmmDekk veldu aöeins þaö besta Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Hjólbarðaverkstæði Bflabúðar Benna • Reykjavik Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Lóttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri mmmmmmmmDókk Umboösaðilar: Eldur á Laugavegi Mikill eldur kom upp í sambyggðum húsum við Laugaveg, númer 40 og 40 a, aðfaranótt sunnudags. Húsin eyðilögð- ust í eldinum en slökkviliði tókst að mestu koma í veg fyrir að eldurinn læstist í húsin sitt hvorum megin. Skemmdir urðu þó á bakhúsum Lauga- vegs 38. Engan sakaði i brunanum en einn íbúi var hætt kominn. Lögregla átti í basli við að halda ágengum veg- farendum frá vettvangi og gat því illa veitt hröktum íbúum nauðsynlega að- hlynningu. Grunur kviknaði fljótt um að kveikt hefði verið í og var maður handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp. Hann hafði sést koma úr porti við húsið. Hann neitaði sakargift- um og var sleppt. Andstaða við litaða Tæplega 3 af hverjum 10 íslending- um eru andvígir varanlegri búsetu fólks af öðrum litarhætti hér á landi, vilja ekki að litað fólk búi á íslandi. Þetta kom fram í skoðanakönnun DV sem sagði frá á mánudag. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sagði að niður- staða þessarar könnunar ylli sér von- brigðum, taldi þessa afstöðu fólks til útlendinga órökstudda og ástæðulausa. Páll sagði niðurstöðumar áhyggjuefni og að þær gæfu tilefhi til að efla fræðslu og umræðu um þessi mál. Boð- aði hann skipun nefndar um málið. Búðarþjófar Fjölda starfsmanna Nóatúns í Smáralind og Austurveri var sagt upp störfum vegna umfangsmikils þjófnað- armáls sem kom ffarn i gögnum fyrir- tækisins sem veruleg rýmun á vömm. Þeir sem komu við sögu voru mest- megnis ungt fólk sem játaði brot sitt. Hafði þjófhaðurinn átt sér stað að áeggjan manns utan verslunarinnar sem greiddi fyrir vörur með peningum eða áfengi. í framhaldinu kom fram að rýmun á vörum í viðskiptum hérlend- is er gríðarleg og skiptir mörgum millj- örðum króna á ári. Umdeilt frumvarp Valgerður Sverrisdóttir lagði fram á Alþingi frumvarp til laga um fjármála- fyrirtæki þar sem er að finna ákvæði sem eiga að treysta varnir sparisjóð- anna gegn yfir- tökutilboðum eins og þeim sem fimm- menningamir svo- nefndu stóðu fyrir í sumar fyrir Búnað- arbankann. Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlög- maður sagði frum- varpið forkastanlegt en ráðherra væri að hverfa frá yfirlýstum tilgangi laga frá 2001 vegna tilfallandi mála eins og yfirtökutilraunarinnar. Væri frum- varpið skref aftur á bak og bæri vitni um forkastanlega valdbeitingu ráð- herra. 30 kg hassmál „Nei, ég óttast ekki hann sjálfan en ég óttast það sem er í kringum hann,“ sagði ungur maður þegar Kolbrún Sævarsdóttir, sækjandi ákæravaldsins gegn fjórum mönnum, spurði út í mál þar sem lögreglan lagði hald á 30 kg af hassi í gámi í Sundahöfn þann 13. mars. Það sem maðurinn átti við var að í kringum meintan höfuðpaur væru aðstoðarmenn sem hann óttaðist. Báð- ir mennimir eru ákærðir fyrir inn- flutninginn. Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök en hinn hefur viðurkennt sök frá þvi í apríl og ber á þann fyrr- nefhda sakir. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.