Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDACUR 26. OKTÓBER 2002 H&lgct rhlaö I>’V 25 K Hér hefur Leifur skorið lærið niður í örþunnar sneiðar sem hann raðar síðan listilega og lystaukandi á disk. „Margir tala um að liráskinku eigi aldrei að elda og telja slíkt guðlast á meðan margir nota hana sem krydd í matreiðslu til að gæla við bragðlaukana," seg- ir Leifur ineðal annars. Ferskar fíkjur fara mjög vel með skinkunni og hér er Leif- ur að skera þær niður. „Svona berum við þær fram. f þessu gildir einfaldlcikinn eins og hann gerist mestur," segir hann. Ferskir og feitir tónar frá ítölskum hvítvínum - frá lager RJG og Globus urðu fyrir valinu hjá ívari Bragasyni ívar Bragason, veitingamaður á La Primavera, vildi gjaman mæla með vínum til að hafa með parma- skinkunni. Hann sagði ákveðna áskorun felast i því að velja vínin en fyrir valinu urðu vín frá Rolf Johansen annars vegar og Globus hins vegar. Við gefum ívari orð- ið: „Ein af mínum betri stundum með elskunni minni var á veitingahúsi við Miðjarðarhafið í miklum hita. Diskurinn var þakinn þunnum sneiðum af ítalskri hrá- skinku ásamt melónu. Vinið passaði vel með skink- unni, þó svo „bara“ hafi verið pantað Vini Bianchi. Ef- laust hafa margir upplifað svipaðar aðstæður þar sem umhverfið og utanaðkomandi aðstæður hafa afgerandi áhrif á hvernig manni líkar vín. Á íslandi getur þetta hins vegar verið erfitt, sérstaklega þegar fólk vill upp- lifa minningarnar aftur. Þegar ég mæli með vínum á La Primavera og hráskinka er í aðalhlutverki koma mörg vín til greina. Ég vii yfirleitt leyfa skinkunni að ráða ferðinni því hún er jú eilítið sölt og stundum dálítið krydduð. Nú, eða velja vin sem heldur í við skinkuna í bragði. Mér hafði dottið í hug að reyna Prosecco eða Bellavista, þurr freyðivín frá Ítaííu, en ákvað að mæla með hvítvíni, Orvieto Campogrande frá Antinori. Þetta vin er frá Umbria-héraði, nánar tiltekið frá Orvieto Classico-svæðinu. Það skemmtilega við ítölsku vínin er að þau eru úr þrúgum sem eru jafnvel hvergi ræktaðar annars staðar. Eins og þetta vín sem er úr þrúgunum Procanico, Grechetto, Verdello, Drupeggio og Malvasía. Vínið er þurrt og frekar fólt á litinn með ávöxt og fersk- leika í bragði. Orvieto Campogrande passar vel með skinkunni, sérstaklega þar sem stemning á að rikja við matarborðið og gera á tilraun til að endurupplifa stund með skinkunni á heitari stöðum." Orvieto Campogrande kostar 1.240 krónur í ÁTVR. Þegar ívar valdi annað vinið með parmaskinkunni reyndi meira á kúnstina að velja saman mat og vín. Hann vildi vín sem héldi í við skinkuna, sem rynni ljúft niður án þess að skinkan stjórnaði ferðinni. Enn fær ívar orðið: „Fyrst komu upp í huga minn suðræn ítölsk hvítvín, jafnvel vin með töluverðum eikarkeim. Slík vín koma frá Sikiley, Kampaníu og Puglía og eru mjög j vinsæl á La Primavera. En ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og leita til norður- hluta Ítalíu, til Friuli-Venezia-Giulia-héraðsins nálægt landamærum Slóveníu og Austurríkis. Þar verður fyrir valinu hvítvín frá Gianfranco Gallo, Sauvignon Vieris, úr samnefndri þrúgu frá víngerðinni Vie di Romans. Þetta er öflugt vín og mikið matarvín. Milliþurrt, feitt og bragðmikið með dálítilli eik sem nær þó aldrei að verða yfir- gnæfandi eins og oft vill verða með eikarvín. Sauvignon-þrúgan er þekkt fyrir mikla angan og lyktin er yndisleg. Vie di Romans er lítill vín- framleiðandi en mjög hátt skrifaður á Ítalíu." Gallo Sauvignon Vieris kostar 2.310 krónur í ÁTVR. Umsjón Haukur Lárus Iluuksson h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.