Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 59 P. Samúelsson kaupir Yamaha umboðið P. Samúelsson hefur keypt Yamaha umboðið af Merkúr hf. en samningur var undirritaður milli P. Samúelssonar hf. og Yamaha Motor Scandinavia á mánudag um yfír- töku umboðsins. Að sögn Bjöms Víglundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs P. Samúelssonar, er flutningur á lager af Yamaha-vél- tækjum þegar hafmn frá Merkúr til Arctic Trucks. Sala og kynning á Yamaha-véltækjum hjá Arctic Trucks hefst innan nokkurra daga. Yamaha hefur selt hér á landi mót- orhjól, vélsleða og utanborðsmót- ora, svo eitthvað sé nefnt. Sala á slíkjum tækjum hefur farið vaxandi á undanfömum árum og Yamaha- merkið verið sterkt á þeim markaði og með þessari viðbót breikkar vörulína Arctic Trucks á lífs- stilsvörum til mikilla muna. Yamaha hefur staðið framarlega í tækninýjungum og hjól eins og R1 og fleiri af sömu fjölskyldu, verið þar efst á blaði. Meðal þeirra nýj- unga sem Arctic Tracks mun kynna á næstunni er vélsleði frá Yamaha sem er búinn fjórgengisvél úr Rl- hjólinu. Sú vél er um 150 hestöfl og mun sá sleði ná vel yfir 200 km há- markshraða. Nýja umboðið verður til húsa hjá Arctic Trucks, dóttur- fyrirtæki P. Samúelssonar. -NG Siguijón Brúnó mun sjá um sölu mótorhjóla og vélsfeða en hanri hefur unnið hjá P. Samúelssyni í 3 ár og er mikill áhugamaður um mótorhjól og skyld tæki. Evrópukynning á nýrri kynslóð Mégane Undanfarnar vikur hefur staðið yfir frumkynning á Renault Méga- ne II, nýrri kynslóð hins vinsæla fjölskyldubíls. Blaðamaður DV-bíla var í vikunni í Benelúxlöndunum við reynsluakstur á bílnum og munum við segja betur frá gripnum von bráðar. Það sem er róttækast við bílinn er eflaust útlitið sem hann fær í arf frá Vel Satis. Aftur- glugginn er beint niður og mjög kúptur til hliðanna og á hlið minn- ir prófillinn einna helst á stóra vindskeið. Að sögn Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, nýráðins kynningar- stjóra B&L, verður bíllinn fyrst boðinn með 1,6 og nýrri tveggja lítra bensínvél hér á landi. „Einnig er verið aö skoða það hvort við munum flytja inn bílinn með 1,9 lítra dísilvélinni, þeirri sömu og í Laguna n,“ sagði Helga Guðrún. Megané II fær nýjan gírkassa og verða stærstu vélarnar með sex gíra kassa frá Nissan. Bíllinn er væntanlegur hingað í janúar. -NG Nýr og betur búinn Almera frumsýndur í dag í dag verður nýr Nissan Almera frumsýndur hjá Ingvari Helgasyni hf. en bíllinn hefur fengið nokkra andlitslyftingu og veglegri búnað. Að sögn Ragnars F. Valssonar sölufull- trúa kemur nýja gerðin með nýrri og glæsilegri innréttingu þar sem leitast er viö aö gera vinnuaðstööu öku- manns þá bestu sem fáanleg er. „Meðal nýjunga í Nissan Almera er innbyggður skjár í mælaborði sem er stjómstöð fyrir útvarp, geislaspilara og miðstöð sem er sjálfvirk. Allar að- gerðir á skjánum em mjög einfaldar aflestrar sem tryggir aö lágmarks- tími fer í stillingar til að tryggja há- marksathygli ökumanns í akstri. Einnig em allar helstu aðgerðir á út- varpi og aksturstölvu í fjarstýringu í stýrinu. öryggisbúnaður er ekki heldur skorinn viö nögl en staðal- búnaöur í öllum Nissan Almera em fjórir öryggispúðar, auk höfuðpúða og þriggja punkta öryggisbelta í öll- um sætum,“ sagði Ragnar. Opið verð- ur hjá Ingvari Helgasyni hf. frá kl. 12 til 16 i dag og verður boðið upp á reynsluakstur á staðnum. Helcjo rbloö DV VW Touareg fyrst kynntur á Islandi Heklu hefur tekist að fá Volkswagen Touareg til landsins og mun frumsýna gripinn föstudag- inn 1. nóvember. Hekla verður þar með fyrsta Volkswagen-umboðið í heiminum til að kynna Touareg. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningar- og blaðafulltrúa Heklu, er tilefnið fyrir þessum mikla heiðri 50 ára afmæli Volkswagen á íslandi. Frá Volkswagen kemur meðal annars sendinefnd sem mun verða við formlega opnun á nýjum sýningarsal Volkswagen i Heklu- húsinu. „Við höfum fengið margar pantanir í Touareg en bílarnir koma til okkar í vor,“ segir Jón Trausti. Touareg kemur á markað- inn í byrjun með 3,2 lítra V6 bens- ínvél og 5 lítra VIO TDI dísilvél. V6 vélin gefur 220 hö. og skilar allt að 305 Nm snúningsvægi; VIO TDI gef- ur 313 hö. og nær allt að 750 Nm snúningsvægi. „Við gemm ráð fyr- ir að Touareg með V6 220 hestafla bensínvél muni kosta fimm og hálfa milljón króna en Touareg með VIO 313 hestafla dísilvél mun kosta um átta milljónir króna,“ segir Jón Trausti. -NG Volvo XC90 jeppi árs- ins hjá Motor Trend „Þetta er jeppi með samvisku," var aðalinntakið í grein Motor Trend um val þeirra á jeppa ársins vestan Atlantsála sem sagt var frá í vikunni. Er þar vísað í hinar mörgu öryggisnýjungar sem em enn mikil- vægari en áður í kjölfar umræðu um falskt öryggi jeppa en Volvo tek- ur sérstaklega á helstu áhættuþátt- unum sem eru árekstur við minni fólksbíla og hætta á veltu. Motor Trend prófaði alls 14 jeppa og til þess að komast í prófið urðu þeir að vera annaðhvort alveg nýir eða verulega breyttir fyrir sölu á árinu 2003. Motor Trend sagði einnig um XC90: „Enginn annar jeppi hefur breytt jafnmiklu í þessum flokki bíla. Hann hefur aksturseiginleika fólksbíls, dráttargetu eins og pall- bíll, hæfileika til utanvegaaksturs eins og öflugustu jeppar og hefur rými og sæti fyrir 7 eins og stærsti fjölnotabíll." Volvo XC90 mun kosta frá 5.490.000 til 5.990.000 kr. Að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brim- borgar, mun aðeins fást takmarkað magn á næsta ári vegna mikillar eft- irspumar um allan heim. „Þegar hafa verið seldir 16 bílar hér á landi en von er á fyrstu bílum í janúar 2003,“ sagði Egill. Yfirbygging XC90 er búin svokölluðu Boron stáli sem þolir yfir 30 tonna álag án þess að leggjast saman. Japan 7 - Þýskaland 0 JD Power framkvæmdi á dögun- um áreiðanleikakönnun sína á nýj- um bílum í fyrsta skipti í Þýska- landi. Þótt þýskir bílar hafi hingað til verið þekktir fyrir gæði og áreið- anleika eru samt þýskir ökumenn ánægðastir bak við stýrið á japönskum bílum, ef marka má nið- urstöður JD Power. Könnunin, sem náði til 15.000 bíleigenda, sýndi að japanskir bílar vom i efstu sætum í öllum sjö flokkum sem spurt var út í. Árangur Toyota var sérstaklega athyglisverður en þeir bílar voru i efsta sæti í öllum flokki nema ein- um. Svona til að strá salti í sárin hjá þýska bílaiðnaðinum var það svo Nissan Maxima sem varð efstur í flokki lúxusbíla. Niðurstöður þessar endurspegla útkomu JD Power S öðrum löndum eins og Bretlandi og Bandarikjunum þar sem japanskir bílar hafa fengið svipaða útkomu. -NG Suzuki Baleno Skr. 5/99, e Verð kr. £ Toyota Corolla Touring, skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 1340 þús. Nissan Terrano II 2,4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 þus. Verð kr. 2280 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---¥/M—i-----------1 SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunní 17, stmf 568-5100 Suzukl Grand Vitara, 3 d., ssk* Skr. 5/01, ek". 12 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Vitara JLX, 5d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þ s. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Vitara dísil TDI, ssk. Skr. 6/97, ek. 196 þ s. Verð kr. 850 þus. ny. Skr. 6/02, ek. Verðkr. 1480 ’lymouth Voyager, ssk. Skr. 7/97, ek. 87 þús. Verð kr. 1250 þús. Galloper 2,5, Skr. 9/99, ek. Verðkr. 1490 I 4U-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.