Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 11
LAUQARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 11 Pöntuð skelfing LAUGARDAGSPISTILL Jónas Haraldsson I aöstoóarritsljóri-jharQdv.is „Amma, amrna!" öskraði yngri sonur minn, „af hverju keyptirðu ekki sumarhús á Skagaströnd?" Svo féll hann veinandi niður, lóðrétt tugi metra. Lendingin var sem bet- ur fer mjúk svo strákurinn lifði hremmingamar af. Hann hafði sjálfviljugur sest í stól skelfing- arapparats í stómm skemmtigarði sunnarlega á Spáni. Amma var hvergi nálæg en hún á hús í grennd við skemmtigarðinn, hús sem gott er að heimsækja. Því er óhætt að fullyrða að almennt sé vinsælla innan fjölskyldunnar að skreppa þangað en til Skagastrandar, með fullri virðingu þó íyrir þeim ágæta stað. í fimmtíu eða sextíu metra hæð, hangandi í stól á súlunni, varð piltinum hins vegar ekki um sel, svo vægt sé til orða tekið. Þá, og að- eins þá, óskaði hann þess heitt og innilega að amma hefði valið sér hús fjarri þessum freistingum og ógnum. Slíkan skemmtigarð er nefnijega ekki að finna á Skaga- strönd. Þar er hvorki háskasúla, með lóðréttu falli, né rússíbanar af aðskiljanlegum gerðum. Sjálfsagt getur maður líka orðið hræddur á Skagaströnd en þá af öðrum ástæð- Annar ógnvænlegur Fæturnir titruðu undir stráknum þegar hann staulaðist úr græjunni. Systur hans, sem líka prófuðu, báru sig eftir atvikum. Sú yngri var þó brattari. Sjokk var ekki að sjá á sam- býlismanni þeirrar eldri. Hann fór einnig bununa en ósagt skal hvaða hræringar bærðust innra með hon- um. Við foreldrarnir héldum okkur á jörðu niðri, ég undir því yfirskini að ég þyrfti að festa ósköpin á mynd. „Eigum við að fara næst í þann gula?“ hrópuðu afkvæmin hvert í kapp við annað um leið og þau náðu andanum. Gleymd var skelf- ing súlunnar en við blasti ógnvæn- legur rússíbani, gulur og rauður að lit. Skrækir farþega banans mynd- uðu samfelldan hávaða. Hver ein- asti maður öskraði sig hásan, enda var reiðin hrikaleg tilsýndar. Rússí- baninn þaut áfram á ógnarhraða, ýmist út eða suður, upp og niður brekkur, í hringi og með sérkenni- legu lagi í kringum sjálfan sig. Far- þegarnir sátu ekki í vögnum heldur löfðu ganglimirnir niður úr ein- hvers konar stólum. Agndofa áhorfendur bjuggust við aflimun þá og þegar en allir stigu heilir út. Okkar fólk þaut í biðröðina, sem blessunarlega var stutt þennan daginn, festi sig í banann og lét hræða úr sér líftöruna, aftur og ný- búin. Hvíslandi sæla „Mamma, komdu með," hróp- uðu þau þegar þau komu aftur til okkar, „þessi er æðislegur. Þú finn- ur ekkert fyrir honum. Hausinn á manni er meira að segja festur með púðum svo hann dinglar ekkert." Móðirin var í vafa. Hún hafði áður látið eftir börnum sínum að fara í annan rússíbana. Sá var hrikalegur tilsýndar, byggður á trégrind. Of- sagt er að hún hafi verið úr lagi gengin eftir hraðferðina en höfuð- verk fékk hún. Krakkarnir reyndu Skelfingarópin voru samfelld frá upphafi til enda hraðferðarinnar í þeim rauðgula, enda vissi hún ekki hvort upp sneri eða niður. Þrauta- lendingin var að loka augunum, halda fast og vona að ósköpunum linnti bráðlega. ekki við föður sinn. Ég hafði farið með þeim í minnsta rússíbanann og rólu nokkra. „Iss,“ sögðu krakk- arnir, „þetta er bara fyrir smábörn.“ Eftir það strækaði ég á frekari æf- ingar. „Einhver verður að passa töskurnar og myndavélarnar," sagði ég þótt vitað væri að þau rök héldu ekki. „Mamma, mamma, láttu vaða,“ ítrekuðu krakkarnir eins og það væri sjálfsagt að leggja þessi ósköp á móðurina. Hún stóðst ekki frýj- unarorðin og fór með. Konan var raddlaus þegar hún kom til baka. Skelfingarópin voru samfelld frá upphafi til enda hraðferðarinnar í þeim rauðgula, enda vissi hún ekki hvort upp sneri eða niður. Þrauta- lendingin var að loka augunum, halda fast og vona að ósköpunum linnti bráðlega. Ekki að raddleysið skipti miklu máli. Hún kom hvort eð er ekki upp orði eftir þessa ógn- arreynslu. Eiginkona mín hvíslaði það sem eftir var dagsins. Samt var hún sæl með sjálfa sig. Hún hafði tekið áhættuna og sigrast á óttan- um. Það var meira en hægt var að segja um eiginmannstuskuna sem aðeins þorði í barnarússíbanann og róluna. Firring nútímamannsins Um það snýst nefnilega heim- sókn í svona garð; að prófa, taka þátt og láta hræða sig, jafnvel að mörkum skelfingarástands, en sigr- ast um leið á óttanum. Sá sem ekki prófar er heigull, skræfa, aumingi. Krakkarnir sögðu auðvitað ekkert við pabba gamla en hann mátti skilja að frammistaðan væri ekki boðleg. Mamma hafði slegið hon- um við. „Ég hef enga sérstaka þörf fyrir að láta hræða mig,“ sagði ég á heimleiðinni. Ég reyndi að vera spekingslegur í framan. „Heim- sóknir eins og þessar eru ( raun furðulegar," hélt ég áfram. „Við lát- um plokka af okkur stórfé í heilan dag og fyrir hvað erum við að borga, mér er spurn? Fyrir það eitt,“ hélt ég áfram og svaraði eigin spurningu," að láta nánast hræða úr okkur líftóruna. Þetta sýnir best hve nútímamaðurinn er firrtur. Hann er ekki lengur í neinu sam- bandi, hvorki við náttúruna né sjálfan sig. Fyrr á árum reyndu menn á sig, lögðu sig í raunveru- lega hættu, hvort heldur var til sjáv- ar og sveita, og unnu sig út úr vand- anum. Með þeim hætti sigruðust þeir á þeim ótta sem að steðjaði. Núna er öldin önnur. Adrenalín- flæðið í líkamanum er ekki nóg. Þess vegna þurfið þið að leita uppi slíka staði til þess eins að láta hræða ykkur. Svona var þetta ekki í mínu ungdæmi, börnin góð.“ Skagaströnd skárri? „En í ungdæmi mömmu,“ sagði sonur okkar. „Ég veit ekki betur en þið séuð svipað gömul. Hún þorði þó í græjurnar með okkur." Strák- urinn var greinilega búinn að jafna sig á súlufallinu ógurlega. Skaga- strönd var löngu gleymd. Dásemd- ir Spánarstranda tóku hinu norð- lenska byggðarlagi langt fram í huga hans. „Góði pabbi," bætti eldri stelpan við, „þú og þínar fé- lagsfræðilegu skýringar á öllu. Við vorum bara í garðinum til að skemmta okkur. Það em engar duldar skýringar á bak við það. Þetta er ósköp einfalt, sumir þora en aðrir ekki.“ Kannski hefði verið heppilegra, hvað sem lfður dásemdum Spánar- stranda, ef amma hefði splæst í hús á Skagaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.