Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 32
44 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR27.SEPTEMBER2003 Úrfrétta- spegli DV Óður múgur Sophia Hansen var slegin ( andlit og fætur þegar um 200 manns gerðu aðsúg að henni og fylgdarfólki hennar fyrir utan dómsal í Istanbúl í morgun. Fólkið réðst öskrandi á íslenska hópinn í morgun og var meðal annars hrækt á fólkið. Um 50 lögreglumenn urðu að skakka leikinn þegar fólkið var að ganga til réttarhald- anna. DVI september 1992 19 klukkustundir á 2 árum Sophia hefur séð dætur sínar í samtals 19 klukkustundir á síðustu 867 dögum - eða frá 15. júní 1990. Eins og fram hefur komið hefur faðirinn ítrekað virt úrskurð dómara um umgengnisrétt Sophiu að vettugi. DVI október 1992 Börnin étin „Þegar við vorum að gefa skýrslu birt- ist faðir Halims. Þegar hann sá okkur trylltist hann og hvítnaði í framan. Hann opnaði munninn, sagði mér að horfa vel upp í sig og sagði hvað eftir annað: „Ég er búinn að éta stelpurnar". Hann sagði mig vera gleðikonu, ráfandi villihund á götum lstanbul og þræl djöfulsins," sagði < Sophia Hansen við DV í gær eftir að hafa farið í fylgd lögreglu til að fá að sjá dætur sínar við heimili Halims Al. DVíjúll 1993 Hungurverkfall Sophia Hansen fékk ekki að hitta dæt- ur sínar eins og til stóð í gær. Þegar hún kom að heimili Halims A1 til að ná í dæt- ur sínar kom enginn til dyra og beið hún og fylgdarlið hennar fyrir utan í þrjá tíma án árangurs. Sophia er nú staðráðin í að fara í hung- urverkfall, eins og hún hafði lýst yfir, þar sem öil loforð um að hún fái að hitta dæt- urnar eru svikin og mun hún undirbúa það á næstu dögum. DVIágúst 1993 Börnin heim Endurskoðendur hafa farið yfir ráð- stöfunarreikning vegna landssöfnunar- innar Börnin heim. Þar kemur fram að samtals 11,7 milljónir króna hafa verið lagðar á reikninginn frá 2. nóvember 1992. Ráðstöfunarfé þann 6. september var 43 þúsund krónur. Börnin heim skuldar 12—13 milljónir króna í dag, að sögn Sigurðar Péturs. DVloktóber 1993 Hneig niður Sophia liggur nú á Grensásdeild Borg- arspítalans en hún missti máttinn ( öðr- um fætinum á Fimmtudag og hneig niður er hún var á leið til íúndar við blaða- mann DV. í gær kom síðan í ljós að stöðugir bakverkir hennar á síðustu árum hafa stafað af brjósklosi. -Sophia fer líklega í brjósklosaðgerð fljótlega... DVioktóber 1995 97% vilja opinbera aðstoð f Rödd fólksins í DV lýstu 97 prósent yfir stuðningi við opinbera fjárhagsað- stoð við Sophiu. „Ég varð undrandi yfir þessari niður- stöðu en jafnframt hamingjusöm yfir því að fá að vita að þjóðin er á bak við mig. Ég hef hingað til þurft að leita til fólksins í landinu og varla getað neitt annað. Mér finnst ég varla geta ætlast tU þess áfram. En þessi stuðningur ( könnun DV var stórkostlegur og sýnir að það er fylgst með mér. Ég er ekki ein,“ DVíoktóber 1995 Hitti dæturnar Sophia Hansen hitti í gær og í fyrradag dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í íjalla- þorpinu Divrigi (Tyrklandi. Skv. úrskurði hæstaréttar í Ankara á Sophia umgengn- isrétt við dætur sfnar í júlí og ágúst ár hvert en brot varð á umgengnisréttinum á síðasta ári. DVIjúll 1998 Börnin sem komu aldrei aftur í vikunni sem leið kvað Evrópudómstóllinn í Strasbourg upp þann dóm að Sophia Hansen skyldi fá rúmar 8 milljónir í bætur frá tyrkneska ríkinu og það skyldi einnig sjá til þess að hún fengi að hitta dætur sínar tvær í Tyrklandi sam- kvæmt dómsúrskurði. Áfangasigur, sögðu sum- ir, en um hvað snýst þetta mál? DV rifjaði upp helstu atriði þessa sérstæða málareksturs. Það sem kallað er í daglegu tali mál Sophiu Hansen er ein langdregnasta og umtalaðasta forræðisdeila sem hefur komið upp á íslandi. í rauninni er málið ekki flókið og hægt að rekja gang þess í tiltölulega fáum setningum. Sophia Hansen, íslensk kona, giftist tyrk- neskum verslunarmanni, Halim Al. Þau bjuggu saman í allnokkur ár á níunda ára- tugnum og voru búsett á íslandi, þar sem Halim fékkst við verslunarrekstur. Svo kom að því að leiðir þeirra lágu ekki lengur saman og þau skildu eins og fjölmörg önnur íslensk hjón. Þau áttu, þegar þar var komið sögu, tvær dætur, Dagbjörtu Vesile Al, fædda 1981, og Rúnu Ayisegul Al, sem var fædd 1982. Skömmu eftir skilnaðinn flutti Halim Al, fyrrverandi eiginmaður Sophiu, til Tyrklands aftur og hélt þar áfram að stunda verslunar- störf. Sophiu var við skilnaðinn dæmt for- ræði dætranna tveggja, með skilyrðum um umgengni við föðurinn. Það mun síðan hafa verið árið 1990 sem dæturnar tvær, þá átta og níu ára gamlar, fóru til Tyrklands í sumar- heimsókn til föður síns. Þegar þær komu ekki til baka til íslands á tilsettum tíma komust menn fljótlega á snoðir um að faðir þeirra hafði kyrrsett þær í Tyrklandi og kvaðst ætla að ala þær þar upp samkvæmt venjum þar- lendra og eftir þeim siðum sem tíðkast með- al múham.eðstrúarmanna. í kjölfar þessa hófst mikill og langdreginn málarekstur þar sem Sophia Hansen barðist, aðallega í réttarsölum, fýrir því að fá dætur sínar heim til íslands aftur, eða að minnsta kosti fá tækifæri til þess að hitta þær. íslensk- ir dómstólar kváðu upp úrskurði sem studdu málstað hennar en lengsta og tímafrekasta baráttan fór fram fyrir tyrkneskum dómstól- um, þar sem Sophia krafðist þess að fá for- ræði og umgengnisrétt til vara. Heittrúaðir múslímar efndu til mótmæla hundruðum saman fyrir framan dómhúsið, þar sem rétt- arhöldin fóru fram, og veist var með bar- smíðum og formælingum að Sophiu og stuðningsmönnum hennar. Börnin heim Þótt tyrkneskir dómstólar úrskurðuðu um rétt Sophiu til þess að hitta dætur sínar hvað eftir annað varð það ekki til þess að af því yrði. Halim A1 ýmist hunsaði úrskurði dóm- stóla algerlega eða brá á það ráð að flytja dæturnar til afskekkts fjallaþorps í austur- hluta Tyrklands, þar sem öll umgengni við þær var afar erfið nema í augsýn náinna skyldmenna. Á íslandi sýndu menn baráttu Sophíu mik- inn áhuga og á árunum 1992-1994 var hvað eftir annað efnt til safnana henni til styrktar, undir kjörorðinu: Börnin heim. Fjöldi sjálf- boðaliða lagði nótt við dag við hringingar til almennings, fyrirtæki lögðu sitt af mörkum og hljómplata var gefm út til styrktar barátt- unni sem óhætt er að segja að hafi notið þjóðarhylli ( nokkur ár. Samstarfsmaður Sophiu á þessum árum var sambýlismaður hennar, Sigurður Pétur Harðarson, sem var og er snjall skipuleggjandi í almannatengsl- um og var á þessum árum þjóðþekkt persóna sem vinsæll útvarpsmaður. Hann var þá, og er enn, óþreytandi talsmaður Sophiu og and- lit baráttu hennar út á við. Safnanir gengu enda mjög vel á þessum árum og voru upphæðir taldar í tugum millj- óna sem fólk og fýrirtæki létu af hendi rakna. Barátta sem þessi var mjög dýr, með tíðum BlÐUR ENN EFTIR BÖRNUNUM: Sophia Hansen leyfði dætrum sínum að fara til föður síns ÍTyrklandi árið 1990. Þær hafa aldrei komið aftur til fslands. ferðalögum milli fslands og Tyrklands, lang- dvölum þar ytra og ráða þurfti erlenda lög- fræðinga til þess að berjast fyrir málstaðinn. Smátt og smátt dró úr slagkrafti þessarar baráttu og má sjálfsagt telja ýmsar orsakir fyrir því. Prins Póló til Tyrklands Baráttan varð langvinn, án sýnilegs árang- urs svo árum skipti, og sífelld umfjöllun um málið missti með tímanum þann áhrifamátt sem dramatísk uppsetning hafði í fyrstu ljáð því. Á miðjum tíunda áratugnum komust fjölmiðlar, sérstaklega Pressan, í ýmis gögn sem vörðuðu fjármál söfnunarinnar Bömin heim og birtu langar greinar um það sem telja mátti áfátt í þeim efnum. Það er ekki frá- leitt að þjóðin hafi hrokkið örlítið við þegar hún las um Prins Póló kex í hraðsendingum með DHL til Tyrklands, sem kostaði tugi þús- unda, og fleiri dæmi sem bentu til að á köfl- um hefðu verið óskýr skil milli persónulegra fjármála Sigurðar Péturs og Sophiu annars végar og hinnar vonlausu baráttu hins vegar. Sophia sneri málarekstri sfnum að lokum til Evrópudómstólsins í Strasbourg, sem kvað upp þann dóm í síðustu viku að tyrkneska ríkinu bæri að greiða henni rúmlega átta milljónir króna og sjá til þess að hún fengi að hitta dætur sínar. Þessi upphæð er aðeins um tíundi hluti þess sem Sophia fór fram á og hún og Sigurður Pétur hafa síðan sagt í fjöl- miðlum að fjármálastaða þeirra sé afleit þrátt fyrir þennan dóm. Með lögheimili á Túngötu Lengi vel hélt íslenskur almenningur að strax og dætumar Dagbjört og Rúna yrðu sextán ára yrðu þær giftar en samkvæmt tyrk- neskum lögum er það heimilt. Þær hafa verið aldar upp í strangri trú og hafa aldrei komið til íslands síðan sumarið örlagaríka, þegar þær fylgdu föður sínum til Tyrklands. í dag eru þær báðar komnar yflr tvítugt en ekkert hefúr heyrst um giftingar þeirra. Móð- ir þeirra hefur hitt þær nokkrum sinnum, síð- ast í febrúar 2002, og hefur hún lýst því svo í viðtölum að þær séu í nokkurs konar stofu- fangelsi á heimili föður síns. Móðir þeirra hefur sagst munu halda áfram baráttu sinni fyrir eðlilegri umgengni þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki lengur um eiginlega for- ræðisdeilu að ræða. Erfið baráttan hefur tek- ið þungan toll af heilsufari Sophiu sem mun vera með slakara móti. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn og ef til viU rata tveir Tyrkir, sem þrátt fyrir allt eru hálfir fslendingar, aftur heim á skerið þegar stúlkurnar ráða sér sjálfar og aðstæður breytast. Eitt er víst að í stóru húsi á Túngötu 32 er samkvæmt opinberum gögnum lög- heimili Dagbjartar og Rúnu A1 enn í dag og verður eflaust áfram. polli@dv.is/hlh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.