Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DVHELGARBLAL) 49 Helgarhopp í haust og vetur TERRA NOVA Jlsói - 25 ÁRA OG TRAUSTSINS VERB Kaupmannahðfn 42.650ta? á mann I tvíbýli f 2 nætur. Innifaliö erflug, gisting á Comfort Hotel Europa"*, morgunverður, flugvallaskattar og þjónustugjöld öríoiwSS&R London 39.100, á mann I tvibýli i 2 nætur. Innifallð er flug, gisting á Hogartfi***+, morgunverður, flugvallaskattar og þjónustugjöld : tkXUvCáTÍ Stangarhyl 3 • 110Reykjavík • Sími:591 9000 info@terranova,is • Akureyri Sími: 466 1600 TILEFNISLAUST MORÐ: Mikinn óhug setti að saensku þjóðinni þegar Anna Lindh utanríkisráðherra var stungin í verslun (Stokkhólmi 10. september síðastliðinn. Að baki illvirkinu virðist ekki búa annað en hrein og klár illmennska eða hugarórar stórbilaðs manns. t leggja útlitið á minnið. Maður var handtekinn og látið í veðri vaka að hann væri grunaður um morðið. Fjölmiðlar höfðu lítið um hann að segja annað en að hann tengdist nýnasistum. Lög- reglan þagði sem fastast um yfir- heyrslur eða hvaða sönnunargögn_ hún hefði í höndum. Maðurinn va* hafður í gæsluvarðhaldi á meðan fjölsótt minningarathöfn fór fram og fólk þyrptist að hvaðanæva til að leggja blóm við morðstaðinn og votta hinni látnu virðingu sína. Útför Önnu Lindh fór fram í kyrr- þey og voru aðeins nánustu að- standendur og vinir hinnar látnu viðstaddir þá athöfn. Síðastliðinn miðvikudag var grunaða manninum sleppt úr varð- haldi enda var þá fullreynt að hann var ekki morðinginn. Samtímis var annar maður handtekinn og hafðL sá einnig verið grunaður án þess að lögreglan gerði það uppskátt. Líf- sýni, myndband og ef til vill vitnis- burður vitna komu rannsóknar- mönnum á sporið. Þegar þetta er skrifað telur lögreglan fullvíst að hún hafi gómað morðingjann og bíður hann ákæru. Sá grunaði er aðeins 25 ára gam- all, bilaður á geði og háður eiturlyfj- um. Sagt er að eftir morðið hafi hann sótt um að vera lagður inn á geðdeild en verið gerður brottræk- ur. Haft er eftir kunnugum að manninum hafi sérstaklega verið í nöp við fólk sem mikið bæri á í sjón- varpi og fjölmiölum yfirleitt. Kann sú árátta að hafa verið orsök þess að hann réðst á varnarlausa konu í hversdagslegum erindagjörðum ef hann bar þá kennsl á hana. Sé það rétt að eiturlyfjasjúklingur með brenglaðar ranghugmyndir hafi orðið sænska utanríkisráðherr- anum að bana er fráleitt að telja morðið pólitískt eða jafnvel að það hafi beinst sérstciklega að Önnu Lindh. Hún var einfaldlega á röng- um stað á röngum tíma og rangur maður þekkti andlit hennar. herra á götu í Stokkhólmi í febrúar 1986. Palme var dugandi og dáður stjórnmálamaður og var Svíum, sem og öðrum sem til þekktu, harmdauði. Það tók langan tíma fyrir sænsku þjóðina að átta sig á að forsætisráð- herra í opnu lýðræðisríki skyldi hljóta þessi örlög og hvaða öfl stæðu að baki voðaverkinu. Það hefur ekki verið upplýst enn. Þrátt fyrir umfangsmestu rannsókn í af- brotamáli i sögu Svíþjóðar er ekki vitað hvort um pólitískt morð var að ræða, hvort bilaður maður.vann verkið eða jafnvel hvort morðið var framið að yfirlögðu ráði eða hvort það var hreinasta tilviljun að for- sætisráðherrann var á ferð á röng- um stað á röngum tíma eins og ör- lög manna eru gjarnan túlkuð nú á dögum. Palme var að koma úr kvik- myndahúsi í miðborg Stokkhólms ásamt konu sinni, Lisbeth, þegar maður vatt sér upp að honum, skaut umsvifalaust á hann úr skammbyssu og hvarf út í nætur- myrkrið. Ekkjan telur sig hafa borið kennsl á morðingjann og þegar flækingur með vafasama fortíð var handtekinn og grunaður um morð- ið staðhæfði hún að þar væri kom- inn maðurinn sem myrti bónda hennar. En vegna skorts á sönnunum var manninum sleppt. Hann var svo handtekinn aftur síðar og hafður lengi í gæsluvarðhaldi en allt fór á sömu lund og áður; honum var sleppt þar sem ekki voru efni til ákæru. Alls kyns getgátur hafa verið og eru uppi um ástæðuna fyrir morð- inu á forsætisráðherranum og hverjir hafi staðið þar að baki. Arm- ur úr Verkamannaflokki Kúrda lá um hríð undir grun og átti þá ástæðan að vera sú að ekki væri búið nægilega vel að landflótta Kúrdum í Svíþjóð. En haldbærar sannanir hafa ekki fundist og allar kenningar og tilgátur um morðið virðast meira og minna út í hött. Á röngum stað Anna Lindh utanríkisráðherra var, eins og Palme, atkvæðamikil í þjóðlífinu og lét til sín taka á al- þjóðavettvangi. Henni var spáð enn meiri frama á vettvangi stjórn- mála og talin líkleg til að taka við formennsku í Jafnaðarmanna- flokknum og verða þar með forsæt- isráðherraefni flokksins. En þær vonir brugðust og og ferlinum lauk með skjótum og óvæntum hætti. bana ívirkisgröf i Noregi árið 1718. Fullvíst er talið að þar hafi einn af hermönnum hansverið aðverki. Ráðist var á utanríkisráðherrann í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms að áliðnum degi 10. september síðastliðinn. Hún var stungin hnífi og vopninu snúið í sárunum til að valda sem mestum skaða. Læknar fengu ekki við neitt ráðið og hún dó næsta morgun. Sænska þjóðin var sem lömuð eftir þetta fólskulega morð og ekki bætti úr skák að rannsóknin virtist ætla að fara út um þúfur eins og leitin að morðingja Palmes. Eftir ódæðisverkið hljóp tilræðis- maðurinn úf úr versluninni og hvarf. En hann virðist einnig hafa horfið sjónum fjölda fólks sem var í versluninni og varð vitni að morð- inu en fæstir áttuðu sig á hvað væri að gerast og enn síður höfðu þeir rænu á að stöðva árásarmanninn eða yfirleitt að taka eftir honum og Terra Nova-Só! býður upp á spennandi borgarævintýri í vinsælustu borgum Evrópu i haust og vetur. París er heillandi borg, Ijómuð rómantík, menningu og listum. London og Kaupmannahötn eru íslendingum vel kunn, þar sem mannlifsflóran er aðlaðandi og ailir finna sér eitthvað við hæfi. Heillandi heimsborgir með góðri gistiaðstððu biða þín. London - Köben
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.