Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 25
24 DV HELOARBLAÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Hreindýr voru fíutt hingað til lands á síðari hluta átjándu aldar og hafa síðan lifað villt á austanverðu landinu, á svæðinu frá Hornafirði til Langaness. Zeiðar á þeim hófust fljótlega eftir komu þeirra hingað en þó hafa komið tímabil þegar þær hafa verið bannaðar vegna afkomu stofnsins. Á síðari árum hafa nokkur hundruð dýr verið felld árlega og eru veiðarnar háðar ströngum skilyrðum. Talsverður ævintýraljómi þykir vera yfir þessum veiðum enda eru hreindýr einu villtu landspendýrin sem hér bjóðast til veiða og kjötið afþeim dýrmæt villibráð. Hreindýrakjöt er ótrúlega meyrt þrátt fyrir að dýrin noti sína ganglimi til að fíakka um heiðar og fjöll og séu létt í spori. Best er þó að það hangi í viku áður en það er matreitt eða fryst. Nyrst í Skandinavíu og á Grænlandi stundar fólk umfangs- mikinn hreindýrabúskap og stundum fæst hér grænlenskt hreindýrakjöt í búðum. DV-myndir ÞÚK 'M. flBSNQTSIE .\L. HUDKQHAöUM GM8HADJ3H VG M LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HÉL6AR&LAÚ 25 Eyþór hefur hraðar hendur við matreiðsluna. Hér er steik- in komin á pönnuna ásamt hvítlauk, blóðbergi og rós- maríni. Kantarellusveppir eru tiltölu- lega ný tegund í íslenskri flóru sem hefur numið land í botni barrskóga. Hágæðavara að sögn Eyþórs sem hér steik- ir þá upp úr hreinsuðu smjöri og kryddar þá síðan með salti og jurtum. Spennandi að sjá hvernig steikin lítur út að innan eftir að hafa verið í ofninum í 5-6 mínútur. Hún reyndist rauð eins og rós með smákraga í kring. Þannig á hún að vera, að sögn meistarans. Villibráð sem gaman er að bera á borð segir Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari hjá Sigga Hall „Hreindýrakjötið er ekta íslensk villibráð sem gaman er að bera á borð," segir Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari hjá Sigga Hall á Óðinsvéum. Hann segir kjötið eiga að vera rautt en án þess að vera blóðugt þegar það er framreitt og þannig steik galdrar hann fram á fáeinum mínútum. Kjötið kryddar hann með blóðbergi og ber fram með því kantarellusveppi, ættaða vestan af Barðaströnd. Auk þess skellir hann bláberj- um út í sósuna svo að íslenskara getur það varla orðið. Sósa 3 skalotlaukar 6 hvítlauksgeirar 1/2 kanilstöng 4 greinar blóðberg 200 ml portvín 11 soð salt sítrónusafí Hreindýrasteik á spínatbeði með kantarellum, blóðbergi og bláberjum 800 g hreindýrakjötsvöðvi (ftle) blóðberg hvítlaukur rósmarín Kjötið er sett á pönnu ásamt blóðbergi, gróft skornum hvítlauk og rós- maríni. Síðan er smjör sett á pönn- una og því ausið yfir kjötið í steiking- unni sem snúið er allan hringinn og V 2 100 g bláber smjör Blóðbergið er svitað í potti með smáolíu ásamt kanilstönginni. Portvíninu hellt í pottinn og það soðið niður. Síðan er soð- ið látið út í og það soðið niður í um það bil 300 ml. Þá er komið sterkt og mik- ið bragð. Soðið er sigtað og smakkað til með portvíni, salti og sítrónusafa. I lokin er bláberjunum og smávegis smjöri bætt út í til bragð- bætis. Þess má geta að Eyþór notar hreinsað smjör í matargerðina nema við steikingu kjötsins. Svona lýsir hann hreinsuninni: „Maður bræðir smjörið og lætur gromsið setjast en tekur fituna ofan af og þannig þolir hún mun meiri hita en óhreinsuð." steikinni lokað þannig. „Svo þarf að gefa henni um 5-6 mínútur í ofni við 200 gráður og leyfa henni síðan að standa í 4-5 mínútur svo að safinn dreif- ist um hana," segir Eyþór. Spínat er svitað í smjöri á heitri pönnu í um hálfa mínútu, kryddað með salti og pipar og lagt undir steikina á diskinum. Kartöflukaka 6 bökunarkartöflur 500 g hreinsað smjör 1/2 búnt basil salt og pipar Kartöflurnar skrældar og skornar þunnt. Eldaðar í smjörinu í um 7 mínútur. Veiddar upp úr og kryddaðar með salti, pipar og fersku basil. Settar í eldfast mót og farg ofan á til að þær pressist saman og bakaðar í 20 mínútur í ofni. Síðan erú þær kældar með fargi, skornar út og steiktar í smjöri á hverri hlið. Kantarellur kantarellusveppir >; - ; - skalotlaukur steinselja basil . fáfnisgras . salt ogpipar ' SveppítyúrU; ;.., eru hreinsaðjtv.þg í neðsti f fótar skorinn' f af. Skornir fallega og steiktir upp úr hreins- uðu ... . 9i smjori, kryddaðir með salti og pip - ar, smátt skornum skalotlauk og blöndu úr íslenskum krydd jurtum. Gæðavín beggja vegna Andesfjalla er val Ómars S. Gíslasonar hjá Rafkóp-Samvirki Víngerð í Argentínu á sér langa sögu en hefur fyrst hafið sig til vegs og virðingar á allra síðustu árum. Sagt er að fyrsta vín- við Argentínu hafi verið plantað af evr- ópskum innflytjendum á miðri sextándu öld en síðan hefúr mikið vatn runnið til sjávar. í dag getur Argentína státað af að vera fjórða stærsta vfnframleiðsluþjóð heims, á eftir Frakklandi, ítalfu og Spáni. Andstæður í náttúru landsins eru mikil- fenglegar, mikilfenglegri en hjá öðrum vínþjóðum. Snævi þaktir tinciar eru í suðri og frumskógar í norðaustri. Alta Vista er ekki bara leitarvefur á Netinu heldur er um að ræða afar margrómaða vínframleiðslu í Argentínu. Alta Vista- vínin koma frá Mendoza-héraðinu í Argentínu sem er við rætur Andesfjalla, í yfir 850 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessi vín eru hugarfóstur hins virta franska Bordeaux-vínframleiðanda. Jean-Michel Arcaute hefur tvfvegis verið valinn „Wine Maker of the Year“, eða vínframleiðandi ársins. Margrómuð frönsk vínhefð, frá- bært loftslag og einstök ræktunarskilyrði í Argentfnu gefa af sér einstök vín sem búa yfir sterkum einkennum. Vínið sem Ómar S. Gíslason hjá Rafkóp-Samvirki velur með hreindýrasteikinni er framleitt úr Malbec-þrúgunni sem hvergi hefur náð verulegri fótfestu nema í Argentínu. Þar er hún ein mikilvægasta þrúga lands- ins. Malbec hefúr notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin tvö ár. Alta Vista Malbec Premium er mikið vín, tilbúið til neyslu en þolir meiri geymslu. Ilmurinn er vel opinn, þéttur og þroskaður. Vínið er bragðmikið og hæfir sérlega vel íslenskri villibráð, ekki síst lambakjöti, hreindýri og rjúpu. Vínið gef- ur góða fyllingu í munni og hefur mjúk tannín sem leika við tunguna. Alta Vista Malbec Premium fæst í ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu og kostar 1.440 krónur. Vín frá Chile hafa löngum verið vinsæl hér á landi og framboð gott. Jarðvegurinn og loftslagið er sérstaklega gott og með réttri kunnáttu og vakandi augum má framleiða vín í hæsta gæðaflokki. De Martino er ítölsk vfngerðarfjölskylda sem hóf víngerð í Chile fyrir 60 árum. Maipo- dalurinn varð fyrir valinu sökum hag- stæðra aðstæðna. De Martino gat við- haldið ítölskum hefðum og þekkingu í nýjum heimkynnum og framleitt gæða- vín. De Martino-vínin hafa hlotið lof gagnrýnenda en nýjasta rósin í hnappa- gatið var útnefning sem víngerð ársins í Chile af „Chilean Wine Guide 2003". De Martino var einnig mest verðlaunaða víngerð Chile á sýningunni „London Wine Fair 2003!“ Vínið sem Ómar velur með hreindýrakjötinu, De Martino Merlot Reserva, er úr Merlot-þrúgunni og steinliggur með villibráðinni. Þetta er glæsilegur fulltrúi vína frá Chile, fallega rautt að lit og ilmar af þroskuðum ávöxt- um, kirsuberjum og súkkulaði. Það er bragðmikið í munni, hefúr þroskuð og mjúk tannín og finna má einstakt samspil eikar og ávaxta. Vínið er best að drekka 18-20 gráða heitt, undir íslenskum stofu- hita. De Martino Merlot Reserva fæst í ÁTVR í Kringlunni og Heiðrúnu og kostar 1.450 krónur. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.