Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 DV HELGARBLAÐ 27 og hálftrölla ÍÞórisdal heitir Prestahnúkur; þangað stefnum við. Það er hægt að aka greiðfæra jeppaslóða af Kaldadalsvegi í átt að Þórisjökli og síðan norður með honum langleiðina að Presta- hnúk þótt slóðin blasi ekki við allan tímann. Hér verður lýst skemmtilegri gönguferð sem var farin sumarið 2001 og fólst í því sér- viskulega verkefni að ganga hringinn í kring- um Þórisjökul og fara þar með um þennan dularfulla dal. Sofið undir Prestahnúk Við skildum bílinn eftir við rætur Þórisjök- uls mitt á milli Oks og jökulsins og gengum undir hlíðum Þórisjökuls til norðurs, um það bil 6 kílómetra, uns við stóðum undir rótum Prestahnúks. Leiðin lá að mestu eftir sléttum melum og áreyrum en yfir gnæfði hvítt hvel Þórisjökuls. Fram undan breiddu víðáttu- miklir sandar úr sér til norðurs og eftir þeim læddist lygnt vatn en hér eru á ferðinni upp- tök Geitár sem fellur í Borgarfjörð og í Hvítá, rétt við Húsafell. Við hófum gönguna síðla dags og eftir tveggja tíma göngu slógum við tjöldum á grýttri eyri undir Prestahnúk, ekki langt frá tungu sem teygir sig úr Þórisjökli. I austri gnæfði Vesturhryggur sem lokar Þórisdal að vestan en á hryggnum eru nokkrir tindar sem ná næstum 1.000 metra hæð og tveir þeirra rúmlega það. Næst Þórisjökli er Hellishöfði, kenndur við Þórishelli sem þar er að finna. Síðan kemur Helgatindur en milli hans og Þórishöfða er Gönguskarð en um það liggur leiðin í Þórisdal. Síðan er Móskarð milli Þór- ishöfða og Mófells og Efstaskarð milli Mófells og Geitlandsjökuls. Við vöknuðum eldsnemma næsta morgun, tókum upp búðir vorar og gengum eftir átta- vita áleiðis í Gönguskarð. Það mótaði sums staðar fyrir slóð í brekkunum og eina og eina stiku sáum við sem virtist leiða okkur í Gönguskarð. Það var sólskin og hægur vindur og laugardagur um verslunarmannahelgi. Einhvers staðar niðri í byggð var fólk að fara að sofa eftir vel heppnaða byrjun á mestu gleðihelgi ársins. Útilegumannahellir finnst Eftir klukkustundar gang stóðum við blásandi í Gönguskarði í um 800 metra hæð. Þórisdalur blasti við, innilokaður milli jökul- tungna og móbergshjalla. Allstórt vatn er í dalnum, sem mun vera nafnlaust, en ekki er það fiskilegt heldur grænleitt jökulvatn að.sjá og mun vera í 730 metra hæð yfir sjó. Snar- brattar hlíðar liggja að vatninu að norðan og sunnan en Austurhryggur lokar dalnum að mestu að austan. Talsverð jökultunga skríður niður á milli Austurhryggs og Hellishöfða og nær næstum niður á dalbotn. Það er erfitt að lýsa með orðum tilfinningunni sem fylgir því að vera staddur á stað eins og þessum í fögru veðri. Við lögðum bakpokana af okkur þar sem hæst ber í skarðinu og gengum til suðurs upp brattan hrygg áleiðis upp á Hellishöfða. Það er svolítið príl að komast alla leið en þegar upp er komið stendur göngumaður á sléttu klettahöfði og við blasir hvel Þórisjökuls sem hvolfist eins og skjöldur yfir fjallið. í vestri blikar á Ok og Prestahnúkur logaði í sólinni með sín gulhvítu líparíthvel. Það er auðvelt að finna Þórishelli í norðurbrún Hellishöfða en ekki sýnist það vera hentugur útilegu- mannabústaður því að þak hans er mikið til hrunið og hefur ef til vill verið svo lengi. En það er sérstök tilfinning að sitja í hellinum og horfa yfir Þórisdal og reyna að hugsa eins og útilegumenn. Þeir hafa sennilega ekki verið í flísfatnaði og goretex. Þegar við komum niður í skarðið aftur og öxluðum pokana tók við ganga niður bratta hlíð með jökultungunni sem liggur að botni Þórisdals. Hún er slétt og greiðfær og liggur beinast við að ganga eftir henni til að komast yfir að Austurhrygg. Síðan liggur leiðin eftir hryggnum meðfram vatninu allt þar til kom- ið er nálægt austurenda hryggjarins. Þar er best að snúa til suðurs og finna góða leið nið- ur af hryggnufn en sunnan hans blasir við stórt, grunnt vatn sem liggur upp undir jökul- inn og teygir sig til suðurs í áttina að þvf sem heita Skersli. Undir Austurhryggnum leynast undarleg jökullón við vatnið og margt er að skoða á nokkuð greiðfærri leið. Við kusum að fara niður af hryggnum og stefna til suðurs, nokkuð hátt yfir vatninu. Tilgangurinn var sá að krækja fyrir jökulkvísl sem kemur undan Þórisjökli með því að fara upp á jökulinn sem reyndist auðvelt. Hitt hefði reyndar einnig verið auðvelt að vaða kvíslina því að hún er ekki vatnsmikil. Áfram kringum jökulinn Síðan lá leið okkar með fram bröttum hlíð- um Þórisjökuls með fram vatninu á sléttum eyrum og eini farartálminn sem á vegi okkar varð voru nokkrir jökullitaðir lækir sem sull- uðust fram úr gilskorningum en engan þeirra þurfti að vaða. Við stefndum alltaf til suðurs og þegar við komum seinnipart dags fyrir hornið á Þór- isjökli, ef svo má að orði komast, þræddum við skarð milli Stóra-Björnsfells og jökulsins, inn í lítinn dal sem þar leynist. Síðan klifruð- um við upp úr honum með fram dálítilli á sem kemur þar niður, rétt undir jöklinum, og settum nú stefnuna beint í vestur aftur. A þessari leið sáum við hvergi slóð og urðum að velja okkur leið eftir því sem hentugast þótti og tókst misjafnlega vel eins og gengur. Það voru þreyttir ferðalangar sem komu um kvöldmatarleytið að vatni einu sem ég veit ekki hvort ber nafn en leynist ofan í lægð milli Þórisjökuls og lágrar tindaraðar sunnan við hann sem nefnist Hrúðurkarlar. Vatnið getur mín vegna heitið Hrúðurkarlavatn en á sléttri sandeyri við lítinn læk var afar gott að slá tjöldum eftir langan og strangan dag í sól- skini og vindi á ferð um ókunnar slóðir. Daginn eftir, sem var þá strangt tekið þriðji dagur ferðalagsins, bar fátt til tíðinda utan þess hvað veðrið var enn gott. Frá tjaldstaðn- um við vatnið og að bifreið vorri sem beið þolinmóð íyrir vestan jökulinn reyndist vera um fjögurra tíma gangur svo að það var laust eftir hádegi á frídegi verslunarmanna sem ánægðir ferðalangar luku hringgöngunni um Þórisjökul. Dvalarstaður Grettis Fyrr á öldum gengu miklar sagnir um Þór- isdal, eða Áradal eins og hann var einnig nefndur, og var hann talinn bústaður úti- legumanna. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá Þóri sem bjó í Þórisdal en hafði áður búið f Þóristindi við Þórisvatn sem eru hvort tveggja þekkt örnefni austur við Tungnaá og við Sigöldu. Helsta heimild manna um búsetu útilegu- manna í Þórisdal er Grettis saga Ásmundar- sonar. Þar segir frá því að eitt sinn á útlegðarárum Grettis hafi hann gengið eftir leiðsögn Hall- mundar, vinar síns, upp á Geitlandsjökul og þaðan í landsuður og komið þar að hann fann dal einn vænan í jöklinum, „Iangan og heldur mjóan, og lukt að jöklum öllu megin, svo að þeir skúttu fram yflr dalinn". Þegar Grettir gekk niður í dalinn fann hann þar ágæta landkosti sem svo er lýst í sögunni: ,,[H]ann sá þá fagrar hlíðar grasi vaxnar og smákjörr, þar voru hverar, og þótti honum sem jarðhitar myndu valda að eigi luktust saman jöklarnir yfir dalnum. Á lítil féll eftir dalnum og sléttar eyrar báðum megin. Lítill var þar sólargangur." Grettir gerði sér bækistöð í þessum gróður- sæla dal, reisti sér skála og dvaldist þar um hríð. Þar gekk sauðfé sjálfala og var vænna að miklum mun en annars staðar þekktist. Það skar Grettir sterki eftir hendinni og er sér- staklega getið samskipta hans við mókollótta á sem kom á þak hans hverja nótt og jarmaði ógurlega eftir að hann hafði skorið dilk henn- ar og étið. Ekki var Grettir einn í dalnum góða sam- kvæmt sögunni því að þar bjó Þórir nokkur sem var hálfur maður og hálfur þurs. Hann átti tvær dætur sem Grettir hafði nokkurn fé- lagsskap af um veturinn og er sagt að þær hafi tekið því vel „því þar var eigi marg- kvæmt". Grettir undi illa vistinni í dalnum vegna fá- mennisins og hvarf þaðan eftir einn vetur. Sagt er að hann hafi gengið til suðurs og allt til Skjaldbreiðar en við norðanvert fjallið reisti hann upp hellu og klappaði skoru í brúnina og sagði „ef maður legði auga sitt við raufina á hellunni, að þá mætti sjá í gil það sem fellur úr Þórisdal". Enginn maður á okkar dögum þekkir nú þetta leiðarmerki Grettis en án efa hefur þessi frásögn Grettis sögu orðið til þess að orðstír dalsins sem útilegumannabústaðar hélt velli um aldir. Engin merki sjást um jarð- hita í Þórisdal eða neitt af þeim landkostum sem lýst er í Grettlu en vel má vera að land og NIÐURSNEITT GRJÓT: Móberg skorið í nokkuð tröllslegar sneiðar af völdum vatns og vinda í Austurhrygg við Þór- isdal. KRÆKT PfRIR KVÍSLAR: Göngumaður krækir fyrir litla jökulkvísl sem fellur undan Þórisjökli. náttúra hafi breyst mikið með sveiflum í veð- urfari. í Áradalsóði eftir Jón Guðmundsson lærða, sem líklega var ortur seint á sextándu öld, segir: Væri’ ég einn sauðurinn í hlíðum skyldi ég renna í Áradal, forða hríðum, forða mér við hríðum. í kvæðinu er Áradal, eða Þórisdal, lýst fag- urlega og segir þar meðal annars: Af því kallast Áradalur oft hefur sést þar breytinn halur, mjúklendur og mætur dalur mjög svo undir hlíðum. Blendingar hafa búið þar með býsna stórt og feitt er féð ævintýrin oft hafa skeð með ýmsum bragar smíðum. Augljóslega er Jón lærði hér að yrkja um lýsingar og atburði Grettis sögu þótt hann noti ekki sama nafn á dalnum og þar er gert. Prestar á ferð Það sem gerir Þórisdal nokkuð sérstakan er að sumarið 1664 gerðu tveir prestar, Helgi Grímsson og Björn Stefánsson, sérstakan leiðangur til þess að rannsaka dalinn og má heita undarlegt uppátæki á þeim tímum, þegar fjallaferðir voru almennt ekki tíðkaðar í þessu skyni og trú á útilegumenn var viður- kennd og lifandi í landinu. Þeir fóru um Þór- isdal og hafa báðir lýst ferðalagi sínu í hand- ritum sem hægt er að skoða á söfnum og víða í lýsingum er vitnað til þeirra. Má ráða af frá- sögn þeirra að ferð þeirra hafi verið hin mesta svaðilför þar sem þeir þurftu að stökkva yfir jökulsprungur, kafa ófærð og vaða vötn. Enga fundu þeir útilegumenn en ráða má af frásögn þeirra að þeir hafi verið al- búnir að ná fundi þeirra og reiknað með að boða þeim kristna trú þegar í stað. KLAKKURINN: Á leið niður af Austurhrygg er útsýni yfir austasta hluta Þórisdals. Þarna stendur Klakkur upp úr Langjökli og kvíslarfalla áleiðis i stöðuvatn sunnan Austurhryggs. DV-myndir Páll Ásgeir Ásgeirs- son. Það gefur ferðum alltaf aukið gildi að vera vel undirbúinn og lesinn af ítarefni áður en lagt er af stað og má segja að það sé hluti af nauðsynlegum undirbúningi sjálfstæðra ferðalanga. Þess vegna er rétt að ljúka grein- inni með því að benda á kver sem heitir Þór- isdalur og ferð prestanna 1664 eftir Eystein Sigurðsson sem Ferðafélag fslands gaf út 1997 og reyndist vel bæði við undirbúning þeirrar ferðar sem hér er lýst og einnig við samningu greinarinnar. polli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.