Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 38
38 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV Flosi og Lilja segja ósköpin öll af alls konar sambúðarsögum sínum í bók sem selst eins og heitar lummur. Rosalega happf „Ég varð alveg hugfanginn og lík- lega breyttist ég i hálfgerða kerlingu. Varð miklu mýkri maður en áður var," segir Flosi Ólafsson. Claður á gáðri stund ásamt Lilju Margeirsdóttur konu sinni. Fyrir þúsund árum eða svo gerð- ust þeir atburðir sem í annála voru fæðir, þegar karl og kerling riðu á Alþing. í vikunni bar svo til tíðinda í Reykjavíkurborg að í kaupstaðar- ferð komu hjón ofan úr Borgar- fjarðardölum, þá til þess að segja alþjóð sögur úr sambúð sinni. Ekki síst öðrum til eftirbreytni; svo far- sælar telja þau rúmlega fimmtíu ára samvistir sínar vera. Þetta eru þau Lilja Margeirsdóttir og Flosi Ólafs- son, en um þessar mundir er að j— koma út bókin Ósköpin öll. Kver það hefur að geyma sögur úr sam- búð þeirra - en slitur úr henni hafa áður birst í pistlaskrifum Flosa í gegnum árin. Annað er þó óbirt, svo sem það sem höfundurinn hef- ur fært í dagbók sína eða í tímans rás skrifað á minnismiða, snepla og servíettur. Afsprengi vitundavakningar „Fyrst og fremst er þessi bók grafskrift yfir mína eigin karlrembu sem áður fyrr var svo áberandi þátt- ur í öllu mínu fari. Og nú virðist þessi svanasöngur leiðs lastar held- ur betur hafa slegið í gegn; bókin selst og selst og er komin í efsta sæti metsölulistans. Hannes Hólm- ~ steinn er hins vegar í 10. sæti og af því má glögglega sjá hvort vekur nú meiri athygli og áhuga alþjóðar; karlremban eða Kiljan,“ segir Flosi og hlær. Það var upp úr miðri tuttugustu öldinni sem hugtakið karlremba varð fyrst til og er að mati Flosa lík- lega afsprengi þeirrar vitundarvakn- ingar sem þá varð meðal kvenna þegar þær fóru að bera sig saman við karlana í flestu tilliti. „Ég varð alveg hugfanginn af þessu og líklega breyttist ég í hálf- gerða kerlingu. Varð miklu mýkri maður en áður var,“ segir Flosi. Þættir úr ævisögu Það er forlagið Skrudda sem gef- ur út Ósköpin öll. Flosi segist fyrst í stað hafa verið næsta tregur til þess- arar útgáfu, en um síðir látið til leið- ast. ívar Gissurarson útgefandi hafi verið búinn að finna margt bitastætt efni til í bókina, svo sem úr Þjóð- viljapistlunum vi'ðfrægu sem Flosi skrifaði um langt árabil og gáfu oft glögga innsýn í sambúð þeirra Lilju. „Sumu af þessi var ég hreinlega búinn að gleyma en síðar rifjaðist þetta allt upp við nánari umhugs- un," segir Flosi. Hann segir útgef- endur á stundum hafa ámálgað við sig að skrifa ævisögu sína, en hann verið tregur til. Komi þar margt til. Hins vegar megi líta svo á aðþessi sambúðarsaga og bókin Úr kvos- inni, sem kom út fyrir um tuttugu árum og hafði að geyma kafla úr skrautlegri ævi Flosa, séu hvor um sig ævisaga sín; þótt um afmarkaða þætti úr lífinu fjalli. Óskaplega skrípó í bókum sem fjalla um fyrri tíð - og eru stundum kenndar við neftó- baksfræði - er gjaman komist svo að orði að konur hafi búið mönnum sínum fallegt heimili. Lilja Margeirs- dóttir skemmtir sér vel yfir þessari klisju og kveðst sjálf ekki vilja fá slíkt hrós. „I femínisma nútímans hljóm- ar þetta óskaplega skrípó. Hjónin í nútímanum móta sitt heimili í sam- einingu, búa hvort öðru fallegt heimili. Hvort okkar heimili er fal- legt er auðvitað algjört smekksatriði. Ég get þó upplýst að við eigum gott rúm sem er tveir metrar á hvern kant og það skiptir nú ekki litlu á okkar heimili," segir Lilja. Frásagnargleði á reykvísku Flosi hefur á bók látið þau orð falla að móðurmálskennsla í ísiensk- um skólum hafi yfirleitt verið mikil mistakasaga. Um of hafi verið lögð áhersla á málfræðistagl í stað þess að virkja þann sköpunarkraft sem í hverjum skrifandi manni búi þ.e. frásagnargleðina sem Flosi hefur sjálfur svo ríkulega. En íslenskan skiptir auðvitað alltaf máli og því segur höfundurinn að ærlega hafi glatt sig á dögunum þegar hann fékk bréf frá systur sinni sem búsett er suður í Ástralíu. Sagði hún bókina vel skrifaða og það á ágætri reyk- vísku. „Ég viðurkenni að sú mállýska er mér töm. Ég bjó fram undir sextugt í Kvosinni, í miðbænum eins og víst væri sagt á reykvísku. Veit því að þar er talað allt annað mál en austur í ölfusi eða uppi í Borgarfiröi," segir Flosi en þar efra hafa þau Lilja nú búið síðasta áratuginn - og rúmlega það. „Fyrst og fremst er þessi bók grafskrift yfir mína eigin kari- rembu sem áður fyrr varsvo áberandi þátt- ur / öllu mínu fari. Og nú virðist þessi svana- söngur leiðs lastar heldur betur hafa slegið í gegn." Rosalega happí Á bókarkápu Óskapanna allra segir að bókin sú þyrfti helst að eiga sér samastað á náttborðinu, þar sem svo margir eru nú farnir að hafa til- tækar sjálfshjálparbækur ýmiss kon- ar - sem ýmist er kenndar við guðs- orð, sporin tólf eða hollustu og ham- ingju. Og svo kann að fara, því bókin hefitr runnið út eins og heitar lummur og verður væntanlega á náttborði margra yfir hátíðarnar og væntanlega lengur. „Það gleður mitt gamla hjarta að bókin hefur selst vel. Kannski vegna þess að hún hefur spurst vel út. Þeg- ar ég var kynningarstjóri Þjóðleik- hússins fyrir mörgum áratugum lærði ég að auglýsingar skipta ekki öllu, miklu frekar hvernig leikverk spyrst út. Vonandi gildir það sama um bókina mína núna. Ekkert jafn- ast á við almannaróminn. Enn þá betri auglýsing erum við Lilja þó vonandi sjálf; að þegar og þar sem við förum um bæinn sjái fólk að þessi séu alveg rosalega happí. Sem vissulega er raunin." sigbogi@dv.is r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.