Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 6
6 Dagbla&ið. Föstudagur 26. september 1975. 1 x 2—1 x 2 5. leikvika — leikir 20. sept. 1975. Vinningsröð: xl2 — lxl.— lxl — 112 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 37.000,00: 7004 8424 10698 35382 36181 36542 37517 8023 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 2.100,00: 176 3956 6960 10622 35358+ 36478 37517 178 4619 7038 10834 35383 36516+ 37517 345 4998 7511 11660 35420 36708 37674 + 1658 + 5279 8345 35061 36000 36813 37700 2541 5309 + 9343 35127 36365 36867 37721 + 2637 5826 9424 35189 + 36365 36873 37798+ 2747 6040 9824 35228 36365 37299 37967 + 3929 6517 10075 35312+ 36365 37300 53661F 3949 6654 10143 35326 + nafnlaus F : 10 vikna Kærufrestur er til 13. okt. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kæruey&ublöö fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 5. leikviku verða póstlagðir eftir 14. okt. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir grei&sludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin — REYKJAVtK * & & & & & Lærið að l dansa Eðiilegur þáttur í almennri mennt- un hvers einstaklings ætti að vera að læra að dartsa. Ath.: Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka-afsláttur ef foreldrar eru líka. innrífun stendur. yfir Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík: 20-345, 2-49-59 og 7-44-44 Seltjarnarnes: 8-48-29 Kópavogur: 8-48-29 Hafnarf jörður: 8-48-29 Keflavík: 1690 Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík: 3-61-41 Dansskóli Sigvalda Reykjavík: 8-47-50 Hafnarf jörður: 8-47-50 Akranes: 1630 Borgarnes: 7287 Ballettskóli Eddu Scheving Reykjavík 4-33-50 Ballettskóli Sigríðar Ármann Sími 3-21-53. * & & DANSKENNARASAMBAND ISLANDS <H>0 TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi Stórkostlegt fjallgönguafrek: TVEIR BRETAR KUFU EVEREST SV-MEGIN! Tveir Bretar náðu í fyrrakvöld að klifa Mt. Everest, hæsta fjall veraldar, og eru þeir hinir fyrstu sem klifa fjallið suðvestan megin. Meö því hafa þeir sigrað það sem löngum hefur verið talið „siðasta virkið”. Utanrikisráðuneytið i Nepal skýrði frá þvi' i gærkvöldi, að Dougal Haston og Doug Scott, .veir úr 18 manna hópi, hefðu náð á tindinn, sem er i 8848 metra hæð, eftir tæplega fimm vikna til- raunir. Fimm tilraunir hafa áður verið gerðar til að komast á tindinn upp suðvesturhornið, en allar hafa mistekizt. Þeir Scott og Haston eru fyrstu Bretarnir, sem komast upp á efsta tind Mt. Everest. Þeim hefur borizt mikill fjöldi heillaóskaskeyta frá ýmsum fjallgöngumönnum sem allir hafa lýst mikilli aðdáun sinni á þrek- virki fjallgöngumannanna tveggja. Þeir voru báðir þátttak- endur i tilraun til að klifa fjallið eftir þessari leið fyrir þremur ár- um. Fyrstur til að klifa Mt. Everest var Sir Edmund Hilary árið 1953. BRATTELI HÆTTIR Trygve Bratteli, for- sætisráðherra Noregs, skýrði frá þvi i gær- kvöldi, að hann myndi láta af embætti i janúarbyrjun. Eftirmaður hans verður formaður þing- flokks Verkamanna- flokksins, Odvar Nordili. Ekki er búizt við breytingum á utan- rikis- og öryggismálum Noregs samfara ráð- herraskiptunum, en talið er vist, að rikisstjórnin verði endurskipulögð. Þetta er i fyrsta skipti sem norskur forsætisráðherra til- kynnir fyrirfram, að hann ætli að láta af embætti. Bratteli nefndi enga ástæðu fyrir afsögn sinni. Hann varð forsætisráðherra i marz 1971 en sagði af sér i októ- ber 1972, þegar norska þjóðin hafnaði aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hann tók aftur við embætti forsætisráð- herra i september árið eftir. Verkamannaflokkurinn, sem leiðir minnihlutastjórn, hefur tapað þrennum kosningum i röð undir stjórn Brattelis. Alvar- legasta áfallið varð 1973, þegar flokkurinn tapaði 12þingsætum. Bratteli hefur að undanförnu mætt mikilli gagnrýni, sérstak- lega meðal yngri flokksmanna, sem hafa sótzt eftir yngri manni til að leiða flokkinn til sigurs i þingkosningunum ’77. Tilkynn- ing Brattelis kom ekki á óvart. Trygve Bratteli og eftirmaður hans, Odvar Nordli, fylgjast með talningu atkvæða i byggða- kosningunum fyrir skömmu. /an Smith gagnrýndur á fíokksþinginu — sagði mögulegt, að samstjórn kynþáttanna kœmist á í Ródesíu t upphafi flokksþings Ródesiu- fylkingarinnar, stjórnarflokks landsins, réðst formaður flokks- ins, Des Frost, harkalega gegn Ian Smith forsætisráðherra vegna þeirra ummæla hans, að ef til vill myndi framtið Ródesiu bera i skauti sér samstjórn hvitra manna og svartra. Frost sagði i upphafsræðu sinni, að forsætisráðherrann hefði valdið miklu uppnámi i flokknum þegar hann hefði sagt bandarisk- um sjónvarpsfréttamanni, að ’ samstjórn kynþáttanna væri möguleiki i Ródesiu. ,,Ég vona að forsætisráðherr- ann gefi skýringar á þessari yfir- lýsingu sinni,” sagði flokks- formaðurinn, „þvi hún hefur stór- skaðað álit Ródesiu, ekki aðeins i Afriku, heldur um allan heim.” 1 nærri klukkustundarlangri ræðu á lokuðum fundi i gærkvöldi gerði Smith siðan gagnárás á þá félaga i flokknum sem lagt hafa til að landinu verði skipt i sam- bandsriki aðskilinna fylkja hvitra og svartra. Hann minntist ekki einu orði á þá gagnrýni sem hann varð fyrir vegna sjónvarpsvið- talsins. Sótti lifandi geit berhentur í maga risakyrkislöngu Slöngutem jari nokkur i Gwalior i miðhluta Indlands lagði i gær flautuna á hilluna og notaði berar hendurnar til að ná lifandi geit út úr kjafti risavax- innar kyrkislöngu. Slöngutemjarinn var kallaður til eftir að slangan, sem vegur 40 kiló, réðst á geitina og gleypti hana. Græðgin var þó fullmikil, þvf geitin festist i koki slöng- unnar og afturhlutinn stóð út. — Geitin dó klukkutima siðar en kyrkislangan er á leiðinni dýragarðinn. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.