Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Föstudagur 26. september 1975. 7 Erlendar fréttir Sfvaxandi 200 mflur fylgi við f U.S.A. Lissabon í morgun Hermenn taka fangelsi \ Þúsundir andmælenda, sem i hertekið höfðu herfangelsi i Lissabon, þvinguðu stjórnvöld i morgun til ab láta lausa tvo kommúniska hermenn. Fangelsisstjórinn sá sér þann kost vænstan að láta mennina tvo lausa, eftir að andmælendurnir höfðu sett vegatálmanir á allar götur og aðkomuleiðir. tltvarpsstöðvar i Portúgal hafa i morgun sent út áskoranir til andmælenda, um að taka niöur vega- tálmanirnar. Mikil ólga var I Lissabon I gærkvöldi og nótt. Hámarki náði hún, þegar sprengja sprakk og drap tvo menn. Þúsundir hermanna og borgara þrömmuðu um götur höfuborgarinnar og ögruðu hverfandi völdum herforingj- anna, sem stjórna landinu. Hermennirnir krefjast tafarlausrar brottvikningar allrahægrisinnaöra yfirmanna I hernum ogréttar til að halda fundi eftir eigin geðþótta. Andmælendurnir, sem safnað höfðu með sér álit- legum hópi óbreyttra borgara, héldu siðan til fangelsisins, þar sem mennirnir tveir voru i haldi fyrir að hafa efnt til óeirða fyrr i mánuöinum. Óstaðfestar fregnir um að brynvarðir vagnar hægri- manna væru á leið til fang- elsisins til að dreifa mann- fjöldanum leiddu til þess, að vegatálmanirnar voru settar upp. Oryggislögreglan Copcon sagðist gera allt, sem i hennar valdi stæði, til að verja fangelsið. Þar eru i haldi nokkur hundruð hermenn, sem ákærðir hafa verið fyrir afbrot, og eins nokkrir hátt- settir embættismenn hægri- stjórnarinnar, sem steypt var af stóli I „blómabyltingunni” i fyrra. Viðskiptanefnd öldungadeildar Banda- rikjaþings samþykkti i gærkvöldi frumvarp, sem veitir Bandarikja- stjórnrétt til að lýsa yfir 200 milna fiskveiðilög- sögu. Frumvarpið er áþekkt öðru, sem fiskveiðinefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti nýlega og eins frumvarpi, sem öldungadeildin sam- þykkti á siðasta ári, en er ekki orðið að lögum. Samkvæmt frumvarp- inu munu bandariskir fiskimenn njóta forrétt- inda innan 200 milna markanna. Jafnframt er gert ráð fyrir, að erlend fiskiskip geti nýtt þann afla, sem bandariskir Yamani fastur fyrír TALIN HÆTTA Á KLOFNINGI OPFC Hætta er á klofningi OPEC, samtaka oliuútflutningsrikja, vegna ósamkomulags um hækk- un hráoliuverðs á fundi samtak- anna i Vinarborg. t dag verður reynt til þrautar að komast að samkomulagi um mála- miðlunartillögu, sem liklega hefur i för með sér heildarhækk- un, er nemur 10.000-15.000 milljónum dollara árlega. Oliumálaráðherra Saudi- Arabiu, Sjeik Ahmed Zaki Yam- ani, hefur verið einn sins liðs i kröfugerð um að hækkunin verði alls ekki meiri en 10%. 1 gær flaug Yamani skyndilega til Lundúna, þar sem hann hafði samband við rikisstjóm sina i gegnum sendiráðið þar. Eftir fund með sendiherranum sagði hann við fréttamenn: ,,Ég reikna ekki með að ég sé reiðu- búinn að samþykkja meira en 5% hækkun núna.” Yamani flaug til Vinarborgar aftur i morgun, þar sem fundum verður haldið áfram i dag. 1 fréttum frá Reuter segir, að fundurinn i gær, sem haldinn var áöur en Yamani flaug til Lundúna, hafi verið „storma- samur”. Ekki er talið öruggt að full samstaða náist á OPEC-ráð- stefnunni, og er bent á, að Saudi-Arabia hafi nokkrum sinnum áður fariö eigin leiðir i verðlagningu á oliu sinni. Saudi-Arabia er umsvifa- mesti oliuútflytjandi heims og byggir ekki jafn mikið á oliusölu og önnur aðildarriki OPEC. j SAUDi ARABIA Y&J*'"- ', ] fei i m f Yamani, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu (t.h.) ásamt aðstoðarráöherra sinum, Abdul Asis Turki, á fundi OPEC i Vinarborg. fiskibátar og togarar geta ekki nýtt. Bandariskir sjómenn hafa á undanförnum ár- um kvartað sáran yfir ágangi erlendra fiski- skipaflota, sérstaklega rússneskra og japanskra. Hœgist um í Beirút Tiltölulega kyrrt var i Bei- rút, höfuðborg Libanons, i nótt — i fyrsta skipti i hálfan mán- uð. Þar hafa geisað stöðugir bardagar að undanförnu, þrátt fyrir vopnahlé, sem lýst hefur verið yfir nokkrum sinn- um. Það eru stjórnmálaflokkar, sem berjast i Beirút. Nokkrar sprengingar og skothrið i kjölfar þeirra heyrðust i borginni i nótt, en útvarpið i Beirút skýrði svo frá i morgun, að liðin væri ró- legasta nótt undanfarinna tveggja vikna til þessa. Ástralska stúlkan fékk 3 ár 18 ára stúlka i Newcastle i Astraliu hefur verið dæmd i þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Jafnaldri hennar var dæmdur i 5 ára fangelsi. Ungmennin voru dæmd fyr- ir nauðgun á vinstúlku stúlk- unnar, sem áður hafði komið i kring nauðgun á þeirri dæmdu. Voru þá þrir menn að verki. Sú dæmda, Julie Ann Ball- ard, er vanfær. Dómarinn, t sem kvað upp dóminn, sagði málið hafa verið „óvenjulegt og erfitt”. Hann tók fram við dómsuppkvaðningu, að lág- marksafplánun stúlkunnar skyldi vera hálft ár en piltsins, Stephens Clulows, hálft annað ár. levnisamninaar Kissinaers valda tortrvaqni ÞINGIÐ VILL EKKI SAMÞYKKJA EFTIRLITS- STÖÐVAR í SÍNAÍ Bandariska rikisstjórnin hefur orðið fyrir meiriháttar mótlæti i tilraunum sinum til að vinna stuðning þingsins við áætlunina um að setja upp eftirlitsstöðvar ó- breyttra borgara i Sinai-eyði- mörkinni, eins og kveðið er á um i samkomulagi Egypta og Israels- manna. Utanrikismálanefnd öldunga- deildarinnar hefur krafizt þess, að rikisstjórnin veiti nefndinni allar upplýsingar um væntanleg- ar skuldbindingar Bandarikjanna i sérsamningum hennar við Isra- elsmenn. Stjórnin neitar á þeirri forsendu, að slikt myndi gera henni erfiðara fyrir i mótun og framfylgd stefnu sinnar 1 utan- rikismálum. Hálfrar þriðju klukkustundar fundur nefndarinnar og Kiss- ingers utanrikisráðherra bar engan árangur. „Vandamálið er ekki leyst,” sagði einn nefndar- manna, Frank Church. Hann er I fyrirsvari þeirra, sem krefjast fullrar birtingar allra samkomu- lagshlutanna. Nokkrum klukkustundum áður hafði Ford forseti varað leiðandi þingmenn við þvi, að frekari tafir á staðfestingu bandarlsku eftir- litstöðvanna i Sinai gætu haft skaðleg áhrif á samkomulagið, sem Kissinger stóð fyrir. Eins og fram hefur komið, þá munu Israelsmenn ekki undirrita samkomulagið endanlega fyrr en Bandarikjaþing hefur staðfest, að eftirlitsstöðvunum veröi komið á fót. --———— Eftirmaður Agnews grunaður um spillingu: Fylkisstjórinn rannsakaður ! Fylkisstjórinn I Maryland i Bandarikjunum, Marvin Man- del, hefur skýrt svo frá, að dómsmálaráðuneytið hafi 'sagt sér að verið væri að rannsaka mögulegan þátt hans i pólitiskri spillingu. Rannsókn þessi er I framhaldi af þeirri rannsókn, sem leiddi til falls Spiro Agnews, fyrrum varaforseta, en hann var fyrir- rennari Mandels i embætti fylkisstjóra. Mandel sagði i stuttri yfirlýs- ingu, sem hann gaf út I gær- kvöldi, að lögfræöingur sinn hefði ráðlagt sér að segja ekkert um málið fyrr en rannsókn þess væri lokið. Saksóknaraembættið hefur meö dómsúrskuröi krafizt þess, að skýrslur og skjöl rúmlega 100 fyrirtækja, sem viðskipti hafa átt við fylkisstjórnina, verði af- hent til athugunar. Nær öll fyrirtækin eru i tengslum við þrjá nána vini fylkisstjórans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.