Dagblaðið - 27.09.1975, Side 2

Dagblaðið - 27.09.1975, Side 2
2 Dagblaðið. Laugardagur 27. september 1975. Spurning dagsins Kviðirðu kvennafríinu? Baldvin Haraldsson múrari: Nei, alls ekki. Ég kviði þvi ekki, hvorki á vinnustað né þótt það verði heima fyrir, en ég styð að- gerðirnar. Sigurður Bjarnason prestur: Ég kviöi þvi engu, konurnar eru allt- af svo jákvæðar i sinni afstöðu að engu er að kviða. Páll Gunnarsson háskólanemi: Nei, nei, ég kviði þvi engu, mér er alveg sama hvað þær gera. ' ' Sigurður Grétarsson, gerir ekki neitt: Nei, ekki á nokkurn hátt, það verður gefið fri þennan dag, það væri sterkur mótleikur. / Sæmundur Skarphéðinsson neta- gcrðarmaður: Kvennafriið? Kvennaverkfallið? Ég hef ekki heyrt um það svo ég get ekki svarað þessu. HVAÐ ÞYÐA ORÐIN? „Lyklar töpuðust á bandi milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur” og aðrir ámóta brandar- ar voru mjög í tizku um það leyti sem ibiii háaloftsins var að slita barnsskónum. Nú væri hægtaðútfæra meira af þessum sögum svo sem „Snúrustaur til sölu hjá konu, sem snýst fyrir vindi” og „Ónotaður farmiði til sölu milli tslands og Kanarieyja”. Nei, ég ætla ekki að fara að fflósófera um smáauglýsingar, þótt þær séu afbragðs lesefni og skemmtiefni, fyrir utan allan þann fróðleik, sem þar kemur fram. Hins vegar ætlaði ég að velta svolitið vöngum yfir islenzku máli og nokkrum atrið- um notkunar þess. Ennþá eru óþarfa orð eins og „að staðsetja” við góða heilsu, og misnotuð orð eins og „að framkvæma” fá ekki einu sinni kvef i nös. Yfirborð tungls, jarðar og sjávar hefur heldur horfið i skuggann, enda hefur tunglferðum fækkað. En þegar þær voru í hvað mestum al- gleymingi, lentu geimförin á „yfirborði tunglsins” (guði sé lof að þau sukku ekki ofan i kviku), geimfararnir skriðu „um yfirborðið” (þó nú þeir færu ekki að stunda námu- gröft), og þegar haldið var til jarðar á ný, tók geimfarið sig upp af „yfirborði tunglsins” (eðlilegt framhald af lendingar- staðnum) og lenti svo ýmist „á yfirborði sjávar” (ekki hafs- botni) eða „yfirborði jarðar” (ekki i jarðgöngum). Orðið „ferlegur,” sem þýðir „hrikalegur, herfilegur, forljót- ur” hefur tröllriðið orðaforða almennings sem áherzluorð að undanförnu. Stelpurnar segja að strákurinn sé „ferlega sætur, alveg æði” — sem þýðir að hann sé „herfilega sætur, alveg vit- firring”. Orðið „væntanlega” getur þýtt það sem búast má við, en eðlilegri merking er það sem vonast má til, vonandi. Samt klingir á okkur i öllum fjölmiðlum, að hallinn á gjald- eyrisvarasjóðnum verði vænt- anlega svo og svo mikill, að þessi og þessi bátur hafi vænt- anlega farizt, að Bandarikjafor- seti verði væntanlega drepinn og svo framvegis. Ég minnist lika tveggja fyrir- sagna úr blaði, sem ég vann við fyrir skemmstu, sem mér þóttu afar skemmtilegar fyrir það Háaloffið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON hvað þær voru vitlausar. önnur varsvona: „ölvaður langferða- bilstjóri tekinn af lögreglunni.” Ég byrjaði að lesa fréttina full- ur af spenningi, nú hlaut eitt- hvað sögulegt að hafa gerzt — samtök ölvaðra langferðabil- stjóra að halda prótest eða eitt- hvað þviumlikt. En nei, ekkert þvilikt — við lestur fréttarinnar kom i ljós að bilstjórinn hafði alls ekki verið tekinn af lögregl- unni, heldur hafði lögreglan bara tekið hann. Hin var svona: „Kræklingar tindir af brezkri konu i Nauthólsvik.” Já, kræfir eru Bretar i landhelginni, en fyrr má nú rota en dauðrota. Fyrirnokkrum árum var frétt I öðru blaði, þar sem sagt var frá þvi að stúlka hefði orðið fyrir leigubil. Þegar tildrögum slyssins var lýst nánar, var svo tekið til orða: „Stúlkan ætlaði að fá leigubilstjórann til að aka sér.” Hann hefur liklega (vænt- anlega?) ekið sér svo mikið (ferlega?) að hann hefur ekki séð stúlkuna standa á götunni (yfirborði götunnar?). Og þá er bezt að klykkja út með endursagðri frétt úr sama blaði. Þar var verið aðsegja frá grenjaskyttu, en tófugangur var orðinn svo magnaður hjá heimili hans, að rebbi var farinn að koma á nóttunni til að fá sér bita úr ruslatunnu bónda. Skyttan sá, að við svo búið mátti ekki standa, og ákvað að gripa til gagnaðgerða (framkvæma gagnaðgerðir?). t stað þess að fara að sofa eitt kvöldið, hitaði hann sér kaffi i eldhúsinu heima hjá sér og settist svo við stóran opnanlegan glugga með riffilinn hjá sér (staðsetti riffilinn hjá sér?). Siðan stóð orðrétt: „Ekki hafði bóndi lengi setið, er hann sá hvar skolli kom ofan bæjar- hólinn. Þá lagði hann frá sér kaffibollann og skaut hann.” Björn Hjartarson útibússtj. (Jtvegsbankans:Nei alls ekki, þvi kviði ég alls ekki. „HUSNÆÐISMALASTOFN UN RÍKISINS ÞREYTT STOFNUN ÞORF EN Reykvikingur skrifar: „Ég hef aldrei fengið lán hjá Húsnæðismálastofnun rikisins. Siðastliðinn vetur sótti ég um lán til kaupa á ibúð. Lánin voru afgreidd 1. júli, en ekkert svar hefur borizt. Ég reikna með, að mér hafi verið synjað. Ég þurfti aö leggja fram aragrúa af vott- orðum og skjölum, sem kostuðu fé, tima og fyrirhöfn. Nú þykist Húsnæðismálastjórn eiga þessi gögn. Neitar að afhenda þau og gefa upp ástæður fyrir*þvi. Ekki vill hún heldur gefa mér tæki- færi til að bæta úr göllum á um- sókn minni, ef einhverjir væru. Til eru þeir, sem fá lán oftar en einu sinni. Ég þekki nokkra, sem hafa fengið lán þrisvar. Hver skyldi eiga íslandsmetið? Nú er hámarkslán 1.7 milljón. Nú geta menn byrjað að reikna. Borgarstjórn Reykjavikur skoraði á Húsnæðismálastjórn að veita fullt lán til kaupa á gömlum ibúðum og benti á margar augljósar ástæður fyrir hagkvæmni þess. Húsnæðis- málastjórn hefur heimild til að lána 850 þúsund i þvi skyni, en lánin, sem menn fá nú eru aðeins 200 til 400 þúsund. Hver stjórnar þessu? Þeir, sem eru settir á gaddinn, eru ekki einu sinni metnir á við eitt sendibréf. Nú nýlega hefur félagsmála- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, skipað nefnd til að gera tillögur um breytta skipan þessara mála. Vonandi tekst þessari nefhd að sniða verstu vankant- ana af þessari þörfu en þreyttu stofnun.” Raddir lesenda Jón Þ.Guðmundssonskrifar: „Mig iangar að skrifa nokkrar linur viðvikjandi fólki sem er á götunni i Reykjavik. Það er til hópur fólks, sem á hvergi höfði sinu að halla. Reykjavikurborg hefur leigt út ibúðir handa þessu fólki, en i allt of litlum mæli. Ég veit, að til kemur húsnæðisleysi borgar- innar, að svo er. Þess vegna finnst mér anzi hart, að gömul hús skuli rifin áður en ný hús eru byggð. Þessi hús eru látin vikja fyrir nýju skipulagi borg- arinnar en ekkert hugsað um það fólk, sem er á götunni. Margt af þessu fólki hefur tak- Edda Ragnarsdóttir skrifar: „Margir furða sig á að lóðum undirsambýlishús er fremur út- hlutað til byggingameistara en til félagshópa, t.d. eldra fólks, sem hefur tekið sig saman og sótt um lóðir til borgaryfir- valda. Þegar Byggung, sem er bygg- ingarfélag ungs fólks, fékk út- hlutað lóð, auglýsti það eftir til- boðum I byggingu hússins. Að- eins þrjú tilboð bárust. Það hlýtur að teljast undarleg afstaða borgaryfirvalda að ýta ÍBÚÐASKORTUR OG GÖMUL HÚS markaða heilsu til að vinna hvaða vinnu sem er. Borgaryf- irvöld ættu að ihuga þetta áður en gömul hús eru rifin. Vert væri að gefa þessu fólki meiri gaum.” LOÐAUTHLUTUN SAMBYLISHUSA undir byggingarkostnað og verðbólgu með þvi að gefa byggingarverktökum einokun- araðstöðu til að græða á ibúða- byggingum.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.