Dagblaðið - 27.09.1975, Síða 3

Dagblaðið - 27.09.1975, Síða 3
Dagblaðið. Laugardagur 27. september 1975. 3 Seldi einbýlishúsið og flutti í blokk Formaður Kaupmannasamtakanna svarar spurningum Dagblaðsins um smósöluverzlunina „Eftir þvf sem ég þekki til standa smásöluverzlanir allt annað en vel,” segir Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtakanna. Hann rekur njíja, stóra verzlun, Hólagarð, i efra Breiðholti. „Ég hef starfað að verzlun siðan ég var 13 ára að aldri. Lifsstarfið hef ég látið að veði tilaðeignastþessa verzlun. Ég varð að selja gömlu verzlun- ina með öllu og seldi einbýlis- hdsið og flutti i blokk. Ég lét allt i þetta. Svo er ég skuldum vaf- inn, þó að erfitt hafi verið að fá lán. Lán fást helzt i Verzlunar- bankanum eða hjá Lifeyrissjóði verzlunarmanna. Mikill skortur er á fjármagni i verzlunarrekst- ur og stofnun verzlana. Þó hafa Kaupmannasamtökin nii stofn- að fjóra stofnlánasjóði eftir greinum, sem vonandi bæta úr ;skák. Það er merkilegt fram- | tak.” Stendur stjórnin við loforðið? Heldurðu að rikisstjórnin standi við loforð til ykkar um breytingar á verðlagseftirliti? „Núverandi fyrirkomulag er striðsfyrirkomulag,” segir for- maður Kaupmannasamtak- anna. „Þetta er okkar aðalhöf- uðverkur. Lögin eru og gömul og úrelt, og upp á þau þarf að hressa með nýju kerfi eins og hefur, aðþvi er ég bezt veit, gef- izt ve! á hinum Norðurlöndun- um. Með nýju kerfi væri gert ráð fyrir að fólk fylgdist betur með sjálft. Að minum dómi væri það einnig til hagsbóta fyrir neytendur að breyta til. Þetta ætti að geta lækkað verð i sum- um tilvikum, þvi að núverandi fyrirkomuiag refsar kaupmönn- um beinlinis fyrir að kaupa ódýrt inn. Smásöluverzlunin hefur ekki, tel ég, dregizt aftur úr i nýtizku- legheitum, miðað við önnur Norðurlönd,” segir Gunnar. „Hins vegar er afkoma þessar- ar atvinnugreinar langt á eftir öðrum. Skilning skortir. Smá- söluverzlunin er sú grein sem rígbundnust er af hinu opinbera. Engin hliðarspor eru möguleg, engar opnar dyr. Nýi verðlagsstjórinn lofar góðu. Mér finnast tillögur hans skynsamlegar. Ég geri mér fastlega vonir um, að lögunum um verðlagseftirlit verði fljót- lega breytt og við tökum upp ný- tizkulegra fyrirkomulag.” Sumir fara á höfuðið Hafa margir smásalar farið á höfuðið að undanförnu? „Brögð hafa verið að þvi, aðallega smærri verzlanir, sem hafa verið staðsettar i hverfum, þar sem fáir búa.” Oft heyrist sagt, að álagning sé of há. „Álagning i smásölu getur farið allt niður i fimm prósent á sumum vörum, þó að viður- kenndur verzlunarkostnaður sé hátt i 20 prósent. Þá eiga með öðrum orðum aðrar vörur að bera kostnaðinn uppi, en þá er spumingin, hvort þær vörur seljast að nokkru marki. Við höfum dregið úr lánum til viðskíptavina, einkum siðan fyrir um tveimur árum, að smá- salar fóru að greiða hæstu vexti af vöruvixlum. Kostnað við vöruvixlana hefði átt að reikna með eins og hvern annan kostnað við verzlunarrekstur- inn, en það hefur ekki fengizt samþykkt. Ég er hlynntur þvi, að vör- urnar verði merktar. Ég tel að það sé jákvætt fyrir alla aðila og styðherferð verðlagsstjóra i þvi efni.” Einokun Er ekki einokun i matvæla- dreifingunni? „Einokun? Smásölusam- steypur er ekki mikið um hér á landi, það væri þá helzt innan samvinnuhreyfingarinnar, Vafalaust tekur sinn tlma, að neytendur geti sjálfir boritt uppi verð- iagseftirlit, ef kerfinu veröur breytt. „Ég hef starfað við verzlun sfðan ég var 13 ára Snorrason. segir Gunnar það veita að taka svo sem 10-12 verzlanir og segja frá hæsta og lægsta verði. Þá getur neytand- inn séð, hvar verðið liggur, sem honum stendur til boða i ein- hverri ákveðinni verzlun.” í þrældómi fyrir rikið Hvað um samskiptin við Ney tendasa m tökin ? „Mér finnast samtökin ekki hafa veriö nógu jákvæð,” segir Gunnar. Formaður Kaupmannasam- takanna segir, að smákaup- menn verði að bera þungan bagga, sem rikið leggur á herð- ar þeim, þar sem er innheimta söluskatts. „Þetta er hróplegt ranglæti,” segir hann, „Við erum notaðir sem innheimtuaðili fyrir rikið. Viö innheimtum töluvert meira en Gjaldheimtan i Reykjavik i heild. Siðan fjölgað var vörum, sem eru undanþegnar söluskatti, hefur vinnan við þetta vaxið óhemjumikið. Fyrir þessa innheimtu fáum við ekkert. Kaupmenn treysta sérsifelltminna tiiaðláta viðskiptavini fá vörur út á reikning til mánaðamóta KRON hér á Stór-Reykjavikur- svæðinu,” svaraði Gunnar. Hann taldi, að kaupmenn hefðu ekki hærra verð en KRON. KRON hefði hins vegar önnur merki, svo að verðmunur gæti orðið nokkur. „Ég er ekki andvigur könnun Dagblaðsins á verði, en finnst hún þó ekki hafa gefið rétta mynd,” segir Gunnar, „Það skiptir til dæmis miklu við slikan samanburð, hvort verzlun er ný eða gömul. Sú eldri hefur á ódýrari lager að byggja, vörum, sem hafa verið keyptar fyrr en i hinni nýju verzlun. 1 slikri könnun verður að taka sama merki. Það er ekki nóg að taka sama magn. Beztu upplýsingarnar mundi Það verður ekki lengur við unað, að fyrir þetta sé ekki greitt. Ef fyrir gleymsku er ekki dreginn frá söluskatturinn i ein- hverri verzlun, tapast 20 pró- sent, skatturinn er orðinn svo hár. Þetta er þvi áhættusamt og erfitt. Nú er skattinum skilað 12 sinnum á ári. Smásöluverzl- unin unir ekki lengur við þetta sjálfboðaliðastarf.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.