Dagblaðið - 27.09.1975, Síða 9

Dagblaðið - 27.09.1975, Síða 9
Dagblaðið. Laugardagur 27. september 1975. i Utvarp Sjónvarp y i Likan hins fyrirhugaöa borgarleikhlíss Sjónvarp sunnudag kl. 20.30 POPPLANDSLIÐ CHANGE I SJONVARPSSAL „Ég held bara að þetta sé nokkuð góður þáttur. Við tökum þarna sex lög sem ýmist verða á næstu stóru plötunni okkar eða hafa verið tekin upp og sett i geymslu hjá útgáfufyrirtæk- inu,” sagði Magnús Sigmunds- son, einn af meðlimunum i Change, er við ræddum við hann um þáttinn. Meðal laganna, sem þarna verða flutt, eru lögin Lóve Your Mother og Wild Cat, svo og lagið Darling of að Party sem ekki hefur heyrzt hér áður. Það lag er eftir enskan pianóleikara sem meðiimir Cange kynntust úti. Kvað Magnús þetta vera mjög gott lag. Hljómsveitin Change starfar I Englandi eins og flestum mun kunnugt. Þar hefur hún komizt á mjög hagstæðan samning hjá stórfyrirtækinu EMI sem gefur út plötur hljómsveitarinnar og sér að öllu leyti um hana. Hljómsveitina skipa þeir Magnús Sigmundsson, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórs- son, Tómas Tómasson, Birgir Hrafnsson og Sigurður Karls- son. Change — flokkurinn á fullu Útvarp sunnud. kl. 14.00 Páll Heiðar Jónsson með þátt um borgarleikhúsið Að sögn Páls Heiðars Jóns- sonar er þátturinn um borgar- leikhúsið samsettur viðtalsþátt- ur þar sem rætt er við ýmsa_ aðila málsins og lagðar fyrir þá' spurningar hvern i sinu lagi. Meðal þeirra, sem rætt verður við, eru Steindór Hjörleifsson, formaður Leikfélags Reykja- vikur, Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri og Pétur Einars- son skólastjóri Leiklistarskóla rikisins. Einnig er rætt við arkitektana, sem teiknuðu hús- ið, þá Guðmund Kr. Guðmunds- son, Ólaf Sigurðsson og Þorstein Gunnarsson og leiktjalda- málara Leikfélagsins, Steinþór Sigurðsson, um fyrirhugaðan tæknibúnað leikhússins. Ólafúr B. Thors er formaður byggin/jarnefndar hússins og tekur Páll Heiðar hann tali. Ræða þeir m.a. um byggingar- timann og kostnaðarhlið máls- ins. Gagnrýni sú, er þegar hefur komið fram á bygginguna og framkvæmdir hingað til, verður rædd og henni svarað. Þátturinn er hugsaður sem alhliða upplýsingaþáttur um byggingu leikhússins og mættu útsvarsgreiðendur i Reykjavik leggja þar við eyrun þvi þeir munu fyrst og fremst borga hið nýja leikhús. Páll Heiðar bætti þvi þó við að vissulega væri leikhúsbyggingin þörf fyrir allt landið þvi gróska i leikhúslifi i Reykjavik er lyítistöng fyrir leikhúslif um allt land. —BH Sjónvarp kl. 18.50 ó sunnud Kaplaskjól Vinsœlir unglingaþœttir Þættirnir, sem bera nafnið Kaplaskjól, hafa reynzt með afbrigðum vinsælir i sjónvarp- inu, ekki aðeins ihérlendis held- ur og erlendis, t.d. á Norður- löndum hvar þættirnir hafa einnig verið sýndir. Höfundur þáttanna, Mónika Dickens, er ensk að uppruna og barnabarn hins eina og sanna Charles Dickens, svo auðvelt er að rekja skáldskapargáfu hennar. Þessir þættir hafa allt það til að bera sem krafizt verður af góðum sjónvarpsþáttum. Þar er mikiö um náttúrulýsingar og dýra- myndir og skúrkarnir i þáttun- um fá þar makleg málagjöld og hið góða sigrar að lokum. Hvers meira er hægt að hrefjast af sjónvarpsþætti? Af þessum þáttum hafa verið framleidd um 25 stykki og ekki nema 7 sýndir enn sem komið er i sjónvarpinu. Þegar stundin okkar byrjar nú um næsu mánaðamót flyzt svo það sem eftir verður af þáttun- um yfir á miðvikudaga eins og verið hefur. Sá þáttur, sem var hvað vinsælastur. þessara ung- lingaþátta, Skreppur seiðkarl er sýndur var i sjónvarpinu fyrir nokkru, verður vist ekki á dagskrá þar oftar þar eð búið er að sýna alla þættina sem framleiddir voru. BH HVERNIG Á AÐ VELJA LANDSLIÐ? Aður en ég læt útrætt um landsliðsmálin á íslandi langar mig að koma með uppástungu um hvernig velja eigi landslið. Þaö þarf að skipa landsliðs- nefnd, sem velur átta til tólf pör, til að spila um sætin. Pörin verði síðan látin spila i fjögurra manna sveitum — allir við alla eða að um útsláttarkeppni yrði að ræða. Þessar sveitir yrðu að spila að minnsta kosti 96 spil innbyrðis. Að lokum skyldu þær tvær sveitir, sem efstar yrðu, eða ef um útsláttarkeppni yrði að ræða, spila 128 spila leik um landsliðssæti — en hin tvö sætin féllu til tveggja úr tapsveitinni i úrslitaleiknum. En látum þetta nægja —- og sniium okkur að þeim mótum sem eru að hefjast i Reykjavík. Hjá Bridgefélagi Reykjavikur hófst sex kvölda tvimennings- keppni á miðvikudagskvöld. Bridgedeild Breiðfirðinga hóf fimm kvölda tvimennings- keppni á fimmtudagskvöld — og eins og var hjá Tafl- og bridge- klúbbnum. Eftirfarandi spil kom fyrir i tvimenningskeppni hjá Bridge- félagi Reykjavikur á miðviku- dag i siðustu viku. Farið var i 6 grönd i norður- suður á nokkrum borðum, en enginn vann þá sögn, þó ótrúlegt sé. Spil N-S voru þannig. 4 764 VKD1085 ♦ K3 ♦ K86 4AKD ¥ 92 ♦ ÁD654 ♦ ÁD7 Út kemur spaði og hvernig spilar þú spilið, lesandi góður? Þú sérð, að það eru þrir slagir á spaða,þrirá tigul og þrir á lauf. Ef tigullinn fellur þrir-þrir hjá vörninni, þá stendur spiliö allt- af. Ef hann fellur ekki, hvað þá? Við drepum á spaðadrottn- ingu, spilum tigli á kóng og tigli á ás. Þá skeður það, að vestur á ekki meiri tigul. Þá er komið i ljós, aö hjartað verður að gefa minnsta kosti þrjá slagi og rétta leiðin er að spila út hjartaniu og svina, þvi að það gefur helmingi meiri möguleika en að spila litlu hjarta og láta kóng eða drottn- ingu. Eins er þetta betri spila- máti heldur en að spila upp á að tigullinn sé þrir og þrir, þó að i ljós hafi komið i þessu spili að tigullinn var fimm og eitt hjá andstæðingunum. Spilið var svona: 4 764 VKD1085 ♦ K3 *K86 4 G9S2 VÁG43 ♦ 10 *G432 4AKD ¥,t'2 ♦ \D654 *ÁD7 * 1083 ¥.76 * G9872 * 1095

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.