Dagblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 20
Könnuðu möguleiko á að framleiða pilluna hér — eftir heimsókn til bœnda i Kanada, sem framleiða merarhland til pillugerðar Það má segja að nú sé farið að nýta hin óliklegustu efni til hinna óliklegustu hluta. Hver skyldi til dæmis trúa þvi, að hægt væri að nota hrossaþvag við lyfjagerð? Og hvaða lyf skyldu það nú vera sem hrossa- þvag er notað til? Jú, það er getnaðarva rnarpillan fræga. Þetta uppgötvaðist er nokkrir fslendingar heimsóttu búgarð i Manitoba i Kanada á siðasta sumri. Þvagið er tekið úr hryss- um, sem eru fóðraðar á vissan hátt. A hverjum degi er þeim gefinn viss skammtur af vatni og heyi, og er fóörið vandlega mælt ofan i þær. Og ekki nóg með það: hryssurnar verða að hafa verið með folöldum til að þvagið sé nýtanlegt, og þær verða að hafa gengið með þau i vissan tima. A búgarðinum, sem íslend- ingarnir heimsóttu, eru aldar um 100 hryssur eingöngu til þessara nota. Hjónin á búgarð- inum, Jack og Ingibjörg Elm- herst, sem er af islenzkum ætt- um, vinna sjálf við hirðinguna og auk þess hafa þau einn mann i vinnu. Þau hafa dágóðar tekj- ur af þessum óvenjulega bú- rekstri, þ.vi að eftirspurn eftir þvaginu er mikil. fslendingarnir, sem allir eru kunnir hestamenn, hafa kynnt sér, hvort möguleikar munu fyrir svona búskap hér á ís- landi. En þeir komust að þeirri niðurstööu að slikt borgaði sig ekki. Mikil nákvæmnisvinna og eftirlit er við hiröingu hryss- anna og svo er óvist með mark- aðinn. Að öllum likindum þyrfti að setja upp pilluverksmiðju hér á landi, en vafasamt er hvort slikt borgar sig, þar sem markaður fyrir getnaðarvarna- pillur er i þrengsta lagi vegna fámennis. En óneitanlega væri Þarna sjáum við hryssu sem látin er útvega efni til framleiðslu á pillunni. það freistandi fyrir bændur að verstu erfiðleikatimum til allr- geta nýtt þvagið úr hryssunum ar kjötframleiðslu. sinum á þessum siðustu og —-ÁT— XvrJ r W JShjy !n '* '3 'SiT —MHng| MM: RÍ ■ ... I 5 ; - ; SÖLUBÖRN GERÐUST KVIKMYNDA- „STJÖRNUR" Nokkur Dagblaðs-börn fengu ó- vænt tækifæri I gærdag til að komast á sjónvarpsskerminn. Auglýsingastofa var að gera auglýsingamynd fyrir Dagblað- ið, og þá þurfti lið af sölubörn- um til að leika i myndinni. Það var rétt svo að þau höfðu tlma til að standa i svo tímafrekum kvikmyndaleik, viðskiptavin- irnir biðu. Hér er Bjarni Grims- son frá Auglýsingastofu Kristin- ar að leiðbeina börnunum um leiklist, og virðist hann ekki standa hinum nafntoguðu kvik- myndastjórum erlendis frá neitt að baki. (Ljósmynd Björgvin). Vinnuvél tók talsambandið af Hólahverfi Réttindalaus og lykt- andi ó ónýtum bíl Hluti Breiðhóltshverfis, aðal- lega i svokölluðu Hólahverfi, varð simasambandslaus i gær eftir að vinnuvél sleit simastreng i jörðu. Bílasýning Bilasýning verður i sýningarsal Volvo-umboðsins við Suðurlandsbraut nú um helgina. Verður sýningin opnuð i dag kl. 2 og verður opin til kl. 7. A morgun, sunnu- dag, er hún opin kl. 10—7. Bilarnir verða svo I sýningar- salnum alla næstu viku. Þarna verða sýndar nýjustu gerðir Volvo-bila og almenningi gefst kostur á að skoða þá hátt og lágt. Lögreglan gerði sérstakar ráð- stafanir og hafði talstöðvarbíl i hverfinu og átti hann að vera þar unz viðgerð lyki. _ASt. SÍLDARSALA TIL RÚSSLANDS I gær var undirritaður samn- ingur um sölu á 20 þúsund tunn- um af Suðurlandssild sem verð- ur heilsöltuð og framleidd á yf- irstandandi sildarvertið. Samningur þessi er gerður á milli Sildarútvegsnefndar og V/O Prodintorg. Sild þessi á að vera afgreidd á fyrsta ársfjórð- ungi 1976, og er lágmarksstærð sildarinnar miðuð við 900 stykki i 100 kg tunnum. Það mega þeir eiga, lögreglu- þjónarnir okkar, eð þeir velja sér kunningjafólk af verra tag- inu. A föstudagsmorguninn rák- ust lögregluþjónar á eftirlits- ferð á einn góðkunningja sinn, sem var akandi og ákváðu þeir að heilsa upp á kauða. Þeir báðu hann að sýna sér ökuskirteinið, en þá kom i ljós að náunginn hafði aldrei átt neitt slikt plagg i fórum sinum. Þvi næst lyktuðu þeir út úr honum og komust að raun um að úr vitum mannsins lagði megna kaupstaðarlykt, svo að þeir úrskurðuðu hann þegar fullan. Maðurinn harð- neitaði öllu sliku, en viður- kenndi að hafa borðað eitthvað pillukyns fyrr um kvöldið. Lög- regluþjónarnir fóru þá fram á að sjá pillurnar og kom þá i ljós að fyrir þeim var skrifaður allt annar maður. Fannst nú lögregluþjónunum komið nóg af svo góðu og buðu þeir kunningja sinum gistingu. Að lokum litu þeir'samt á bilinn og úrskurðuðu hann þegar ónýt- an. —AT— Eldur í Hólmanesi í hafi Engan af 15 manna óhöfn sakaði. Skipið dregið til hafnar á Eskifirði Eldur kom upp í vélar- rúmi skuttogarans Hólmaness frá Eskifirði er hann var að veiðum út af Stokksnesi um kl. 5 í gærdag. Magnaðist eldurinn fljótt og réðu skipsmenn ekki við hann. Tæmdu þeir öll slökkvi- tafki skipsins, en urðu síðan að byrgja véla- rúmið og bíða aðstoðar. Svo heppilega vildi til að varðskip var skammt undan og kom það f Ijótt á vettvang og réð niður- lögum eldsins með kraft- miklum dælum. Hólmanesið beið siðan skut- togarans Barða á Neskaupstað, sem var væntanlegur á staðinn. milli kl. 10 og 11, og átti Barðinn að draga Hólmanesiö til Eski- fjarðar. Þangaö eru skipin væntanleg siðari hluta dags i dag, að sögn Aðalsteins Jóns- sonar eiganda togarans. Engin meiðsl urðu á mönnum, en svo miklar skemmdir urðu á rafbúnaði 'i vélarrúmi að Hólmanesiö gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Hólmanesið er tryggt hjá Tryggingamið- stöðinni og hafði trygginga- félagið milligöngu um að Barðin-n drægi það til hafnar. Gott veður var á þeim slóðum er Hólmanesiö var að veiðum. Ekki er kunnugt um eldsupptök. Hólmanesið SU-1 er 451 brúttó lest að stærð, byggt á Spáni. Það var keypt hingað til lands 2ja ára gamalt og hefur reynzt mikið aflaskip og happasælt. —ASt. frjálst, óháð dagblað Laugardagur 27. september 1975. Kvennafridagurinn 24. október: Hvað er bak við þessa herhvöt kvennanna? Framkvæmdanefnd og starfs- hópar kvenna vinna nú af mikl- um krafti að þvi aö sameina all- ar konur á tslandi um kvenna- friið á degi Sameinuðu þjóðanna hinn 24. október næstkomandi. Starfshóparnir eru opnir öli- um sem vilja taka þátt i þessu starfi. Þátttöku má tilkynna til Kvenréttindafélags tslands að Hallveigarstöðum alla daga kl. 2—4 og kl. 21—22 til 3. október eða i sima 18156. Hvað liggur til grundvallar þessu framtaki? spyrja margir. Hvað er á bak við þessa her- hvöt? Astæðurnar eru margar, en hér eru nokkrar: Vegna þess að vanti starfs- menn til illa launaðra og litils- mctinna starfa er augiýst eftir konu. — Vegna þess að meðallaun kvenna við verzlunar- og skrif- stofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. — Vegna þess að engin kona ó sæti I aðalsamninganefnd Al- þýðusambands tslands. — Vegna þess að mismunur á meðaitekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mán- uði. — Vegna þess að bændakonur eru ekki fuilgiidir aðilar að samtökum stéttar sinnar. — Vegna þess að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu sem gegnir húsmóðurstarfi: „Hún gerir ekki neitt, hún er bara heima”. — Vegna þess að til eru menn með ákvörðunarvald um stofn- un dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. — Vegna þess aö vinnufram- lag bændakvenna i búrekstri er mctið til kr. 175.000 á ári. — Vegna þess að kynferöi umsækjenda ræður oft meiru uin stööuveitingu en menntun og hæfni. — Vegna þess aö fordómar og i sumum tilvikum sjálft menntakerfið iokar ýmsum menntaieiöum fyrir stúlkum. — Vegna þess aö starfs- reynsla húsmóöur er einskis metin á vinnumarkaöi. Sameiginleg niöurstaöa er sú, aö framiag kvenna tii sam- félagsins sé litiis virt. Þessat ástæöur, hver út af fyrir sig, og hvað þá allar sam- an, sýnast ærið tilefni tii þeirra friðsamlegu aðgerða, sem kon- ur hafa nú i huga til þess að vekja athygli á kröfum sinum um réttarbót og betri stöðu. I framkvæmdanefndinni eru þessar konur: Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir, Asdis Guðmundsdóttir, Asthild- ur Olafsdóttir, Björk Thomsen, Elisabet Gunnarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Gerður Stein- þórsdóttir, Margrét Einarsdótt- ir, Stella Stefánsdóttir, Valborg Bentsdóttir. —BS— (i <■/

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.