Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðiö. Þriðjudagur 7. október 1975 5 6 Útvarp Sjónvarp i Horft á sjónvarp: Húrro fyrir Rolf Harris! Gestirnir, sérstaklega Gilbert O’Sullivan og Vicky Carr, stóðu sig með prýði — og sérstaklega var gaman að sjá Vicky syngja með tilþrifum! Kvikmyndin, sem sýnd var að þætti Harris loknum, var ágæt skemmtun og endirinn kom hryssingslega á óvart. Kvik- myndirnar, sem sjónvarpið hef- ur verið að sýna að undanförnu, hafa verið afar misjafnar — og er dæmi um óvenjulega ,,mis- jafna” mynd siðan fyrir rúmri viku þegar „American Tragedy” var sýnd. En kannski er maður bara orðinn svona gerspilltur af myndum með á- nægjulegan endi. Og enn er ástæða til að spyrja: Hvenær ætlar sjónvarp- ið að taka sig á? —ÓV. Með albezta sjónvarpsefni, sem boðið er upp á um þessar mundir, eru skemmtiþættir Rolf Harris. Gerir þar margt smátt eítt stórt: þættirnir eru ágæt- lega unnir sem slikir, gestir eru yfirleitt i fremstu röð og svo er Rolf Harris sjálfur slíkur snill- ingur að unun er að sjá hann og heyra. Þátturinn á laugardaginn var með þeim betri, sem sýndir hafa verið úr þessari syrpu.Harris fór á kostum bæði sem söngvari, leikari og málari. d MSjónvarp & 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 I.ifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. Þýð- andi Auður Gestsdöttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 20.50 Skólamál. Barna- músikskólinn i Reykjavik. Rætt verður við skólastjór- ann. Stefán Edelstein, og sýnd mynd, em tekin var á hljómleikum skólans á sl. vori. Umsjónarmaður Helgi Jónasson. Upptöku stjórn- aði Sigurður Sverrir Páls- son. 21.20 Svona er ástin. Bandarisk gamanmynda- syrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Erlend málefni — umræður. Stjórnandi Gunn- ar G. Schram. 22.40 Dagskrárlok. Útvarp kl. 15,00 Páll ísólfsson Laxness Miðdegistónleikarnir i dag eru að þessu sinni alislenzkir og hefjast á verki eftir Pál Isólfs- son sem nefnist ,,Or myndabók Jónasar Hallgrimssonar”. Erþetta verk sem Páll Isólfs- son og Halldór Laxness unnu að i sameiningu. Valdi Halldór Laxness textana úr verkum Jónasar Hallgrimssonar en sið- ar samdi Páll Isólfsson lög við. Þarna er m.a. „Leggur og leggja skel”, smásagan góðkunna eftir Jónas Hallgrimsson og þegar drottningin á Englandi fer að heimsækja konunginn i Frakk- landi. Þetta verk var fyrst flutt á einhvers konar listahátið sem haldin var hér 1946 og var það flutt i Listamannaskálanum gamla að aflokinni ræðu Brynjólfs Bjarnasonar, þáver- andi menntamálaráðherra. saman Seinna var þetta svo sýnt af og til i Iðnó og einnig við opnun Háskólabiós i október 1961. Fyrst var það tekið til flutn- ings i útvarpinu árið 1957 og þá bæði tal og tónlist. Það sem flutt verður i útvarp- ið i dag er aðeins tónlistin við verkið en ekki talið og er sú upp- taka um það bil sjö til átta ára. —BH Útvarp kl. 19,35 HVAÐ SEGIR KENNARI UM GRUNNSKÓLANN? Björn Bergsson kennari i Vestmannaeyjum flytur erindi i útvarpið i kvöld sem hann nefn- ir „Skólinn undir smásjá” og vill Björn nefna erindið sem framhald og skýringar á erind- um þeim sem Jónas Pálsson flutti fyrir skömmu og fjölluðu um grunnskólann. Fjallar Björn um skólakerfið <*> <*> á nokkuð breiðum grundvelli og tekur skólakerfið fyrir allt frá barnaskóla upp i háskóla. Um stefnuna i skólamálum og hugs- anlega lokun háskólans. Skóla- kerfi okkar er um þessar mund- ir i mikilli mótun og umræður fara fram um það og er þáttur- inn enn eitt innlegg til umræðn- anna. John Holt er bandariskur skólamaður vel þekktur i sinu heimalandi og hefur hann skrif- að fjöldann allan af bókum um skólamál. Metur Björn Bergs- son Jónas Pálsson út frá skoð- unum John Holts og ber þær saman. Bendir Björn á hvernig skoö- anir Holts er fram koma i bók- um þeim er hann hefur ritað hafa breytztfrá bók til bókar og ræðir ýmsar afleiðingar grunn- skólakerfisins. —BH Björn Bergsson kennari hefur skólann undir smásjá i kvöld. (DB mynd Bjarnleifur). Barnamúsíkskólinn: Sjónvarp kl. 20,50 HEFUR STARFAÐ ( KYRRÞEY, - VERÐUR KYNNTUR NÚ Þátturinn um Barnamúsik- skólann er á skjánum i kvöld og má búast við að þelta verði býsna fróðlegur þáttur um þennan skóla sem starfar i svo mikilli kyrrþey og fæstir þekkja til starfsemi hans. Á þátturinn að ver.a eins og svo margir þættir almennur upplýsingaþáttur um skólann og málefni hans á við og dreif. Um uppbyggingu og kennsluhætti þar svo og námsferil nemend- anna. Allrækilegt viðtal verður við Stefán Edelstein skólastjóra Barnmúsikskólans og fléttað inn á milli upplýsinganna um starfsemina þáttum og innskot- um úr skólalifinu og tónleikum skólans. Tónleikar þessir fóru frami Laugarnesskólanum i vor og var það strengjasveit skól- ans, um 25 börn, sem lék þar. Skólinn hefur starfað nú um alllangt seið og fer fjöldi nem- enda úr Barnamúsikskóla siðan upp i aðra æðri tónlistarskóla, aðallega Tónlistarskólann i Reykjavik. _bh HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jetiný 1 Shólivörðuitlg 13» - Slmi 18748 - PólthóH 5« - R.yfcjivlh * CB bómulfargarn í öllum litum,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.