Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975 dagsins Heldurðu að þeir finni gullskipið? Svava Rafnsdóttir, f skóla: Nei, þaö held ég ekki, það eru vist de- mantar þar og dálitið gaman að finna það. Einara Ingimundardóttir götu- mælingamaður: Ég er ekki i neinum vafa um það, okkur vant- ar svo bráðnauðsynlega mikið gull. Július Ingibergsson útgerðar- stjóri: Já, ég hef trú á þvi, þeir eru búnir að leita vel og hafa fengið góða menn i lið með sér sem eru Amerikanarnir með all- an tæknibúnaðinn sinn. Auk þess eru til það góðar heimildir um skipið. Jóna Jónsdóttir stúdiósus: Held ég að gullskipiö finnist? Já, já, ég hugsa þeir finni þaö og ég vona ég fái eitthvað af fjársjóðnum. Garðar Vilbergsson sjómaður: Nei, þaðerekkiséns að finna það, ekki tæknilegur möguleiki fyrjr þá að finna það. Ég held bara skipið sé þama alls ekki. Gústaf Valdimarsson rakari: Er það ekki þegar fundið? Eða var þetta ekki bara eárij&er gamall láfur? En það d|^P^ull i kjöl- stunni. RÍKISLÖGREGLAN Á SELFOSSI í STARFI Frá Selfossi barst eftirfarandi bréf: ,,A annan i hvitasunnu árið 1974 urðum við hjónin fyrir þvi að fjórir menn brutust inn á heimili okkar og brutu og brömluðu allt sem hönd á festi. Einnig réðust þeir að konu minni, veittu henni áverka og hótuðu henni nauðgun. Ég hringdi þegar i lögregluna á Sel- fossi og mun þá klukkan hafa verið um fimm að morgni. Hér var um neyðarkall að ræða en þvi var ekki svarað og hefur engin viðhlitandi skýring komið frá lögreglunni, sem afsakar þetta framferði þeirra. Nú snúum við okkur að inn- brots- og árásarmönnunum, sem voru nágrannar minir. Ég gaf upp nöfn þeirra þegar er ég hringdi á lögregluna, en mér vitanlega hóf lögreglan eða sýslumaður Arnessýslu enga rannsókn á máli þessu fyrr en að hálfu ári liðnu þegar heimilistryggingar minar kröfðust þess að fá skýrslu um atburð þennan. Það skal tekið skýrt fram að við hjónin gáfum skýrslu strax eftir verknaðinn og tók Selfosslögreglan hana. Vegna þessa atburðar, sem hér hefur verið rakinn, er mér ekki grunlaust um að tengsl séu á milli þess og að mér var al- gjörlega meinuð öll vinna hjá Biskupstungnahreppi á siðast- liðnu ári og framvegis. Þetta er ef til vill byrjunin á hinu svo- kallaða atvinnulýðræði, sem er mikið til umræðu um þessar mundir. Nú hef ég endanlega kært þetta atfecli til saksóknara rikisins. Annað dæmi um vinnubrögð Selfosslögreglunnar vil ég nefna: Atvinna min er vörubila- akstur, og einn daginn, er ég var nýkominn úr vinnu minni, fór ég með bifreiðina á verkstæði, þar sem hún var smávegis biluð. Og sem bifreiðin stendur fyrir framan verkstæðisdyrnar koma tveir einkennisklæddir lögreglu menn frá Selfossi og krefjast þess að ég mæti þegar i skoðun með hana. Mér brá heldur við þar sem bifreiðin var komin með skoðun og ekki siður vegna þess að ekki var hjólbarði undir bifreiðinni, eins og lögreglu- mennirnir hlutu að sjá. Ég benti mönnunum á að ég gæti ekki komið fyrr en að viðgerð lok- Raddir lesenda inni, en þá réðust þeir gegn vilja minum að bifreiðinni og klipptu númerin af. Þar sem ég tel þetta óvana- lega frekjulega aðferð, ekki sizt fyrir það að ég var með bifreið- ina utan alfaravegar, hef ég kært þetta mál til dómsmála- ráðuneytisins og óskað rann- sóknar á málinu og tafarlausrar leiðréttingar minna mála. Einn- ig mun ég krefjast fullra skaða- bóta af hendi hins opinbera. Jón Guðlaugsson.” FYRIRSPURN TIL DÓMSMÁLARÁÐHERRA Markús B. Þorgeirsson i Hafn- arfirði hafði samband við blaðið og ber fram eftirfarandi fyrir- spurnir til dómsmálaráðherra: „Eins og kunnugt er af frétt- um fórst landhelgisflugvélin GNÁ til fjalla er hún var við stauraflutninga fyrir iþróttafé- lag. Af þvi tilefni spyr ég Ólaf Jóhannesson dómsmálaráð- herra: 1. Hver gaf leyfi til þessara flutninga? Sinnti flugvél land- helgisgæzlunnar þessu starfi með hans samþykki? 2. Ef svo er ekki, hvað þarf þá rikisstarfsmaður að brjóta mik- ið af sér og valda rikinu miklu tjóni til að hann sé talinn sak- næmur og brottrækur frá starfi? 3. Er ekki full ástæða, að áliti ráðherra, að láta fara fram ÁSKORUN TIL GUÐNA í SUNNU Forvitinn Sunnufarþegi hringdi: ,,Ég bið i ofvæni eftir að sjá svarið frá Guðna i Sunnu vegna bréf um aðbúnaðinn á Costa Brava, sem birtist i blaðinu sið- asta fimmtudag. Þar sem ég hef orðið vitni að svipuðum atburði og þeim, sem þar er greint frá, er ég ákaflega spennt að sjá hvaða afsökunum Guðni beitir fyrir sig.” Svar DAGBLAÐSINS: Þau mistök urðu i sambandi við þetta bréf að ekki var haft sam- band við Guðna til að fá skýr- ingar hans. Hins vegar stendur lesendasiðan honum opin hve- nær sem er, ef hann óskar eftir að skýra sin sjónarmið. Léleg Costa Brava Sunnufarþegi, G.G. hringdi: Ég er einn af þessum Spánar- förum, en heldur er ég nú óánægöur meö mina siöustu ferö, sem ég tókst á hendur meö feröaskrifstofunni Sunnu til Costa Brava. Þetta var hálfs- mánaöar ferö, sem ég borgaöi 52 þúsund krónur fyrir, þar af 8 þúsund fyrir aö fá tveggja manna herbergi. Er komiö var til Spánar var mér sagt, aö ég gæti ekki fengiö neitt tveggja manna herbergi og var settur inn á þaö ægilegasta hótel, sem ég hef nokkurn tima komiö inn á, Distancia Florida. Otsýni úr þessu herbergi var næsti stein- veggur svo ekki var hægt aö una sér viö þaö. Þarna voru pöddur og skitur og verö ég aö segja, aö þetta var varla mönnum bjóö- andi. Fyrir þetta varö ég samt aö greiöa stórfé og þegar ég kvartaö viö hótelitjórann, sagöi hann aöeins, aö ég gæti bara fariö. Þaö er nú enginn hægöar- leikur. Þjónn, sem vann á hótel- inu sagöi mér, aö hóteliö kostaöi aöeins 130 peseta á sólarhring eöa um 5000 krónur fyrir hálfan mánuö. Þegar ég kom heim, kvartaöi ég yfir þessari meöferö viö forstjóra Sunnu, en hann vildi ekkert hlusta á mig, sagöi aöeins, aö ég heföi fengiö þaö, sem ég borgaöi fyrir. rannsókn á vegum dómsmála- ráðuneytisins á þessu máli svo að þjóðin geti fengið að vita hver ber ábyrgð á þvi þegar rík- iseignir eru notaðar i þágu iþróttafélaga á sama tima og þær ættu fyrst og fremst að vera að sinna hlutverki landhelgis- mála? 4. Er landhelgisgæzlan stjórn- laus i dag?” FLENSA í SÍLDINNI? Gamall sIldars jóm aður hringdi: „Er það tilfellið að sjávarút- vegsráðherra og ráðuneyti hans ætli að fá fiskifræðinga til að segja að sildin, sem Vest- mannaeyjabátar hafa verið að fá i vörpur sinar á svæði þvi sem sildarbátar hafa verið að veið- um á að undanförnu, hafi bara dáið úr flensu? — Nei, svo ein- falt er málið ekki. Það er vegna rangrar og óraunhæfrar reglu- gerðar um veiðar og söltun sildarinnar.” FLÍS EÐA BJÁLKI... Kristbergur Guðjónsson skrif- ar: „Ekki er furða þó að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins noti sér mál sem hægt er að blása upp eins og gert hefur verið um Sjálfstæðishúsið og óðaúthlut- anir. Pólitik hér á landi þarf ekki að lýsa og óþarfi að sak- fella einn flokk þvi þeir sem fara með völd hverju sinni vita ekkert, að hinna áliti.Alþýðu- blaðinu, sem alþýðan vill reynd- ar ekki kaupa, er vel kunnugt um slikt, fáir flokkar hafa verið ásakaðir um bitlingaúthutanir i eins rikum mæli og aðstandend- ur þess. Þekktur skólamaður, sem fnér þótti og þykir vænt um, fórnaði æru sinni til að reyna að bjarga þvi frá dauða. Var ekki smá hneyskli á sinum tima hvernig „alþýðan” tapaði Alþýðuhúsinu og jafnvel fleiru? Nú eru þeir valdalitlir og þá .& að yfirbjóða en þvf miður er það einmitt siður flestra flokka hér á landi. Það er sem ég sjái að kommúnistar hefðu hafnað framlagi frá Máli og Menningu þegar þeir voru með „snikju herferðina” vegna Tjarnargötu villunnar. Trúlega hefði Fram- sókn ekki heldur haft á móti framlagi frá SIS, hér er þó um „almennings fyrirtæki” að ræða, sem varla hafa rétt til að gefa. Mikið veður hefur verið gert út af lóðaúthlutun án aug- lýsingar og reyndar var þetta klaufalegt, allt sem þurfti var auglýsing. Gaman væri að vita hvort Alþýðu..., Framsóknar.. eða Kommúnistaflokkur hafa nokkurntima „auglýst” opin- bera stöðu sem þeir voru búnir að veita þegar þeir hafa haft „völd”. Trúlega hefur þar oft ráðiðannað en almannaheill.. Ef svo hefur verið þá hefur verið stofnað til óþarfa kostnaðar og framinn skrípaleikur. Ég er á móti þvi að nokkur rannsókn fari fram vegna bygg- ingar Sjálfstæðishússins nema þessi mál séu rannsökuð hjá öll- um flokkum en þá væri ég sam- mála. öll bæjar og sveitarfélög á landinu hafa trúlega veitt lóðir án auglýsinga. Ég fékk t.d. lóð i minu sveitarfélagi en man ekki til að hún hafi verið auglýst. Enda getur slikt verið sýndar- mennska ef valdhafar hafa á- kveðið úthlutun fyrirfram, sem er vist ekkert einsdæmi. 1 þvi mikla húsnæðisleysi sem rikir I Reykjavik er vandamálið ekki úthlutun einnar lóðar heldur hvernig hægt er að úthluta fleiri lóðum. Reykjavik hefur misst marga góða skattgreiðendur i Kópavog, Garðahrepp og viðar vegna lóðaleysis, þó að flestir þessara manna sæki vinnu og aðrar þarfir til Reykjavikur. Hvar eru t.d. sjúkrahús þessara staða? Aðalvandi borgarstjórn- ar er að finna lóðir og vinna þær eins og krafizt er en trúlega mundu mörg byggingafélög vilja sjá um frágang lóða án nokkurs kostnaðar fyrir bæjar- félaÆið. Ég eraftuj^móti hissa á að ekki skuli meira hafa verið rætt um úthlutun lóð\ t.d. við Elliðaárvog fyrir bilarusla- hauga, verkstæði sem draga mikið drasl á eftir sér og jafnvel sorpstöð. Mér hefur verið sagt að ísland sé rúmir 100 þús. ferkm og að við séum rúmar 200 þús. sálir. Hvernig má það vera að hér vanti skika undir kofa? Er borg- in ekki eigandi að landi alla leið að Korpúlfsstöðum? Og hefur nokkur einstaklingur rétt til að standa i vegi fyrir að samland- ar hans geti komið yfir sig þaki jafnvel þó aðeins 5000 manns eigi landið, eins og mig minnir að bæjarstjóri Akureyrar hafi upplýst? Hitaveita, eða væntan- leg hitaveita, Suðurnesja er gott dæmi um ágang. Hvaða ábyrgð myndu „eigendur” Iiraunsins bera ef það færi að skemma út frá sér? Ég held að mörgum væri ollt að líta I eigin barm og segir mál tækið ekki: „Það er auðveldara að sjá flisina I auga bróður sins en bjálkann I sinu eigin”. tgjPSjKJíristbergur Guðjónsson.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.