Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975 11 Tízkan í vetur ERNA V. INGÓLFSDOTTIR „Það er hirðingjatizkan (Peruvian Look), sem er rikj- andi, og hún býður svo sannar- lega upp á einstaklingsframtak- ið. Alls konar fatnaði er hægt að blanda saman, jafnvel er móð- ins að vera dálitið druslulegur. Svo kemur aftur á móti að vera fullkomlega „elegant”.” Þetta segir Heiðar Jónsson fegrunarsérfræðingur hjá Glob- us, en þar hefur hann með Yardley snyrtivörur að gera. Heiðar er nýkominn heim frá tizkusýningu i London. Þangað fer hann að jafnaði tvisvar á ári á vor- og hausttizkusýningarn- ar. Hann segir okkur að meiri tizkubreyting hafi orðið nú en undanfarin ár þó ekki sé hún al- veg byltingarkennd. „En það, sem ég kikti á vegna tizkunnar næsta ár, ber vott um að það muni verða „elegansinn” sem ræður rikjum. Búizt er við að rauðir sterkir litir haldi áfram að vera i tizku,” segir Heiðar. Tizkulitirnir i ár eru „Cram- berry” eða vinlitir, fjólublátt, vinrautt niður i bleikt. „Rustred”: Ryðrautt, — rauðara en rauðbrúni liturinn frá i fyrra. „Spruce”: Barrgrænt — kald- ur dökkgrænn litur. „Silverbirch”: Silfurbirki- grár — hlýlegur grár litur. „Flashred, black og beige”: Kvöldkjólar mikið i hárauðu, svörtu.og krem- eða drapplituðu. Dálitið sést af brúnum og drapplituðum samsetningum. Höfuðbúnaður: Þar ráða rikjum slæður og túrbanar. Hárið: Nú er það klippingin, sem skiptir öllu máli, og að hárið sé vei nært og heilbrigt. Góð klipp- ing á að gefa hárinu fyllingu en mikið er um að hár sé blásið en ekki lagt. Húðin Ijós- jafnvel bleikleit. Andlitið: Húðin ljós, jafnvel svolitið bleikleit. Varalitir rauðir og bleikir. Kinnalitir rauðir og bleikleitir. Augnmálningin sterkust undir augunum og litir frekar i stil við föt en augnlit. Mikill maskari. Augnlina í stil við þá augnskugga sem fyrir eru og augnskuggarnir ná lengra út á gagnaugun en fyrr. Naglalakk á að vera i sama lit og varaliturinn. Fatnaður: Efnin vönduð, heildarlinan beinni. Siddin frá hné niður á ökkla. Treflar notaðir við allt. Meira að segja fleiri en einn og margir litir i einu. Pils og buxur sem beinastar niður úr. Prjónavara úr 100% ulL Peys- ur stórar og miklar, og legghlif- ar úr ull eru mikið móðins. Skórnir finlegir Skór: Þeir eru finlegir. Táin mjórri en fyrr, hællinn hærri og mjórri, jafnvel pinnahæll. Fyllti hællinn sést, en er á niðurleið, og þykkir sólarsjástvarla. A stigvélum er ökklinn að þrengjast án þess þó að falla að. Kúrekastigvél eru mjög vinsæl, sérstaklega þó með niðurmjóum gallabuxum, KARLMENN NOTA ANDLITSFARÐA - KVENFÓLK MIKINN MASKARA Niðurmióu gallabuxurnor róða ríkjum Hirðingjatfzkan er í algleymingi. Takiö eftir hvernig hnapparnir eru á yfirhöfninni. Litlar isaumaðar buddur eru hæstmóðins I dag. sem eru hæstmóðins aftur. Annað tizkufyrirbrigði er að blanda saman óskyldum litum, svo sem skærbleikum kjól með grænu sjali. Við þetta eru notað- ir dökkbláir skór og veski, svo að eitthvað sé nefnt. Frönsk undirföt eru i tizku. Það eru gamaldags undirföt úr glansandi silki með iburðar- miklum blúndum. Kvöldkjólar eru iburðarmikl- ir, efnismiklir og „elegant”. Stuttir kvöldkjólar eru að byrja að sjást aftur og slár eru mikið notaðar við kvöldkjóla. Mest á- berandi eru kjólar úr krepefni, chiffon, alsilki og ullarjersey. Svonefndir túpukjólar eru vin- sælir. Þá er bolurinn þröngur, sérstaklega yfir brjóstin. Axlir eru gjarnan berar eða kjóliinn Globus selur fleira en landbúnaöarvörur, þaö selur Ifka Yard- ley-snyrtivörur. Sölumaöur fyrir þær er Heiðar Jónsson, sem við sjáum hér klæddan eftir nýjustu tizku. Takiö eftir treflunum og hvaö gallabuxurnar eru þröngar. Ljósm. Björgvin. hafður með hlýrum eða háls- bandi. Rykfrakkar eða svokallaðar „Mac”kápur (finni hermanna- still) eru í tizku. Slár úr ullar- efnum eru vinsælar. Kápur eru yfirleitt beinni niður en áður en samt viðar. Þessi mikla bak- vidd, sem verið hefur, sést ekki. Mikið ber á hinum svokölluðu kápukjólum. Það eru kjólar úr þykkum efnum. Gætu hentað hér með þykkum rúllukraga- peysum. Hirðingjatizkan (The Peruvian Look). Föt eru úr vatteruðu efni, marglaga. Hneppt með kósum á sivala tréhnappa. Pilsin eru þunn og undirpils jafnvel niður undan. Ullarlegghlifar notaðar við, og veskin eru taubudda sem hengd er þvert yfir öxlina. Allt er þetta með mismunandi isaumi. Þessu fylgja oft hinar vinsælu niðurmjóu gallabuxur og kúrekastigvél. Heiðar sagði að nú ætti að vera tilvalið tækifæri til þess að koma ullarvörum okkar á fram- færi. Hann sagði að þegar hann var á ferð i fyrra i London hefði stærsta verzlunin við Oxford- street, Selfridges, verið með heilan sýningarglugga með is- lenzkum ullarvörum. Slikt hefði hann ekki séð i ár. Lopinn ætti að henta vel i tizkufatnað. Raunar sagðist hann hafa séð eina peysu i verzlunum hér frá islenzkum framleiðanda sem væri alveg hæstmóðins. Sú er með kraga og stórum trétölum. Ekki getum við skilið svo við tizkuna að við nefnum ekki karl- menn. Þeir fylgjast með ekki siður en kvenfólkið þó við raun- ar gerum þeirri tizku ekki skil að ráði að sinni. Heiðar sagði að nú gengju karlmenn með stuttklippt hár og það vel klippt. Siða hárið er ekki i móð. Þá er það algjör bylting að karlmenn eru i aukn- um mæli farnir að nota „make up” andlitsfarða. Hann á þó að vera þannig að ekki sjáist að hann sé notaður. Buxur herr- anna eru beinar niður, ekki nið- urmjóar nema vitanlega galla- buxur. (Ætli margir eigi ekki slikar einhvers staðar i fórum sinum?) Stórar ullarpeysur eru i tizku. Lika fyrir karlmenn. n rfv ' ,V'{V 1 IM^. ^iÍJÉrI 111 T wmPv- •••"' /i m/L -,X fenH [I ; ,rJ '4 v ** BF1 ^sé l|í3|& ’Of s||g y. 'f^wsk Það dugar ekki aö vera bara i einu pilsi. Tvö lætur hún sér samt nægja þessi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.