Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 6
DACKLAUIU. — FOSTUIJACUK H. AOÚST 1976. f ..... Beirút: Rauði krossinn hefur náð samn- ingum: — hefur starf á ný Starfsmenn Alþjóða Rauóa krossins munu freista þess að halda áfram brottflutninfíi særðra manna og kvenna úr flóttamannabúöunum Tel Al- Zaatar við Beirút í dag. Sögðu starfsmennirnir seint í gærkvöldi. að tilraun myndi verða fíerð i dafí, eftir að flutn- ingarnir hafi legið niðri í einr dag, á meðan verið var að reyna að tryggja öryggi þeirra, sem að flutningunum standa. Sl. þriðjudag og miðvikudag, tókst starfsmönnum Rauða krossins að flytja 334 af þeim eitt þúsund mönnum sem hafast við í flóttamannabúöun- um á hrott. Síðan hafa fimm þeirra látizt. Ekki hafa talsmenn Rauða krossins látið uppi. hvers vegna þeir treysta sér til þess að hefja flutningana á ný, en talið er, að þeir hafi náð viðunandi sam- komulagi við leiðtoga hægri manna. Búizt er við því, að hersveitir frá Saudi Arabíu og Súdan muni nú fá tækifæri til þess að koma sér fyrir á milli hinna stríðandi herja og má þá ætla að þetta 54. vopnahlé, sem gert hefur verið í borgarastyrjöld- inni, kunni að vara a.m.k. nokkra daga. Drepsóttin íPennsylvaníu: Eiturgufa úr loftrœstikerfi? Lofthreinsunartæki, gólfteppi, veggfóður og jafnvel plastmál hafa verið send til rannsóknar hjá sérfræðingum, sem enn reyna að komast að því, hvað valdið hafi dauða 23 manna í Pennsylvaníu. Hinir látnu, ásamt um 140 manns, sem sýnt hafa merki krankleika, sem settur er í sam- band við sótt þessa, sátu þing fyrrverandi hermanna. Yfirvöld hafa nú útilokað þann möguleika að um bakteríu kunni að hafa veriö að ræða, en segja að þriggja daga rannsóknir hafi ekki leitt neitt nýtt í ljós. Hallast menn nú helzt að því, að um hreina eitrun hafi verið að ræða. Sérþjálfaöir rannsóknarlög- reglumenn frá heilbrigðiseftirlit- inu hafa verið kallaðir til rann- sóknar og kanna þeir alla hluti, meira að segja plastmál, ef ske kynni, að einhverjar eiturgufur kunni að hafa myndazt. Nokkrir þeirra tíu þúsund gesta, sem sátu þingið, segja að þeir hafi séð eitthvað, sem líktist gufu, koma út um op loftræsti- kerfis fundarsalarins. Yfirvöld hafa einnig útilokað þann möguleika, að eitrunin sé viljandi verk manna eins og sumir hafa viljað halda fram. Enginn hefur sýkzt síðan á þriðjudag og telja menn það merki þess, að um mjög einangrað tilfelli hafi verið að ræða. Starfsfólk Rauða krossins hefur haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir lífi flóttamannanna í Tel Al-Zaatar flóttamannabúðunum. Hér má sjá bráðabirgðasjúkrahús í neðanjarðarbyrgi. ✓ NIKIIAUDA A AÐ GCTA KEPPT Á NÝ, StGJA LÆKNAR Læknar, sem haft hafa heims- meistarann í kappakstri, Niki Lauda til meðferðar á sjúkrahúsi, segja, að hann eigi að geta keppt á ný, þrátt fyrir þau miklu meiðsli er hann hlaut í slysi í Grand Prix- keppninni í Vestur-Þýzkalandi sl. sunnudag. Horst Lutz, læknir við gjör- gæz.ludeildina á sjúkrahúsinu í Mannheim, þar sem Lauda liggur, sagði í gær, að hann hefði tölu- verðar vonir um, að heimsmeist- arinn myndi ná sér að fullu og því geta keppt á ný, ef hann vildi. Lauda slasaðist mikið er Ferrari kappakstursbíll hans lenti út af brautinni. brenndist illa, skaddaðist i lungum og hlaut beinbrot. Þó sagði læknirinn, að allt byggðist á því, hvort sár við vinstra auga Lauda reyndist ekki eins aivarlegt og það liti út fyrir aö vera. Tompson gilið: 74 lík hafa fundist Kftir flóðið mikla í Tompsongilinu skammt frá Denver i Colorado. hafa leitarmenn reynt allt til þess að finna þá sem saknáð er. llafa þeir nt.a. tekið infrarauða geisla i þjónustu sína 111 þess að reyna að finna lík. sem grafizt hafa undir leðju og spýtnabraki. í gærkviild var búið að finna 74 lík. IVlyndin sýnir vegsum- merki i rilinu. en þar sópuðust flest liús af grunnum, brýr og vegir eyðiUigðust. Seveso: Enn mikið eitur í verksmiðjunni Verkamenn við efnaverksmiðj- una í Seveso segja, að þar sé enn nægilegt eiturefni til þess að valda stórtjóni í næsta nágrenni, ef ekkert verður að gert. Hafa þeir farið fram á leyfi til þess að hefja störf að nýju til þess að geta lokið við vinnslu eitur- efnisins, sem þá verður gert óskaðlegt. Ekki hefur borizt svar frá sviss- neska risafyrirtækinu sem á verk- smiðjuna. né ítölskum yfirvöld- um. Verksmiðjan hefur verið einangruð síðan sprengingin varð fyrir tæpum mánuði. Við það komust eiturefni út í andrúms- loftið. Heilbrigðisyfirvöld segja að af þeim 45, sem fluttir voru á sjúkra- í lifur og nýrum, séu 15 enn á hús vegna húðsjúkdóma og verkja spítala. Flestir þeirra eru börn. Flytja heim úr skolprörunum Oltí manna i Kina hefur nú rénað mikiö eftir að yfirvöld gáfu út þá vfirlýsingu, að luettan á öðrum jarðskjálfta þar i landi va'ri nú sáralítil. Fólk í l’eking, sem hafzl liefur við i skýlum á götum úti og i skemmtigiirðum, hefur nú fengið leyfi til þess að flytjast heim á ný, — einnig þessi fjiilskylda. sem hafðist við í skolprörum með allar sínar eigur. aiku

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.