Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 8
8 DA(iBI,AÐIÐ. — FÖSTUDA(íUK 6. ÁGÚST 1976. í hinni hörðu samkeppni IATA- flugfélaganna: FLUGFELAGIÐ MEÐ HVAÐ BEZTU SÆTANÝTINGUNA t nýútkominni skýrslu frá IATA (Alþjóðasambandi flug- félaga) er greint frá ýmsum þáttum í sambandi við flug og flugrekstur hinna ýmsu félaga, sem eiga aðild að sambandinu. Flugfélag íslands er aðili að sambandinu og er það tekið með í skýrslunni. Loftleiðir eiga aftur á móti ekki aðild þar að. Meðal þeirra atriða sem tekin eru fyrir í skýrslunni er sæta- nýting flugfélaganna og meðalfjöldi flugstunda á dag. Sé skýrsla Flugleiða fyrir árið 1975 tekin með og borin saman við aðildaifélög IATA, verður staða þeirra aó teljast góð í þessum tilfellum. Má þar nefna að flugstundafjöldi Douglas DC-8 63 vélanna á dag er 12:73 klst. en sambærilegur timi fyrir þær vélar hjá t.d. Iberia á Spáni er aðeins 9:35 klst. Nýtingin á Boeing — 727 vélunúm er 7:10 klst. sem einnig telst mjög gott. Einna lélegust nýting er á Friendship- vélunum eða 4:07 klst., sem þó telst ekki slæmt þar sem vega- íengdir eru stuttar og mikill tími fer í að ferma og afferma flugvélarnar. Sé sætanýting Flugleiða at- huguð kemur í Ijós að hún er mjjög góð. Heildarsætanýtingin er 71.9%, en jafnvel hjá stærstu félögunum, svo sem SAS, er hún aðeins 53,3% og hjá Trans World Airlines í Bandaríkjunum er hún 53.8%. Alls eru 10 vélar í notkun hjá Flugleiðum um þessar mundir, þar af eru 9 eign félagsins. -JB. Að vísu þurfa farþegar i flug- vélunum íslenzku ekki enn að kaupa sér stæði eins og hér virðist vera. Þarna voru blaða- menn íslenzkra blaða á ferð á dögunum. Eyjamenn flýja þjóðhátíðina Nú er undirbúningur þjóðhá- tíðar í Vestmannaeyjum á loka- stigi. Senn taka aðkomugestir að streyma til Eyja. Það þykir hins vegar tíðindum sæta að mikill straumur Vestmanneyinga er nú til lands með Herjólfi. Astæðan er að margir Vestmanneyingar kunna ekki við nýja þjóðhátíðar- staðinn og kjósa því heldur að halda sína eigin þjóðhátíð uppi á meginlandinu. — ASt. INNVEGIN MJÓLK MINNI í ÁR — smjörið eykst Innvegin mjólk var 2,2% minni í ár en fyrstu 6 mánuði síðast- liðins árs, segir í yfirliti Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Mestur samdráttur hefur orðið á svæði Mjólkurstöðvarinnar i Reykjavík, 12.8%, en hjá Mjólkurbúi Flóamanna var minnkunin 1.3%. Hins vegar hefur orðið aúkning mikil á Sel- fossi í júlí og því orðið svipað magn mjólkur fyrstu 7 mánuði ársins og í fyrra. Mjólkursamlag KEA á Akureyri er með svipað magn og í fyrra en hjá samlaginu á Húsavík er aukningin 11.2% miðað við í fyrra. Smávegis samdráttur hefur orðið í sölu nýmjólkur en veruleg aukning í sölu undanrennu. 1 ár hafa verið seldir 777 þús. 1, en í fyrra 658 þús. 1. Veruleg aukning var í fram- leiðslu á smjöri. Samtals hafa verið framleidd 811 tonn í ár, en í f.vrra á sömu mánuðum 647 tonn. smjörskorti miðað við núverandi framleiðslu. Verulegur samdráttur hefur orðið í framleiðslu 45% og 30% osta, þar sem megin áherzla hefur verið lögð á að koma birgðum af smjöri i eðlilegt horf. 1 ár hafa verið framleidd 663 tonn af ostum en í fyrra 991 tonn. Tæplega 2% söluaukning hefur orðið á ostum í ár. Fyrri helming ársins 1975 var flutt út 251 tonn af ostum en í ár aðeins 53 tonn. Innanlands hafa verið seld 812 Sala á skyri var aðeins minni í tonn, en í fyrra 709 tonn. Aukn- ár en í fyrra. ingin er 14.5%. Engin hætta er á —EVI Ófremdarástond á Kleppsspítala er salerni stíf luðust Slæmt .ástand hefur ríkt á Kleppsspítalanum undanfarna 3 daga eftir að sjúklingur hafði tekið sig til og stíflað salerni. Flæddi upp úr sumum klósett- unum og varð að flytja sjúklinga af nokkrum deildum. í fyrradag var unnið við það að sótthreinsa deildirnar. í ljós kom síðar að eitt af rörunum var brotið og var unnið við að koma nýju fyrir í gærkveldi. -BA- Ódýrara að lœra ó bíl hérlendis en á hinum Norðurlöndunum Það tókst ekki að festa alla stjórnina á filniu þar sem 2 stjórnarmeðlimir höfðu brugðið sér í bæinn. Hérna sjást þeir Jón Sævaldsson og Peter Bidstrup Danmörku, sem er varaformaður samtakanna. Næstur er Bertil Flodén sem er Svíi og formaður Norðurlandasambandsins. Knut Ekelöf er ritari og kemur einnig frá Svíþjóð. „Gamla aðferðin þar sem einn kennari ekur með nemanda sín- um í umferðinni hefur reynzt langsamlega bezta kennsluað- ferðin,“ sagði Bertil Flodén for- maður Norðurlandasambands ökukennara. Fundur þess félags hófst í Reykjavík I morgun og lýkur annað kvöld. Stjórnarfund- ir eru haldnir 1—2 á ári. Formaðurinn sagði að fyrr- greind aðferð væri jafnframt sú dýrasta. Hafa flest Norðurlöndin, utan íslands, tekið upp aðrar að- ferðir. I Svíþjóð eru til dæmis notuð sjónvörp og segulbands- tæki á ökuskólum. í Danmörku hafa verið byggðar sérstakar brautir sem ætlazt er til að öku- kennarar geti farið um með nem- endur sína. Baráttumál samtakanna íslenzkir ökukennarar hófu þátttöku í Norðurlandasamstarfi eftir að horfið var til hægri um- ferðar árið 1968. Helztu baráttumál ökukennara á Norðurlöndum eru: Samræmd- ar kröfur verði gerðar til öku- kennara. Samræmdar kröfur verði gerðar til nemenda. Próf sem ökunemar taki verði sam- bærileg. Unnið verði að stöðlun iikumerkja. Hvað kostar bílpróf á Norðurlöndum? Bílpróf rnega menn þreyta á sínum 18. afmælisdegi á öllum Norðurliindunum nema íslandi. Lágmarkskennslutími er í Finn- landi 20 tímar, en hann er ekki til i Svíþjóð, Noregi og Danmörku. I Svíþjóð kostar um 74000 krónur að læra á bíl ef miðað er við 17—20 tíma. Í Danmörku kostar tíminn (klukkutimi) 2500 krónur, en hér á landi kosta 45 mínlút- urnar 1800 krónur. Auknar kröfur til ökukennara Á Norðurlöndunum verða menn að vera 21 árs til að mega kenna á ökubil og miðað er við að viðkomandi hafi haft bilpróf i rninnst 3 ár. Þá þarf að taka 15 vikna bóklegt nám og 5 mánaða verklegt. Til þess að reka öku- skóla. þar sem til dæmis eru 3 bílar, verður viðkomandi að hafa kennt í 2 ár. islenzkir ökukennarar fá ekki eins góðan undirbúning. Skilyrð- in eru hér ; landi þau að viðkom- andi sé orðin 25 ára og hafi tekið meirapróf. Taka þarf 3 próf en námskeið vantar til að undirbúa menn undir prófin. Próf er þreytt um búnað ökutækja, um ferðalög og loks í kennslu. Er ætlazt til að tilvonandi ökukennarar fái að fylgjast með kennslu hjá eldri kennurum. Stútur við stýri Ef menn aka á Norðurlöndum með yfir 1,2 promill af áfengi í blóðinu eru þeir sviptir ökuleyf- inu. Verða þeir þó að þreyta prófið að nýju, sem vilja (og mega) aka á nýjan leik. Fyrir örfáum mánuðum var sænskri og danskri lögreglu heim- ilað að stöðva bíla hvenær sem er. Áður gilti sama regla og enn gild- ir í Englandi að menn geta ekið í hvaða ástandi sem er á meðan aksturinn vekur ekki eftirtekt lögreglu. Ökuskírteini œvilangt Utan Islands fá ökumenn skír- teini sem duga ævilangt, þ.e. á meðan ekið er samkvæmt laganna bókstaf. íslenzk ökuskírteini eru tekin góð og gild annars staðar á Norðurlöndum og sama á við um skírteini hinna Norðurlandabúa hér á landi. Lœgra próffall ó íslandi Algengt er að liðlega 25% falli í fyrsta skipti á bílprófi á Norður- löndunum nema tslandi. Á tslandi er að meðaltali um 8% fall, en hér taka um 6000 manns bílpróf árlega. Mjög margir hafa réttindi til að kenna hér á landi en um 150 manns starfa við það að staðaldri. —BÁ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.