Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 10
10 BIAÐID irjálst, úháð daffblað l’lKol'amli Danblartirt hf. Kramkvæindastjóri: Svoinn H. Kyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Króttastjóri: Jón Bir«ir Pótursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Helfíason. Aóslortarfrótta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Heykdal. Handrit \s«rimur Páisson. Blartatnenn: Anna Bjarnason. As«eir Tómasson. Ber«lind Asneirsdóttir, Brani Sieurrtsson. Krna V. In«ólfsdóttir. Clissur Si^urrtsson. Hallur Hallsson. Helgi Pótursson. Jóhanna Biruis- dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ölafur Jónsson. Ömar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson, BjörKvin Pálsson, Raunar Th. Sieurrtsson (ijaldkeri: Práinn Þorleifsson. DrejfirigarstjCiH: Már K.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánurti innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakirt. Ritst jórn Sirtumúla 12. simi 82322. auglýsingar, áskriftirog afgreirtsia Þverholti 2. sími 27022. Setninu ou umbrot: Dagblártirt hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5. Mymla-ou plötuuerrt: Hilmir hf . Sirtumúla 12. Prentun: Árvakur hf . Skeifunni 19. Vönduð vinnubrögð Dagblaðið rakti nokkur helztu fA atriði hins svonefnda Grjótjötuns- máls í ítarlegri grein, sem birtist 11. maí sl. Þeim, sem vilja kynna sér vönduó vinnubrögð í nútíma blaðamennsku, er bent á aó lesa þessa grein. Þar eru krónutölur og aórar staðreyndir hins mikla fjármáladæmis lagóar á borðið, en les- endum leyft að draga ályktanir af staðreyndun- um. Grunur yfirvalda um gjaldeyrissvik við kaupin á skipinu er ekki nema lítið brot af öllu Grjótjötunsævintýrinu. Þar kemur fram, að kaupverð skipsins var um 60 milljónir króna, þegar það var keypt til landsins fyrir rúmlega hálfu öðru ári, eða svo var gjaldeyrisyfirvöldum sagt. Þegar gjaldþrot var síóan yfirvofandi ári síðar, var skipið selt öðrum aóilum á 130 milljónir króna. Þegar skipið var endurselt, voru skuldir Sandskips hf., fyrirtækisins, sem stofnaó hafði verið til að reka skipið, orðnar rúmlega 100 milljónir króna. Voru flestar þessar skuldir raktar í grein Dagblaðsins. Veðskuldir vegna skipakaupanna námu þá um 75 milljónum króna og sex fjárnám tæpum 2 milijónum króna. Vanskil við launþega fyrir- tækisins höfóu mest numió um 8 milljónum króna, en námu um 6 milljónum króna, þegar greinin var skrifuó í maí. Lausaskuldir vió ýmis þjónustufyrirtæki námu þá um 20milljónum. I viðtölum Dagblaðsins við ýmsa þá aðila, sem áttu kröfur á hendur Grjótjötni, kom fram, aó Kristinn Kinnbogason, framkvæmdastjóri Tímans, hafói jafnan verið annar af tveimur helztu talsmönnum útgerðar skipsins, þótt hans væri hvergi getið í firmaskrá. Grein Dagblaósins byggóist á upplýsingum úr veðmálabókum og öórum opinberum gögnum, svo og viótölum vió marga þá aðila, sem átt höfóu viðskipti við Grjótjötun. Voru kaflar úr sumum þeirra viótala birtir. Ekki voru í greininni dregnar ályktanir á grundvelli hinna ítarlegu upplýsinga. En ljóst er af tölunum, sem þar birtust, að eigendur Grjótjötuns höfóu fengió mikla fyrirgreiðslu á veikum forsendum.Ennfremur er ljóst, að út- gerðin er eitt af fáum fyrirtækjum á landinu, sem kemur sér mánuóum saman hjá því að greióa starfsmönnum sínum umsamin laun. Loks er ljóst af greininni aó útgerð Grjótjötuns hefur leikið mörg þjónustufyrirtæki grátt. Upplýsingarnar um Grjótjötunsævintýrið eru gott dæmi um þá þjónustu við almenning, sem Dagblaðió hefur verió aó innleiða í fjöl- miðlum hér á landi. Þjóðin þarf meiri upp- lýsingar en um aflabrögó og slysfarir. Hún þarf að fá aó vita um þá fjármálaspillingu, sem dafnað hefur hér á landi, meira eóa minna í skjóli stjórnmálaflokka. Pólitísku sorpritin taka ekki upp hjá sjálfum sér aó rannsaka svona mál og segja frá þeim. Ef Morgunblaðió minnist á Grjótjötun, er Tíminn óðar kominn meó hótanir á prenti um aó segja frá svonefndu Ræsismáli, ef Morgunblaðið þegi ekki. Þannig er hugarfarið hjá dagblöóum á boró við Tímann. Vonandi getur Dagblaðið haldið áfram aó fletta ofan af sérréttindum fjárglæframanna í kerfinu. Upplýsingaöflun á slíkum sviðum er miklum erfiðleikurh bundin. Þess vegna þurfa lesendur blaðsins að hjálpa blaðinu með því að veita því aðgang aó upplýsingum, semþeir ha'fa. Visindaletí 0« trúarleH um- ræða er nú orðin eitt þeirra aðalmála, sem frambjóðendur til forsetakjörs í Bandaríkjun- um geta notfært sér til at- kvæðaveiða. Hvorugu hefur áður verið gefinn mikill gaumur í lífi almennings, en röð atvika og vaxandi þýðing vísinda og mengunar fyrir iðn- aðinn og.kjósendurna hafa gert málaflokka þessa mjög mikil- væga. Frambjóðandi demókrata, Jimmy Carter, er hinn fyrsti bandarískra forsetafram- bjóðenda, sem á að baki sér töluverða visindalega þjálfun. Sá frambjóðandi, sem nú telst líklegur til þess að hljóta út- nefningu Repúblikanaflokks- ins, er Gerald Ford og hann situr upp fyrir haus í þrotabú- inu eftir Richard Nixon, sem átti vísindin sem einn sinn aðal- óvin. Ford hefur auk þess tekizt að klúðra vendilega ýmsum vís- indalegum málum nú með vor- inu, Það er því enginn hissa á því, að kjarnorkuvísindamaður og baráttumaður gegn allra handa mengun, Jimmy Carter, færi sér þessa hæfileika sína bros- andi í nyt. Nixon fór þannig að, að hann skar niður öll framlög til vís- indalegra iðkana. Hinn nútíma- legi iðnaður var langt frá ■ánægður með þá þróun mála og visindamenn voru þrumu lostn- ir yfir því, að Nixon rak ráð- gjafa sinn í vísindum frá störfum. ___ DAGBLAÐIÐ. —■ FÖSTUDAGUR ö. AGÚST 1976. Vísindin í kosninga- bamttunni Fjö^œtt vísinda- menntun kemur Carter oð gagní Þurfti ekki ó því að halda Nixon hélt því fram, að sú hefð að hafa einn ráðgjafa í vísindalegum efnum á fullum launum í Hvíta húsinu væri löngu úrelt. í stað þess réði hann til starfa hálfsdagsráðgjafa, H. Guyford Stever, sem auk þess er formaður Bandarísku vís- indastofnunarinnar, en þangað fer helmingurinn af framlögum ríkisins til vísinda. Stever var ekki spurður að mörgu, en í stað þess vann hann enn meira að verkefnum fyrir vísinda- stofnunina, og þau verkefni ollu mikilli hryggð hjá íhald- sömum repúblikönum. Vísinda- stofnunin stórbætti kennsluna í þjóðfélagsfögum, sem íhalds- öflin héldu fram, að myndu „grafa undan hefðbundnu verð- mætamati“. Auk þess urðu ein- hverjar misfellur á fjárreiðum stofnunarinnar, sem nú hafa verið rannsakaðar af nefnd fulltrúaþingsins. Þegar Ford tók við embætti var hann talinn á að ráða sér ráðgjafa í vísindalegum mál- efnum og eftir að lögum þess efnis hafði verið breytt og for- setinn hafði undirskrifað þau, byrjuðu vandamálin fyrst fyrir alvöru. Fáir útvaldir Ford vildi ráða Simon Remo sem ráðgjafa sinn, en hann hafði getið sér gott orð í þing- nefndum og í fyrirtækinu TRW, sem mikið hefur unnið af verkefnum fyrir hinn banda- r ríska hcrgagnaiðnað. Síðar var fallið frá þessari ráðningu, er öldungadeildarþingmenn gáfu það í skyn, að þá yrði hann að hætta störfum hjá TRW og selja hlutabréf sín í fyrirtæk- inu. Það er ekki auðvelt fyrir Ford að finna annan hæfan mann til starfans. Allt útlit er fyrir annan forseta og þ.a.l. annan ráðgjafa innan hálfs árs, og því ekki margir sem vilja þiggja slíkt kostaboð frá forset- anum. Þá lagði Ford til, að gerð yrði heils dags staða úr starfi Guy- fors Stever, en það vildi Öldungadeildin ekki sam- þykkja og ekki gat Ford átt það á hættu að styggja íhaldsöflin innan hennar, svona rétt fyrir úrslit kapphlaupsins milli hans og Ronald Reagans. Ford hefur því ekki tekizt-að ráða mann til þessa starfa í forsetatíð sinni. Ný stefna í umhverfismálum Jimmy Carter stendur mun betur að vígi í þessum skiln- ingi. Áður en hann varð ríkis- stjóri og jarðhnetubóndi, hafði hann menntað sig sem kjarn- orkuverkfræðingur. Sem ríkis- stjóri vakti einörð afstaða hans í umhverfismálum mikla athygli, a.m.k. miðað við það sem Bandaríkjámenn eiga að veniast. Þá neitaði Carter raf- Láglaunastefnan Þetta orð nefur oft heyrst í seinni tíð, einkum þegar samn- ingar hafa staðið yfir. Það vefst fyrir ýmsum að skrifa orðið, og láglaunabæturnar reynast létt- ar í vasa. Meiningin mun vera sú að þeir lægst launuðu fái vissa hækkum sem á að þoka þeim upp. Stundum hefur þó farið svo, að bæturnar hafa þotið út og suður og lent í vös- um sem voru sæntilega þéttir fyrir. Svo fór þó ekki í síðustu samningum. Mörgum finnst þó að láglaunafólk hafi aldrei fengið minna i sinn hlut en eftir síðustu samninga. Aður en f.vrst er borgað með nýju kaupi fer verðhækkunar- skriðan af stað og linnir ekki. Svo konta skattarnir ennþá svi- virðilegri en fyrr, a.m.k. fyrir þá sem ekki kunna að fela. Það er enn í fullu gildi, að þeir verða að kunna að fela, sem stela. Ég get sagt alveg umbúðalaust í hverju ég tel svívirðinguna fólgna. Eg tel hana felast í því að ákveðnum hluta af Isler.dingum er haldið ofan í láglaunapytti, sem þeir komast aldrei upp úr. Ár eftir ár er samið um eftir- vinnuna, sem er um 40% af tekjum Dagsbrúnarverka- manns. Hjón, sem vinna bæði úti, eru sköttuð saman og það breiðir yfir þær lágu tekjur sem karlinn hefur í raun og veru. En ekki eru allir giftir og hvað þá um einstaklinginn sem á að lifa á rúml. 60 þús. á mánuði í dag? Sannleikurinn er augljós en það vill helst enginn tala um hann nema þegar Viðkomandi á að borga mikið útsvar, þá er hann til. Hvað er margt verkafólk, einstaklingar á Islandi í dag, sem hafa 65 þúsund og það af minna fyrir umsamda 40 stunda vinnu- viku? Þessu þarf að svara. Það á ekki sýknt og heilagt að breiða yfir það hvað launin eru lág með alla vega fengnum tölum. Ég er oft spurð, hver sé ástæðan fyrir því að fólk lætur fara svona með sig. Astæðurnar eru margar, að ég hygg. Ég nefni nokkrar. í mörgum tilfell- urn vinna tveir einstaklingar f.vrir heimili og merja það sæmilega. A meðan er stéttar- vitundin shevð og fólk lætur sér nægja að nöldra og skammast út í forystuna. Það sækir ekki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.