Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. $ BRAGI SIGURÐSSON sæti listand þar. Sennilega verður Þórarinn Þórarinsson ritstjóri þar áfram og vaknar þá spurningin um það hvort þær ' ........ Framboð framsóknarmanna íSuðurlandskjördæmi: Skoraö á Einar aðstæður kunni að skapast að. Kristján Benediktsson færi í framboð til Alþingis í Reykja- vfk. - BS Framsóknarmenn í Suður- landskjördæmi leggja enn fast að Einari Ágústssyni, utanríkis- , ráðherra, að gefa kost á sér í framboð við Alþingiskosn- ingarnar næsta ár. Eins og DB hefur skýrt frá áður var Einar Agústsson á fundi að Hvoli hinn 16. ágúst sl. Þar var ein- dregið skorað á hann að gefa kost á sér i framboð með undan- geriginni skoðanakönnun eða án hennar. Lýsti Einar því yfir á þessum fundi að hann myndi íhuga rækilega þessar áskoranir. Nú hafa framsóknarmenn í Vestmannaeyjum lagzt á sveif með Rangæingum og raunar fjölda annarra flokksmanna um að leggja fast að Einari um framboð til Alþingis fyrir Suðurlandskjördæmi. Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna hefur nú svarað bréflega tilmælum Framsóknarfélaganna í Rangárvallasýslu þess efnis, að efnt verði til skoðanakönnunar eða prófkjörs um skipun i sæti á framboðslista til Alþingis, meðal annars um Einar Ágústs- son. Hefur stjórn Kjördæmis- sambandsins varpað boltanum yfir til kjördæmisþings, sem boðað hefur verið laugardaginn 22. október næstkomandi. Hefur kjördæmisþinginu með þessari boðun verið flýtt um þrjár vikur vegna vaxandi þunga áskorana um framboð Einars Ágústssonar. Rangæingum og Vestmanna- eyingum þykir ekki annað búðum er í stjórn Kaupfélags Skaftfellinga. Jón og Erlendur Einarsson forstjóri SÍS eru mágar. Loks er Ólafur ólafsson kaupfélagsstjóri. Forystumenn f'ramsóknar- manna eru eðlilega í nánum tengslum við samvinnufélögin. Það er eðlilegt, annað ekki. Þeir eru því oftast frammá- menn kaupfélaganna hver á sínum stað, þótt ekki sé það einhlítt. Það bagar þó til dæmis ekki Halldór Ásgrímsson í framboði, að hann skuli starfa við Háskólann en ekki Kaup- félag Austur-Skaftfellinga, eins og Asgrímur faðir hans gerði. Það myndi ekki spilla fyrir Einari Agústssyni, að hann er ekki ráðinn starfsmaður KRON eða SÍS. Enginn efast um tryggð Einars við samvinnu- hugsjónir og hagsmuni þeirra. Þegar nefndir eru forystu- menn Framsóknar á Súður- landi aðrir en fyrrverandi og núverandi þingmenn verður ekki gengið fram hjá Rangæ- ingum eins og ölvi Karlssyni I Þjórsártúni og Jóni R. Hjálmarssyni, sem nú er orðinn fræðslustjóri og fluttur til Sel- foss. Þeir eru meðal þeirra sem eru þess mest hvetjandi að Einar verði fenginn í efsta sæti listans. Líklega hefur enginn einn maður unnið upp fylgi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík eins og Einar Agústsson. Honum hefði ef til vill verið nokkur vandi á höndum, ef hann hefði þurft að taka efsta sæmandi en að Einar verði í efsta sæti listans og telja það raunar sterkasta framboðið. Nokkurrar tregðu hefur gætt um lok framboðsmála meðal annars vegna þessa. Þórarinn Sigurjónsson bústjóri í Laugardælum, er nú fyrsti þingmaður framsóknar- manna í Suðurlandi, Jón Helga- son í Seglbúðum annar. Af forystumönnum heima í héraði má nefna Ólaf Ólafsson, kaup- félagsstjóra á Hvolsvelli, sem hugsanlegan frambjóðanda. Þá er orðið sterkt SlS-svipmót á listanum, jafnvel þótt sr. Sváfnir Sveinbjarnarson sé nefndur um leið. Þórarinn Sigurjónsson er formaður stjórnar kaupfélags Árnesinga og á sæti í stjórn SÍS. Sem slíkur er hann i stjórn Meitilsins hf. í Þorlákshöfn. Minnir það á að skoðanir hafa verið mjög skiptar um ráðstaf- anir Meitilsins vegna rekstrar- örðugleika. Starfsfólki var sagt upp og togarinn Jón Vídalín gerður út fyrir markað í Fær- eyjum. Jón Helgason I Segl- Jón Sigurðsson Sigurðsson, viki sæti af sömu ástæðum og þeim sem tilgreindar eru í stefnunni. Hafnaði dómur- inn þeirri kröfu og lauk störfum með Jóni sem einum dómenda. - BS Iðnkynning: Heimsöknir í iðnfyrirtæki Iðnkynning í Reykjavík gefur almenningi kost á að heimsækja iðnfyrirtæki undir leiðsögn sérfróðra manna. Gef- inn er kostur á þremur mis- munandi ferðum og inniheldur hver ferð heimsókn í þrjú fyrirtæki. öllum eru opnar þessar ferðir, en aðeins 20 manna hópar fara í hverja ferð. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að hafa samband við Iðn-, kynningu í Reykjavík í síma 24473. Farið verður frá happ- drættishúsi iðnkynningar I Lækjargötu kl. 13 nokkra sýningardaga og verður ein- stakra ferða I fyrirtækin gerð nánari skil í dagbók Dag- blaðsins þá daga. -JH Stvrkir til háskólanáms í Sviss Svissíiesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms i Sviss háskólaárið 1978—79. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir til tíu mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 950 svissneskir frankar á mánuði og auk þess fá styrkþegar allt að 500 franka styrk til bókakaupa. — Þar sem kennsla í sviss- neskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi. — Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. desember- nk. á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 12. september 1977. er álit Bandalags háskólamanna Bandalag háskólamanna hefur stefnt fjármálaráðherra, Matt- híasi Á. Mathiesen, fyrir hönd ríkissjóðs, til þess að þola ógild- ingu á dómi Kjaradóms hinn 13. maí sl. Mál þetta var þingfest á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 6. sept. sl. Kjaradómurinn sem stefnt er um fjallaði um kjör með- lima BHM. Stefnukrafan er byggð á meintu vanhæfi eins dómenda í Kjaradómi, Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Er hún grundvölluð á reglum um ógildingu gerðardóma, meðal ann- ars vegna vanhæfis dómara. Jón Sigurðsson er, sem fyrr segir, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. I þvi starfi sínu hefur hann að mati BHM tekið þátt í stefnu- mótun fjármálastjórnar landsins, haft afskipti af samningamálum og yfirlýsingu varðandi kjaramál. Telur BHM þessi afskipti Jóns valda vanhæfi hans sem dómanda í Kjaradómi, sem fyrr segir. I kröfu BHM er ennfremur byggt á því, að galli hafi verið á málsmeðferð og því að niðurstaða meirihluta dómsins hafi verið byggð á röngum forsendum. Loks er krafizt málskostnaðar úr hendi ríkissjóðs í þessu stefnumáli. Við meðferð máls þess, er dómur Kjaradóms gekk í hinn 13. maí sl., hafði BHM krafizt þess að forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Jón Konungleg heimsókn á mánudaginn: Belgísku konungshjónin stoppa stutt á Bessastöðum Baldvin Belgíukonungur og drottning hans, Fabíóla, munu heimsækja Island stuttlega á mánudaginn kemur. Verða þau á leið um frá Belgíu, en ferðinni er heitið til Kanada. Ráðgert er að einkaflugvél þeirra lendi á Keflavíkurflugvelli laust fyrir hádegið. Konungshjón- in inuiiu heimsækja l'orseta Is- lands og forsetafrúna á Bessastöð- um. Ilaldið verður af stað kl. 13.30 til Kanada. «C Fabiola og Baldvin konungur. Þau leggja sig fram um að blanda geði viö þegna sína svo mikið sem ha-gt er. Þátttaka þjóðhagsst jóra í stefnumótun f jármálast jómar landsins: GERIR HANN ÓHÆFAN TIL AÐ VERA DÓMARI í KJARADÓMI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.