Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 11
DAtíBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAtíUR 14 SKP’I'KMRKR 1977. Þessi mynd er tekin af Hitler árið 1925 í hópi félaga i Bayern. sinnaðra hægrimanna. Pilt- arnir hafa farið höndum um efnið á þann hátt að boðskapur- inn i rokkóperunni fer ekki á milli mála. Hljómlistarmennirnir sem flytja óperuna eru ekki af verri endanum og margir þeirra eru í Sinfóníuhljómsveit Hamborg- ar. Óperan fjallar um þá atburði í lífi Hitlers, sem mest áhrif hafa haft á gang og þróun mála í Þýzkalandi á valdatíma hans. Ein persónan í leiknum er áróðursmeistari Hitlers, Joseph Göbbels, talið er víst að honum hafi fundizt aðferðin góð, en boðskapurinn hefur ekki verið að hans skapi. „Við viijum leiðtoga sem leiðir okkur úr ógöngum “ í byrjun leiksins er Hitler kynntur sem ungur maður sem hið illa hefur heltekið. I honum finnst ekkert gott. Fyrsti þátturinn er í anda miðalda- verka og minnir óneitanlega á siðgæðisleikrit, sem algeng voru i þann tíma. Eftir kynninguna er skipt um svið. Þá birtist hópur ungs fólks, sem er mjög óánægður með ríkjandi ástand. Það kveinar og kvartar um slæma tíð. Atvinnuleysi ríkir og þjóð- félagið þrúgar fólk. Við viljum leiðtoga sem leiðir okkur úr ógöngunum, segir það. Þá birtist Göbbels á sviðinu. Hann kynnir Hitler og býður þeim upp á leiðsögn hans, sem hann segir breyta miklu. Ef hann réði þá hefðu allir vinnu og allt væri undir góðri stjórn. Dópistinn Hitler Þegar líður á leikinn fara fram miklar bókabrennur og loks er Hitler sýndur sem algjör dópisti, sem gengur fyrir eiturlyfjum og sjúklegri valda- fýsn. Hann bíður svo örlaga sinna, boðskapurinn fer ekki milli mála. Rokkóperan um Hitler er skrifuð á ensku og er aðallega gerð með brezkan og banda- rískan markað í huga. Það er engin tilviljun að óperan er gerð núna. Síðustu vikur hefur mikið verið skrifað um Hitler og nasismann í Þýzkalandi. Forsíðumyndir hafa birzt af Hitler næstum á hverju einasta blaði i Evrópu. Þýzka viku- blaðið Stern var nýlega með mikla grein um Hitler og gömul mynd af honum skreytti for- síðu blaðsins. Nýlega var frumsýnd kvik- mynd um Hitler og hefur hún vakið mikla athygli og valdið miklum deilum. Aðsókn að myndinni hefur einnig verið með eindæmum góð. Miklar umræður hafa orðif um það i Þýzkalandi og annars staðar í Evrópu að hægri- sinnaðir öfgamenn fái þar sí- fellt meiri völd. Hitlersáhuginn virðist mikill í Þýzkalandi og hefur það vakið ugg þeirra sem muna stríðið. Bréfið fró Brandt Nasistaáhugi manna í Þýzka- landi fellur ekki i góðan jarðveg hjá þeim sem muna stríðið og þurftu að flýja heima- land sitt á stríðsárunum. Einn þeirra manna var Willy Brandt fyrrum kanslari landsins. Hann hefur ritað bréf til núverandi kanslara, Helmut Schmidts, og bent honum á vaxandi fylgi nasista I landi og sífellt umfangsmeiri starfsemi þeirra. Stjórnin hefur hins vegar látið frá sér fara að öfga- sinnaðir hægrisinnar hafi mjög lítið fylgi í Þýzkalandi og þar með nasistar einnig. Það sanni kosningarnar síðustu í landinu. Kápplersmálið hefur einnig vakið athygli um allan heim. Nasistaforinginn fyrrverandi slapp úr fangelsi á Ítalíu og flúði til Þýzkalands. Yfirvöld neita nú að framselja hann og bera fyrir sig lög um rétt þýzkra ríkisborgara. Utgefandi blaðs nokkurs í Munchen, Deutsche National Zeitung, skipulagði mikla göngu í Munchen, borginni þar sem Hitler hóf feril sinn. „Enginn grundvöllur fyrir nasisma í Þýzkalandi“ Riems og Quintus hafa hafnað þeirri skoðun manna á nýju rokkóperunni þeirra, að hún sé viðvörun til ungling- anna í Þýzkalandi um að ganga ekki nasismanum á hönd. Þeir félagar segja að óperan sé ábending til allra um hversu slæmt sé ef öfgahópar ýmiss konar komist upp og þá sé sama hvort þeir séu til vinstri eða hægri. Riems segir að hann telji engan grundvöll fyrir því að nasisminn eignist marga fylgismenn í Þýzkalandi. Riems og Quintus vilja halda heimilisfangi sínu og síma- númeri leyndu. Þeir vita að sá boðskapur sem er í rokkóper- unni á ekki vel við marga unga Þjóðverja í dag. Þeir eru hræddir um að hægrisinnaðir öfgamenn reyni að ná sér niðri á þeim. Kjallarinn Hilmar Jónsson dómsmálin voru í brennidepli var aðeins einn þingmaður sem gerðist talsmaður þeirra fjöl- mörgu sem vilja umbætur á kerfinu. Það var Sighvatur Björgvinsson. Ég álít að næstu alþingis- kosningar eigi að snúast um dómsmálin að miklu leyti og þar þurfi að mætast þeir sem mest og bezt hafa gagnrýnt kerfið og svo lið spillingar- innar með sjálfan dómsmála- ráðherra í fararbroddi. Þetta er mál þjóðarinnar númer eitt. Að öðru leyti er ég tilbúinn að stofna samtök gegn glæpum. En er það ekki tímanna tákn að það skuli vera flokksmaður sjálfs dómsmálaráðherrans sem biður mig að gangast fyrir þvl verki. Það er augljóst að flokks- bræður hans telja gagnslaust að snúa sér til Ölafs Jóhannesson- ar með góð málefni. Hilmar Jónsson bókavörður. f V. Auka ber frelsi kjósenda við val sveitarstjórnarmanna Að undanförnu hefur það nokkuð verið rætt í fjölmiðlum hvernig auka megi áhrif al- mennra kjósenda á val þeirra manna er veljast til þingsetu. 1 þvi sambandi hefur verið rætt um prófkjör sem leið til úrbóta, opið eða takmarkað við skráða flokksmenn. Vissulega er hér stigið spor í rétta átt til að draga úr völdum fámennra hópa er telja sig eiga flokkana. Þá hefur því verið haldið á lofti að æskilegt væri að kjósendur ættu kost á að raða frambjóð- endum á listum flokkanna eftir sinu höfði. Ymsar fleiri hug- myndir hafa komið upp, sem miða að auknu frelsi kjósenda við Alþingiskosningar. Vissulega er ástæða til að fagna að loks skuli komin einhver hreyfing á þessi mál og líklegt að flokkarnir láti undan verði þrýstingurinn nógu mikill. Tilefni þess að ég sting niður penna er ekki beint að ræða um þessi mál, heldur hitt að mér finnst umræður þessar um of hafa miðazt við að áhrif kjósenda verði aukin við val manna á Alþingi. Að minu mati er ekki sfður mikilyægt að frelsi kjósenda verði aukið að miklum mun við val sveitarstjórnarmanna. Tengsl ‘ sveitarstjórnarmanna og kjósenda eru yfirleitt mun meiri heldur en þingmenn hafa við sína kjósendur. Þrátt fyrir það hafa kjósendur mjög takmörkuð áhrif á að ákveða hvaða aðilar veljast til setu í sveitarstjórn. Lítum aðeins á hvernig þessum málum er nú háttað. Tökum sem dæmi bæjarfélag þar sem 9 fulltrúar eiga sæti I bæjarstjórn. Stjórnmálaflokk- arnir raða 9 mönnum á lista og jafnmörgum til vara. Stundum eru þessir aðilar valdir í þröngum prófkjörum, en oftar velur flokksforystan þá sjálf og raðar þeim á lista eftir sinu höfði. Þegar að kjnrborðinu kemur er því val hins almenna kjósanda æði lftið. Aðeins er leyfilegt að kjósa einn lista. Ötrúlegt er að kjósendur geti fundið 9 aðila á einum og sama listanum, sem þeir treysti bezt til að stjórna málefnum sinnar heimaþyggðar. Og eins og margoft hefur komió frant hafa útstrikanir ekkert að segja, þótt Kjallarinn SigurðurJónsson menn vildu breyta til á lista þeim sem kosinn er. Hér þarf að breyta og auka frelsið. Mun líklegra er að kjós- endur geti fundið þá 9 aðila sem þeir treysta bezt á fleirum en einum lista. Það er því mfn skoðun að nauðsynlegt sé að framboð til sveitarstjórna verði algjörlega einstaklingsbundin, en hægt sé að geta um flokks- aðild en þó ekki nauðsynlega. Allir sem áhuga hefóu á þátt- töku I stjórnun sveitarfélags síns ættu að geta boðið sig fram, ef þeir hefðu tiltekinn meðmælendafjölda. Engu máli ætti að skipta hvort flokks- forystan legði blessun sína yfir framboðið eða ekki. Frambjóðendum yrði síðan raðað á einn lista. Hugsum okkur að þannig kæmi t.d. 50 nöfn. Kjósendur myndu úr þessum hópi velja þá 9 sem þeir teldu hæfasta til að sinna mál- efnum sveitarfélagsins. Breyt- ingar I þessum dúr væru örugg- lega spor til bóta. Það verður einnig að teljast líklegra að með þessu móti myndu hæfari menn veljast til setu i sveitar- stjórnum. Það er Iíka svo að þeir sem eitthvað hafa kynnzt málefnum sveitarfélaga geta ekki annað en viðurkennt hve fáranlegt er að kjósa fulltrúa þeirra eftir flokkslistum. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.