Dagblaðið - 14.09.1977, Page 15

Dagblaðið - 14.09.1977, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. 15 Unnandi íslenzkrar poppmenningar: Útihljómleikar ættuaðvera hljómsveitunum að kostnaðarlausu t>ao er orðíð heldur seint að fjalla nokkuð um útihljóm- leika hljómsveitarinnar Eikar, sem haldnir voru á Lækjar- torgi fyrir tæpum tveimur vik- um. Vegna þeirra hafði þó sannur unnandi íslenzkrar poppmenningar samband við Dagblaðið og bað um að koma eftirfarandi á framfæri: í frétt í Dagblaðinu fyrir nokkru mátti lesa hálfgerðan undrunartón vegna þess hve fáar hljómsveitir notuðu sér það að halda útitónleika í Reykjavík. Staðreyndin er sú að vafalaust er vilji flestra fyrir hendi en slíkt hljómleika- hald kostar peninga. Kostnaður alls er um 50.000 krónur og það er peningur ennþá, þó að merkilegt megi y.irðast. í þessum 50 þúsund kalli er innifalinn kostnaður við að flytja sviðsvagn Reykjavíkur- borgar, kostnaður við að flytja hljóðfæri hljómsveitarinnar til og frá þeim stað sem hljóm- leikarnir fara fram á og loks laun rótara. Vagninn er lánað- ur endurgjaldslaust. Það er í sjálfu sér lofsvert að borgin láni sviðsvagninn án þess að taka fé fyrir, en ég tel Lárus Grímsson og Pétur Hjaltested I Eik. Ahugamaður um íslenzka poppmenningu telur að þeir og aðrir stéttarbræður þeirra eigi ekki að þurfa að greiða fyrir að laða Reykvíkinga að opnu svæðunum í borginni. DB-mynd: Bjarnleifur. að henni væri ekki of gott að borga kostnaðinn líka. Á hverju ári er eytt milljónum króna í að halda við skrúðgörð- um eins og Miklatúni, Laugar- dalsgarði og fleiri stöðum, sem fólk sést varla á. Er þá nokkuð fjarri Iagi að sami aðili greiði kostnaðinn við að laða fólk á staðina. Það hefur sýnt sig á úti- hljómleikum, bæði i fyrra og hittifyrra að aðsókn var alltaf góð og stundum mjög góð. Það er því fyllsta ástæða yfirvalda að létta enn frekar undir með láglaunuðum hljómsveitar- mönnum og um leið að llfga stórlega upp á borgarbraginn. HÖGNIER EKKIHREKKVIS I frétt á poppsíðunni í sið- ustu viku var lítillega minnzt á' hljómsveit austan af landi, sem nefndist Högni hrekkvísi. Aðstandendur hljómsveitar- innar hafa óskað eftir að sú leiðrétting komi fram, að hljómsveitin neiti einungis Högni. Högni hrekkvísi sé allt önnur hljómsveit. — Þá er bara eftir að vita, hvernig að- standendur Högna vissu að skrifað var um þá en ekki hljómsveitina Högna hrekk- vísa. PELIKAN & EINAR VILBERG. — A þeim sannast hið fornkveðna, að enginn er spámaður í sinu föðurlandi, enda eftir myndinni að dæma enginn þeirra í föðurlandi, utan yfir að minnsta kosti. %'á ^ v ■ * -' i' Presley og Jerry Lee Lewis björguðu lífí og limum Pelikana og Einars Vilbergs Hringferð hljómsveitar- innar Pelikan og Einars Vil- bergs um landið er nú lokið án áfalla. Þó var anzi mjótt á mununum einu sinni, að því er' Dagblaðinu hefur verið tjáð. Það gerðist föstudagskvöldið 2. september, er hljómsveitin lék 1 Neskaupstað. Orðrétt segir svo í heimild Dagblaðsins: „En í harðbakka sló þó í Neskaupstað eftir dansleik sl. föstudagskvöld. Varð flokkur- inn fyrir aðsúg nokkurra reiðra heimamanna, sem ekki töldu tónlist Pelikan og Einars Vilbergs beinlínis við hæfi innfæddra. Voru hafðar á lofti hótanir um allt frá kjafts- höggum upp í flöskur í haus- inn, ef hljómsveitin léki ekki meira af léttara taginu kvöldið eftir. Eftir fögur loforð og miklar fortölur tókst þeim félögum að sleppa ósködduðum að gisti- húsi kaupstaðarins og ganga til náða.“ Meðlimir Pelikans hafa væntanlega séð, að þarna urðu þeir að laga sig að aðstæðum, því að í bltið morguninn eftir fengu þeir lánaðar nokkrar plötur með Presley sáluga og Jerry Lee Lewis. Síðan var æft fram eftir degi og beztu lög kappanna að sjálfsögðu kópleruð vandlega. Það var ekki að sökum að spyrja að Pelikan sló hressi- lega I gegn um kvöldið og stóð gleðin langt fram eftir nóttu. Margnefnd heimild Dag- blaðsins, sem að sjálfsögðu neitar að láta nafns síns getið, sagði að ekki hefði verið laust við að margri ungplunni hafi vöknað um augu, er Pelikan og Co óku á brott á sunnudags- morguninn og settu stímið á Hornafiörð. ► COUNT BASIE FÆR SER BÍTA. — A síðasta afmælis- degi djassmeistarans Count Basie steingleymdist að af- mælisbarnið er með sykursýki. (Jr þvessu var bætt I ár svo að hann gat fengið sér bita með hinum. Það var að loknum hljómieikum I Detroit að þess- ari flygillöguðu hnallþóru var skotið inn á svið og' Count beðinn að gera svo véi. 2000 aðdáendur hans voru staddir á hijómleikunum og máttu fá -sér bita. En 113 kilóa þung tertan entist aðeins handa átta hundruð manns. — Afmælis- barnið varð 73ja ára gamalt. OrTIME

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.