Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 9
Síðastliðinn fimmtudag var haldinn opinn bæjarstjórnar- fundur á Eskifirði. Ellefu mál voru á dagskrá og mikil átök áttu sér stað á milli forseta bæjarstjórnar, Guðmundar Auðbjörnssonar og Jóhanns Klausens bæjarstjóra. Guð- mundur forseti sagði að 1 sumar hefði verið samþykkt á bæjar- stjórnarfundi að Jóhann Klausen ráðstafaði ekki neinni af íbúðum þeim sem bærinn á eða leigir nema með samþykki bæjarstjórnar. En það kom greinilega fram á fundinum, að bæjarstjórinn er fyrir löngu búinn að leigja áðurnefndar íbúðir bæjarins upp á sitt eindæmi, m.a. íbúð þá sem ætluð var næsta bæjar stjóra. Jóhann virðist ekki trúa því að hann sé hættur sem bæjarstjóri þrátt fyrir að hann hafi sagt starfi slnu lausu fyrir ■tæplega 6 mánuðum síðan. Nýr bæjarstjóri hefur hins vegar þegar verið ráðinn. Heitir hann Áskell Elvar Jóns- son og er viðskiptafræðingur á þrítugsaldri. Hann er giftur Droplaugu Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. -Regína/DS. Jim Smart, ljósmyndari Vikunnar, var á dögunum á ferða- lagi um Bandarikin og heimsótti þá meðal annar stórborgina San Fransisco á vesturströndinni. Borgin var einmitt I heimsfrétt- unum þennan dag vegna fjölda- morða, sem þar höfðú verið framin. Skammt frá hótelinu, þar sem ljósmyndarinn bjó var svo framið morð sömu nótt. Morð sem ekki var eins mikið rætt um. Myndin sem hér fylgir er einmitt af morð- staðnum. Lögreglan hefur málað á gangstéttina hvernig hinn myrti lá, þegar að var komið. Þetta er ein af skuggahliðum stórborganna I öllu sínu miskunn- arleysi. Verkfræðing- ar sömdu til sex mánaða Verkfræðingar hjá Reykja- víkurborg sömdu við borgina á mánudaginn. Búið er að sam- þykkja samningana á fundi hjá verkfræðingunum en borgar- ráð mun fjalla um málið á fundi I dag. Samkomulag varð um 7,5% kauphækkun strax. Síðan 3% 1. nóvember næstkomandi og 3% 1. desember nk. Samningarnir gilda til 15. marz 1978. Skáksambandið svipt „arfinum” „Það er engin ástæða til þess að láta þann erfa, sem reynir að binda endi á líf viðkomandi," segir I fréttatilkynningu um aðal- fund Skákfélagsins Mjölnis, sem nýlega var haldinn. Segir þar að lagabreytingar hafi verið alvar- legasti kafli fundarins, þar hafi nokkuð það gerzt sem engin for- dæmi eru fyrir I Islenzkri skák- sögu. Fellt var niður úr lögum félags- ins að eignir þess gengju til Skák- sambandsins. Inn kom I staðinn lagagrein um að verði félagið lagt niður, renni eigur þess til Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Er Skák- sambandið þannig svipt arfi. Lagabreyting þessi kom frá fyrrverandi formanni Mjölnis, Svavari Guðna Svavarssyni og var samþykkt samhljóða. Segja Mjölnismenn að Skáksamband íslands haldi næststærsta skák- félagi landsins utan sambandsins, en Taflfélag Reykjavíkur ásamt skáksambandsmönnum hafi barizt gegn því að Mjölnir eignaðist fulltrúa I stjórn Skák- sambandsins. Vöruðu Mjölnis- menn við því sem þeir kalla „of- riki Skáksambandsins" á fundi sínum. Vetrarstarfsemi Mjölnis er Mjölnismenn vara við „ofríki Skáksambandsins” senn að hefjast og hefst Vetrar- mótið 19. september. Félagið hefur opnað skákheimili I hjarta borgarinnar, að Pósthússtræti 13, en þar er og að finna skrifstofu félagsins. Miklar breytingar voru gerðar á stjórn Mjölnis á aðalfundinum. Formaður er nú Þorsteinn Guð- laugsson, varaformaður Ingvar Ásmundsson, ritari Magnús Glsla- son, gjaldkeri Haraldur Haralds- son, meðstjórnandi Jón Ottó Rögnvaldsson, en varamenn þeir Einar Malmberg og Svavar Guðni Svavarsson. Þjóðdansasý nir ig< )g tó nleikar Dansf lokkurinn Liesma —- Einsöngvarar og hl jóðf æraleikarar f rá Lettneska Sovétlýðveldinu — Efnisskrá: Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna V Mánudagskvöldið 12. september var lokasýning hinna sovét-lettnesku lista- manna sem undanfarna daga hafa ferðast um landið og kynnt okkur list og menningu þjóðar sinnar, Lettlands. Lett- land er eitt af 15 lýðveldum sovéska sambandsríkisins og er þar blómlegt lista- og menning- arlíf. Þess nutu gestir Þjóð- leikhússirrs fyrrnefnt kvöld. Sýningin var syrpa stuttra atriða og mætti þar fyrst nefna þjóðdansaflokkinn Liesma (Loginn), sem dansaði eina ellefu dansa af geysilegu öryggi og látleysi. Dansarnir voru frekar keimlíkir og bar öllu meira á kátínu og gleðilátum, en þeim þunga takti og lát- bragði'sem svo oft vill einkenna þjóðdansa. Dansararnir voru sextán, átta herrar og átta dömur og var áberandi hvað þau virtust jafngóðir dansarar þannig að alltaf varð úr ein heild. Astra Kreslinia og Vilnis Rakstins sungu nokkur lög, þar á meðal tvö íslensk. Vilnis Rakstins söng íslenskt vögguljóð Jóns Þórarinssonar við texta Halldórs Laxness en lltið skildist af íslenskunni hans. Astra Kreslinia söng Sáuð þið hana systur mína Páls Isólfs- sonar, en komst öllu betur frá textanum. Auðvitað var svo allt annar blær á þeim báðum þeg- ar þau sungu á lettnesku og var þeim vel fagnað eftir hvert lag. Grun hef ég um að enginn heimavanur I Þjóðleikhúsinu hafi séð æfingu fyrir þessa sýningu. Dansararnir notuðu nokkuð mikið af einhverju dufti til að bæta sviðsgólfið, en þegar söngkonan kom svo fram á milli dansatriða I nokkuð efnismiklum kjól, þyrlaðist upp þó nokkur rykmökkur og var það miður. Undirleikur, bæði fyrir dans- ara og söngvara, var í höndum fjögurra úr röðum hljóðfæra- flokks Liesma og léku þau einnig nokkur lög saman. Þau voru allan tímann á sviðinu og var framkoma þeirra mjög skemmtileg svo og leikur. Sýningin var létt og látlaus og endaði með þvl að allt lista- fólkið flutti lettneskan dans, sem heitir „A ökrum ættjarðarinnar“ og var það áhrifamikið atriði enda var þeim öllum þakkað með miklu lófataki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.