Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 10
10 Útgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamonn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Holgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Hfilldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir. aualvsingar oq skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins 27022 (10 llnur). Áskríft 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Þeirljúga eftirmegni Frásögn leiðarahöfundar Dag- blaðsins af hinum nýju, frönsku heimspekingum, sem hafna marxismanum, hefur af eðlilegum ástæðum kallað fram andsvör af hálfu Þjóðviljans. í andsvörunum var rétt farið með sjónarmiðin, sem gágnrýnd voru. Slíkt er óvenjulegt í stjórnmálaumræðu dagblaðanna. Skýringin er sennilega sú, að fréttastjóri Þjóðviljans, Einar Karl Haraldsson, varð til svara, en ekki einn þeirra, sem annast stjórn- málaskrif blaðsins. Eru þar enn á ferðinni hin gömlu sannindi, að skynsamlegt er að trúa fremur þeim, sem skrifa fréttir og sjá um þær, en þeim, sem skrifa skoðanir og sjá um þær. Þetta má betur skýra með því að vitna í viðbrögð Þjóðviljans við óvinsælum skoðunum leiðarahöfundar Dagblaðsins á nauðsyn þess, að reynt sé að rækta snilligáfu í skólum landsins. Þau viðbrögð voru kunnugleg. Fyrstur á vettvang varð Árni Bergmann, sem stendur beggja megin við línuna milli frétta og skoðana. í frásögninni ýkti hann nokkuð sjónarmið leiðarahöfundar Dagblaðsins, en þó ekki meira en svo, að fyrirgefanlegt er í hita leiksins. Síðan kom Svavar Gestsson ritstjóri á vett- vang og lýsti skoðunum leiðarahöfundar Dag- blaðsins á þann hátt, að þær voru orðnar óþekkjanlegar. Þetta var hin gamalgróna aðferð íslenzkra leiðarahöfunda. Sjónarmið andstæðingsins eru úr lagi færð, áður en þau eru tekin til umræðu. Um þetta má rekja ótal dæmi. Upp á síðkast- ið hafa Þjóðviljinn og Tíminn túlkað sjónar- mið úr prófkjörsbaráttu Alþýðuflokksmanna á þann hátt, að þar í flokki væri allt á öðrum endanum í margvíslegum klofningi. Auðvitað fylgir prófkjörum kosningabarátta. Það er víðar en í biblíunni, sem margir eru kallaðir, enfáirútvaldir. Engin ástæða er til að ætla annað en að allt falli í ljúfa löð eftir prófkjör og að áfram muni starfa fyrir flokkinn þeir, sem bíða lægri hlut í prófkjörum. Athyglisverðasta dæmi síðustu daga um falsanir skoðanastjóra dagblaða eru fullyrðing- ar Tímans um samdrátt Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins. Þær byggjast á óvenju- grófum útúrsnúningi á ummælum forustu- manna og málgagna þessara flokka. Þórarinn Þórarinsson hefur löngum manna mest beitt þessum lágkúrulegu vinnubrögðum. Virðist hann nú hafa fengið aðstoðarmann við hæfi, þar sem er Jón Sigurðsson, er skrifar skítkastsgreinar Tímans. Broslegt er að hugsa til þess, að einmitt þessi skrifuðu orð munu verða Jóni og Þórarni tilefni og sönnunargagn nýrrar hrinu um of- sóknir íhalds og komma gegn framsókn. Morgunblaðið er ófeimið við þessa hluti. Sérgrein blaðsins er að endurtaka lygina nógu oft í trausti þess, að hún verði um síðir að viðurkenndum sannleika. Eitt nýjasta dæmið eru frásagnir Morgun- blaðsins af sprengingum, sem íslenzkir jarðvísindamenn hafa framkvæmt í samvinnu við Rússa og vestrænar þjóðir. Af skrifum blaðsins mætti ætla, að Rússar einir væru að sprengja. Það er skiljanlegt, að sannleikur eigi hér erfitt uppdráttar. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977. ............... ..................................... Súperstjaman Adolf Hitler í nýrri rokkóperu — tvöföld breiðskífa kemur brátt út og óperan verður sett á svið bráðlega íÞýzkalandi Adolf Hitler verður vinsælli með hverjum deginum sem líður. Hann hefur skreytt for- siður allra helztu blaða i Evrópu síðustu vikur. Nú fetar hann í fótspor Jesú Krists og Evitu Peron og verður að súperstjörnu í rokkóperu. Tveir Þjóðverjar hafa gert rokkóperu um karlinn Adolf Hitler og nefna hana Der Fuehrer. Tvöföld plata og uppfœrsla á sviði Þjóðverjarnir tveir, sem eru 28 ára gamlir og heita Lothar Riems og Walter Quintus, segja að óperan um Hitler sé aðvörun til öfga- Adolf Hitler, „vinur barnanna“, árið 1937. DÓMSKERFIÐ - OG ÖRLÖG TVEGGJA MANNAINNAN ÞESS I næstsiðasta tölublaði Suðurnesjatíðinda er beint til mín spurningu um hvað líði stofnun samtka gegn glæpum. Þar sem ég tel að svarið eigi erindi til þjóðarinnar, þá sendi ég Dagblaðinu kjallaragrein um málið. Hvers vegna glœpir? Margir höfðu samband við mig þegar ég varpaði fram þeirri hugmynd í Dagblaðinu að stofna samtök gegn glæpum. Hins vegar var það álit sumra að rétt væri að doka við, vita hvort „Eýjólfur hresstist ekki“, einkum með tilliti til skýrslu Schutz hins þýzka en niður- stöður hans voru þá 1 burðar- liðnum. Nú held ég að flestum sé ljóst að Schutz-skýrslan vekur fleiri spurningar en hún svarar og Geirfinnsmálið — þetta hrikalega afbrotamál — er óleyst. Líkin ófundin og atburðarásin byggð á fram- burði vitna, sem sum hafa margoft breytt framburði sín- um. Af þessum sökum virðist ákaflega erfitt að fullyrða eða dæma um sekt eða sakleysi í því máli vegna þess hve rann- sókn öll er í molum. Sannast sagna hefur flest sem ég hefi sagt og spáð um Geirfinns- málið rætzt. Eg fullyrti að í kjölfarið mundu koma fleiri morð og stórafbrot og enn- fremur stórfelld fjárútlát fyrir ríkissjóð. Allt þetta hefur staðizt og miklu meira en það. Sá maður sem hafði yfirumsjón með Geirfinns-rannsókninni, örn Höskuldsson, hefur nú ver- ið skipaður í eitt þýðingarmesta embættið i hinni nýju Rannsóknarlögreglu rlkisins. Samt liggur fyrir að það er vegna mistaka hans sem nú eru uppi hafðar óhemju háar fjár- kröfur á ríkissjóð. I stað þess að handtaka fjórmenningana hefði örn átt að ráðfæra sig við þá menn innan löggæzlunnar sem bezt þekktu þá er báru sakir á fjórmenningana, menn eins og Asgeir Friðjónsson hjá Fíkniefnadómstólnum og Kristján. Pétursson á Kefla- víkurflugvelli. Þá hefði komið I ljós ferill þessa fólks (Kristjáns Viðars, Síselskis og fl.). Ennfremur er llklegt að þá hefði fyrst og fremst verið fylgzt með fjórmenningunum, sambönd þeirra athuguð og ekki verið lagt til atlögu fyrr en meiri líkur um sekt Iágu fyrir en framburður vafasamra náunga. Eg held að almenningur ætti að íhuga og draga ályktanir um islenzka dómskerfið af örlögum og stöðu tveggja manna innan þess. A ég þá við örn Höskulds- son annars vegar og Kristján Pétursson hins végar. Fyrir- sjáanlegt er að rikissjóður verður að greiða umtalsverðar upphæðir vegna Geirfinns- málsins. Hins vegar liggur fyrir að Kristján Pétursson hefur á löngum og óvenju glæsilegum ferli sem lögreglu- og tollvörður aflað ríkissjóði gifur- legra fjárhæða. Nefni ég I þvi sambandi Olíumálið, Klúbb- málið og spíramálið, svo aðeins örfá mál séu nefnd af þeim er hann hefur rannsakað og Ieitt til lykta. Þessi maður, Kristján Pétursson, sem aldrei hefur gert annað en afla rikissjóði tekna og ríkissjóður hefur aldrei mér vitanlega tapað krónu á vegna hans starfa — þessi maður er hundeltur af málgagni dómsmálaráðherrans og stéttarfélag Kristjáns virðist hvorki vilja eða þora að styðja hann, þegar skipulega er reynt að koma honum úr starfi af alls kyns undirheimalýð. Sem sagt: örn Höskuldsson er maður kerfisins en Kristján Pétursson er þar likþrár. Finnst fólki ekki ástæða til að stinga hér við fótum? Það er vegna þessarar helþróunar I íslenzku þjóðlífi sem ég ákvað fyrir stuttu að gefa kost á mér f prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi en eftir þvi er listinn raðaður. Skirskota ég til allra á þessu svæði sem vilja vinna gegn spilltu dómskerfi að styðja mig i prófkjörinu. Þegar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.