Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLl 1978. t — Verkstjórarnirí BÚH og vinnudeilan: ERFITT AÐ FÁ VINNU EFTIR MANNORÐSSKEMMDIR Bréfritari kveðst þakklátur fyrir viðtalið við verkstjórana tvo i BÚH 26. maí s.l. Sjómannskona skrifan Ég hefi fylgzt með fréttum í dag- blöðunum um átökin í Bæjarútgerö Hafnarfjarðar og séð hvernig vegið hefur verið að ungu verkstjórunum tveim af vissum hópi starfsfólksins, án þess að þeir hafi sem heitið geti borið hönd fyrir höfuð sér. Ég er þvi þakklát Dagblaðinu fyrir viðtalið 26. júní við jjessa tvo menn, því nauðsynlegt er að kynnast deilu- málum frá báðum hliðum, en frá starfsfólki BÚH birtust sifelldar frétta- tilkynningar um svívirðilega fram- komu þeirra. Og nú er svo komið að búið er að reka ungu mennina úr starfi að undirlagi og með alls konar hótun- um þessa hóps og þeir stimplaðir sem hinir verstu níðingar í verkstjóra- starfinu. Það mun því verða erfitt fyrir þá að fá vinnu eftir slikar mannorðs- skemmdir. Mér hefur verið tjáð að annar þessara ungu manna hafi veriö ráðinn i frystihús á Vestfjörðum til bess að Raddir lesenda skipuleggja og betrumbæta reksturinn þar. AUir sem í húsinu unnu tóku höndum saman um að styðja við bakið á verkstjóranum í þessari viðleitni. Þarna skildi starfsfólkið að góð afkoma hússins snerti hvern einstakling á staðnum. Og afkoma þessa frystihúss mun hafa sýnt halla- lausan rekstur, og jafnvel gróða eftir veru unga mannsins þar. Nú mun þessum tveim umdeildu mönnum hjá BÚH, sem báðir eru út- skrifaðir frá Fiskvinnsluskóla ríkisins, hafa boðizt starfið í frystihúsinu og þar áttu þeir að lagfæra og skipuleggja reksturinn, sem lengi mun hafa verið talinn einn hallamesti frystihús- rekstur á landinu. í viðtalinu upplýsa þeir að svo hafi virzt sem starfsfólkið hafi getað farið allra sinna ferða og haft sína hentisemi. - Með nýrri skipulagningu og starfs- háttum ungu mannanna byrjaði „pilsaþyturinn” i gamalgrónu starfs- kröftunum hjá BÚH, en yngra fólkið sem þarna vann og studdi verkstjórana mun ekki hafa komizt upp með moðreyk svo mikil var mælskaníhinum. Öðru hverju birtast fréttir utan af landsbyggðinni í dagblöðunum um rekstur frystihússins á staðnum. Stundum má lesa þau gleðilegu tíðindi að afkoma hússins hafi verið góð. Það sýnir sig þá, að hægt er að reka frystihús án halla. En engir hafa borið sig eins illa í áratugi eins og frystihúsa- eigendur á suðvesturhomi landsins og taka ungu verkstjóramir það fram í viðtalinu að þetta sé vanþróaðasta svæðið á landinu í frystihúsarekstri. Og nú stóð til að hefjast handa í Hafnarfirði og bæta þar reksturinn með nýrri skipulagningu þeirra. En andinn virtist vera annar þar en á vinnustöðum úti á landsbyggðinni. Það var „eigið ég” sem réði. Um hag fyrirtækisins og bæjarins var ekki hugsað. Tapið af verkfallsaðgerðum BÚH-hópsins skiptir tugum milljóna króna, sem bæjarbúar verða að greiða við næstu skattaálagningu. Og nú birtist grein í Morgunblaðinu 29. júní eftir Eyjólf ísfeld Eyjólfsson með fyrirsögninni „Gengislækkun er óhjákvæmileg”. Og enn sem fyrr eru þarna að verki erfiðleikar frystihúsanna. Gengislækkunar- ráðstafanir eru orðnar óhugnanlega margar vegna þessarar framleiðslu- greinar okkar. Ætli það sé ekki víðar pottur brotinn en í Hafnarfirði hér á suðvesturhorninu. Væri ekki einmitt bráðnauðsynlegt að kalla til starfa sem flesta nýbakaða verkstjóra úr Fisk- vinnsluskólanum til þess að skipuleggja rekstur þessara illa stöddu húsa hér á horninu okkar? Sannarlega eigum við að leyfa unga fólkinu að spreyta sig í þessari grein atvinnu- lírsins, sem er undirstaðan undir velmegun okkar ef hún er rekin af samvizkusemi og þjóðhollustu. „Pilsaþytur” og aðrar álíka aðgerðir nokkurra smáhópa á vinnustöðum mega ekki ráða þarna úrslitum. Og í Dagbl. 30. júní er viðtal við konu þá sem styrinn hefur aðallega staðið um. Hún tilkynnir landslýðnum að hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar vinni hún ekki áfram nema að stjórn fyrirtækisins hverfi líka. Kannski verður næsti leikurinn sá, að hún verði ráðin sem forstjóri fyrirtækisins. Þá yrði nú „dansað glatt í höllinni”. Kirkjugólfið á Klaustri erillafarið! Steinn Jóhannesson hringdi: Kirkjugólfið á Klaustri er svo illa farið að til vandræða horfir. Þýzkir túristar og sjálfsagt fleiri rífa upp steina úr gólfinu og taka með sér sem minjagripi úr landi. Þetta þolir gólfið engan veginn. Þennan stað þyrfti að friða enda álíta sumir hann heilagan. Hvað segir Vilmundur við þessu? Löglaust ogsiðlaust íKópavogi Sjálfstæðismaður I Kópavogi hringdi: „Ég sé hér i plöggum frá fræðslu- nefnd Kópavogs að Oddi Sigurjóns- syni hefur verið veittur ferðastyrkur á skólastjóramót i Noregi. Raunar hafði Oddur farið þessa ferð og var kominn aftur. Eftir að núverandi meirihluti krata, framsóknar og komma tók við, sækir Oddur um, — og fær 80 þúsund krónur. Mér sem borgara i Kópavogi finnst ýmislegt athugunarvert fyrir siðferðis- postulann Vilmund. Oddur er hættur starfi skólastjóra fyrir mörgum árum, en er blaðamaður Alþýðublaðsins sál- uga. Sonur Odds var í efsta sæti krata í Kópavogi. Farið er fram á þennan furðulega styrk eftir að nýr meiri hluti nær völdum. Er hér á ferðinni úlfur, sem farinn er að skyggnast undan sauðargær- unni. Kópavogsbúar bíða spenntir eftir grein frá Vilmundi þar sem þessi vinnubrögð verða fordæmd.” Að hengja þrjá bakara fyrir Skynsamlegasta, skarplegasta og jafn- framt heiðarlegasta skýringin á óför- um stjórnarflokkanna I alþingiskosn- ingunum var sett fram af konu sem sjálf féll I kosningunum, Sigurlaugu Bjarnadóttur. Þannig talar kona, sem hefir setið á Alþingi í 4 ár í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og orðið það á oftar en einu sinni að vekja á sér athygli þeirra sem nokkuð fylgjast með þingmálum, með því að segja orð af viti og ekki alltaf í fyllsta samræmi við afstöðu flokks síns. „Fyrrverandi kjósandi” skrifa'r: Skynsamlegasta skarplegasta og jafnframt heiðarlegasta skýringin á óförum stjórnarflokkanna í alþingis- kosningunum var sett fram af konu sem sjálf féll í kosningunum, Sigur- laugu Bjarnadóttur fyrrverandi alþingismanni. Hún sagði í Morgun- blaðinu27.júní: „Ég tel að þessar ófarir stjórnar- flokkanna stafi að miklu leyti af því, að ekki var staðið rétt að verðbóta- skerðingunni I febrúarlögunum I vetur og tel að gremja fólksins hafi brotist át. Það átti að greiða þeim lægst launuðu fullar verðbætur, en þeim hæst launuðu engar. Bráðabirgðalögin í vor voru spor í rétta átt en komu of seint og á viðkvæmum tima þegar kosningar voru í sjónmáli.” flokkarnir höfðu tapað 16.511 kjósendum i lok kjörtímabilsins 1974- 1978? Skyldi hún ekki hafa uppgötvað það fyrr en eftir kosningar að „ekki var staðið rétt að verðbótaskerðingunni” i febrúar? Það fara ekki sögur af þvi. Það fara heldur ekki sögur af prófkjöri í Vestfjarðakjördæmi milli Þorvaldar Garðars Kristjánssonar og Sigur- laugar Bjarnadóttur. Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn efndi til gáfna- prófs á milli þeirra? Um hreinskilni og manndóm þarf ekki próf, þótt ekki hefðu komið fram skoðanir Sigur- laugar á febrúarlögunum. Skyldi sú skoðun hennar, að „gremja fólksins” vegna febrúarlag- anna sem hún skildi svo vel eftir að hún var fallin, hafa fæðst þá fyrst, þegar það var Ijóst orðið að stjórnar- Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cresida '78 ogannaðekki. Geir P. Þormar ö^ucennari. Símjr 19896 og 21772 (símsvari). Kveðjuorð utanrfkisráðherra Heimskulegasta, hrokafyllsta og jafnframt fávislegasta umsögn um kosningaúrslitin er höfð eftir Einari Ágústssyni, fyrrverandi utanrikisráð- herra í sjálfu málgagni flokks hans, Tímanum 27. júní. Hún var svohljóð- andi orðrétt: „Það er greinilegt að mikill fjöldi fólks vill ekki atvinnuöryggi, ekki launajöfnun, ekki byggðastefnu og ekki útfærslu landhelgi. Þetta eru meðal annars okkar verk og eftir þeim hlýtur fólkið að hafa fellt sinn dóm. Það hlýtur því að vera allt annað, sem fólkið sækist eftir og vonandi verður það ekki fyrir vonbrigðum”. Þetta eru kveðjuorð utanríkisráð- herra og varaformanns Framsóknar- flokksins til þeirra 7720 — sjö þúsund sjö hundruð og tuttugu — Framsóknarkjósenda, sem sneru baki við flokknum á kjörtímabilinu 1974- 1978. Þau þarfnast í rauninni ekki skýringa. Auðvitað eru þau ekki sögð til þeirra Framsóknarkjósenda einna, 7720 að tölu, meira en þriðja hvers kjósanda Framsóknar sem sneru baki við flokknum og sýndu með því, að þeir vilja ekki „atvinnuöryggi, launa- jöfnuð, byggðastefnu og útfærslu landhelgi”. Þau eru af ráðherrans hálfu einnig til þeirra 8791 — átta þúsund sjö hundruð níutiu og eins — kjósanda Sjálfstæðisflokksins 1974, sem leyfðu sér að snúa baki við honum i kosningunum 25. júní 1978. Það eru því samtals 16.511 — sextán þúsund fimm hundruð og ellefu — kjósendur, sem vitsmunaveran Einar Ágústsson segir við i kveðju- skyni: Þið viljið ekki atvinnuöryggi, launa- jöfnuð, ekki byggðastefnu og ekki útfærslu landhelgi, þið eruð þvi fifl og farið hefir fé betra! Það sem ráðherrann á við og hann hefði með örlítið beinna orðalagi getað orðað hreinskilnislega er þetta: Þið eruð asnar, sem ekki eigið skilið að hafa kosningarétt þvi þið kunnið ekki með hann að fara. Þið eru vanþakk- látir bjálfar sem vitið ekki hvað ykkur er gott gert, né hvað ykkur er fyrir beztu. Ráðherrann fyrrverandi, vonandi í bráð og lengd, segir nánast berum orðum: Þið eruð svo mikil fifl að þið viljið ekki atvinnuöryggi, ekki launajöfnun, ekki byggðastefnu og ekki útfærslu landhelgi. AUt þetta höfum viö fært ykkur og þið viljið ekki þiggja það, hvað þá að þakka fyrir. Þessi orð ættu að verða óbrot- gjarnari minnisvarði um ráðherratíð, vitsmuni og dómgreind þessa manns heldur en höllin sem hann byggði sér, m.a. fyrir lánsfé úr einum eða öllu heldur tveimur rikisbönkum, til þess að geta haldið erlendum gestum veizlur á kostnað þjóðarinnar heima hjá sér, en ekki í þvi húsi, sem aðrir ráðherrar hafa orðið að notazt við í því skyni um áratugi og verða enn. Út af fyrir sig ætti þaö afrek að vera nqg til þess að halda nafni hans og frægri siðferðisvitund á loft, þvi að það er algert einsdæmi um utanríkisráðherra í heiminum, nema e.t.v. í ríki Bokassa keisara. Það er þó skylt að segja til lofs þeim þingmönnum, sem féllu í kosningun- umogflestirerufirrtiraUrivon um að eiga afturkvæmt til setu á Alþingi, að enginn þeirra hefir verið svo gersneyddur dómgreind og vitund um grundvallaratriði þess lýðræðisskipu- lags, sem Islendingar eiga að búa við, að þeir hafi eins og þessi utanríkisráð- herra hreytt fúkyrðum að kjósendum í kveðjuskyni. Hinir föllnu óbreyttu þingmenn Framsóknarflokksins, virðast skilja það betur en hinn „löglærði” ráðherra og varaformaður flokksins, að það er undirstöðuatriði „lýðræðis” að á kjördegi hefir alþýðan öll völd og dómi hennar verður ekki áfrýjað um sinn. Sá sem hlýtur harðan dóm og að því er honum virðist ósann- gjarnan, á þann kost einan, sem Geir Hallgrímsson tók, að játa að honum hafi mistekist að skýra málstað sinn nógu rækilega fyrir dómendum. Hitt, að bregða þeim, sem dæma á kjördegi, um heimsku, fáfræði, vanþekkingu og vanþakklæti, eins og Einar Ágústsson gerir, ætti að kosta það, að sá maður mætti aldrei framar bera sér orðið lýðræði í rnunn, án þess að þola fyrir það hróp og maklega hegningu. Vegna stöðu mannsins ætti að mega ætla, að hann væri eins vel eða betur siðaður en aðrir menn, sem þó eiga um sárara að binda en hann, þvi hann hangir enn í þingmennskunni, af því að honum tókst að bola burtu þeim manni, sem hefir margfalda þekkingu og hæfni til að gegna því ráðherraembætti, sem Einar Ágústsson hefir gegnt um margra ára skeið. Eitt af þvi, sem hann bregður hinum horfnu 7720 kjósendum Framsóknar um, er að þeir vilji ekki „útfærslu landhelgi”. Auðséð er af þessu, að maðurinn hefir haldið, að hann gengi með skínandi geislabaug um höfuð sér i augum þjóðarinnar fyrir frammi- stöðu sína í landhelgismálinu. Nú vill svo til, að sá maður sem fyrr var vikið að, Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, hefir nýlega lýst því, hvernig Einar Ágústsson leysti af hendi það, sem hann mun hafa álitið mesta afrek sitt sem utanrikisráð- herra, þangað til Þórarinn sópaði geislabaugnum frá höfði dýrlingsins í Timanum 6. júní, 1978. Þórarinn Þórarinsson sagði svo frá: „Sögulegir þingflokksfundir" „Þaö voru ekki heldur allir innan v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.