Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978. Nýkomið! Noregun Amerísk gœðavara frá Vanity Fair: kjólar Litir: Hvítt eða beige. Stœrðir: S-M-L. Verðkr. 10.875.- PÓSTSENDUM Fatadeildin Aflabtrseti 9, sfmi 13577. Rafstöðvar Höfum fyrirliggjandi LISTER rafstöðvar í stærðum: 21/2 kw einfasa 31/2 kw einfasa 7 kw einfasa 101/2 kw einfasa 13 kw3-fasa heimilisrafstöðvar og flytjanlegar stöðvar fyrir verktaka Nú er tíminn til þess að panta vararafstöð fyrir næsta vetur. Útvegum allar stærðir. Vekjum athygli á eft- irfarandi (uppgerðar með verksmiðju- ábyrgð): 100 KVA Gardner LX6 200 KVA Volvo TD120AG Leitið nánari upplýs- inga Vélasalan h/f 15401 & 16341. Asakanir um misþyrm- ingar stúlkna é blindra- heimili — samtök blindra í Noregi krefjast brottvísunar stjórnar heimilisins og rannsóknar Miklar deilur og ákserur á hendur stjóm blindraheimilis eins í Osló standa nú yfir í Noregi. Er starfsfólk þess ákært um að hafa beitt vistmenn, sem eru á barns- og unglingsaldri ofbeldi og jafnvel misþyrmingum. Samtök sjónskertra í Noregi hafa krafizt þess að stjórn heimilisins, sem nefnt er Husebyhælið, fari frá á meðan rannsókn fari fram á ásökunum á hendur henni. Einn sálfræðingur heimilisins mun hafa orðið til að vekja athygli yfir- valda á ástandinu þar en hefur að sögn ekki viljað skýra frá smáatriðum vegna velferðar vistfólksins. Einkum mun stúlkur hafa orðið fyrir slæmri meðferð og í skýrslu, sem nefnd á vegum ráðuneytis gerði, segir frá að sumum þeirra hafi verið hrint niður stiga. Aðrar lagðar í gólfið, hendur þeirra spenntar fyrir aftan bak og siðan setzt ofan á þær. í viðtali við formann samtaka blindra í Noregi hefur hann sagt að hann sé ekki undrandi á efni skýrsl- unnar. Hann sé reyndar viss um að hér sé aðeins um að ræða lítinn hluta stórs og ljóts máls. Segja megi að þetta sé aðeins efsti hluti stórs ísjaka, sagði formaðurinn. Ásakanirnar munu einkum beinast gegn einum stjórnanda blindra- heimilisins og ekki munu allir starfs- menn hafa verið ánægðir með ástandið þar. NIX0N HETJA NÁMA- MANNAí KENTUCKY Nixon fyrrverandi Bandarikjaforesta var mjög vel tekið er hann flutti sína fyrstu opinberu rseðu eftir afsögn sína úr embætti. Var það í litlum námabæ, Hyden í Kentucyríki. Var forsetinn fyrrverandi að vígja nýtt tómstundaheimili i bænum. Rcpúblikanar njóta mikils fylgis í þessum hluta Kentucky. Fögnuður áhorfenda var mikill undír ræðu Nixons og hrópaði fólkið að það vildi Nixon aftur sem forseta. Bandaríkjafáninn var merktur Japan Bandarískir sendimenn sem héldu 4. júli, þjóðhátíðardag Bandarikjanna, hátíðlegan í Mexico City í gær urðu heldur kindarlegir á svip, er þeir sáu þjóðfána sinn. Þar stóð nefnilega skýrum stöfum neðst í vinstra horni: JAPAN: Erlendar fréttir AR UMHVERFINU Fimmtíu og tveir hjólreiðamenn frá níu vestrænum þjóðum hafa að undanförnu hjólað um Evrópu en takmark þeirra er Moskva. Hjólreiða- mennirnir, sem eru á aldrinum sextán til sextíu og átta ára eru að vekja athygli á nauðsyn umhverfismála og að heimur okkar sé á heljarþröminni í þeim efnum. I viðtali við einn hjólreiða- mannanna, bandarískan leigu- bifreiðarstjóra, kom fram að hann ætlaði sér að léttast um tíu kilógrömm í ferðinni. Síðast er til fréttist hafði hann þyngst um eitt kíló. Frakki nokkur sá elzti í hópnum hafði misst reiðhjól sitt í hendur þjófa. Ferðin hófst i París en þaðan til Moskvu eru um þrjú þúsund kílómetrar. HJÓLA TIL VERND-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.