Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978. 5 Yf irlýsing Ólafs Finsen vegna Guðbjartsmálsins: Var ekki f persónulegum viðskiptum með Guðbjarti" F aldrei verið i persónulegum ™ viðskiptum við Samvinnubankann og þær ábyrgðir, sem hafa fallið á mig vegna viðskipta Guðbjarts Pálssonar við bankann að upphæð 556 þúsund krónur, voru greiddar af mér eins og fram kom i viðtali við Morgunblaðið í febrúar 1977,” segir í yfirlýsingu frá Ólafi Finsen, fyrrum forstjóra Vá- tryggingafélagsins hf., sem blaðinu hefur borizt. „Ég tel mig því ekki vera í neinum vanskilum við Samvinnubankann í sambandi við mál Guðbjarts eða önn- ur mál,” segir Ólafur Finsen. Yfirlýs- ingin er til komin vegna greinar Hall- dórs Halldórssonar í Dagblaðinu á mánudaginn, þar sem fjallað er um fjármálaumsvif Guðbjarts Pálssonar. „Að sjálfsögðu var ég ekki i neinum persónulegum viðskiptum með Guð- bjarti Pálssyni, hvorki bilaleigu né öðru og gekk aðeins i ábyrgð fyrir hann vegna tryggingarviðskipta bila- leigunnar við Vátryggingarfélagið,” segir í yfirlýsingunni. —HH. VILTU VERÐA SKRALLSTJARNA? . og slðan er flogið um loftin blá... Reiðtygjum stolið úr bflskúr Á mánudagskvöld kom I Ijós að brot- izt hafði verið inn í bílskúr í Markholts- hverfi i Mosfellssveit og þaðan stolið tveimur hnökkum, beizlum og tilheyr- andi. Gæti þetta allt eins hafa gerzt um helgina. Rannsóknarlögreglan óskar eftir því, að þeir sem kynnu að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir með slík- an varning, láti vita af þvi. Síminn er 21100. Ekki Vængir — heldur Bjarni Varðandi umferðarslys i Suðursveit- inni, sem sagt var frá 1 föstudagsblaðinu, þá var það ranghermt, að vél frá Vængj- um hafi lent rétt hjá slysstaðnum og flutt slasaða á sjúkrahús. Hið rétta er, að vélin kom frá Vestmannaeyjum, og er hún i eigu Bjarna Jónassonar. Blaðið biðst hér með velvirðingar á jtessum mis- tökum. Hvolpi rænt í Þingvallasveit? Hvolpur úr Þingvallasveit er horf- inn á dularfullan hátt. Vegfarendur á rauðum bíl með svörtu þaki tóku hann upp í nálægt Brúsastöðum sl. sunnu- dag og sögðu fólkinu þar að þeir ætl- uðu að koma hvolpinum til skila í Mjóanes þar sem eigendurnir, tveir fjögurra og fimm ára strákar, búa. Sið- an hefur ekkert til hvolpsins og vegfar- endanna spurzt. Það eru eindregin tilmæli að þeir sem geta gefið upplýsingar um þetta mál láti í sér heyra. Sérstaklega eru umræddir vegfarendur sem tóku hvolpinn upp i sl. suhnudag og ætluðu að hjálpa hor.um heim á leið beðnir að gefasigfram. GM. Svona verður Volkswagcn með aðstoð járnsagarinnar og 130 vinnustunda. — UB-mvndir Friðgeir Axfjörð. Húnaversgleðin 78 haldin um helgina hljómleikana. Síðar á laugardeginum verður hin árlega knattspyrnukeppni skemmtikrafta og mótsgesta. Skemmtikraftar hafa jafnan unnið — nema i fyrra. Töldu þeir dómarann þá hafa haldið með hinu liðinu. Um kvöldið verður aftur dans. 1 Húnaveri verður hægt að fá næg an mat og hreinlætisaðstaða er þar ágæt. Tjaldstæði eru næg og ókeypis. Inn á dansleikina kostar 3.500 krónur hvort kvöld en ókeypis er inn á svæð- ið. Sætaferðir verða frá Reykjavík, Akureyri. Sauðárkróki, Siglufirði og Blönduósi. Það er Umboðsskrifstofa Ámunda Ámundasonar, sem stendur fyrir Húnaversgleðinni’78. —ÓV. Maharishi Mahesh Yogi KEFLVÍKINGAR! A/mennur kynningarfyrir/estur um tæknina Innhverf ihugun verður i Verkalýðshúsinu (VÍK) miðvikudaginn 5. júlí kl. 20.30. Tæknin er auðlærð, losar um streitu og bætir samfélagslif. Sýndar verða vísindarann- sóknir hér að lútandi. Öllum heimill aðgangur. ÍSLENZKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ Sími 16662 Pétur Kristjánsson söngvari Pókers er meðal þeirra, sem koma fram á Húna- vcrsgleðinni ’78. Húnaversgleði '78 verður haldin um helgina — að sjálfsögðu í Húnaveri i Húnavatnssýslu. Þetta er í sjötta skipti sem þar er haldin Húnaversgleði og hafa það jafnan verið hinar mögnuðustu skemmtanir. Skemmtunin hefst með dansleik á föstudagskvöld 7. júli. Þar leika hljóm- sveitirnar Póker og sænsk-íslenzka hljómsveitin Vikivaki. Auk þeirra koma fram töframaðurinn Baldur Brjánsson og danska fatafellan Susan i baðinu. Á laugardag verða hljómleikar í samkomuhúsinu þar sem Póker og Vikivaki koma fram auk Baldurs Brjánssonar. Ókeypis aðgangur er á Ef þú átt í fórum þínum gamlan Volkswagen með gangfærum mótor þá vantar þig ekkert nema járnsög, fimm metra langt rör og 130 vinnustundir til þess að verða skrallý-stjarnp. Þú sagar burt allt sem hægt er, þang- að til ekkert er eftir af bílnum nema hjól- in, gólfið, eitt sæti og hljóðdunkslaus mótor. Á þetta setur þú veltigrind, sezt sjálfur i sætið og ekur út í skrallið. Já skrallý skal það heita. Akstur á þessum leifum bifreiða var til skemmtunar á helgarmótinu á Mel- gerðismelum og vakti verðskuldaða at- hygli. Það var stokkið, skransað, oltið og jafnvel leikinn boltaleikur, svo ekki vantaði fjölbreytnina. Ég efast ekki um að þessi grein ak- sturs á eftir að vekja áhuga margra, enda er hér á ferðinni tiltölulega hættu- lítfð sport með góðum möguleikum til skemmtunar. Fax. 98 ii Okkur vantarbíla á skrá. — Hjá okkur seíjast allir bílar efþeir eru á staönum — Glæsilegur og bjartur sýningarsalur. BÍLASALAN SKEIFAN SKEIFUNNI11 — SÍMAR 84848 OG 35335

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.