Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1978. Gangstéttarhellur til sölu Flestar tegundir af gangstéttarhellum til sölu. Keyrðar á staðinn ef óskað er. Upplýsingar í síma 99—4357. Helgi Þorsteinsson múrarameistari. KENNARAR Tvo kennara vantar að grunnskóla Þorlákshafnar. íbúð fyrir hendi. Upp- lýsingar gefnar í síma 99—3638.. Skólanefnd. BÍLASALA Seljum í dag: Renault 16 TS árg. 75 verð 1.850 þús. Renault 16 TL árg. 73 verð 1.400 þús. Renault 16 TL árg. 72 verð 1.100 þús. Renault 12 TL árg. 77 verð 2.600 þús. Renault 12 TL árg. 74 verð 1.350 þás. Renault 12 TL árg. 73 verð 1.100 þús. Renault 4 TL árg. 77 verð 1.800 þás. Renault V VANsendibí'.l árg. 75 verð 1.050 þús. Renault 12 TSAutomatic árg. 78 verð 3.400 þús. BMW 320 Aut. árg. 76 verð 3.600 þús. BMW518 árg. 77 verð 4.300 þús. Getum bætt viö fleiri bílum á söluskrá. Kristinn Guðnason hf, Suðurlandsbraut 20. Simi 86633. Ja, hvur þremillinn! I.IÖU VI-CIW >v»«. .IN Hr. Þremill 1978: Helgi Hóseasson OFBELDI l KVIKMYNDUM POPP—ÚTIBÚ FRÁ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ANDS! íslensk ardaga- list VIO EGIL EGILSSON UM RAUDA KVERID HANDA SKÓLANEMUM. INNRÆTINGU SKÓLA OG KIRKJU O.FL. Nýtt tfmarit fyrir ungt fólk á öllum aldri er komið á blaðsölustaði. Viðtöl, greinar, smásögur, popp, íþróttir, skop, „bílaþáttur", kvikmyndir o.f I. Ingólfur Guðbrandsson: „MEIRIHLUTIKÓRFÉLAGA ÓSKAR EFTIR SAMSTARFI” — áframhaldandi starf Pólýfónkórsins hugsanlegt með breyttu viðhorfi menningarforystunnar „Það er alger biðstaða i þessu máli,” sagði Ingólfur Guðbrandsson, er DB innti hann eftir þvl hvort fyrirhugað væri að hann tæki við stjóm Pólýfón- kórsins á nýjan leik. „Málið hefur verið mikið rætt,” sagði Ingólfur, „og fyrir liggur að meiri hluti kórfélaga hefur ein- dregið óskað eftir því að samstarfinu verði haldið áfram. Það verður ekki ljóst fyrr en i haust, hvort af þessu verður,” sagði Ingólfur. „Þá þurfa að koma til breyttar aðstæður og annað viðhorf menningarforystunnar i landinu gegn kómum. Starf mitt við kórinn hefur verið ólaunað og mikið meira en það. Ég hef framfleytt kómum fjárhagslega. Ég sé mér ekki fært að gera það áfram.” „En það er óhætt að segja það að Pólýfónkórinn er mitt hjartans mál,” sagði Ingólfur að lokum. —JH. m—r---------► Ingólfur Guðbrandsson þakkar Guónýju Guðmundsdóttur konsertmeistara Sinf- óniuhljómsveitarinnar vel heppnað sam- starf hljómsveitarinnar og Pólýfónkórs- ins. Vélvirkjameistari, rafvirki og pípulagningamaður en.... „VANTAR BARA SJÓMANN” — DB kynnir þátttakendur í Sjóralli DB og Snarfara „Ég er vélvirkjameistari, Magnús er rafvirki og Gunnar er pípulagningamað- ur og ættum við að geta séð vel um bát- inn í sameiningu ... en nú vantar okkur bara sjómanninn,” sagði Björn Halb- laub, hinn hressasti og gerði lítið úr sjó- mennsku sinni og félaga sinna. Þeir keppa á báti frá Flugfiski, sömu- gerðar og tveir aðrir bátar i keppninni, nema hvað bátur Björns og félaga er með 125 hestafla vél en hinir 200. Er Björn var spurður hvort þeir treystu sér í hina bátana, sagði hann að vélarorkan réði ekki hraðanum, heldur sjólagið. Björn hefur þó nokkra reynslu i sport- siglingum á sjó. Magnús Helgason er keppnisvanur eftir að hafa þrívegis tekið þátt i bílarallkeppni og auk þess hefur hann reynslu af strandferðasiglingum umhverfis landið í einn vetur. Gunnar Helgason er reyndasti sjó- maðurinn eftir millilandasiglingar á far- skipum í nokkur ár. Hann er ennfremur lærður flugmaður og með allgóða þekk- ingu á siglingafræðum. Báturinn Þeir keppa á Flugfisksbát, 22 feta löngum og í ýmsu frábrugðnum sams konar bátum í innréttingu og fyrirkomu- lagi um borð, þar sem eigendur sjálfir hafa gert margar breytingar. T.d. er skipstjórinn innandyra og hefur bátur- inn langstærsta bensíngeymi keppnis- báta, 300 lítra. Einnig er góður fersk- vatnsgeymir um borð, miðstöð og fleiri þægindi. Vélin er af gerðinni Volvo Penta (140—280) 125 hestafla, innan- borðs með utanborðsdrifi af sömu gerð og brennir bensini. Báturinn er með talsverðum kili, enda Björn Halblaub dælir umframollu af vél- inni. Næst á myndinni er Magnús Helga- son, bilarallmaður með meiru. — DB- mynd Ari. hugsaður sem skakbátur og einn sá líf- legasti í þeirri grein því hann gengur a.m.k. 25 sjómílur. — G.S. Gefið inn á ytri höfninni. DB-mynd Ari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.