Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 10
10 Útgefandi: Dagblaðið hf. y frjalst, áháð dagblað Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfskon. Ritstjóri: Jónas ICrist]ónssoiy Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RrtstjómarfuHtrúi: Haukur Hoigaaon. Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannos ReykdaL íþróttir: HaVur Shnonarson. AöstoóarfréttastjóUr Atii Steinarsson og Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pélsson. Btaðamenn: Anria BjámasónrAs^JeirTámasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs son, Guömundur Magnússon, Hallur Hadsson, Helgi Pétursson, Jón^s Haraldsson, ól%fyr Geirsson, Ólafur Jónsson^ Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H.Pélsfon. Ljósmyndir: Ari Kristinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamterfur Bjamleifsson, Hörður VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfssori. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing arstjóri: Mór E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgrelðsla, áskriftadeHd, augtýslngar og skrifstbfur Þvorhotti 11. Aöalsími blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. ointakið. Setning ug umbrot Dagblaðið hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: AfVjkw hf. Skeifunni 10._______ __________________- _______________________________________' Einræöið læöist Vestrænir fjölmiðlar flytja þjóðum sínum mun meiri upplýsingar um þriðja heiminn en lesendur og áheyrendur kæra sig í rauninni um að vita. Þessi vinsam- lega afstaða fjölmiðla hefur eflt skilning manna á vandamálum þriðja heimsins. _________________ í fæstum löndum þriðja heimsins fara saman hags- munir ráðamanna og almennings. Einræðisherrum þykir slæmt að geta ekki kúgað þegna sína í friði. Þeir vilja ekki, að sagt sé frá ofbeldi þeirra, gerræði og tilfinninga- leysi. Sumir þessara einræðisherra hafa komið sér saman um að beita Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir hagsmuni sína. Það gera þeir í krafti þess, að ein- ræðisstjórnir þriðja heimsins eru fjölmennasti hópurinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sumpart er ætlun einræðisherranna að fá fé og ráð til að stofna sérstaka fréttastofu þriðja heimsins, sem mundi dreifa frá hverju landi upplýsingum, sem eru í þágu viðkomandi stjórnvalda. Raunar er eðlilegt, að vestræn ríki stuðli að fjölmiðlun í þriðja heiminum, þar á meðal stofnun nýrrar, alþjóð- legrar fréttastofu. Slík stofa gæti hugsanlega aukið sam- keppni í fjölmiðlun. Hitt má svo öllum vestrænum ríkisstjórnum vera ljóst, að hin nýja fréttastofa mundi víða fá fullkominn einkarétt til dreifingar frétta innan lands og úr landi. Mundu þá einræðisherrar eiga auðveldara með að með- höndla þegna sína að vild í skjóli þagnar. Hitt atriðið, sem einræðisherrarnir leggja mikla áherzlu á, er að fá samþykkta í Menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna yfirlýsingu um skyldur ríkisstjórna til að bera ábyrgð á fjölmiðlun og fjölmiðlum í löndum sín- um. Þannig hyggjast þeir skapa sér alþjóðalagalegan grundvöll til að ofsækja óháða fjölmiðla í löndum sínum og tryggja, að þar heyrist engin rödd nema yfirvaldanna. Þessar kröfur eru að sjálfsögðu klæddar í orðskrúð um einokun vestrænna fréttastofa, rangar hugmyndir Vesturlandabúa um ástandið í þriðja heiminum, jafn- vægi í fjölmiðlun og um æskilega þjónustu fjölmiðla í þágu heimsfriðar og vináttu. Nytsamir sakleysingjar í vestrænum ríkjum hafa margir hverjir tekið undir stefnu einræðisherranna. Var um tíma talin hætta á, að ýmsar stjórnir Vesturlanda mundu styðja hana til að sýna þriðja heiminum vin- semd. Sem betur fer hafa straumarnir legið í hina áttina að. undanförnu, ekki sízt meðál þeirra þjóða, sem mestan hlýhug bera í garð íbúa þriðja heimsins. Svo virðist sem Svíar, Finnar og líklega fleiri þjóðir Norðurlanda muni berjast af alefli innan Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna gegn hugmyndum einræðisherranna. Þetta kom fram á ársfundi norðurlandadeilda Alþjóða blaðastofnunarinnar, sem haldinn var á íslandi um og eftir síðustu helgi. Mjög æskilegt væri, ef ísland gæti lagt sitt lóð á sömu vogarskál. Svipuð viðhorf eru að vinna fylgi í öðrum vestrænum ríkjum. Menn eru farnir að átta sig á, að hinn vestræni heimur verður að standa fast á grundvallaratriðum lýð- ræðis og mannúðarhyggju, þar á meðal prentfrelsi, skoð- anafrelsi og fréttaflutningsfrelsi. Lýðræðis- og prentfrelsisríkin eru ekki nema um það bil 25 af um 150 ríkjum Sameinuðu þjóðanna. Vegna fæðar sinnar verða þau að standa saman sem eitt um fót- um troðin mannréttindi jarðarbúa. V- r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978. Vestur-Berlín: Straumur innflytj- enda frá Pakistan stöðvaöur Mohammed, hinn fimmtíu og fimm ára gamli Pakistani, mátti bíta i þaö súra epli að vera snúið frá Vestur- Berlín fyrir nokkru og aftur til síns heimalands með leiguflugvél ásamt 165 öðrum löndum sínum. Ferðin heim tók aðeins tólf klukkustundir eða jafnmargar og dagarnir sem fóru i ferðina frá Pakistan til Vestur-Berlin- ar. Sú leið var farin með fólksflutn- ingabifreið og járnbrautarlest í gegn- um Afghanistan, Tyrkland og Austur- Evrópu, alls fjögur þúsund mílur. Þó sá hluti ferðarinnar væri erfiður og oft væri litið um mat og drykk gat Mohammed horft fram á bjartari tið, jDegar hann væri búinn að fá vellaun- aða atvinnu í Vestur-Berlín og gæti sent eiginkonu sinni og átta börnum peninga heim þeim til framfæris. Þessi von brást. Yfirvöld í Vestur- Berlin voru orðin áhyggjufull vegna mikils fjölda Pakistana, sem flykktust til borgarinnar í leit að atvinnu og félagslegri þjónustu. Pakistanarnir hafa velflestir haft þann háttinn á að óska eftir landvistarleyfi sem pólitiskir flóttamenn. Þessum umsóknum Pakistananna er nú unnvörpum hafnað og Mohammed og félagar hans voru fluttir til síns heima i flugvél á kostnað yfirvalda í Vestur-Berlín. 1 viðræðum við fréttamann Reuters viðurkenndi Mohammed að hann kynni hvorki að lesa né skrifa og hefði engan áhuga á stjórnmálum. í Vestur- Berlín hafði hann aftur á móti undir- ritað skjal sem hljóðaði upp á, að hann ætti yfir höfði sér hefndaraðgerðir ef hann sneri aftur til Pakistan. Sam- kvæmt skjalinu hafði hann verið félagi i flokki Bhuttos fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem nú situr í fangelsi. Hann viðurkenndi að þetta væri ekki rétt en vildi ekki gefa upp fullt nafn sitt af ótta við aðgerðir þeirra aðila, sem að- stoðuðu hann við ferðina til Vestur- Berlinar. Kann Mohammed þeim litla þökk fyrir eftir að honum var snúið til baka. Á átta siðustu mánuðum hafa tæp- lega fimm þúsund Pakistanar komið til Vestur-Berlínar i leit að atvinnu. Margir þeirra hafa talið sig vera póli- í 4 Tilefni jjessarar greinar eru athyglis- verð viðtöl við Hans G. Andersen og Eyjólf Konráð Jónsson i Morgunblað- inu 6. maí sl. í fyrirsögnum blaðsins stóð „Stór hafsvæði koma í hlut Is- lands” og „Nú þurfum við að einbeita okkur að hafsbotninum, þar kunna að vera mikil verðmæti”. Framvindan i hafréttarmálum hefur verið ör á uridanförnum árum. Þessi mál verða ekki rakin hér að neinu marki, það hafa aðrir gert þessa dagana á 20 ára afmæli 12 mílnanna 1. september sl. Aðeins skal bent á nokkur atriði til umhugsunar I sam- bandi við ofannefnd viðtöl. Á hafréttarráðstefnunni I Genf 1958 var viðurkennt að réttindi strandríkis á hafsbotni næðu eins langt út frá ströndum og tæknin leyfði nýt- ingu hverju sinni, en 200 m dýpi töldu margir þá vera hámark i þeim efnum. Þessi regla náði aðeins til hafsbotns- ins, en ekki til sjávarins yfir honum og þá ekki til fiskveiða. Þar var ekkert formlega viðurkennt nema gamla 3 milna reglan. Á ráðstefnunni I Genf var reynt að finna einhverja skilgreiningu á land- grunninu og voru til þess fengnir fær- ustu menn úr hópi hafjarðfræðinga, sem skiluðu ýtarlegu áliti þar um. Vegna mismunandi aðstæðna á hinum ýmsu slóðum heimshafanna og vegna-skorts á þekkingu á þeim var erfitt að fylgja reglum jarðfræðing- anna. Raunverulegur áhugi var e.t.v. heldur ekki fyrir hendi þar sem fræði- legar hugmyndir jarðfræðinganna og skilgreiningar þeirra náðu ekki eins langt og hugur landnámsmannanna nýju á hafsbotninum stefndi. Á ráð- stefnunni 1958 snerist barátta íslend- inga sérstaklega um að ná hliðstæðum réttindum til fiskveiða i sjónum eins og til námuvinnslu á landgrunninu. Að lokum kom að því að 200 milna efnahagslögsaga á botni og í sjó var al- mennt viðurkennd i verki eða miðlína milli landa ella. Þetta breytta viðhorf var eftir sem áður kennt við land- ROCKALL J Myndin sýnir setlagasvæðið utan 200 milnanna. Þverstrikaða svæðið er taliö liklegt undir xj **lut íslands en nyrzti hlutinn talinn liklegastur til oliuleitar. Þá eru sýnd setlög norðaustur af Íslandi, utan 200 miln-. •.anna. Dregin er miðlina milli íslands annars vegar og Skotlands og írlands hins vegar, þegar ekkert tillit er tekið . • Rockall. Þá er sýnt hvernig Reykjaneshryggurinn teygir sig i suðvestur. -------------------- " " ■ t|< KRÖFUR ÍRA OG BRETA ■■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.