Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 22
Spennandi, djörf og athyglisverð ný ensk litmynd með Sarah Douglas og Julian Glover. Leikstjóri: Gerry O’llara. Íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5,7.9og II. saJur CHARROI PRESLEY Bönnuð börnum. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.05. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 'Salur Tígrishákarlinn Afar spennandi og viðburðarík ný ensk- mexikönsk litmynd. Susan George, HugoStiglitz. Leikstjóri: Rene Cardona. íslenzkur texti Bönnuðinnan I4ára. Sýndkl. 3.10,5.10,7.10, 9.l0og 11.10. ——— salur O------------------- Valkyrjurnar Hörkuspennandi litmynd. íslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 3.15, 5.15,.7.15, 9.15 og 11.15. Stml 11475, Flótti Lógans Stórfengleg og spennandi ný bandarísk framtíðarmynd. Íslenzkur texti. Michael York Peter Ustinov. Bönnuðinnan I2ára. Sýnd kl. 5,7.l0og 9.I5. M&ANBSTM&N m tow wwgr CHARLES BRONSON LEE MARVIN Bræður munu berjast Hörkuspennandi og viðburðahröð bandarísk litmynd. Vestri sem svolítið fútt er i með úrvals hörkuleikurum. íslenzkur texti. Bönnuðbörnum. Sýnd kl. 3, 5,7,9og 11. AUSTURBÆJARBÍÓ: Amerikurallið (The cumball' rally), aðalhlutverk: Normann Burton og Susan Flannery, kl. 5,7 og 9. BÆJARBÍÓ: í nautsmerkinu, kl. 9. Bönnuð innan lóára, GAMI.A BÍÓ: Flótti Lógans (Logan’s Run), aðalhlut- verk: Michael York, Jenny Agutter og Peter Ustinov, kl. 5,7. * 0 og 9.15. Bönnuð innan 12 ára. IIAFNARBÍÓ: (Sjá auglýsingu) I lASKÓLABÍ'j.-Lífvörðurinn (Lifeguard), leikstjóri: Daniel Petrie. aðalhlutverk: Sam Elliott, George D. Wallace og Parker Stevenson, kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Þyrluránið (Birdis of prey), aðal- hlutverk: David Janssen, Ralph Mecher og Elayne Heilveil, kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. NÝJA BÍÓ: Allt á fullu, kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan I4ára. REGNBOGINN:(Sjá auglýsingu). STJÖRNUBÍÓ: Flóttinn úr fangélsinu, leikstjóri: Tom Gries, aðalhlutverk: Charles Bronson. Robcrt Duvall og Jill Ireland. kl. 5. 7 og 9. Bönnuð innan I2 ára. TÓNABÍÓ: Hrópað á kölska (Shout at the Devil), lcikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutverk: Lee Marvin. ENDURSKINS- MÉRKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA UMFERÐARRÁÐ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978 Ci Útvarp Sjónvarp D Utvarp kl. 17,50: Víðsjá Hvað vilja Grænlendingar i stjórnmálum verður meðal efnis i Viðsjá i dag. GRÆNLAND OG STJÓRNIN Viðsjá var á dagskrá í morgun og er hann endurtekinn í dag kl. 17.50. Að þessu sinni er þátturinn i umsjá Frið- riks Páls Jónssonar og ætlar hann að fjalla um Grænland. Friðrik fór sjálfur til Grænlands fyrir skemmstu og ræddi þar við nokkra menn um stjórn- mál í landinu og hvort Grænlendingar vilji fá heimastjórn. En þeir hafa verið undir stjórn Dana. Einnig er í þættin- um rætt um efnahagsmál og samskipti við Dani en þeir menn sem Friðrik ræddi við voru orðvarir, þar sem þetta er þeim mjög viðkvæmt mál. Fjallað verður um þrenn pólitísk samtök sem eru i Grænlandi og þeirra sjónarmið til heimastjórnar. Hvert er lokatakmark þeirra Grænlendinga og fleira verður fjallað um i þættinum en Friðrik sagði að hann myndi ræða um þetta svona vitt og breitt og reyna að koma inn á sem flest sjónarmið. Víðsjá er nokkurs konar fréttaþáttur, einn stundarfjórð- ungur að lengd. . ELA Útvarp kl. 20,10: Hrafninn og rjúpan Krummi krunkar úti... t kvöld kl. 20.10 er á dagskrá út- varpsins þáttur er nefnist Hrafninn og rjúpan, en það er Tómas Einarsson kennari sem tók saman þáttinn. Þáttur þessi er bæði fróðlegur og skemmti- legur. Lesnar eru þjóðsögur um fugl- ana og lesin ljóð og sagnir. í þættinum er rætt við Arnþór Garðarsson dýra- fræðing og mun hann lýsa fuglunum og ræða um þeirra uppvöxt og eðli. Einnig verður rætt við Árna Björns- son þjóðháttafræðing varðandi trú manna á hrafni og rjúpu. Grétar Eiríksson tæknifræðingur kemur einnig fram i þættinum en hann hefur unnið mikið í sambandi við að taka myndir af þessum fuglum. Tómas Einarsson hefur áður verið með svip- aða fræðsluþætti i sumar og er þetta 11. þátturinn hans. Hinir þættirnir fjölluðu um landið og fjallarefinn. Valdemar Helgason leikari les sögur og ljóð í þættinum enhanner fjörutíu mín. langur. - ELA Namm, namm... hugsa eflaust hverjlr er þeir sjá þessa rjúpu. Útvarp kl. 17,10: Lagið mitt Brunaliðið enn vinsælast Þátturinn Lagið mitt, sem er óska- lagaþáttur barna innan 12 ára, nýtur enn vinsælda og berast þættinum mörg bréf i hverri viku. Flest eru bréf- in frá krökkum á aldrinum 6—7 ára en mömmur eru einnig duglegar að skrifa fyrir yngstu börnin. Þar sem allir skólar eru að byrja um þessar mundir hefur lítillega dregið úr bréf- um þessa vikuna eins og eðlilegt verður að teljast þar sem svo margt er að gera í skólanum. Helga Þ. Stephen- sen, stjórnandi þáttarins, dró úr bréfa- bunkanum sínum eitt bréf og las fyr- ir okkur og getur þá fólk séð hvernig bréfin til þáttarins eru stíluð, en bréfið er svona og auðvitað komum við kveðjunni einnig á framfæri i leiðinni: Vala Björk, 7 ára, frá Akureyri, ég ætla að senda kveðju til Valdísar og Bróa á Þverá, Erlu og Diddu i Stóra- Dunhaga, Heiðu á Mímisvegi Dalvík og Hófí á Grenivöllum 26, Akureyri, Guðrúnar Skarðshlíð 14B Dalvik og Helga Þ. Stephensen stjórnandi þátt- aríns Lagið mltt. pabba og Rutar. Með þessum kveðjum langar mig að biðja þig að spila lagið Hlustið góðir vinir, af plötunni Emil í Kattholti. Svona lita flest bréfin út og sagði Helga að miserfitt væri að lesa skrift- ina þeirra en þó gengi það alltaf. Brunaliðið er enn á vinsældalistanum hjá krökkunum og biðja þau mikið um lagið Ég er á leiðinni. Ennfremur er platan með Halla og Ladda að komast upp stigann en krakkarnir eru farnir að biðja mikið um lagið Tvær úr Tungunum. Af erlendum hljómsveit- um er Boney M langvinsælust. Helga sagði að i fyrstu hefði hún lesið margar kveðjur með einu lagi en nú les hún færri kveðjur með lögunum en aftur á móti spilar hún miklu fleiri lög í staðinn. Lagið mitt er á dagskrá ki. 17.10 og er þátturinnfjörutíu mín. langur. - ELA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.