Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. Gullforði upp á637milljónir: „Æ, veríð þið ekki að vekja „Gullforði okkar íslendinga? Kanntu annan?!” Eitthvað á þessa leið var blaðamanninum svarað, er hann fór að spyrjast fyrir, hvort menn könn- uðust við, að við íslendingar ættum gullforða hér heima eða yfirleitt, eða hvort það gæti verið prentvilla í Lög- birtingablaðinu, þar sem stóð í lítilli auglýsingu að samkvæmt gullverði í New York og gildandi dollaragengi, væri gulleign landsmanna innanlands í Seðlabankanum hvorki meira né minna en 632 milljónir og 702 þúsund krónur! Auglýsingin frá Seðlabankanum var á þá leið, að seðlavelta okkar næmi nú tæpum tólf milljörðum króna, en hún væri tryggð með gulli, erlendum verð- bréfum og inneign í erlendum bönkum í frjálsum gjaldeyri samtals að upphæð 39.704.590.000 milljarðar. Að hringja íbankann Það lá auðvitað beinast við að hringja i bankann. Jóhannes Nordal kannaðist auðvitað við að gullið væri þar geymt, en hann gerði litið úr mál- inu og alla vega fengju menn ekki að sjágullið. Hvers vegna ekki? „Það er bara svoleiðis,” svarar hann. Það varð úr, að blaðamaður og ljós- myndari fengju að sjá hirzlurnar. „Hvað eruð þið nú að vekja athygU á þessu?” sagði einn bankastarfsmanna er við komum niður eftir. „Þetta verður bara til þess að alþingismenn eða einhverjir álika hirða þetta af okk- ur og eyða því í virkjanir, brýr eða eitthvað álíka.” Þarna var komin skýringin á upplýs- ingatregðu Jóhannesar. Rammgerðar hirzlur og gullpeningar „Gullforðinn hér heima er geymdur hér í aðalfjárhirzlu Seðlabankans, hér í Landsbankahúsinu,” sagði Stefán Þór- arinsson, starfsmannastjóri sem tók blaðamönnum vinsamlega. Hann ítrek- Þrengslin i sambýli Landsbankans og Seðlabankans eru mikil. Þetta er fatahengi starfsfólks Landsbankans, en dyrnar þarna innaf eru ytri dyr aðalfjórhirzlunnar. aði þó, að við fengjum ekki að fara inn •í féhirzlumar, þær væru aðeins opnað- ar kvölds og morgna með miklum til- færingum og mönnum væri illa við að ókunnugir væru að kíkja þar í. „Gullið, sem geymt er hérna saman- stendur einkum af Norðurlanda-gull- krónum frá því um 1900 til 1915 og guUdoUurum (Double Eagles) frá árinu 1908,” sagði Stefán. „Auk þess er í geymslu erlendis nokkurt magnaf gulli, þannig að samtals eru þetta 43.688,8 únsur sem á núgUdandi gengi nemur rúmum 637 milljónum króna.” Satt er það, geymslurnar virðast rammbyggðar og auk þess „faldar” skemmtilega fyrir hugsanlegum inn- brotsþjófum, að vísu af Ulri nauðsyn. Seðlabankinn býr í þröngu sambýli við Landsbankann og fyrir framan hurðina hefur fatahengi starfsfólks Landsbank- Það var I lagi að fó að mynda hirzlur undir krónupeningana okkar. Þeir koma til landsins I þessum dunkum fré Englandi, en þar eru borgaðar rumar tvaer krónur fyrir hvern pening. Albert leggur fram þingsályktunartillögu um að FÓLK RÁÐISJÁLFT SÍMA- LÖGNUMINNAN SÍNS HÚSS S — og ráði hvaða efni og tæki séu til þeirra notuð „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að setja með reglu- gerð nánari fyrirmæli um starfsvið Landssíma fslands með það að mark- miði að samræma starfsemi og verk- svið símáns þeim reglum er gilda um starfsemi annarra hliðstæðra þjón- ustustofnana, svo sem rafveitna, hitaveitna og vatnsveitna.” Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem Albert Guðmundsson hefur lagt fram. í greinargerð er til- lagan skýrð á þann veg að tilgangur- inn sé að siminn gangi frá inntaki í hús eins og hinar þjónustustofnanirn- ar hver á sínu sviði, en síðan sé not- endum í sjálfsvald sett, hvernig lögn- um innanhúss er hagað og hvaða efni og tæki eru notuð, svo framarlega að öryggis- og gæðakröfum, sem kunna að verða settar, sé fullnægt. Segih Albert, að með frjálsum innflutningi aukist fjölbreytni og hagkvæmni og símanum sparist fé og fyrirhöfn við innkaup og birgðahald, a.m.k. hafi sú orðið raunin á þegar Viðtækja- verzlun ríkisins var lögð niður á sinum tíma. Albert segist ekki bera brigður á nauðsyn þess, að Póst og simamála- stofnun reki símstöðvar og annist lagnir símalina milli staða. Hins veg- ar eigi einkaleyfi símans að vera lokið þegar að því kemur sem framkvæma þarf eftir að símalögn er komin i tengil innan húsveggs notanda. -ASt. mmm mmt uum mmm Missir siminn einokunaraðstóðuna ó innflutningi símtækja? DB-mynd Bj.Bj Símamálastjóri heldur —og telur brey tinguna ekki leiða til sparnaðar „Út af fyrir sig væri það þægilegt fyrir símann að vera laus við það stúss sem símatækjum og lögnum innanhúss er samfara. Og ef tryggt væri að tæki með jafnmiklum gæðum og við leggjum áherzlu á að sjá neytendum fyrir yrðu áfram í um- ferð, myndi ég ekki sjá eftir þessum þætti í starfi simans,” sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri er DB innti hann álits á þingsályktunar- tillögu Alberts. „I fljótu bragði get ég ekki séð neinn ágóða í þessu fyrir símanot- endur. Ef Pétur og Páll færu að flytja inn tæki held ég að viðgerðar- og varahlutaþjónusta yrði fólki bæði erfiðari og dýrari. Þá yrðu margir að viðhalda varahlutalager fyrir minni markaðshlut en einn lager varahluta annar nú. Slíkt hlýtur að verða dýr- ara,” sagði Jón. Jón benti á, að línur, kerfi bæj- anna og símatækið væru óaðskiljan- legir hlutir. Því betra sem símatækið væri, þeim mun meiri deyfingu væri hægt að hafa á línunni að tækinu. Síminn hefði lagt á það áherzlu að’ hafa á boðstólum mjög góð tæki og með því hefðu línur verið lagðar grennri en áður eða allt niður í 0,4 mm línur í stað 0,7 áður. Þetta hefði þýtt minna fjármagn í símalagnir og tryggja yrði áfram að gæði símatal- færayrðugóð. Jón kvað símann hafa notið mjög ámóti góðra kjara á símatækjakaupum vegna magnkaupa og þau hefðu feng- izt í Svíþjóð á betri kjörum en þar gerðist á almennum markaði. Á allra síðustu árum hefðu verið að þróast ný símatæki með electron- ískum útbúnaði í stað kolamikró- fónsins gamla. Þessi þróun myndi smám saman halda innreið sína hér. Dró Jón í efa, að Albert hefði kynnt sér þessi mál nægilega áður en hann lagði tillöguna fram, ef allir þættir málsins væru skoðaðir i samhengi. Einn inntaksstúta hraunhitaveitunnar I Vestmannaeyjum. Margir Vestmannaeyingar eru tregir til að leiða inn í hús sín hraunhitaveit- una og hefur bæjarstjóm nokkrar áhyggjur af þessari tregðu. Var málið nýlega tekið upp á bæjarstjórnarfundi og var þar m.a. lagt fram dæmi um kostnað eins aðila, sem býr í eldra húsi. Mælagrind kostar í því tilviki 30Ö þúsund krónur og vinnulaun liklegast um 100 þúsund. Tengigjaldið er um 350 þús. og til viðbótar leggst gatna- gerðargjald upp á 308 þús. Er kosm- aðurinn því liðlega milljón. Staðarblaðið Fréttir í Eyjum greinir nýlega frá umræðum um málið á bæj- arstjómarfundi og þeim málamiðlun- um, sem þar voru ræddar í því skyni að virka hvetjandi á fólk að nýta sér hita-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.